Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. nóvember 1978 7 Hræsni „verndar- anna 99 Fámennur hópur hávaðamanna kemur í veg fyrir hagkvæman útflutning sauðfjár Fagnað of fljótt. Margir stuöningsmenn is- lensks landbúnaðar hafa eflaust fagnað þeim fréttum að mögu- leikar væru á stórfelldum út- flutningi sauðfjár til Araba- landa. Sá fögnuður byggðist á því aö með þessum útflutningi var hugsanlegt að þaö verð fengist fyrir féð sem land- búnaðurinn þarf og jafnvel að svo hátt verð fengist að jiar mætti ná umtalsveröum fjár- hæðum til niðurgreiðslu á sauö- fjárafurðum til neyslu innan- lands. í þessu sambandi hefur verið rætt um útfhitning svo skipti þúsundum fjár, en þegar fram kom að slátrun færi fram með hefðbundnum hætti múhameðs- trúarmanna eöa hnifsstungu, þá urðu hræsnararnir vitlausir. Blóð og trúarbrögð Það er að sumu leyti skiljan- legt að Islendingar eru svo blóö- hrædd þjóð sem raun ber vitni. Viö höfum verið sú gæfusama þjóö að standa ekki i manndráp- um skipulögðum af stjórnvöld- um og höfum þannig ekki vanist þvi aö sjá blóð renna nema i slysatilfellum eöa við slátrun. Jafnframt blóðhræðslunni greip þjóðina hræðsla viö egg- vopn slik að reglur voru settar sem banna slátrun búpenings með lagvopnum en i lög leitt að nota skyldi einungis byssur eöa KRISTINN SNÆLAND höggvopn sem næðu sama árangri og byssan eða þeim að koma lagi á heila viðkomandi skepnu þannig að dauði hlytist af. Þessi dýrkun byssunnar gengur svo langt að svin eru hér skotin og siöan blóðguð en hjá þeim þjóðum sem kunna að framleiða svinakjöt er þessi slátrunaraðferö talin eyðileggja kjötið. An ábyrgöar má svo skjóta þvi að hér, að frétst hefur af svi'naslátrurum hér sem skera svi'nin á hefðbundinn hátt og skjóta svo kúlu i hausinn á eftir fyrir eftirlitsmennina. NU ber svo við I útflutningsmálinu að ekki er einungis um að ræða hnifsstungu sem deyöir skepn- una heldur er þetta lika trúar- atriðieöa athöfnog þá kastar nU fyrsttólfunum. „Verndararnir” ætla vitlausir að verða, viö kristnir menn skulum ekki stuðla að slikri villimennsku. öðrum þræði hafa mótmæli gegn sölu sauðf jár til Araba ein- kennst af trúarbragðaofstæki og hins vegar af þeirri oftrU sem menn hafa á byssunni sem drápstæki. Byssan og hnífurinn Notk un byssunnar i islenskum sláturhUsum er til komin fyrst og fremst vegna þess aö hún er skjótvirkasta aöferöin við deyð- ingu- sláturdýra og jafnframt vegna þess aö dýraverndunar- menn börðust gegn notkun hnifsins, sem þeir töldu sein- virkari aðferö þannig að dýrið væri lengur að drepast. Vegna þess hve nauösynlegt er að kjöt blóörenni vel eru nú vinnubrögðin i sláturhúsunum þannig að dýriö er fyrst skotið (tilþessaö fullnægja reglunum) og siðan er það svo fljótt sem unnt er'skoriö á háls svo þaö blóörenni vel. Best þykir ef skrokkurinn spriklar vel þvi þeim betur rennur Ur honum blóöið og er tæpast, að gáö sé aö þvi hvort dýriö sé dautt eða aðeins rotað. Vegna skotmanna vil égþótakaframaðþeir hætta ekki fyrr en dýrið fellur. Ætla má aö þó nokkuð sé um þaö að hnífurinn sé þaö vopnið sem endanlega gengur frá mörgu dýrinu þó svo að sam- viska dýraverndara sé friðuð með skotinu. Þá má velta fyrir sér hvort sé betra verksmiðju- vinna islenskra sláturhúsa eða fagleg slátrun kunnáttumanna i Austurlöndum nær. Kæfandi almennings- álit Undir yfirskriftinni „Hætt við útflutning á sauðfé til Arabari"kja” i Visi sl. fimmtu- dag segir Sveinn Tryggvason form. Markaðsnefndar land- búnaðarins,: „Almenningsálitiö hefur kæft máliö” og „Islend- ingar halda aö þeir búi yfir betri móral en aðrar þjóðir og gera sig aðdómurum yfir siðum ann- arra. Ég hygg að það verði ekk- ert framhald á þessu máli, ætli maður nenni aö standa I þessu þrasi.” Svo mörg voru þau orð og sannarlega vildi ég aö baráttu- þrekSveins væri meira, þvi hér er það I húfi sem ætla má að gæti skipt sköpum fyrir fslensk- an sauöfjárbúskap. Ég vorkenni ekki Sveini þó svo aö hann gerði ekkert annað i svo sem ár eða meir en þrasa ef það gæti leitt til þessa útflutnings i þUsundatali ogá háuveröi á traustan mark- að. Sveinn Tryggvason má vita þaðað fjöldi landsmanna styöur hann i þessu starfi, við höfum bara ekki nennt að fara Ut i þvarg viö hræsnarana, en ef Sveinn er aö gefast upp er sann- arlega ástæða til þess að skera upp herör svo ekki heyrist aðeins í úrtölumönnum sem af trúarofstæki eða af oftrú á byss- unni virðast ætla að ná þvi tak- marki að koma I veg fyrir heillavænlegan útflutning. Það er lika spurning hvort þeirerumenn til þess að greiða bændum og þjóðinni það tjón sem andstaöa þeirra kann að valda. Loks vil ég fullyrða aö Sveinn hefur enn ekki heyrt rödd almenningsálitsins heldur ein- ungishjáróma raddir hræsnara. Sunnudagshræsnarar. Ef að likum lætur eru mót- mælendur útflutningsins sá hóp- ur manna sem á sunnudögum ekur með konu og böm Ut i sveitirnar til að dást að dýrun- um, lömbunum, kálfunum, og fuglunum, rjúpunni, gæsinni og fl.i gegnum bilrúöurnar. Þetta fólk ekur svo heim, snæðir lambahrygg, kálfasteik, rjUpu eða gæs meö bestu lyst, og kórónar svo þetta með þvi aö setjast niður og skrifa grein gegn Utflutningi fjár til Austurlanda. Þettafólk skrifar ekki greinar gegn þvi að ala frændsystkini rjúpunnar, kjúklingana, upp i þröngum búrum sem þeir geta sig ekki hreyft i eða greinar gegn þvi að svartfugl séskotinn til matar. / Nei, hræsnin er þannig að rjúpna- og gæsaskyttur eru skammaðar en slátrun lamba og kjúklinga er talinn sjálf- sagður hlutur. Þaðer full ástæða til að benda þessa hræsni enda er gagnrýni „verndara” einungis byggð á trúarofstæki og heimskulegum fullyröingum um að slátrunin eystra sé verri en skotmennska okkar. Ný tegund rányrkju - sinubruni Kaupstaöarbúi við sunnari- verðan Faxaflóa (gamall sveitamaður) bregöur sér í bil sinum austur um sveitir á kyrru vorkvöldi, seint I april. Fátt er um mannaferöir, en farfúglar virðast hafa komiö til Islands i fyrra lagi á þessu vori, og ef numið er staðar og „slökkt” á bilnum, heyrist fuglakvak við og við. En hvað er nú þetta, hefur kviknaö i einhverju bónda- býlinu? Furðu mikill reykur sést stiga upp I fjarska. En þegar nær er komiö sést jörðin loga. Sinubruni á viáttumiklu svæði. Nýtlsku ræktunaraöferö, „eldræktun "! Kaupstaðarbúanum, gamla sveitamanninum, finnst þetta ljót og ógnvekjandi sjón á þessu kyrra vorkvöldi. Sinan brennur, reykjar- mökkur stigur til lofts, svört askan þekur mýrar og móa, og sjálfsagt hefur hún eitthvert áburöargildi. Sinan erhorfin, og grasið sprettur fljótt og vel upp úr viðáttumiklu brunasárinu, og brátt er komin furöu góð beit fyrir fé og hross. Liklega er varla láandi þótt ýmsir bændur telji þetta afbragðs búhnykk. Þó er vitaö að ekki eru allir bændur sama sinnis. Til eru bændur sem hafa á þessu illan bifur, og hrýs hugur viö aö fara eldi um gróðurlönd sin. Hvaða áhrif hefur þaö I raun og veru á grassvörðinn og gróðurmagn hans, aö eldur sleikir hann, og glóheitt loftið sem myndast yfir eldinum rýkur út i veður og vind? Svar viö þeirri spurningu hefur Hákon Bjarnason fyrrv. skóg- radctarstjóri gefið, a.m.k. að nokkru leyti, i fróðlegri blaða- grein (Morgunblaðiö 1. júni 1978), og er fyrirsögn greinar- innar „Að handsama orku sólar”. Vil ég leyfa mér aö til- færa hér smákafla úr þeirri grein. „Fosfór og kali koma beint Ur jarðveginum, en köfnunarefniö kemur að mestu til viö rotnun lifrænna efna, en nokkuð af þvi bætist jaröveginum með regni. Hér á landi er skortur á köfn- unarefni hvaö tilfinnanlegastur þar eö rotnun og sundrung lifrænna efna er fremur hæg sakir skorts á lofthita, og að auki er aögengilegu köfn- unarefni hætt til að skolast burt, ■ef plönturnar taka það ekki fljótt tii sin. Þvi er varöveisla köfnunarefnis I jarðvegi mikils- vert atriði og óþarfa sóun á þvi, eins og t.d. með sinubrunum, ætti að vera bönnuð með lögum”. (Lbr. min, G.M.) M. ö.o„ sinubruni er rányrkja, skjótfenginn gróði á kostnað landgæða. Vissulega er ekki siðurástæða til að vernda með iagaákvæöum viökvæman gróðurhjúp þessa lands en gjöful fiskimiö umhverfis landið. Núverandi lög um þetta atriöi banna sinu- brunaeftirmaibyrjun. Mun þaö gert til verndar hreiörum fugla, og er þá reiknað með þvi að fuglar fari ekki að gera sér hreiöur fyrr en i mai. En ófýsi- legt má þaö vera fyrir fuglana að koma að hreiöurlöndum sinum sviönum niðri rót. Úr hverju eiga mófuglarnir aö gera sér hreiöur þegar búið er aö brenna alla sinuna? Og þótt þeim takist það, veröur ekki Guðmundur Marteinsson litiðskjólfyrir ungana nýkomna úr hreiöri? Þesseru dæmi, að sinubruni I þéttbýli haf i valdið umtalsverðu tjóni á mannvirkjum , giröinga- stólpum og giröingum og jafn- vel húsum. Þá er trjágróöri einnig stórlega ógnað af sinu- bruna, ekki aöeins I þéttbýli. Sinubruni er tiltölulega nýtt uppátæki, sem á siöustu árum hefur náð mikilli útbreiöslu, a.m.k. I vissum lanshlutum, án þess, að þvi er viröist, að þvl hafi verið gaumur gefinn af ráðunautum eöa leiöbeinendum bænda eða annarra sérfróöra manna um jaröveg og jurta- gróður, hver raunveruleg áhrif þetta atferli hefur á gróður jaröar. Abending Hákonar Bjarnasonar sýnist gefa tilefni til þess að þetta mál verði tekið til rækilegrar athugunar af sér- fróðum mönnum á sviði rækt- unar og umhverfis- og náttúru- verndar — og eldvarna, m.a. meö tilliti til þess, hvort ekki væri brýn þörf á aö sett veröi lög, sem banna sinubruna meö öllu. Um veturnætur, 1978 GubmundurMarteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.