Tíminn - 26.10.1978, Síða 15
Fimmtudagur 26. október 1978
15
iOOOOQQÓQi
99
Hvaða dómarar eru hæf-
ir til að dæma
leiki Víkinga?”
— spyr Gunnar Kjartansson, sem dæmdi
hinn umdeilda leik Vals og Víkings á
dögunum, með Hannesi Þ. Sigurðssyni
Mikill kurr er nú i dómurum út
af hinum umdeilda leik Vals og
Vikings i s.l. viku og vegna atviks
þess er geröist i leikslok, þegar
Viggó Sigurösson hljóp Hannes Þ.
Sigurösson dómara liöur, aö þvi
er virtist algerlega viljandi.
Ekkert dagblaöanna náöi mynd-
umaf þessu atviki, en sjónvarpiö
náöi atvikinu á filmu og hér til
hægri eru tvær myndir, sem sýna
greinilega hvernig áreksturinn
atvikaöist.
Ekki er hægt aö koma auga á
knöttinn á þessum myndum og
stingur þvi skýring sú, er Viggó
gefirá atvikinu i Morgunblaömu i
gær, nokkuö i stúf viö myndirrar.
Viggó sagöist hafa ætlaö aö sæl.ja
knöttinn til þess aö sparka honum
I loft upp i bræöi, en var þaö raun-
verulega ástæöan? Heföi þaö
breytt einhverju um gang leiks-
ins? Vissulega getur öllum
hitnaö i skapi, en framkoma
Viggós er óafsakanleg.
Dagblaöiö birti á föstudaginn
grein um þennan umdeilda leik og
var þar vikiö aöeins aö þætti
Hannesar Þ. Sigurössonar
dómara. 1 blaðinu segir eftirfar-
andi:
„En þaö verður aö segja
Hannesi Þ. Sigurössyni til máls-
bóta, aö það er ofur skiljanlegt,
aö dómara, sem kominn er á
sextugsaldur, veröi á mistök ein-
mitt undir lok leiksins, þegar
þreytan smýgur inn I merg og
bein. Þaö er erfitt aö dæma og
hlaupa i klukkustund æfingarlitill
i þokkabót. En þvi þekkja Is-
lenskir dómarar ekki sinn vitj-
unartima? Undantekningarlaust
leggja enskir dómarar flautuna á
hilluna 47 ára.”
Svo mörg voru þau orö. Timinn
haföi samband viö Hannes út af
þessum ummælum og bar þau
undir hann.
— Þaö er ekkert nýtt, aö viö fá-
um ofanigjafir eftir leiki sagöi
Hannes, og eru öll blööin undir
sama hatti hvaö þaö snertir, en
ummæli Dagblaösins á föstudag
er þó þaö allra versta, sem ég hef
augum litið um ævina og hefur
maöur þó lesið margt. — Þetta er
ekki ný bóla, og blaðamaðurinn,
sem skrifar þessa grein, er alltaf
sjálfur sér likur.
— Þessi grein hans lýsir honum
sjálfum best og er óþarfi aö fara
fleiri oröum um greinina, en um-
mæli af þessutagi telég ekki vera
svaraverö og visa þeim beint til
föðurhúsanna.
— Ég vil þó endilega aö þaö
komi fram, að ég er ekki kominn
á sextugsaldur eins og haldið er
fram i greininni, sagði Hannes og
hló — svo gamall er ég ekki orö-
inn enn. —
— Ég tel mig æfa nóg til aö
halda mér i æfingu og ég veit ekki
hvaðan blm. Dagblaösins hefur
þær upplýsingar að ég sé æfingar-
lltill — ég var ekki oröinn
þreyttur.
1 sama blaöi á siðunni viö hliö-
ina er grein um möguleika 1.
deildarliöanna i íslandsmótinu,
og þar talar greinarhöfundur um,
að Vikingar eigi ekki möguleika á
titlinum vegna þess aö þeir séu
lagðir I einelti af dómurum.
t Dagblaöinu segir eftirfar-
andi: „Vikingar munu vart koma
til með aö blanda sér i topp-
baráttuna eins og þeir eru lagðir I
einelti af þeim dómurum, sem
koma til meö aö dæma leiki
þeirra I vetur.”
— Hvaö vilt þú segja um þetta
Hannes?
— Þetta er ekki bara helber at-
vinnurógur af verstu gerð, sagði
Hannes, heldur er þetta fúl-
mennska eins og hún getur verst
oröiö. — Greinarhöfundur heldur
aö hann sé aö gera Vikingum
greiöa meö slikum skrifum, en
þau skaöa einungis iélagiö og
ekkert annaö. — Ég ætla ekki aö
fara aö svara þessum ummælum,
en ég tel aö Handknattleiks-
dómarafélag Reykjavikur ætti aö
gera þaö.
Timinn haföi einnig samband
viö Gunnar Kjartansson meö-
dómara Hannesar i þessum leik.
Gunnar sagöi eftirfarandi: — Þú
mátt hafa það eftir mér, ef þú
ætlar að skrifa eitthvaö frekar
um þetta mál, aö þaö væri ein-
faldast aö Dagblaöiö birti lis.a
yfirþau dómarapör, sem iþrótca-
fréttaritari þess telur hæf til aö
dæma leiki Vikings. — Þaö myndi
spara mikla fyrirhöfn viö riöur-
Efri myndin sýnir greinih ga
hvar Viggó hefur lent i „Si.m-
stuöi” viö Hannes, og á niöri
myndinni sést hvar Hannes hefur
falliö viö, en Viggó viröist vera aö
reyna aö halda i hann.
rööun dómara og yröi eflaust
öllum til góöa.
Hannes var aö lokum spuröur
út i atvikið aö leikslokum, þegar
Viggó hljóp hann niður. — Þaö er
engum blööum um þaö aö fletta,
aö Viggó ætlaöi sér aö hlaupa mig
niður. — Hann kom á þaö mikilli
Framhald á bls. 13.
ALAN BUCKLEY TIL
BIRMINGHAM í GÆR
Birmingham City, sem nú vermir
botnsæti 1. deildar, festi i gær
kaup á hinum marksækna miö-
herja Walsall, Alan Buckley,
fyrir 200.000 sterlingspund.
Buckley er ætlaö aö hressa upp á
slaka framiinu Birmingham, en
liöiö hefur enn ekki unniö ieik á
keppnistima bilinu.
Malcolm Allison, fram-
kvæmdastjóri Plymouth, geröi
tilboö i Buckley á sunnudag —
175.000 pund, og haföi stjórn Wal-
sall samþykkt þaö, en Buckley
neitaöi aö fara. Birmingham
skeRti slöan seölunum á boröið i
gær og fékk Buckley samstundis.
Buckley hefur veriö aöalmarka-
skorari Walsall undanfarin ár og
hefur gert 120 deildarmörk I 228
leikjum.
Þá má geta þess einnig, aö
Leeds réöi f gær framkvæmda-
stjóra og er hann sá þriöji seffl er
meö liðiö á árinu. í þetta skiptið
var þaö Jimmy Adamson, sem
var hjá Sunderland, sem varð
fyrir valinu. Adamson stjórnaöi
Burnley i 6 ár en hefur undanfarin
tvö ár veriö með Sunderland.
Adamson skrifaöi undir þriggja
ára samning hjá Leeds.
—SSv—
Varamenn Ira sáu
um Dani í Belfast
Danir voru óheppnir aö tapa
fyrir N-Irum I gærkvöldi I Belfast
I 1. riöii Evrópukeppni landsliöa.
Henning Jensen náöi forystu fyrir
Danina á 51. min. en tvær inná-
skiptingar Danny Bianchflower
sneru leiknum trunum I hag.
Fyrst skipti hann Derek Spence
inn á fyrir Sammy Morgan og
eftir aöeins sjö min. haföi hann
jafnaö metin. Spence lék aöeins
næstu fimm min. og varö þá aö
yfirgefa vöilinn vegna meiösla og
i hans staö kom Trevor Anderson
og auövitaö skoraöi hann sigur-
marki tranna fimm min. fyrir
leikslok.
Danirnir hafa nú litla sem enga
sigurmöguleika i riðlinum — hafa
leikiö fjóra leiki og aöeins hlotiö
tvö stig.
1 3. riöli áttust Rúmenar og Jú-
góslavar viö. Einn leikur haföi
fariö fram i riölinum á milli Slav-
anna og Spánverja i Belgrad.
Spánverjarnir unnu nokkuð
óvænt 2:1 og i gærkvöldi máttu
Slavarnir aftur þola tap — nú 2:3.
Petrovic náöi forystunni fyrir
Júgóslava á 22. mln. og þannig
stóö I hléi. Samess skoraöi siöan
tvö mörk fyrir Rúmena um
miöjan hálfleikinn og Jordanescu
jók muninn i 3:1 úr viti á 75. min.
áöur en Desnica minnkaöi mun-
inn fyrir Slavana á lokamlnútu
leiksins.
Walesbúar tóku Möltubúa i
kennslustund og leikurinn var
mikill persónulegur sigur fyrir
Ian Edwards, en hann leikur meö
3. deildarliöi Chester. Edwards
skoraöi fjögur mörk i gær og eitt
var dæmt af honum á lokaminút-
unum, en alls uröu mörkin sjö hjá
Walesbúum, án þess aö Möltu-
búar gætu svaraö fyrir sig.
Edwards fullkomnaöi þrennu
sina tveimur min. eftir leikhlé og
bætti siðan fjóröa marki sinu viö
á 50. min.
Aörir sem skoruöu voru Brian
Flynn Leeds, Peter O’Sullivan og
Mike Thomas. Þetta var fyrsti
leikurinn i þessum riöli, en auk
þessara liöa eru Tyrkir og V-
Þjóöverjar meö i riölinum,
þannig aö róöurinn veröur erfiöur
hjá Walesbúunum. _ssv—
Englendingar
voru heppnir
0RUG6T HJA INTER
Inter Miian vann I gærkvöldi
norska liöiö Bodö Glimt 2:1 i
Evrópukeppni bikarhafa.
Leikurinn fór fram i Noregi,
en I fyrri leiknum, sem fram
fór á ítaliu fyrir hálfum mán-
uöi sigruöu ttalirnir meö 7:1
og fára þviáfram meö marka-
töluna 9:2 samanlagt.
Leikmenn Bödö komu þó
verulega á óvart I gærkvöidi
og Hansen náöi forystu fyrir
þá á 18. min. Rétt fyrir lok
hálfleiksins jafnaöi Actobelli
fyrir Inter. t seinni háifleik
komu svo yfirburöir Inter æ
meira i ljós, en þaö var ekki
fyrr en seint i hálfleiknum aö
þeim tókst aö tryggja sér sig-
urinn meö marki Scanziani.
—SSv—
Englendingar náöu aöeins jafn-
tefli gegn irska lýöveidinu i
landsleik I 1. riöli Evrópukeppni
landsliöa i gærkvöldi. Leiknum
lauk meö jafntefli 1:1, en ieikiö
var i Dubiin. Engiendingar hafa
forystu i riölinum, en greiniiegt
er, aö keppnin veröur mun jafnari
en gert haföi veriö ráö fyrir i
fyrstu.
Englendingarnir byrjuöu þó
nógu vel og á 8. minútu náöi Bob
Latchford forystunni fyrir þá, en
ekki dugöi þaö lengi þvi á 26. min.
jafnaöi Gerry Daly og eftir þaö
voru Irarnir nær stöðugt I sókn.
Englendingar sluppu meö
skrekkinn á 82. min. þegar Gerry
Ryan skoraöi, aö þvi er virtist
löglegt mark, en dómarinn
dæmdi þaö af vegna brots á Ray
Clemence markveröi. Enska liöiö
var þannig skipaö ileiknum: Ray
Clemence, Phil Neal, Dave
Watson, Emlyn Hughes, Mick
Mills, Ray Wilkins, Kevin
Keegan, Steve Coppell, Bob
Latchford, Trevor Brooking og
Peter Barnes. Liö Iranna: Mick
Kearns,Paddy Milligan, David
O’Leary, Mark Lawrenson,
Jimmy Holmes, Gerry Daly,
Tony Grelish, Liam Brady, Paul
McGee, Don Givens og Gerry
Ryan.
—SSv—