Tíminn - 19.09.1978, Qupperneq 13

Tíminn - 19.09.1978, Qupperneq 13
Þri&judagur 19. september 1978 13 Haukur Ingibergsson „Mjög gott SUF-þing” — nánast allir virkir — SS — ,/Á heildina litið var þetta mjög gott SUF- þing. Þátttakan var betri og mannskapurinn hressari en búast mátti við, þegar tillit er tekið til lélegs árangurs Framsóknarf lokksins í siðustu kosningum" sagði Haukur Ingibergs- son, skólastjóri í Bifröst, þegar blaðið innti hann álits á SUF-þinginu, sem haldið var um síðustu helgi. „Það mátti finna á þinginu, að fólk var reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að flokkurínn rísi úr þeirri lægð sem hann er í." Aðspurður um störf þingsins, sagði Haukur: „Það var mjög jákvætt við þetta þing, hve margir voru virkir. Nánast allir þingfull- trúar störfuðu í umræðu- hópum. Þetta var sem sagt ekki þing, þar sem fólk sat afsíðis og tók ekki þátt." „Það er alveg Ijóst, að það þarf endur- skipulagningar við í Framsóknarf lokknum. Við þurfum m.a. að skerpa hugmynda- fræðina,og það þarf að Haukur Ingibergsson: vinna upp ákveðnari stefnumótun í ýmsum málum. Ég held að f lestir séu á þvf núna, að gera breytingar". Að lokum var Haukur spurður álits á þátttöku SUF í ungsamtökum norrænna miðflokka: „ Ég hef að vísu ekki tekið mikinn þátt í slíkum samskiptum. Þó sótti ég aðalfund NCF í Finnlandi nýverið og get sagt það, að ég hafði nokkuð gagn af þvi, aðallega varðandi skipulag og starfshætti st jórnmá laf lokka á Norðurlöndum. Það var t.d. mjög athyglisvert, hvað stjórnmálasamtök á Norðurlöndum njóta m i k I u m e i r i fjárstuðnings af hálfu ríkisvaldsins en hér, og hvað það virðist miklu sjálf sagðari hlutur á Norðuríöndum að viður- kenna stjórnmála- starfsemi sem hverja aðra félagstarfsemi. Ég tel það nánast aukaatriði hvort Framsóknar- flokkurinn er sammála öllum sefnumiðum mið- flokkanna á Norður- löndum. Þetta eru líkir f lokkar að sumu leyti, t.d. frekar dreifbýlisflokkar að mér virtist, en allir flokkar hljóta að mótast af sérkennum sinna þjóðar og aðstæðum stjórnmálalífsins." Jón Þ. Þór. — skrifar um heimsmeistaraeinvígið: Enn eitt jalnteflið Eftir hina ævintýralegu björgun Kortsnojs i 22. einvfgis- skákinni, töldu margir aö nú myndi honum takast aö vinna þá 23. og minnka þannig muninn niöur i einn vinning. En hér fór eins og svo oft áöur i þessu ein- vigi: Kortsnoj sótti og haföi frumkvæöiö allan timann, en Karpov slapp fyrir hornog jafn- teflið var staöreynd. Hvitt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Drottningarbragö. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3.Rf3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 (Kortsnoj er samur við sig. Þessum leik beitti hann einnig i 9. og 21. skákinni). 5. — 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. Hdl Da5 10. a3 Be7 (110. skákinni lék Karpov hér 10. - He8,en eftir 11. Rd2 - e5,12. Bg5- Rd4,13. Dbl - Bf5, 14. Bd3 - e4, 15. Bc2 - Rxc2+, 16. Dxc2 — Da6, 17. Bxf6 — Dxf6, 18. Rb3 - Bd6,19. Hxd5 vann Kortsnoj peð og siöan skákina). 11. Rd2 e5 12. Bg5 d4 13. Rb3 Db6 14. Bxf 6 Bxf6 15. Rd5 Dd8 16. exd4 Rxd4 17. Rxd4 exd4 18. Bd3 g6 19. Rxf6' | Dxf6 20.0-0 Be6 (Þegar hér var komið sögu haföi Kortsnoj notaö 25. minútur af umhugsunartima sinum, en Karpov aöeins 4! Staöan, sem nú er komin upp er fremur ein- föld, en hvitur hefur þó eilitla yfirburði. Hann hefur hreyfan- legan peðameirihluta á drottn- ingarvæng og svarta peðið á d4 gæti orðið slæmur veikleiki i endatafli. Kortsnoj hugsaði sig nú um drykklanga stund, en kallaði siöan Lothar Scmid'yfir- dómara aö boröinu. Þegar Schmid kom talaöi Kortsnoj hátt, benti i sifellu á Karpov og var reiður. Ahorfendur sáu aö þeir Schmid skiptust á nokkrum oröum, ensiöan grúföi Kortsnoj sig yfir skákinaað nýju. Eftir að skákinni lauk, sagöi Schmid, aö Kortsnoj heföi kvartaö yfir þvi að Karpov truflaöi sig meö þvi að rugga.sér i stólnum góða!) 21. Hfel Hac8 22. b3 Hfd8 23. Be4 Hc7 24. Dd2 Bg4 25. f3 Be6 26. a4! (NU fer peðameirihlutinn af stað). 26. — b6 27. a5 'b5! (Best. Svartur má ekki leyfa peðakaup á b6, þar sem hvitur næði öllum tökum á a—linunni á eftir). 28. cxb5 Bxb3 29. Hbl Bd5 30. b6 axb6 31. Hxb6! (Snjöll hugmynd, sem vinnur nærri þvi). 31, — Hc6 (Eini leikurinn!) 32. Hxc6 („Sérfræðingarnir” svo- nefndu héldu fyrst i staö, að nú gæti Kortsnoj unniö meö 32. Bxd5 - Hxd5, 33. He8+ - Kg7, 34. Hb8, en eftir 34. —h5! á svartur nóga vörn). 32. — Bxc6 33. Bd3 Bd7 34. a6 Bf5 35. Df4 (Kortsnoj ákveður aö fara Ut i hrókaendatafl, þar sem fjar- læga fripeöiö gefi ef til vill ein- hverjar vinningsvonir). 35. - Kg7 36. Bxf5 Dxf5 37. Dxf5 gxf5 38. Hal (Eftir skákina áleit Kortsnoj, að 38. Kf2 heföi leitt til vinnings, en ekki er annaö að sjá en aö svartur haldi sinu með 38. — d3). 38. — d3 39. Kf2 He8 (Gulltryggir jafnteflið). 40. Ha2 He7 41. Hd2 og um leiö og Kortsnoj lék þennan leik skrifaði hann ,,jafntefli”á skorblaöiö,ýtti þvi yfir til Karpovs, sem kvittaöi fyrir og gerði hiö sama viö sitt blaö. Jón Þ. Þór ÞAÐ GERIR ÞÚ EF ÞÚ REYKIR. í TÓBAKSREYK ERU FJÖLMÖRG ÚRGANGS- OG EITUREFNI, SEM SETJAST í LUNGUN OG VALDA HEILSUTJÓNI. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR Óskum að ráða mann til afgreiðslu- starfa i teppadeild strax. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjöra, er gefur nánari upplýsingar. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Gangavörður karl e&a kona óskast aö Mýrarhúsaskóla. Upplýsingar I sima 20980. Skólastjóri. Sveitastörf Karlar og konur óskast til veturvistar. Upplýsingar gefur ráðningastofa Land- búnaðarins, simi 19200. Keflavík Timinn óskar eftir að ráða umboðsmann fyrir blaðið i Keflavik. Upplýsingar i sima 92-1373 eða hjá af- greiðslustjóra i sima 86300 Reykjavik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.