Tíminn - 11.10.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1978, Blaðsíða 1
Ávarp forseta íslands við þingsetningu — Sjá opnu Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Formaður sambands dýraverndunarfélaga um hrútasölu: Þessi útflutn- ingur hiýtur að vera ólöglegur ATA — Þetta hlýtur aö vera ólög- legt. Þaö getur ekki veriö löglegt aö flytja út islenskar skepnur til aö láta murka úr þeim llfiö á kvalafullan hátt, sagöi Jórunn Sörensen, formaöur Sambands dýraverndunarfélaga Islands, i samtali viö Timann I gær. Hér er átt viö þá fyrirætlun, aö flytja sauöi til Kuwait en þar á aö fórna þeim viö einhverja trúarat- höfn. Dagblaöiö segir frá þessu i gær og getur þess ennfremur, aö geysihátt verö fáist fyrir sauöina i Kuwait. — Þetta mál kom til umræöu fyrir einu eöa tveimur árum, sagði Jórunn, og þá var yfirdýra- læknir mótfallinn þessari ráöa- gerð. Ég held aö hann hljóti aö vera sama sinnis núna. Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á þvi aö af þessu veröi. — Þaö er ekki langt siöan aö mikil læti uröu hér qt af þvi aö smygla átti fálkaungum úr landi, en lyrir þá fæst stórfé i Kuwait. Ég sé ekki, aö þetta sé betra. — Hvað erum viö Islendingar orönir ef viö leyfum útflutning á skepnum sem drepa á á hinn viðurstyggilegasta hátt? 100. löggjafarþing islensku þjóöarinnar var sett I gær viö hátfölega athöfn. Þingmenn voru aö venju kampakátir og viömótsþýöir i þing- byrjun og heilsuöu hverjir öörum vel og innilega. En á eftir logninu kemur stormurinn og eru margir á þvf, aö þingiö I vetur veröi róstu - samt. Allavega veröur þar ekki haldin nein hátlöarsamkoma f vetur. A þessari mynd má greina f.v. Alexander Stefánsson, Jónas Arnason, Einar Agústsson, Pál Pétursson, ólaf R. Grimsson, stefán Jónsson, Vilmund Gylfason, Eiö Guönason og Jóhönnu Siguröardóttur. 100. löggjaíarþingið hafið SS — 1 gær var Alþingi tslendinga, hiö hundraöasta frá 1874, þegar tslendingar fengu löggjafarvaldiö I slnar hendur, sett með venjubundnum hætti. Alþingismenn komu saman I þinghúsinu, heilsuöu hverjir öör- um með virktum og gengu aö svo búnu til Dómkirkjunnar meö for- ; seta tslands og séra Sigurö H. Guömundsson i broddi fylkingar. Þeim næst komu forsetafrú, Halldóra Eldjárn og forsætisráö- herra, ólafur Jóhannesson, aðrir ráöherrar og loks þingmenn. Séra Sigurður H. Guömundsson úr Hafnarfiröi þjónaöi fyrir alt- ari, organisti var Marteinn H. Friöriksson og Dómkórinn söng. Að lokinni messu var á ný geng- iö til þinghúss, I sal Sameinaðs þings, hvar forseti Islands, Kristján Eldjárn, setti fyrsta þingið á þvi kjörtimabili, sem hófst aö loknum alþingiskosning- um I júni siðastliðnum. Þegar þingheimur haföi minnst fósturjaröarinnar og hyllt forset- ann stjórnaði aldursforseti, Oddur Ólafsson, fyrsta þingfundi. Til skrifarastarfa kvaddi hann þá Lárus Jónsson og Jón Helgason. A þingfundinum voru kjörbréf alþingismannanna 60 samþykkt samhljóöa og þeir þingmenn, er ekki höföu áöur tekiö sæti á Alþingi, undirrituöu dreng- skaparheit um aö halda stjórnar- skrána. Kjöri forseta Sameinaös þings var frestað, en frá þvi veröur gengiö á þingfundi I dag. A bls. 3 eru birt viötöl viö nokkra þingmenn um hvaöa mál- efni þeir hyggja aö muni bera hæst á þvi þingi sem nú er aö hefj- ast. Sigurður Sigurðsson dýralæknir: Riðuveiki breiðist nú út með áður óþekktum hraða — alvarlegt ástand á Norðausturlandi ESE — Eins og getiö var um i Timanum I gær bendir allt til þess að ráöist veröi I niöurskurö á sauöfé hjá þeim bændum þar sem orðið hefur vart við riöuveiki og á nálægum svæðum. Aö sögn Siguröar Sigurössonar dýralæknis á Keldum þá er hér um að ræða hátt á annað þúsund fjár, en veikinnar hefur orðið vart á a.m.k. þrem bæjum i nágrenni Hverageröis. Þá gat Sigurður þess aö riöu- veiki væri oröin talsvert útbreidd á Miö-Norðurlandi og Norö- austurlandi og á Austurlandi væri hún að flæöa yfir. Hingaö til heföi veikin ekki veriö algeng, en nú virtist sem svo aö hún heföi breytt eöli sinu og breiddist út meö áöur óþekktum hraöa. Ékki sagöi Siguröur búiö aö ákveöa hvaö yröi gert á Noröur- og Noröausturlandi til þess aö hefta útbreiðslu veikinnar, en gat þess aö umræöur heföu átt sér staö um þaö skera niður fé á þsssum slóðum. Engin lækning væri til viö riöuveiki og þvi væri það hugsanlega eini möguleikinn til þess aö bjarga þessu svæöi, þar sem bændur lifðu nær eingöngu á sauöfjárrækt. t viötalinu viö Sigurö kom þaö fram að sauöfjárveikivarnar- girðingar eru margar hverjar i hörmulegu ástandi og geröi þaö ástandiö enn alvarlegra. Marg- faldlega heföi veriö leitaö til fjár- veitinganefndar Alþingis og þess farið á leit aö fjárveitingar yröu ekki skornar niöur, en undirtektir heföu ekki verið nógu góðar, sennilega vegna þess aö menn geröu sér ekki grein fyrir þvi hversu alvarlegt ástandiö væri. Geta menn sýkst af riðu- veiki? ESE/PÞ — A fundi þeim sem Sauöfjárveikivarnir boöuöu til meö bændum úr ölfusi og hreppsnefndarmönnum úr Hverageröi, Selvogi og Garfn- ingi s.l. laugardag kom m.a. fram aö ekki hefur veriö hægt aö rekja smitunarferD veiru þeirrar sem veldur riöuveiki I sauöfé. Tekist hefur þó aö smita önnur dýr meö veiru 'þessari i tilraunum. Þá hefur fundist mjög sjaldgæfur, en áþekkur sjúkdómur I mönnum og hefur tekist aö smita saöfé meö veiru þeirri, úr mönnum sem látist hafa úr veirunni. Ekki er vitaö fyrir vlst hvort aö menn geti smitast af riöu- veiki, en i Ijósi þess sem getiö hefur veriö um hér aö framan, bendir margt til þess aö sú hætta sé fyrir hendi. A fundinum sem um 50 bændur sóttu var eftirfarandi ályktun samþykkt: Almennur bændafundur um riöuveiki i sauöfé haldinn 7. október 1978 i félagsheimili ölfusinga, telur nauösynlegt aö hefjáþegar meö öllum til- tækum ráöum aögeröir tU þess aö hefta útbreiðslu og útrýma riöuveiki I sauöfé bæöi hér á þessu svæöi og annars staöar og skorar fundurinn á stjóm- völd aö útvega fjármagn til þessara aögeröa. Hvar eru 42,5 milljarðar? — Hlutfall sparifjár miðað við þjóðarframleiðslu minnkað ískyggilega á siðustu árum Kás —■ Hlutfall heildarsparifjár innlánstofnana miöaö viö þjóöarframleiðslu var áriö 1970 um 40%. Þetta hlutfall minnkaði á árinu 1973 niöur I 27%, eöa um þriöjung. A árinu 1976 og fyrri hluta árs 1977 jókst þetta hlutfall nokkuö, en seinni hluta árs 1977 fór aftur aö siga á ógæfuhliöina. t árslok áriö 1977 vantaöi 42.5 milljaröa króna, til aö sama hlutfall næöist áriö 1977 og á árinu 1970, milli heildar- sparifjár i innlánastofnunum og þjóðarframleiðslu. Það þýöir i raun aö innlán hafa minnkaö aö miklum mun á siöustu sjö árum. Þessar upplýsingar komu fram á blaöamannafundi sem stjórn Sambands islenskra sparisjóöa efndi til meö frétta- mönnum I gær. En s.l. laugar- dag var haldinn aðalfundur Sambands islenskra sparisjóða. Þar var m.a. rætt um stööu sparisjóöanna, svo og útlána- reglur og vaxtamál. A fundi meö blaöamönnum lýsti stjórnin yfir miklum áhyggjum sinum vegna þess- arar.þróunar. Taldi hún einsýnt að ein aöalástæöan fyrir þessari óheillaþróun væri sú, aö vextir væri ekki I samræmi viö verö- bólguna. A aðalfundi Sambands is- lenskra sparisjóða var sam- þykkt, einróma, eftirfarandi dlyktun: „Viö minnum á, aö eölileg sparifjármyndun er ein megin forsenda farsæls og trausts efnahagslifs i landinu. A undanförnum árum hefur sparifé sifellt farið minnkandi I hlutfalli viö* þjóöarframleiðslu og aögeröir af hálfu stjórnvalda ekki reynst þess megnugar aö halda raunvöxtum og tryggja þannig hag sparifjáreigenda. Fundurinn leggur áherslu á aö unninn veröi aö þvi bráöur bugur aö tryggja á þann veg verögildi sparisjárinnistæöna, aö aukiö veröi traust almenn- ings á innlánastofnunum lands- ins og verögildi islenska gjald- miöilsins.” Nánar veröur sagt frá mál- efnum Sambands Islenskra sparisjóöa I blaöinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.