Tíminn - 19.09.1978, Side 20

Tíminn - 19.09.1978, Side 20
Sýrð eik er sígild eign iiáfcCiÖCiII TRÉSMIDJAN MEIÐUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag Þriðjudagur 19. september 1978. 20-. tölublað — 62. árgangur sími 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Bæjarútgerð Hafnarfjarðar opnuð í gær: „Ekki búið að gera þær ráðstafanir sem með þarf” — segir forstjóri B.Ú.H. ESE — Það var heldur fáliðað i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er vinna hófst þar að nýju eftir nokk- urt hlé i gær en að sögn forráðamanna hússins, þá var vonast til þess að það vandamál yrði úr sögunni er liða tæki á vikuna. Skip með farm til Grundartanga fékk á sig brotsjó: 26 tonna stykki skolað- ist útbyrðis ATA — Skip sem var aö flytja tæki I verksmiöjuna aö Grundartanga fékk á sig brotsjó í gær. Sjórinn tók stykki er nota átti i verksmiöjuna útbyrðis. Jón Sigurðsson forstjóri málmblendifélagsins, sagöi i viðtali við Timann i gær að fær- eyskt skipt hafi verið að flytja hafnarkrana i Grundartanga- verksmiöjuna frá Arósum i Danmörku. A leiöinni tii tslands kom brotsjór á skipiö og tók undirstöðustykki fyrir kranann útbyrðis. Stykki þetta sem var 26 tonna þungt var á þilfari skipsins. Jón sagði að Grundartanga- verksmiðjan hlyti ekkert fjár- hagslegt tjón af þessu slysi. Verð kranans miöaöist við að hann væri hingað kominn og uppsettur. Slysið gæti þýtt drátt á uppsetningu kranans en ólik- legt væri aö það seinkaði uppsetningu sjálfrar verksmiðj- unnar. Færeyska skipið mun hafa laskast eitthvaö og fór þegar til Færeyja og er nú i viðgerð. Timinn ræddi i gær viö Guð- mund Ingvason, forstjóra Bæjar- útgerðarinnar og var hann fyrst spurður að þvi hvers vegna Bæjarútgerðin hefði opnað svo seint sem raun bæri vitni. — Þar er að mestu leyti al- mennum erfiðleikum um að kenna, en þvi er ekki aö leyna aö ástandiö er enn mjög erfitt og min skoðun er reyndar sú aö enn sé ekki búið að gera þær ráöstafanir sem með þarf til þess aö rekstur hússins veröi tryggöur i fram- tlðinni. Það þarf að koma þessum mál- um á fastan grundvöll i eitt skipti fyrir öll og innlendur kostnaöur þarf aö vera i samræmi við hækkanir þær sem verða á afurðaverði á hverjum tima, en fari ekki langt fram úr þeim eins og gerst hefur að undanförnu. Þá var Guðmundur Ingvason að lokum spurður að þvi hvort rekstur yrði hafinn af fullum krafti og svaraöi hann þvi til, að stefnt væri að þvi að byrja alveg á fullu en sökum þess að mæting starfsfólks i gær heföi ekki veriö sem best,væri ekki hægt að gera sér grein fyrir þessu atriöi að svo stöddu. Kátt er í réttunum og það er ekki aöeins mannfólkið sem skynjar hina einstöku stemmningu. Eins og kemur fram I látbragöi þessa fallega rakka, sem varö á vegi Róberts ljósmyndara I Hafravatnsrétt þykjast hundarnir lfka eiga kröfu til einskonar „upplyftingar.” Hér eru skrifstofur ASt til húsa en erfitt mun vera fyrir hreyfi- fatlaöa aö venja hingaö komur sinar vegna fyrirkomulags á lyftu. Fatlaðir og hús ASÍ: Allir vilja lagfæra en lausn ófundin HR — i Tímanum á laugardaginn var greint frá þvf hversu erfitt væri fyrir fatiaö fólk aö komast leiöar sinnar I húsi þvi sem er á gatna- mótum Grensásvegar og Fellsmúla. Þar er m.a. til húsa Alþýöusamband lslands. Timinn hafði samband við skrifstofustjóra ASI og sagði hann að þetta vandamál hefði mikið verið rætt, en engin lausn fundist enn. Lyftan væri á milli hæða og auk þess væru lyftudyrnar i þrengra lagi. Hún hefði fyrstog fremst verið hugsuö fyrir fatlaða en þeir gætu þó engin not haft af henni vegna þess hvernig henni væri fyrir komið. Þá hafði blaðið samband við Hrafnkel Thorlacius arkitekt, en hann teiknaði húsið. Sagöi hann að veriö væri að ráðgera breytingar til að auðvelda fötluðum ferðir um húsið, og væri það gert i samvinnu við svo- kallaða ferilnefnd fatlaðra en hún fjallaði um samgönguvanda- mál þeirra. Að visu væri ekki búiö að finna lausn á þessu, en hann sagði þó avona að þaö yrði von bráðar. Útflutningur á fersku dilkakjöti: „Komst allt til skila í góðu ástandi” — segir Jón Ragnar Björnsson Kás — „Þetta kjöt komst aiít til skila i mjög góðu ástendi.og Frakkarnir höfðu ekki yfir neinu að kvarta i þvi sambandi”,sagði Jón Ragnar Björnsson, hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins.en hann fylgdist með útflutningi á fersku dilkakjöti til Frakklands og Danmerkur, sem sagt var frá i Timanum hér fyrir helgina. En um var að ræöa 100 skrokka af fersku dilkakjöti sem fór á sinn hvorn staöinn, fyrir tilstilli mjög góðs samstarfs, sem tekist hefur á milli Sambandsins og Markaðsnefndar landbúnaðar- ins. „Við vorum staddir þarna, ég og Gylfi Sigurjónsson frá Ham- borgarskrifstofu Sambands- ins”, sagði Jón, „þegar kassarnir voru opnaðir i Paris, og höfðu Frakkarnir ekki út á neinn að setja. Gæðin voru eins og best var á kosið, bæöi slátrunin og kjötið sem slikt. Þeir voru búnir að selja þetta kjöt til Suður-Frakklands, til Grenoble og nágrennis og átti það aö fara þangað nóttina eftir. Þetta er mjög viökvæm vara i flutningi þar sem mjög strangar kröfur eru geröar um hitastig, en umbúðirnar, sem við vorum með, eru það góöar að flutningarnir sem slikir eru ekki vandamál”. Timinn fékkjiær upplýsingar hjá Birni Gunnlaugssyni hjá Búvörud^eild Sambandsins i gær, að v'el hefði gengiö að selja þá hundrað skrokka, sem sendir hefðu verið til Danmerkur. Ekki hefði hins vegar neitt enn frétst af sölunni i Frakklandi. Sá misskilningur kom fram I frétt Timans fyrir helgina af þessari sölu, að hér hefði verið um fyrsta skipti aö ræða , sem sala á fersku dilkakjöti ætti sér stað frá tslandi. Svo mun ekki vera.þar sem Sambandiö hefur einhverju sinni áður flutt út ferskt dilkakjöt, þótt auðvitaö hafi þaö veriö i takmörkuðum mæli eins og nú. íslendingur í gæsluvarð- hald i V-Þýskalandi — vegna hasssmygls ATA — 25 ára gamall islendingur situr nú i gæsluvaröhaldi I bænum Lingen I Vestur-Þýskalandi ákæröur fyrir aö hafa hass I fórum sinum. islendingurinn var meö 4 kfló af hassi er hann var tekinn þann 12. þessa mánaöar. Hassiö haföi hann keypt I Amsterdam fyrir jafnviröi 1,7 milljóna króna. Hann mun hafa áformaö aö smygla hassinu til Kaupmannahafnar eða islands. Samstarf hefur veriö milli vestur-þýskra og islenskra tollyfirvalda i máli þessu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.