Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. nóvember 1978 15 OOG0QQOQ t 111 ... Kynning á A morgun verður kynning á tR-liðinu i úrvalsdeildinni I körfuknattleik. Um sfðustu helgi var KR-liðið kynnt og mæltist þessi nýbreytni vel fyrir. 1 kynningunni á morgun er viðtal við Paul Stewart, Skot- ann i liði tR, auk þess, sem saga félagsins er rakin i stór- um dráttum. Þá er og mynd af liðinu og hverjum einstökum ÍR-liöinu leikmanni, með upplýsingum um hvern og einn. Næstu helgi verður siðan lið Þórs kynnt I Tlmanum og hafa þá birst þrjár kynningar af sex, eins og sagt var frá I upp- hafi. Nú er um að gera að næla sér I Sunnudags-Timann og eiga allar kynningarnar, þvi þetta verða alls 12 siður þegar öll liöin hafa veriö kynnt. —SSv— „Jóló” í stuði — en samt tapaði Þór 83:97 fyrir ÍR Þaðvoruheiftarlegarsviptingar i leik tR og Þórs I úrvalsdeildinni i körfubolta I gærkvöldi. Eftir góða byrjun Norðanmanna — komust i 5:1 — datt botninn að mestu úr leik þeirra og þeir misstu tökin á leiknum og hittu illa. tR-ingar stóðu þeim þó ekki langt að baki i Ted Bee fær það hlutverk að hafa hemil ú Mark Christiansen á sunnudag. ________________________________J iélegri hittni og voru liöin lengst af mjög jöfn, en á lokaminútum fyrri hálfleiksins sigu tR-ingarnir örugglega framúr og komust i 48:35 og þá var flautað til hlés. ÍR-ingarnir mættu ákveönir til leiks eftir leikhlé og juku muninn i 21 stig — 85:37. En eins og leik- urinn I heild var köflóttur var hreint undarlegt hvaö sumir leik- manna gátu hitt úr ótrúlegustu færum og var þar fremstur i flokki Jón Indriöason Ur Þór, sem skoraði nú hver ja körfuna á fætur annarri og Þór geröi 12 stig i röö án svars frá IR og munurinn var skyndilega oröinn 9 stig — 58:49. Þessum mun tókst Þór aö halda næstu min. leiksins, en slöan sigu íR-ingarnir aftur framúr og kom- ust 180:63 — 17 stiga munur. Þór minnkaöi muninn i 8 stig 79:87, en IR-ingarnir voru miklu sterkari á lokasprettinum. Þórsarar misstu bæöi Birgi Rafnsson snemma i seinni hálfleik og Mark Christian- sen undir lok leiksins, út af meö fimm villur þannig aö mótstaöa þeirra varö harla máttlaus undir lokin, enda fór svo, aö lR-ingarnir sölluðu á þá körfum og loka- staöan varð 97:83. Þaövakti helst athygli undirrit- aöshversu litiö Þórsararnir spila á Mark, eins og hann hefur litiö fyrir því aö koma boltanum i körfuna inn i teignum. Annars var leikurinnekkert undur, fjarri þvi. Dómarar voru Jón Otti og Erlendur Eysteinsson og voru ákaflega mistækir. Stig 1R: Kolbeinn 27, Kristinn 19, Stewart 18, Jón Jör. 15, Stefán 9, Sigurbergur 4, Kristján 3 og Erlendur 2. Stig Þórs: Jón Indriöason 32, Mark Christiansen 25, Birgir 10, Eirlkur 8, Hjörtur 6, Karl 2. Maður leiksins: Jón Indriöason Þór. —SSv— Manchester City fékk AC Milan — Slask gegn t gær var dregiö i 16 liða úrslit- um UEFA keppninnar og fór drátturinn fram I höfuðstöðvum Evrópuknattspyrnusambandsins I Zurich. Menn biöu spenntir eftir þvi að sjá hvaða liö lentu saman þvi V-Þjóöverjar áttu 4 liö eftir i keppninni og Englendingar þrjú. Aöalleikurinn veröur vafalitiö viöureign Manchester City sem sló Standard út á miövikudag, og AC Milanfrá Italiu. Það vakti mikla athygli aö ekkert þýsku liöanna dróst gegn ensku liöi og hvorki ensk eöa þýsk liö drógust saman innbyröis. Slask Wrockaw, banamenn Eyjamanna fengu I gær þaö verk- efni aö lumbra á Borussia Mönchengladbach en vafalitiö veröur þaö erfitt verkefni. Borussia Dukla Pragsem sló út Everton dróst gegn Stuttgart og veröur þaö hörkuviöureign ef aö likum lætur. West Bromwich fékk spánska liöiö Valencia og viröist svo sem leikmann Albion kunni vel viö sig i sólinni þvi þeir léku siðast viö Braga frá Portúgal. Arsenalfékk Rauöu stjörnunafrá Júgóslaviu og þarf þvi aö fara þangaö aftur eftir aö hafa gengiö frá Hajduk Split. Honved dróst gegn Ajaxog franska liöiö Stras- burg fékk Duisburg frá Þýska- landi. Siöasti leikurinn er á milli Hertha Berlin og Esbjerg frá Danmörku. —SSv— (Peter Bariies og félagar hans i City fá það erfiða verkefni at leika viö AC Milan. Lið vikunnar valið Lið vikunnar i handknattleik birtist i fyrsta skipti á iþróttasiðu Tlmans s.l. föstudag og voru þá valdir sjö leikmenn. Lið vikunnar birtist nú i annab skipti og sem fyrr verða aðeins leikmenn úr 1. deildarfélögunum þar sem ekki er möguleiki á að fylgjast meb öllum leikjum 2. og 3. deildar. Þegar hefur veriö ákveðiö, að framvegis verði vaidir 10 leik- menn i vikuhverri, þ.e. 7 manna liö og þrir skiptimenn. Sá, sem er i markinu þessa vik- una, er Jens Einarsson IR, en hann sýndi stórleik gegn Fram um s.l. helgi. Jens hefur ekki ver- iö valinn áöur. Varamarkmaöur veröur Einar Þorvaröarson HK, en hann var i markinu i sibustu viku. tltispilarar eru núna Hilmar Sigurgislason HK, Björn Blöndal HK, Þorbjörn Guðmundsson Val, Páll Björgvinsson Vikingi, Janus Guölaugsson FH og Birgir Jóhannsson Fram. Þeir útispilar- ar sem nú eru á bekknum, eru Geir Hallsteinsson FH og Sigur- bergur Sigsteinsson, Fram. Aöeins Birgir Jóhannsson Fram hefur veriö valinn áöur 1 liö vik- unnar af útispilurunum. lþrótta- siöa Timans væntir þess, aö þessi nýbreytni mælist vel fyrir. —SSv— í annað sinn og aðeins tveir leikmenn eru úr liði síðustu viku Hilmar Sigurgislason HK Varamenn: Geir Hallsteinsson FH Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Einar Þorvarðarson HK (2) * Janus Guölaugsson FH X Innlendir punktar Olympíunefnd Olympinefnd tslands barst nýlega bréf frá framkvæmda- stjórn Olympiuleikanna I Moskvu 1980, þar sem greint er frá þvi ab efnt veröi til sam- keppni um auglýsingaspjald fyrir leikana. Ætlunin er aö gefa öllum teiknurum kost á þvi að teikna auglýsingaspjald fyrir leikana og er skilafrestur tii 31. desember á þessu ári. Allar nánari upplýsingar gefur Olympiunefndin. —SSv— Blakfréttir Tiunda tölublað Blakfrétta barst Iþróttasiðunni fyrir skömmu og er þar ýmsar upp- lýsingar að finna um blakstarf- semina i landinu. Þeir blak- menn greina frá stöðnun lands- liðsins og segja tilgangsiitið að senda menn út til keppni. Þegar þeir sjálfir eru búnir aö gefa upp alla von um árangur er ekki við góðu að búast. Annars er vert aö geta þess, aö blaöiö berst íþróttaslöunni 17 dögum eftir dagsetningu frétta- bréfsins þannig aö fréttirnar eru flestar orönar úreltar. T.d. er greint frá þvi, aö blakdeild Vikings muni halda haustmót i lok október. Þegar blaöiö berst hingað er mótinu lokiö en Vik- ingar höföu ekki fyrir þvi aö til- kynna þetta mót til fjölmiðla. Hin minni sérsambönd kvarta iöulega undan þvi aö fjölmiöl- arnir geri iþróttum þeirra ekki nógu góö skil, en sannleikurinn er sá, aö upplýsingar frá minni sérsamböndum eru iöulega af skornum skammti, nema frá lyftingasambandinu. —SSv— Dómara- námskeið Stjórn Sundsambands tslands hefur ákveðið að efna til dóm- aranámskeiðs I sundiþróttum ef nægileg þátttaka fæst. Ætlunin er aö halda nám- skeiöiö I Reykjavik dagana 13., 14. og 15. nóvember n.k. Nám- skeiöiö hefst ki. 20 alla dagana. Allar nánari upplýsingar veitir TorfiTómasson, Hliöarbraut 13, Kópavogi og siminn er 42313. Hann veitir jafnframt móttöku þátttökutilkynningum, sem verða aö hafa borist til hans eigi siöar en 12. nóvember. —SSv— Ársþing Arsþing Badmintonsambands tslands veröur haldið sunnu- daginn 5. nóvember I Snorrabæ (Austurbæjarbiói). Þingið hefst kl. 10 fJ>. A þinginu fer fram kjör stjórnar sambandsins fyrir næsta ár, auk þess sem önnur aðalfundarstörf verða á dag- skrá. Badmintonsambandiö væntir þess að fulltrúar þingsins mæti stundvislega. —SSv— Unglingamót Hiö árlega unglingamót Ægis i sundi veröur haldið sunnudag- inn 12. nóvember i Sundhöll Reykjavikur. Upphitun hefst kl. 14, en keppnin sjáif hefst ki. 15. Keppt verður I öllum styttri sundgreinunum. Þátttökugjald er kr. 200 á hverja grein og skulu þátttökutilkynningar sendast til Gubmundar Harðar- sonar, Hörðalandi 20, Reykja- vik, simi 30022 i siðasta iagi 6. nóv. —SSv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.