Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 23. ágúst 1978 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Slmi 86300. Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjaid kr. 2.000 á Erlent yfirlit Hua varð vinsæll gestur í Rúmeníu Evrópuför hans veldur Rússum áhyggjum mánuði. Biaðaprent h.f. J Vinnum til frambúðar Augljóst virðist að mjög hefur þokast til sam- komulagsáttar i þeim viðræðum sem yfir hafa staðið um myndun rikisstjórnar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þvi er að sönnu ekki að leyna að allmikið er enn ógert i þess- um viðræðum til þess að unnt verði að sjá fyrir endann á þeim eða spá fyrir um það hvort sam- komulag getur náðst að lyktum eða ekki. Um hitt er engum blöðum að fletta að vandi þjóðmálanna kallar á tafarlausar aðgerðir ábyrgrar rikisstjórnar, og enn fremur hefur það komið greinilega fram að miklar vonir eru bundn- ar við það að samstjórn þessara flokka komist á og reynist fær um að snúast rösklega gegn vandan- um. Það er þvi öll ástæða til að hvetja forystumenn þessara flokka enn einu sinni eindregið til ábyrgrar samstöðu. Fyrir alla muni þarf nú að kanna þennan samstarfsmöguleika fordómalaust til þrautar. Það hefur komið fram að Alþýðu- bandalagið er til þess reiðubúið að falla frá stefnu sinni i utanrikis- og öryggismálum, a.m.k. um eitthvert skeið i þvi skyni að standa að óhjákvæmi- legum aðgerðum i efnahagsmálum, og ætti sú af- staða að greiða fyrir þvi að flokkarnir geti snúið sér af alefli að þeim viðfangsefnum sem þegar biða i hagkerfi þjóðarinnar. Þvi er þó vissulega ekki að leyna að það verður ekki talið óeðlilegt að menn geri þá kröfu til Alþýðubandalagsins að hin breytta afstaða þess liggi alveg afdráttarlaus fyrir i svo veigamiklu máli sem utanrikismál þjóðarinnar eru, svo um- deild sem þau hafa verið. Það sem fyrir mestu hlýtur að teljast er að efna- hagsmáladæmið gangi upp i fyrsta lagi og skammtimaaðgerðir i þeim efnum standist fylli- lega. í öðru lagi verður það að liggja fyrir að skammtimaaðgerðirnar skili betra búi eftir en áður, að ekki verði vandamálum slegið á frest eða ný vakin upp vegna þess að menn áræða ekki að ganga þegar i stað til atlögu. I þriðja lagi verður að nást fullt samkomulag um stefnumið og að- gerðir eftir að skammtimaviðbrögð hafa skilað árangri, t.d. eftir næstu áramót. Eftir þeim heimildum sem Timinn hefur aflað sér glæddust likurnar á samkomulagi siðustu daga, og er þá fyrir öllu að reynt verði enn til þrautar. Lúðvik Jósepsson, sem stýrt hefur við-. ræðufundunum, hefur látið hafa það eftir sér að hann stefndi að myndun rikisstjórnar sem hefði „afmarkað hlutverk”, eða eins konar skamm- timastjórn til bráðabirgða sem sneri sér að að- steðjandi vanda. Hvað siðan yrði virðist ekki ljóst. Skammtimarikisstjórn, sem ekki snerist gegn ýmsum grundvallarmeinsemdum efnahagslifsins, svo sem skrúfukerfi visitölunnar, hlýtur að valda vonbrigðum. Nú þarf um fram allt skýra og ótviræða frambúðarstefnu sem leiðir út úr ófarn- aði óðaverðbólgunnar. —JS Frá ökuferö Hua og Ceausescu um Búkarest. FYRSTA daginn, sem Hua Kuo-feng dvaldi í Búkarest sem gestur rúmensku stjórn- arinnar, birti Pravda, aðal- l málgagn stjórnar Sovétrikj- anna harðorða forustugrein um yfirdrottnunarstefnu i framkvæmd. I greininni segir, aö Pekingstjórnin noti Hua- chiaoa, vitetnamska þegna af kinverskum uppruna til þess að beita Víetnam þrýstingi I þvi skyni að knýja stjórn þess tilaö láta fyrir róða sjálfstæða utanrikisstefnu sina. Hið sama gerir Pekingstjórnin I öðrum löndum Suð- austur-Asiu, þar sem menn af kfnverskum ættum séu búsett- ir. Sama dag birti einn af fréttaskýrendum Tass, aöal- fréttastofnun Sovétrikjanna, enn hvassoröari grein um þetta efni. Fréttaskýrandinn segir m.a. samkvæmt þýðingu APN: „Astandið i Suöaustur-Asiu, hefur versnað vegna árásar- gjarnrar yfirdrottnunarstefnu Pekingleiötoganna. Það er nú opinbert leyndarmál, að það er Kina sem stendur að baki Kampucheum,er gerastöðugt vopnaöar árásir á Vietnam. Ruddalegar efnahagsþving- anir, vopnuð átök, hreinar lygar og óhróður — öllum þessum ráðum beitir Peking- stjórnin til þess að knýja Viet- nam til þess að láta af sjálf- stæöristefnu sinni oglúta boöi Kinverja. Pekingleiðtogarnir ástunda hreina heimsvalda- stefnu — beita Vietnam og hina hugdjörfu þjóö landsins kúgun og þvingunum — en svi- virðileg rýtingsstunga i bak hins sósialiska Vietnam er aðeins rökrétt afleiðing hinnar smánarlegu og ruddalegu stefnu Pekingleiðtoganna, stefnu sem er fjandsamleg friði og sósialisma.” ÞESSAR ádeilur rússneskra fjölmiöla á kinversku stjórn- ina meðan Hua dvaldist i Rúmeniu, gefa allvel til kynna að Kremlverjum hafi ekki lið- ið neitt vel meðan hann var þar. Fréttaritarar, sem voru i Búkarest, töldu einnig, að margir rúmenskir embættis- menn hafi verið eins og á glóð- um og muni ótti þeira hafa stafað af þvi, aö Hua aöhefðist eitthvaðþaö, semgætioröið til aö spilla sambúð Sovétrikj- anna og Rúmeniu, en fyrir Rúmeniu er það mikiö hags- munamál, að hún haldist sæmileg, þrátt fyrir viðleitni Ceausescus aö reyna aö fylgja óháðri utanrikisstefnu. Vegna þessarar ástæðu fór Ceauses- cu til Krimskaga skömmu áður en Hua kom i heimsókn- ina. Brésnjef dvaldist þá þar I sumarbústað sinum og áttu þeir Ceausescuog hann langar viðræður að sögn en aöalerindi Ceausescu var að fullvissa Brésnjef um, aö heimsókn Hua myndi engu breyta i sam- búð Sovétrikjanna og Rúmen- iu. Þrátt fyrir þetta, hefur tortryggni Kremlverja ekki getaöleyntsérmeðanHua var i Rúmeniu og rúmenskir stjórnarembættismenn hafa ekki getað leynt þeim ótta, að Ceausescu gæti ekki staöið við þá yfirlýsingu sem hann gaf Brésnjef. ÞETTA hefur hins vegar allt íariö mun skaplegar en Rúss- ar og Rúmenar óttuðust. Ceausescu hefur vafalaust gert Hua fulla greina fyrir málavöxtum og hann taliö rétt að taka tillit til þeirra. I öllum ræðum; sinum eöa yfirlýsing- um fét Hua aldrei'fálla beín ádeiluorð á Sovétrikin, en gerði þaðhinsvegar undir rós, þegar hann varaði við yfir- gangi stórvelda, sem m.a. stefndu að þvi að ná yfirráðum i Vestur-Evrópu og hygðust skipta henni milli sin i áhrifa- svæði. Þótt hann segði það ekki beinum orðum, gat það ekki dulizt neinum að hann átti við Bandarikin og Sovét- rikin og þó öllu heldur við So- vétrikin. Rússneskir fjölmiðl- ar skildu þetta lika og tóku það óstinnt upp, en gátu þó ekki haldiðfram, aö Hua hefði mis- notaðgestrisni þá, sem Ceaus- escu hafði sýnt honum. Ceaus- escuslapp þvinokkurn veginn þannig frá heimboöinu, að Rússar geta ekki fært honum þaö til dómsáfellis, þótt þeir telji eins og áöur, að hann hefði betur látiö þaö ógert. Þaö hefur hins vegar siður en svo dregið úr þeim árangri, sem Hua hefur náö meö heim- sókninni, að hann sýndi Ceausescu þessa tillitssemi. Honum hefúr eigi að siöur tek- izt aö koma á framfæri þeim áróðri, sem hann taldi mestu máh skipta. Hann hefur komið vel fyrir og náð hylli bæði fréttamanna og almennings. Kinverjar geta þvi verið ánægöir með þessa fyrstu Evrópuferð leiðtoga sins. EvrópuferðHua erhins veg- ar enn ekki lokið. Frá Rúmen- iulá leiöhans til Júgóslaviu og þar dvelst hann næstu daga i boði Tltós forseta. Sú heim- sókn veldur Sovétmönnum vafalaust nokkrum áhyggjum, en þó vart eins miklum og heimsókn hans til Rúmenlu. Með ferðalagi Hua til Evrópu, hafa Kinverjar hafið gagn- sókn á hendur Rússum, sem getur átt eftir aö verða sögu- leg og auka spennuna milli þessara risavelda kommún- ismans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.