Tíminn - 26.10.1978, Page 7

Tíminn - 26.10.1978, Page 7
Fimmtudagur 26. október 1978 7 Stl skoðun virðist fara vaxandi meðal margra bæjar- manna, einkum hér i Reykja- vik, að uppblástur landsins fyrr og siðar sé fyrst og fremst sök bænda á Islandi. Sennilega hefur þessi kenning eflst vegna þess áróðurs sem rekinn hefur verið í slðdegisblöðum og viðar nú um all langt skeið, gegn Is - lenskumlandbúnaði og Islenskri bændastétt, og þá oftast sem þáttuf af einhvers konar tilfinn- ingahagfræði, sem oft er þægi- leg til slns brúks, þegar heppi- legra þykir að sniðganga rök. Þessi áróður hefur stundum nálgast ósvlfni, en það kalla ég það, þegar eitthvað er fullyrt , án þess að r eynt sé að færa fram haldbær rök máli til stuðnings ogoft raunar auðséð, aö fullyrð- ingin fær ekki staðist. Þessi áróður hefur birtst i ýmsum myndum. Hjá skóg- ræktarmönnum, einkanlega fyrrverandi skógræktarstjóra, Hákoni Bjarnasyni, birtist hann i óbeinni eða jafnvel beinni andúð til sauöfjárbúskapar. I blaðagrein, sem hann skrifaði fyrir nokkrum mánuðum, sagði hann meðal annars, að ,, upphaf og orsök hinna stórkostlegu náttúruspjalla sem orðið hafa hér á landi, er auðvitað biiseta manna.” (Leturbreyting mín.) Annar greinarhöfundur, sem kom fram á sjónarsviðið þennan sama dag, kvaö þó öllu fastara að orði, og vandaði ekki búendum kveðjurnar. Hann sagði ,,bændur viða I landinu hafa rányrkt landareign sina, svo að við borð iiggur aö stór svæði verði óbyggileg.” Þessar greinar voru báðar auösjáan- legaritaðarað lltthugsuðu máli og I tilfinningahita augnabliks- ins, en það afsakar þó ekki full- yrðingarnar,néheldurþótt höf- undum hafi málefnalega gengiö gott til. Þaðersvo annað mál að Hákon Bjarnason hefur unnið merkilegt brautryðjandastarf I islenskri skógrækt, og að við eigum honum margt aö þakka. Aróður má hins vegar aldrei ganga of langt og fullyrðingar um það sem tæplega eða alls ekki getur staðist, gera engu málefni gott. Heimildagildið i rýrara lagi. Það var þó raunar hvorug þessara umræddu greina, sem komu mér af stað til að rita þessar llnur, heldur erindi, sem okkar nýskipaöi skógræktar- stjóri, Sigurður Blöndal, hélt fyrir skömmu I útvarpi i erinda- flokkinum ,,Um daginn og veginn”. Ég varð fýrir von- brigðum af þessu erindi. Mér fannst það óþarft bergmál af hæpnustu kenningum forvera hans, þar sem tilfinningasemi var látin nægja I stað sannana eða raka. Égfékk þá hvöt til að andæfa litilsháttar þeim hæpnu kenningum sem fullyrðinga- skrafið viröist byggt á, þar sem Búseta og landsspjöll ég taldi mér kunn mörg rök, sem hnigu i aðra átt. Þetta hafði aö visu veriö gert áöur, en áráttukenningar eru erfiðar viðureignar og hættir jafnan til að rlsa upp að nýju, þótt þær séu kveönar niður I bili. Kenningin er i stuttu máli sú, að það sé búsetan, nánar tiltekið „rán- yrkjubúskapur sauðfjárbænda” allt frá landnámsöld, sem sé „upphaf og orsök” landfoks á Islandi. Oft hefur þá verið hampað frásögninni I Islend- ingabók Ara, að landið hafi verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru”. Það er skemmtileg og rómanttsk mynd, sem þarna er dregin upp, en heimildargildið I rýrara lagi. Viður þýddi bæöi skógartré og venjulegan hris eða fjalldrapa og sagði þvl næsta lltið, en auk þess var um- sögnin höfð eftir Garðari fööur Una danska, sem dvaldi einn vetur fyrir landnám I Húsavik nyröra og getur sagan ekki um að hann hafi stigiö annars staðar á land, þótt hann sigldi I kring um landið. Vitneskja hans um gróðurfar þess hlaut því að vera næsta takmörkuð. Af bæja- nöfnum og örnefnum sem nefnd eru I Landnámu og Islendinga- sögum bendir margt til að munurinn á gróðurfari þá og nú hafi verið töluvert minni en margir ætla, og jafnvel að fundist hafi merki um upp- blástur, þegar menn fyrst komu til landsins. Það er t.d. athyglis- vert, að einn landnámsmanna skírði bæ sinn Sandgil. Hnn er sk^mmtfrá Gunnarsholti, á þvi alkunna uppblásturssvæði, sem nú er þó búið að græða. Mela- sveit I Borgarfiröi hét Mela- hverfi á landnámstlmanum, svo ekki hefur þar allt verið klætt viði eöa skógi, og þannig mætti lengi telja. Oskulagasnið sýna að jarö- vegur hefur á landnámstima verið mjög grunnur, sem eðli- legt er, og stutt niöur á berg- grunninn. Og þótt þau snið sýni að bergefni og aska hefur stór- aukist i jarðvegi eftir aö búseta hófet, er vitað um aðrar orsakir semþvlgátu valdið, eins og t.d. eldgosið I Heklu 1104, sem talið er mest eldgos siðan land byggðist, einnig Kötlugos, sem var á landnámsöld og merki sjást um hér I Reykjavik I ösku- lögum. Skógar við fjárhúsdyr. En svo er það sem slst má gleymast, að á landnámsöld eöa þar um bil, er að ljúka nokkur hundruð ára löngu hlýviðraskeiöi og upp úr þvl fer loftslag kólnandi og tiðarfar stórversnandi. Hver áhrif það hefur á gróöurfar og jaröveg vita allir og sýnist undarlegt að látast ekki koma auga á svo sjálfsagöan hlut og skella allri skuld um „orsök og upphaf’ á bændurna og sauofjárbúskap þeirra. Viö vitum að sjálfsögöu að skógar eru verulega minni I dag en á landnámsöld, ef með hug- takinu „skógur” er látin gilda sunnlenska merkingin, sem einnig nær yfir lágvaxin krækl- ott kjörr. Landnámsmenn urðu að losa sig við allmikið af „skógi” til þess að geta nýtt landið til slægna og stundum til beitar, og mikið af skógargróðri varð að fella til kolageröar á umliönum öldum. En harðindi og eldgosaaska tóku ekki slöur toll sinn af skóglendinu. Að sjálfsögðu er það rétt, að á eld- gosasvæöum og öskufalla, þar sem jarövegur var þurr, laus og léttur fyrir, hætti jarövegi stór- um meir til að blása og gat skógur þá veitt þar mikla vernd meðan hann eyddist ekki sjálfur af sömu ástæðum. En þar sem skógurinn varð oft að vlkja fyrir áhrifum dauöra náttúruafla var ekki við bændurna eina aö sak- ast. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, aö fáar gróðurteg- undir eru jafn háðar loftslagi og jafn veikar fyrir breytingum þess og skógurinn. Hann getur einnig horfið af landi án þess að það blási upp og er þvi of mælt að það þurfi að fylgjast að. Við höfum dæmi um það I mörgum sýslum á Norðurlandi þar sem þekkt eru i skjölum skóganöfn á algrónu en nú skóglausu landi. Það eru llka m örg dæmi um það aö óvarinn skógur hefur haldist við um aldir heima við túnfót á fjárjöröum svo sem sjá má enn þann dag i dag 1 Borgarfirði, vlöa á Vestfjöröum og I Þing- eyjarsýslu og Múlasýslu. Benda má einnig á skógana við túnin á Skriðufelli, I Haukadál og I Skaftafelli, svo einstök býli séu nefnd. Hvers vegna eyddust ekki þessir skógar, sem lágu s vo aö segja heima við fjárhusdyr, ef búsetan og sauðfjárbeitin var svo banvæn skógi og landi? Litla isöldin Þeir sem aðeins mun siöustu 50eða 60ár, eða voru bæjamenn fram undir tvitugsaldur og I litl- um tengslum við náttúruna fram til þess tima, gera sér litla hugmynd um það tiðarfar sem . hér rikti um og fyrir siðustu aldamót. Þessi harðindakafli, sem stóð meira og minna allan slðari hluta 19. aldar og nær tvo áratugi fram á þá tuttugustu, var nefndur „The little ice age” (Litla Isöldin) I Bandarikjunum og Kanada. Geta má nærri hvernig þá var hér norður við hinn svokallaða Ishafsbaug. Harðasti kaflinn var þó 20 ára bilið milli 1880-1900. Þetta tima- bil skildi landið eftir flakandi I sárum og það er staðreynd, aö slðan hefur það stöðugt verið að blása upp á viðkvæmustu ösku- svæðunum, þótt margt sárið hafi gróið á slöari árum. Sá er þetta ritar minnist þess, að árið 1910 var flag norðvestan I hverri þúfú á holtum ofan bæja um endilangan dal i Köldukinn, svo land leit út sem úfið svart flag ef horft var til suövesturs en allt sýndist gróið og grænt ef horft var til norðausturs. Ef jarðveg- ur hefði þar veriö sendinn og öskublandinn, hefði landið blás- iðupp. En hann var það ekki, og hann var nægilega rakur. En það tók 20 ár að þessi sár á land- inu gréru að fullu og þau geröu það þrátt fyrir mikla fjárf jölgun álandsvæðinu á sama tlmabili. Þaö hafa ýmsir skrifað glögg- ar lýsingar af þvl sem geröist á þessum harðindaárum og sum- ar þeirra næsta hrollvekjandi, svo sem skáldin Matthlas Jochumson og Guðmundur Friðjónsson og I grein I Þjóöólfi segir Matthlas frá þvl, þegar Landsveitin var að blása upp fyrir ágangi linnulausra ..Is- kaldra norðaustan storma, sem Jirutu niður dauðkalið landið og fluttu sandinn og eyðimörkina fram á við um marga faðma á sólarhring. Ég ætla að tilfæra hér tvö erindi úr kvæði Guð- mundar Friöjónssonar um „Mannskaðaveöriö 4. nóv. 1897”. Þau hafa einnig sitt að segja: Dauöinn rlöur bólstri bleikum ber og lemur fótastokkinn. Makki klársins, hæröur, hrokk- inn höfuðburöi stýrir keikum. Óðir byljir áfram þjóta uppi á himni og niöur að foldu, ausa á sæinn sandi og moldu, sjónum upp á landiö róta. Aur og möl úr urð og hjalla óveðrið um dalinn hrækir. Allt er á lofti, ár og lækir upp á móts við brún og hjalla. Yfir tjörnum strókar standa, strá og hrislur bogna að foldu. Grafin kot i grjót og moldu gnötra, stödd I miklum vanda. I þessu veöri fórst margt manna bæði á sjó og landi og skip hrakti norður af Eyjafiröi og vestur á Strandir og brotnuðu þar I spón I urðarfjörum. Svo halda þeir sem aöeins muna góðæri áratuganna frá 1920 eða varla það, „aö upphaf og orsök hinna stórkostlegu náttúruspella” stafi fyrst og fremst af kroppi sauðkinda á strjálli beit, en gleyma og af- skrifa þúsund ára hamfarir eld- gosa og kólnandi veöráttu. Þar með er ég ekki að segja, að áhrlfa af búsetugætiaö engu. Þaö er t.d. staðreynd að sauöbeit kemur i veg fyrir náttúrlega útbreiðslu skóglend- is og þarf þvi að girða alla ný- græðslu skógarplanta, ef þær eiga að komast upp. Hófleg beit á gamalt skóglendi virðist hins vegar hafa lltil eða engin áhrif, þvl að sauðfé sækist einungis eftir nýgræðlingum birki- plantna. Dæmi um það sem kalla mætti rányrkju og ofbeit eru sárafá hér á landi og þá helst vegna sauöfjárhalds i bæjum, sem um fá ár fór nokkuð úr hófi fram, en er nú, aö ég hygg, að mestuhætt. Éghef einnig heyrt um örfáa bændur sem gengu helst til langt með beitarálag eins og sagt var um bónda einn I Selvogi og einn eða tvo bændur i Grafningi. Ekki bætir að vola og klaga Á liönum öldum virðist sauð- fjáreign raunar aldrei hafa nálgast hættustig, en haröindi sáu um það að halda búpenings- fjölda niðri og þaö einmitt á þeim tlma, sem segja mátti að mest riði a', eða þegar gróður og jarðvegur var verst farinn eftir eldgosa- og harðindaár. Sannleikurinner sá, að tsland hefur alltaf verið að blása upp og gróa upp á víxl, og það er hætt við aö svo verði lengi enn, ef svo heldur áfram sem veriö hefur, aö þaö skiptast á góðæri Frh. á-13'.. siðu Að éta skyr tíl sjós og lands Már Pétursson, héraðsdómari var meðal frummælendaá fundi BHM. Þar sagði hann m.a. eft- irfarandi dæmisögu um launa- mál, til skýringar á þvl, hver áhrif það mundi hafa, ef krónu- tölubætur miðaöar viö lægstu laun yrðu upp teknar, sem algild regla: Bóndi nokkur býr á jörð sinni i Sæmundarhllðinni, vestan vatna, en rekur einnig bú á jörð I Blönduhliðinni, austan vatna. A búi sínu í Blönduhliðinni hefur bóndi ráðsmann til þess að sjá um búiö, víkingsmann, sem hann borgar með dilkum, 200 sláturlömbum á ári. Ráðs- manninum til aöstoðar er karl úr Þingeyjarsýslu, ágætis karl en fremur liðléttur. Hann fær 50 _ dilka á ári I kaup. Svona hafa ’ þessir tveir menn fengiö kaupiö sittlmeira en 10 ár, ráösraaður- inn fær 200 dilka á ári, en karl- inn 50 dilka á ári. Sama hvort dilkurinn leggur sig á 1500 krón- ^ ur eins og hann geröi I kringum ^ 1970 eða á 15000 krónur eins og hann gerir i dag. Og nú spurði bóndi, hvort nýja stefnan um krónutölubætur á laun gæti breytt einhverju varðandi kaup- greiðslur sinar til þessára manna. Svarið var auðvitað játandi. Núna væri nefnilega sú þróun hafin, að miða veröbætur á laun ekki við raunveruleg verömæti heldur við krónutölu. Gæti þannig veriö þjóöráð fyrir bóndann sem launagreiðanda aö hætta aö miöa viö 200 dilka hjá ráösmanninum heldur miða við 3millj. kr. árslaunog ekki 50 dilka hjá karlinum heldur 750 þús. kr. árslaun. Þetta væri sama verðmæti I dag. En fram- - vegis kæmu svo visitölubætur I Jkrónutölu. Miðaö við 40% verö- bólgu þá tlfaldast jú laun á 8 ár- um. Karlinn á þá aö fá árið 1986 50 dilka, sem leggja sig á 7.500.000. Kaup hans sem I dag er 750 þús, I krónum talið hefur þá hækkaðum kr. 6.750.000 en er aö raunvirði hið sama. Ráðsmaðurinn á að fá sömu krónutöluhækkun. Hannfær þvl þær 3 millj. kr. sem hann hefur nú + 6.750.000 eins og karlinn, sömu krónutölubæturnar, eða samtals kr. 9.750.000. Til þessað ná þeirrikrónutölu þarf bóndinn ekki að láta hann hafa 200 dilka árið 1986 eins og núna heldur aðeins 65 dilka. Kaup ráðsmannsins verður þá aðeins 1/3 af þvi sem nú er I raunverulegum verðmætum. Ég endurtek — maður sem fær 200 dilka I kaup á ári nii, á aö fá 65 dilka árið I986ef miðaö er við launamun 1:4, meðalverðbólgu 40% á ári og fulla verölagsupp- bót á lægstu laun en slðan krónutölu. Rökin: Viöskiptaráö- herrannsegir: Allirþurfa að éta jafn mikiö skyr. Þetta kvað hafa komið fram i sjónvarpsviötali hjá honum rétt eftir að hann hafði tekið viö ráðherradómi. Ætli ráðsmaðurinn I dæminu okkar hér að framan verði ekki hættur að éta skyriö sitt i Blönduhliöinni árið 1986, ef hann á að éta þaö eftir formúlu viö- skiptaráðherrans? Ætli hann veröi ekki frekar farinn að éta skyr á togurunum hans Stefáns á Króknum, þar sem menn fá andvirði jafn margra fiska ár frá ári og verðbólgan er ekki látin ráða launahlutföllum. Ætli þaö verði ekki llka svo með okk- ur rlkisstarfsmennina, hvort sem viö erum ráðsmenn á hjá- leigu frá Ragnari Arnalds, Steingrími Hermannssyni eöa Svavari Gestssyni, að við verö- um farnir aö hugsa til þess aö éta okkar skyr I öðru skiprúmi undir önnur jól, ef sú stefna á aö ráða, aö verðbólguhraðinn ákvarði launahlutföllin. Þegar I lok næsta árs verða margir okk- ar farnir að vinna kauplaust tl- unda hvern dag, ef miðað er við skipverja hjá öðrum útgerðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.