Tíminn - 26.10.1978, Qupperneq 10

Tíminn - 26.10.1978, Qupperneq 10
10 liiliili Fimmtudagur 26. október 1978 Fimmtudagur 26. oktdber 1978 * 'l 'l {'l { Tilkynning tii Dieselbifreiðaeigenda Fjármálaráðuneytið hefur veitt fyrirtæk- inu Vélinni, Suðurlandsbraut 20, heimild til að hef ja sölu og isetningar á HICO öku- mælum i Dieselbifreiðar til ákvörðunar á þungaskatti. HICO ökumælar eru viöurkennd gæöavara. Verö meö Isetningu er aöeins kr. 72.800,- Tekið á móti pöntunum hjá Vélinni, Suðurlandsbraut 20, simi 85128. w Oskilahross Gráskjótt hryssa 3ja-4ra vetra, óafrökuð var seld i Auðkúiurétt 25. sept. s.l. Nánari upplýsingar gefur hreppstjóri Svinavatnshrepps. Hreppstjóri Verslunarstjóri — Lagermaður Kaupfélag Saurbæinga óskar að ráða Verslunarstjóra — Lagermann. Starfið er fólgið i daglegri umsjón með lager og versiun félagsins. Aðeins reglu- samur fjölskyldumaður kemur til greina. Einbýlishús fylgir starfinu. Upplýsingar gefur Kaupfélagsstjóri Haf- þór Helgason, simi um Neðri-Brunná. Okkur vantar duglegt starfsfólk til hagræðingarstarfa, helst með verkfræði-, viðskiptafræði- eða tæknif ræðimenntun. Við bjóðum sveigjanlegan vinnutima, fjölbreytt verkefni, góða starfsaðstöðu Laun skv. kjarasamningum. Komið.skrifið eða hringið fyrir 1. nóvem- ber n.k. Hagsýsluskrifstofa Reykjavikurborgar Austurstræti 16 Simi 18800. Laus staða Dósentsstaöa I jaröeölisfræöi viö eölisfræöiskor I verk- fræöi- og raunvisindadeild Háskóla tsiands er laus til um- sóknar. Dósentinum er einkum ætlaö aö kenna eölisfræöi fastrar jaröar. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vfsindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmfðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar Menntamáiaráöuneytinu Hverfis- götu 6, 101 Reykjavfk. Menntamálaráðuneytið 23. október 1978 17 ár frá stofnun Anmesty Intemational Skóaðir gegn berfættum Vika \ va* Sio’ v egna veróld __i viöa á______ tjt* Benens f\ýu* gunuiu • . ^ v ^ÓtdvíSraWv^rsla^ega grundvau da, sérs vaTb- {est eVra ab 3S--V. '^eroaúg-wot Vöndurn oj etv 5000 UU át>ur _e^olabroV . , tanéete\n íAann- sa^aUSverVD ^fo Satn^. etusla« sanní*unga ra'n nstu umVte'^^eyra und'r° uUutn 60 oft vUa ^^fsaSdVóguru ^réU- .Vtuöum - eíWr vi«£- Sott »»*&»■» af n.v\z'iutan* v,vnna VV^a sa-, þvV at) og et hel!Sand .^fflvssu® neýóar sem ' koöanir °6 enna; -;r trúarsV- . et,a VtVnlPao næóV og eVrV.V tnöguu V-v •" tvrVr %ú'arbto&&. teymd' *3a»'6'"”" Þrælkunarbúðir í Rhodesíu 'satnV se“ t aí)eVns er0 Vng, jatn .tram Marokkó Fangamir frá Vestur- Sahara Alþjóöasamtökin Amnesty International hafa fengiö um þaö áreiðaniegar upplýsingar, að fóik, sem á uppruna sinn aö rekja til Vestur-Sahara (og nefnist Sahrawar) en hefur haft aösetur i Marokko um langt árabil, er oft fangelsað vegna uppruna sins. Árin 1976 og 1977 voru a.m.k. 150 Sahrawar i haldi I Marokko án þess aö mál þeirra kæmu fyrir dómstóla. Amnesty International hefur kannaö mál um þrjátiu þessara fanga. Engar sannanir hafa komiö fram fyrir þvi, aö þeir hafi beitt vopnum i baráttu fyrir Vest- ur-Sahara, og engar uppiýsing- ar liggja fyrir um, aö þeir hafi veriö kæröir eöa færöir fyrir dómstóla i Marokko, enda hafa yfirvöld þar hvorki viöurkennt, að þeir hafi veriö handteknir né, aðnokkur ágreiningur rfki milli opinberra aöila i Marokko og þessa fólks. Baksvið Sahara-deil- unnar. Saharar eöa Sahrawar eru menningarlega séö mjög sér- stæð þjóö: klæðnaöur þeirra, mataræöi og mállýzka, hassaniyya, eru i sterkum tengslum viö arabisku hirö- ingjaþjóðflokkana i Mauretanfu. Ariö 1884 lögöu Spánverjar Vestur-Sahara und- ir sig, en höföu litil afskipti af ibtíum landsins þar til eftir 1940, er auðugar námur fundust þar. Sahararsvöruöu meö tilraunum til þjóölegrar frelsisbaráttu en biðu ósigur árið 1958 fyrir spánska hernum, er var i sam- starfi viö franskar hersveitir, sem staösetttar voru i Suöur Marokko. Þau átök sem aö und anförnu hafa átt sér staö á þess- um slóöum má rekja til ársins 1975, þegar Spánverjar yfirgáfu Sahara, samkvæmt Madrid-samkomulaginu i nóvember 1975, milli Spánverja, Marokkomanna og Mauretana. Ahugi stjómar Marokko á Vestur-Sahara á rætur aö rekja til tveggja þátta, annarsvegar fosfatvinnslunnar þar og hins- vegar til krafna heima fyrir um stækkun landsvæðis Marokko. Mauritania gerir einnig kröfur til hluta af Vestur-Sahara. Árið 1973 var stofnuö i Vest- MOBOKKÓ-búar ganga inn f Vestur-Sahara, eftir aö Spánverjar fóru þaöan. _ ur-Sahara hreyfingin Polisario. ' HUn varð fljótt áhrifamest stjórnmálasamtaka Sahrawa, en markmið hennar er, að land- iö veröi sjálfstætt, sósialistiskt riki. Með Alsíraö bakhjarli hafa skæruliðar Polisariobarizt gegn liðssveitum Spánverja, Mauretana og Marokkobúa , (sem njóta stuðnings Frakka). Sameinuðu þjóðirnar hafa tvisvar lýst yfir rétti lands- manna til sjálfsstjórnar, — en þrátt fyrir ályktanir Allsherjar- þingsins 1975 og 1976 og úrskurð alþjóðadómstólsins i Haag i ágúst 1975, sem hafnaði kröfu Marokko til landsins, hefur Hassan II konungur Marokko haldiö áfram aö krefjast yfir- ráöa i Sahara. t desember 1975 tók her Marokkomanna i sinar hendur stjórn höfuðborgar þessalandssvæðis, E1 Aioun, af her Spánverja, þegar hann fór þaðan. Hassan konungi tókst aö sýna fram á fylgi Marokkobúa við stefnu sina meö þvi að skipuleggja „grænu gönguna” i október 1975. Um 350 þUsund óbreyttir borgarar og yfir 10 þUsund hermenn gengu þá að landamærum Vestur-Sahara til aö lýsa yfir stuðningi viö innlimun landsins i Marokko. Vegna hemaöarástandsins i Vestur-Sahara hefur ekki verið unnt fyrir Amnesty International aö taka upp einstök mál af þeim fjölmörgu, e.t.v. hundruöum, sem varða Sahrawi borgara i fangelsum i Vestur Sahara. Samtökin Amnesty International hafa aö sjálfsögðu ekki tekiö neina af- stööu varöandi kröfur og tilkall hinna stríðandi aöila i Vest- ur-Sahara. Samtökin hafa ein- ungis lýst áhyggjum sínum yfir meintum handtökum óbreyttra borgara í landinu, og þvi, aö ekki skuli fást viðhlitandi upplýsingar þaðan. Þau mál Sahrawa, sem Amnesty International hefur getað kannað, eru mál þeirra sem hafðir eru i haldi innan Marokko, svo sem fyrr var getið. Sahrawar Marokko Stjórnmálaástandið i Sahara og sU óvissa, sem þar rikti um og eftir 1970 varð til þess, að margir Sahrawar héldu f norður og settust að i suðurhluta Marokko. Þeir hafa aöallega tekið sér bólfestu i eða i nám- unda við Benguerir, Goulimine, L’Oued Draa, Tn Tan og Tarfaya. Þeir hafa leitað eftir vinnu i borgunum, einkum Agadir, stærstu borginni á þess- um slóðum. Óeirðir meðal Sahrawa i Marokko hófust i Tan Tan i júni 1972. Var þá mótmælt dvöl Spánverja i Sahara og kröfur gerðar um sjálfstjórn. Fjöldi kröfugerðarmanna var hand- tekinn og er hermt að sumir hafi verið pyntaðir. Einnig er fullyrt að þeir, sem tóku þátt i þessum aðgerðum séu og hafi ávallt verið siðan undir ströngu eftirliti. Ferðafrelsi milli Marokko og Vestur-Sahara var mjög takmarkað og sett undir strangt eftirlit. Arið 1975 var sérstökum ráð- stöfunum beitt til að kúga Sahrawa til undirgefni við Marokkostjórn. Það var einkum meðan sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum var I heimsókn og meöan „græna gangan” var farin.sem margir Sahrawar voru neyddir til að taka þátt i. Arið 1976 hófúst Framhald á bls. 13. Siðan hin ofsalegu skæruliðaátök hófust i Rhodesiu árið 1972 hefur meira en hálf milljón afrískra borgara verið fiutt til svonefndra „verndarþorpa” eða „hjálpar- svæða” af stjórnvöldum Rhodesiu. Fyrstu verndarsvæð- in voru staösettá yztu mörkum i Svipmynd úr þrælabúöum Rhodesiustjórnar, — strangt eftirlit, þar sem brot á reglum varöar lifmissi. Þetta fólk hefur enga hugmynd um rétt sinn sem manneskjur. norðausturhluta iandsins á ár- unum 1973-1974, en nú hefur kerfið verið víkkað, og nær yfir mestan hluta landsins, eða hiö svonefnda Tribal Trust land — afmarkað svæöi ættflokka — meöfram landamærunum I austri við Mosambique og ymissa annarra landsvæöa í suður- og vesturhluta landsins. Hin opinbera ástæða þessa skipulags er túlkuð þannig af stjórnvöldunum og Ian Smith forsætisráðherra, að hér sé verið að flytja borgara á örugg svæði, þar sem þeir geti verið óhultir fyrir árásum og aðgerð- um hættulegra skæruliða. Helztu verndarsvæðin likjast afgirtum, afmörkuðum herbúö- um. Þau eru staðsett á svonefndum „framkvæmda- svæðum”, þar sem öryggis- sveitir Rhodesiu hafa vald herlaga. 1 miðju þorpanna eru svonefndar „vörzlur” undir gæzlu foringja frá innanrikisráðuneytinu. „Vörzl- ur” eru venjulega umkringdar moldargerði og gaddavirsgirð- ingum og mynda traustan kjarna i hverju þorpi. Fjöldinn býr utan vörzlunnar eða kjarn- ans og umkringir hana á alla vegu. Siðan er allt svæðið um- kringt gaddavir. ■ Margir Afrikumenn hafa lýst þessum verndarsvæðum, sem raunverulegum búrum. Þeir fullyrða, að þau séu hönnuö á þann hátt, að Afrikumenn, hinir réttbornu borgarar landsins, séu notaðir sem hlifiskjöldur tii verndar liðsforingjunum, sem búa í kjarna þorpsins. ÞorpsbU- ar verða að hlýða við vissan klukkuslátt, og bera persónuskilriki, sem sýna ber við brottfór eða heimkomu. Yfirvöld hafa fullt umboð til takmörkunar og skipulagningar alls matarforöa, heimta nauö- ungarvinnu, og haga umferð eftir eigin geðþótta Afleiðingin verður sU, að fólkið á „verndar- svæðunum” getur ekki sinnt sinum venjulegu sveitastörfum og býr þvi oft viö skort, neyð og hungur. Oft hafa hermenn Rhodesiu- stjórnar ógnað Afrikumönnum með flutningi til „verndar- svæðis” ef þeir gefi ekki öryggisvörðum upplýsingar um skæruliða. Smáblað, gefið Ut á ensku og shona i janúar 1978, ætlað fólki i Maranke- og Mukunihe'fuðum, sýnir þetta glöggt: „Lengihafið þiö haldið áfram að fæða, fela og aðstoða kommúnistiska hermdarverka- menn til framkvæmda á ódæöis- verkum. Þið hafið haft að engu aðvaranir rikisstjórnarinnar vegna þeirra örðugu tima, sem koma munu yfir land ykkar, ef þið leyfið þessum kommún- istisku ofbeldismönnum að halda áfram aö blekkja ykkur.” Meö þessu fylgdi svo langur listi af öryggisreglum, sem skulu gilda frá 20. janUar 1978. Þarmeðeru talinákveðinti'ma- mörk fyrir útivist barna og fullorðinna og takmörkun á notkun reiðhjóla. Fólkinu var hótaö þvi að þaö yrði skotið miskunnarlaust, ef það leyfði sér aö brjóta gegn timatakmörkununum eöa koma nærri afmörkuöum svæðum. Skólum, vörugeymslum og kornmyllum hefur verið lokaö. Reglugerð þessari lauk með eförfarandiyfirlýsingu: „Ef þið aðstoðið öryggissveitirnar við eyðingu hermdarverkamanna, mun endurskoðun gerö á essum reglum, og þeim létt aö einhverju eða öllu leyti”. Þegarþetta gerðist i Maranke og Mukuni var setið að samn- ingum iSalisbury, sem leiddu til samkomulag u;m innanrikismál. En undirritun þess samkomu- lags i marzmánuði virðist i engu hafa aflétt þessum ráðstöfunum i Maranke eða á öörum eftirlits- svæöum. Jafnvel eftir að Muzoreva biskup frá Afriska þjóðarráöinu og séra Sithole frá Þjóðernisráði Zimbawe tóku sæti i stjórn landsins, hafa ný „verndarsvæöi” veriö afmörk- uð iBeitbridgehéraði. Þá virðist heldur ekkert hafa dregiö Ur fjölda þeirra, sem skotnir hafa verið fyrir aö hafa brotiö útgöngubönn verndarsvæöanna. t; Nýjung á Hótel LoftleiÓum ■ . Það er eins með osta og ástir - það tekur langan tíma að kynnast þeim í öllum sínum fínu blæbrigðum. Og menn verða að gefa sér góðan tíma til að njóta þeirra til fulls. Rétta umhverfið hefur líka mikið að segja. Þeir sem vilja gefa sér tíma til að lenda í ostaævintýri ættu að heimsækja ostavikuna í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum vikuna 26. okt. til 2. nóvember. Ótal tegundir osta og ostarétta verða þá boðnir gestum sem ábætisréttur. Til hátíðabrigða býður hótelið upp á sérstakan matseðil, mat og kynningu á þeim Ijúfu veigum sem hæfa innilegu ostasambandi. ,,Salatbar“ verður á borðum. Óg um salinn berst Ijúf tónlist frá bíóorgeli Sigurðar Guðmundssonar. Velkomin á ostakvöld Borðpantanir í síma 22321 Matseðill Kjötseyði, Celestine Innbakaöur skelfiskur með humarsósu Gufusoðin smálúðuflök, Mornay Blandaðir kjötréttir á teini með krydduðum hrísgrjónum og paprikusósu. Nautabuffsteik, Bordelaise Matargestum boðnir blandaðir ostaréttir af hlaðborði. HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.