Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. október 1978 Umræður á Alþingi um olíumengun frá hemum: Aöeins tímaspursmál, hvenær mengunin ógnar fiskiðnaði á Suöurnesjum — utanríkisráðherra vari sig blekkingum deildarstjóra SS — S.l. þriöjudag voru teknar á dagskrá Sameinaös þings fyrirspurnir Ólafs R. Grimsson- ar (Ab) til utanrikisráöherra um varnir gegn mengun af völd- um bandarfska hersins, en sem kunnugt er uppgötvaöist fyrir skömmu oliusori I jöröu nálægt yatnsbóium Keflvikinga og Njarövíkinga. Herferð gleymskunnar Ólafur Ragnar sagði m.a. þegar hannfylgdi fyrirspurnum sinum ilr hlaöi, aö þaö væri greinilegt, aö af hálfu islenska embættismannakerfisins og islenskra stjórnvalda hefði „herferö gleymskunnar” veriö viöhöfð i gegnum árin til aö þagga niöur ýmsar hættur og erfiöleika, sem dvöl hersins hér á landi væru samfara. Fyrirspurnir þingmannsins til utanrikisráöherra voru á þessa leið: . Tekur utanrikisráöherra gilda yfirlýsingu deildar- stjóra varnarmáladeildar utanrikisráöuneytisins aö „enginn, hvorki islenskur né bandariskur aöili, vissi aö oliu eöa öörum efnum úr flug- skýli flughersins á planinu fyrir framan væri veitt Ut i skurö”? . Hvaöa likur telur utanrikis- ráöherra að séu á þvi aö bandarlski flugherinn viti hvaö gerist i háloftunum yfir og I kringum ísland fyrst hann veit ekkert um stóra olfuskurði rétt viö eigin flug- skýli? 3. Hvaöa ráöstafanir hefur utanrikisráöherra gert til aö komast aö raun um hver bar ábyrgðina á þeirri meöferö á úrgangsoliu sem nýlega var frir tilviljun uppgötvuö á yfir- ráöasvæöi bandariska hers- ins? 4. Hvaða tryggingar eru fyrir þvi aö starfsemi bandariska hersins mengi ekki drykkjar- vatn ibúa á Suðurnesjum? 5. Hvaða breytingar hyggst utanríkisráðherra gera til aö koma i veg fyrir aö bandariski herinn feli oliu og aörar mengunarvalda i i'slenskri jörö fyrst fyrri lof- orö hersins hafa I þessu efni reynst haldlaus? Sem svar viö 1. spurningunni sagöist ráöherrann enga ástæöu hafa til aö rengja yfirlýsingu deildarstjóra varnarmáladeild- ar. Um 2. sp. kvaö hann enga ástæðu til aö draga af þessu máli ályktanir um þaö, hvernig herliöið gegndi hlutverki sinu i heild. Um 3ju sp. sagöi hann m.a. aö i þessu máli væri um aö ræöa oliuleka frá stærsta flugskýlinu á Keflavikurflugvelli. Nærtæk- ust skýring á menguninni væri sú, aö einhverjir starfsmenn þar eöa aörir heföu hellt oliu i niðurfall, sem eingöngu ætti að notast fyrir vatn. Væri óvist, aö um þaö upplýstist, hver bæri ábyrgðina á sliku gáleysi, þvi flugskýliö heföi veriö tekiö i notkun 1954 og gæti þvi veriöum gamlar syndir aö ræöa. Um 4. og 5. sp. sagöi ráöherra að varnarliöið sjálft heföi hags- muna aö gæta i þessum efnum, þvi þaö fengi vatn úr sömu vatnsbólum og sveitarfélögin á svæöinu. bvi teldi hann engar llkur á þvi, aö þaö geröi sér far um aö fela mengun i Islenskri jörö. Gat utanrikisráöherra þess aö lokum aö til landsins væri væntanlegur bandariskur sérfræöingur til aö kanna þessi mál og gera tillögur um úrbæt- ur. Framhald á bls. 13. Farfuglahreyfingin fær lóð í Laugardal Leiðrétting 1 Timanum i gær, á bls. 7, birtist gagnmerk grein eftir Tómas Gunnarsson lögfræöing, þar sem hann fjaliar um nýsett lög um eigna- og tekjuskatt, þ.e. lögin nr 40/1978. Þau leiöu mistök uröu viö prentun greinarinnar, aö hluti setningar féll úr greininni. í greininni stóö: „Höfuöatriöi er aö breytingar, sem taka eiga til skattalegra atvika á árinu 1979 hvaöa lög eru i landinu”, o.s.frv. 1 stað þessa átti aö standa: „Höfuöatriöi er aö breytingar, sem taka eiga til skattalegra atvika á árinu 1979 hafi veriö geröar fyrir árslok 1978, svo aö menn viti frá byrjun árs 1979 hvaöa lög eru I landinu, þegar þeir taka afstööu til atriöa sem gætu varöaö viö skattalög”. Greinarhöfundur er hér meö beöinn afsökunar á þessum mis- tökum. V_____________________y SJ- Akveöiö hefur veriö aö Farfugiahreyfingin fái stóra lóö á horni Laugarásvegar og Sundlaugavegar en þar er ætlunin aö byggt veröi farfuglaheimili. Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt hefur gert frumteikningar aö mannvirkjunum, sem „Far- fuglar” hyggjast reisa þarna, en þaö veröur i allt fjögur hds, ein kjarnabygging meö skrifstofum, félags- og þjónustuaöstööu, og þrjú hús meö gistiherbergjum. Borgarráö og skipulagsnefnd hafa samþykkt teikningarnar, en úthlutunarnefnd á eftir aö leggja biessun sina yfir máliö. Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri Farfúgla- deildar Reykjavikur sagöi aö hann geröi ráö fyrir þvi aö allt áriö 1980 færi i undirbúningsvinnu vegna byggingaframkvæmd- anna.og hún hæfist stax þegar lóðinni heföi formlega veriö úthlutað. Fyrir hálfu ári heföi veriö gert lausleg áætlun um kostnaö viö fyrirhugaöar byggingar og hljóöaöi hún upp á 200-300 milljónir króna. Lauslega heföu veriö athugaöirmöguleikar á lánum og styrkjum innanlanas og utan og væru þeir fyrir hendi. Farfuglar eiga skuldlaust húsiö Laufásveg 41. Þorsteinn kvaöst litiö geta sagt um þessar framkvæmdir aö svo komnu máli en hann vonaðist til aö skriður kæmist á framkvæmdir viö byggingu fyrsta hússins áriö 1980. Lóö sú sem farfuglar fá nú væntanlega er nærri tjakistæðinu i Laugardal og skammt frá sund- laugunum og er þaö talinn heppilegur staöur fyrir aösetur farfuglahreyfingarinnar. Bændur athugið! Eigum nú til afgreiðslu verð kr. 102.118. - m/ssk Aukafötur — 28.378.- — Plötukœla fyrir rörmjaltakerfi — 127.440.- — 'bkmarkaðar birgðir. i Hafíð þvi samband við sölumann okkarsem fyrst! j ögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.