Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. október 1978 9 Háleitisbraut 58-60 • Vllja byggja eina hæð ofan á húsið A fundi borgarráös Reykjavikur 12. október síöast- liöinn, var tekiö fyrir bréf Siguröar Þ. Söebeck, kaup- manns, Haukanesi 12 og fl. um leyfi til þess aö byggja hæö ofaná verslunarmiöstööina nr. 58-60 viö Háaleitisbraut. Húsiö er nú tveggja hæöa, og þar er rekin ýmiskonar starf- semi: matvöruverslun, brauö- gerö, banki og fl. Borgarráö frestaöi afgreiösiu málsins. JG •Svissneskur orgelleikari í Dómkirkjunni í Landakoti Næstkomandi föstudag heldur svissneski orgelleikarinn Imelda Blöchliger tónleika i Dómkirkjunni I Landakoti. A efnisskrá eru verk eftir Mendelssohn, Brahms, César Franck, Jéhan Alain og Léon Boellmann. A laugardaginn flytur hún svo erindi f Norræna húsinu um gerö svissneskra orgela. Lýsir hún meö tón- og mynddæmum svissneskri orgel- smiöi, sögufrægum hljóöfærum oe nútima orgelsmiöi. Tón- leikarmr á föstudag hefjast kl. 20.30, en erindiö á laugardag hefst kl. 16.00. Imelda Blöchliger hóf tón- listanám sittí Sviss, fór síöan til framhaldsnáms i „Akademie fur Musik und Darstellende Kunst” i Vinarborg. Hún lauk þar námi meö háum vitnisburöi hjá prófessor Anton Heiller áriö 1968. Eftir frekari námsdvöl I Englandi hófst ferill hennar sem einleikari á orgel viöa um lönd. Hún stýrir reglulega tón- listarþáttum i svissneska' útvarpinu og hefur leikiö inn á plötur.. Auk þessa er hún orgel- leikari og söngstjóri viö Elisar- betarkirkjuna i Kilchberg i Sviss. Hingaö til lands kemur Imelda Blöchiiger úr tónleika- og fyrirlestrarferö vestan hafs. Baráttuhreyfing 1. des. stofnuð: •Berst gegn erlendri stóriðju og „Kanaher” Kás—Ný samtök sem kalla sig „Baráttuhreyfing 1. des.” voru stofnuö þann 4. október siðast iiöinn. Hyggst hreyfingin standa fyrir baráttufundi 1. des. i tilefni 60 ára afmæii fullveldisins. Markmiö þessara samtaka er aö „berjast fyrir verndun sjálf- ræöis islensku þjóöarinnar, gegn þeim ógnunum sem aö þvi steöja, erlendri stóriöju, banda- riskum her á Islandi, aöild tslands aö NATO og heims- valdastefnu og striösundir- búningi risaveidanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikj- anna”, eins og segir i fréttatii- kynningu frá þessum sam- tökum. Aö auki munu samtökin standa fyrir nokkrum liös- fundum fram aö 1. des. Næsti liösfundur samtakanna veröur haldinn 26. okt. nk. á Hótel Esju og hefst kl. 20.30. Timamynd Tryggvi. • Kirkjuþing kemur saman Kirkjuþing 1978 kemur saman fimmtudaginn 26. október. Þaö hefst meö guöþjónustu i Hallgrimskirkju klukkan 14. þann dag. Við guðsþjónustuna prédikar sr. Pétur Þ. Ingjalds- son, prófastur og kirkjuþings- maöur. Fundir kirkjuþings veröa haldnir i fundarsal Hall- grimskirkju. öllum er heimilt að hlýöa á almennar umræöur kirkjuþings og setningarguösþjónustan klukkan 14 á fimmtudag er aö sjálfsögðu opin öilum. • Niðurfelling gjalda vegna stofnframkvæmda hitaveitna Bragi Sigurjónsson hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunar- tillögu um niðurfellingu gjalda af efni og búnaöi til stofnfram- kvæmda hitaveitna , þar meö talin aöflutningsgjöld, vöru- gjaid og söluskattur. Tillagan var fyrst flutt veturinn 1976, en hiaut þá ekki afgreiðslu. • Sigurður sýnir í Gallerí Súm Nýlega opnaöi Siguröur Eyþórsson málverkasýningu i Galleri Súm viö Vatnsstig. A sýningunni eru 28 málverk sem máluö eru á siöustu árum. Sigurður Eyþórsson lauk námi frá Handiða- og mynd- listaskóla Islands áriö 1971 og frá 1974-1976 nam hann viö Konunglegu listaakademiuna I Kaupmannahöfn. Þá hefur Siguröur og stundaö nám i myndlist i Austurriki. Þetta er önnur einkasýning Siguröar en hann hefur áður sýnt i Galleri Grjótaþorpi, þá hefur hann einnig tekiö þátt i samsýningum. • Fundur um náttúruvemd i nágrenni Reykjavíkur Náttúruverndarfélag Suö- Vesturlands efnir tii aimenns fundar i kvöid kl. 20.30, I Norræna húsinu. Þar veröur fjallaö um útivistarsvæöi og náttúru^ernd I nágrenni Reykjavíkur og fjallaö meöal annars um Heiömerkursvæöiö , ástand Rauöhóianna og leiöir til endurreisnar þeirra, jaröfræöi Reykjanessvæöisins og spjöll vegna efnistöku þar. Frummælendur veröa Jón Jónsson, jaröf ræöingur og Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri. ölium er heimill aögangur, og skoraö er á áhugafólk um nátt- úruvernd aö koma til fundarins og gefa innlegg I umræöuna og ábendingar, er varöa náttúru- vernd á Reykjavikursvæöinu og á Suðurnesjum. • FIB gefur út bflablaðið Öku-þór ATA— Félag fslenskra bifreiöa- eigenda hefur ákveöiö, áö hefja útgáfu málgagns sfns aö nýju. Þaö er Bilabiaöiö Öku-Þór. FIB gaf þetta blað út um árabil og reyndist þaö þá mikilsvert málgagn félagsins. Útgáfa þess hefur legiö niöri um alllangt skeiö en i staö þess hefur FIB gefiö út litiö fréttabréf meö ákveönu millibili og hefur þvi veriö dreift til félagsmanna. Stefnt er aö þvi aö gera Öku- Þór aö fjölþættu blaöi og vönd- uöu. Aætlaö er aö blaöiö komi út fjórum sinnum á ári. Meöal efnisflokka sem á aö hafa I blaðinu má nefna: Greinar um vegamál og umferöarmál, greinar um nýjar bifreiöar og búnað þeirra, greinar um þjón- ustu viö bifreiöaeigendur, upp- lýsingar um málefni FÍB, greinar um bilaiþróttir og fleira. FÍB mun njóta upplýs- inga og niöurstaöna úr könn- unum, er erlend systurfélög FÍB hafa gengist fyrir aö afla, eftir þvi sem viö á hérlendis. Fyrsta tölublaö Oku-Þórs mun koma út á næstunni og veröur þaö sent út til allra fél- agsmanna I FIB, en þeir eru tæplega niu þúsund. Ritstjórar Öku-Þórs veröa þeir Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræöingur og Steinar J. Lúövik^son, blaöa- maöur. Siguröur Eyþórsson viö nokkur verka sinna. Timamynd Róbert •Nýtt frímerki að verðgildi eitt þúsund krónur ESE—Póst- og simamálastofn- unin hefur látiö gera nýtt frl- merki aö verögildi eitt þúsund krónur og er fyrirhugaöur út- gáfudagur þess 16. nóvember n.k. Frimerkiö, sem Póst- og simamálastofnunin gefur út aö þessu sinni er mynd af málverki eftir Jón Stefánsson „Hraun- teigur viö Heklu”. Þaö var málaö um 1936 meö oliulitum á léreft og er nú I eigu Reykja- vikurborgar. Frimerkiö er eins og áöur segir aö verögildi 1000 kr. og eru 20 stykki I hverri örk. Hæsta fri- merkjaverðgildi i umferö nú er 250 kr. og var þaö gefiö út i mars 1972. Þá var almennt buröar- gjald bréfa af fyrsta þyngdar- flokki innanlands kr. 7.00, en nú er samsvarandi buröargjald kr. 70.00. Þegar 50 kr. frimerki kom fyrst út, en þaö var áriö 1958, var framangreint buröargjald kr. 2.25 og þegar 100 kr. frimerki kom fyrst út 1965 var buröar- gjaldiö kr. 4.50. Miöaö viö hlut- falliö milli almenna bréfburöar- gjaldsins 1972 og 250 kr. fri- merkisins ætti hæsta verðgildiö nú aö vera 2450 kr. Miðað viö sama hlutfall á árunum 1958 og 1965 heföi hæsta verögildi átt aö vera 1555 kr. Húsgagnavika 20-29 október GLÆSILEG SÝNING ÍÁG HÚSINU. ÁRTÚNSHÖFÐA Skaóid nýjungar innlendra framleiöenda hiisgögn. áklceöi ag innréttingar. Opiö virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.