Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 4. nóvember 1978
iOtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Pórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumóla 15. Sfmi
86300.
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö I lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi. Blaöaprenth.f.
Staða verzlunarinnar
Fyrir skömmu birtist grein hér i blaðinu eftir
Jón Kristjánsson á Egilsstöðum, þar sem hann
ræddi sérstaklega um málefni verzlunarinnar og
þá erfiðu aðstöðu, sem hún býr nú við, og þó einkum
i dreifbýlinu.
Jón Kristjánsson segir i upphafi greinar sinnar,
að oft gæti mikils ókunnugleika á málefnum verzl-
unarinnar. Menn komist stundum svo að orði, að
verzlunin taki furðumikið i sinn hlut fyrir að rétta
vöruna yfir búðarborðið. Þetta sé ekki eins einfalt
og ýmsir ætla i fljótu bragði. Auk smásalans, vilji
heiidsalinn, flutningsaðilinn og rikið fá sítt. Verzl-
unin sé með mikla fjárfestingu i húsnæði og
gifurlega mikla i vörubirgðum, einkum þó lands-
byggðarverzlunin, ásamt þeirri skyldu, að hafa
opið eðlilegan vinnutima. Verzlunin hafi litinn að<
gang að föstum lánum til fjárfestingar i húsnæði
og hún hafi engan aðgang að föstum lánum út á
vörubirgðir, sem séu hluti af fjárfestingu hverrar
búðar.
Jón Kristjánsson vikur svo að þeim tekjum, sem
verzluninni er ætlaður til þess að standa undir
öllum þessum kostnaði :
,,Álagning i smásölu er nú á algengum neyzlu-
vörum frá 16,2% upp i 37,5 % samkvæmt nýjum
verðlagsákvæðum, sem gefin voru út eftir siðustu
gengisfellingu. Á þessu ári hafa verið tvær gengis-
fellingar og i bæði skiptin hefur verið beitt svo-
kallaðri 30 % reglu, þ.e. álagningarprósentan hefur
verið lækkuð þannig, að verzlunin fær ekki fulla
álagningu á aukna krónutölu. Nemur þessi lækkun
allt að 7,6% frá 24. nóv. 1977 eða á tæplega einu ári.
Þessi lækkun álagningar kemur til framkvæmda
strax eftir gengisfellingar og ekkert tillit er tekið til
þess hvort varan sem verið er að kaupa sé vara,
sem heildsalinn hefur keypt á gömlu eða nýju gengi.
Þetta verkar þvi fyrst i stað i mörgum tilfellum sem
bein lækkun álagningar. Og fyrst tekur steininn úr á
þessu ári með tveimur gengisfellingum.
Gengisfellingar hafa i för með sér hækkun inn-
flutningsverðs eins og menn vita. Það þýðir að
verzlunin þarf mun meira fjármagn til þess að afla
sér sömu vörubirgða á nýju verði og hún selur á
þvi gamla. Að hækka verð gamallar vöru i verzl-
unum kallar almenningsálitið þjófnað, en i við-
skiptum manna á milli hefur hver einasti ein-
staklingur þennan hátt á. Hverjum mundi til
hugar koma að selj.a bilinn sinn á þvi verði sem
hann keypti hann á, svari hver fyrir sig.
Þessi staðreynd veldur verzlunum óbærilegum
erfiðleikum og rekstrarfjárskorti, og getur beinlinis
valdið vöruskorti hjá þeim sem eru verst settir.
Hins vegar er það svo, að skerðing álagningar
nær einkum til smásala. Ekki hefur heyrzt að ýmis
umboðslaum séu neitt skert þrátt fyrir hækkandi
verð þess sem verzlað er með. Þóknun bilasala er
sú sama, þóknun fasteignasala sú sama og áreiðan-
lega mætti lengur telja. Þó hækka þær eignir sem
þama er verzlað með nær sjálfkrafa i verði með
vaxandi verðbólgu”.
Jón Kristjánsson lýkur grein sinni með þvi að
benda á, að sæmilega stödd verzlun sé ein af undir-
stöðum blómlegrar byggðar. Fari svo, að verzlun
leggist niður á ýmsum smærri stöðum út um landið,
og fólki fækkar þar af völdum þess, geti fljótt komið
brotalöm i annað það, sem hefur viðhaldið byggð-
inni á þessum stöðum.
Grein Jóns Kristjánssonar er glögg ábending um,
að landsfeðurnir þurfa að taka málefni verzl-
unarinnar til endurskoðunar og úrbóta, og þó
einkum verzlunina á hinum smærri stöðum út um
landið. Þ.Þ.
William Safire:
Geta hefndaraögerðir
Tengs náð til Hua?
Teng gerir upp sakir við „vindhópinn”
WBliam Safire er i hópi
þekktustu bandarlskra
blabamanna, sem rita um
alþjóðamál. Greinar hans
birtast I mörgum blöðum I
Bandartkjunum. t skrifum
slnum hefur hann yfirleitt
veriö hlynntur Kfnverjum,
en andvigur Riíssum. 1
eftirfarandi grein ræðir
hann um fall Wu borgar-
stjóra I Peking og „hreins-
anir” þær, sem nú fara
fram I Kina. Hann telur þær
gerðar að undirlagi Tengs
og geti þær reynst Vestur-
veldunum óheppilegar en
hagstæðar Riissum.
Engin þjóð er jafn andvig
tækifærisstefnu og Kfnverjar.
Viö kjósum aö stjórnmála-
maöur geti sýnt sveigjanleika
og fögnum þvl ef hann snýst á
sveif með okkar málstaö. En I
Klna eru fest upp veggspjöld,
þar sem hinum ólánsömu
mönnum, sem skipa sér mitt á
milli fylkinga, er skipað I
„vind-hópinn.
Dagblað Frelsishersins I
Peking lýsti eitt sinn liðs-
mönnum „vind-hópsins ”
svona: „Þeirerueins og gras,
sem vex uppi á vegg og sveig-
ist til þeirrar áttar, sem vind-
urinn blæs. Þeir eru eins ó-
stöðugir og skýin eða regnið.
Hálsi þeirra má Ukja við
spotta neðan i blöðru og
brjóstum þeirra við teygju-
band og þeir hafa fest vind-
mæli á höfuð sér.”
Þessi ólgandi hrisgrjóna-
skammtur af mælsku var hit-
aður upp að nýju i siðustu viku
þegar Wu Teh var rekinn Ur
starfi sinu sem borgarstjóri i
Peking. Arum saman haföi
Wu Teh verið miöjumaður og
fremstur i hópi þeirra, sem af
óvinum slíkra manna hafa
veriö kallaöir „Vind-hópur-
inn.” Fall Wu Teh gefur til
kynna aö ókyrrt sé f þeim
smáa hópi manna, sem hefur
yfir heilli billjón manna að
segja.
Wu borgarstjóri settist á
valdastól sinn um 1965 og naut
i þvi „Menningar-byltingar-
innar,” undir forystu róttæk-
ustu fylgismanna Maos for-
manns. TIu árum seinna,
þegar hinir hugsjónaiega
hreinu „fjórmenningar” réöu
lögum og lofum, slðustu mán-
uöina sem Maolifði, — var það
I höndum Wu Teh að halda
uppi lögum og reglu i Peking.
Þegar minna róttæk öfl
efndu til mikilla uppþota á
Tienanmentorgi, hljóp Wu á
sig. Fyrir það fyrsta lét hann
sem markmið ólátamanna
væri aö votta sorg sina vegna
fráfalls Chou-En-lai og i öðru
lagi hausbraut hann nokkra,
svo sem til þess að sýna fram
á að fylgismenn Chou og hægri
hönd hans Teng Hsiao-ping,
færu ekki meö völdin I land-
inu.
Nokkrum mánuöum siðar
gekk Wu and-róttæklingum á
hönd, þegar vindur tók aö snú-
ast í átt aö þeim. Þegar
„Shanghai-hópurinn” fór
fram á óskoruö völd, gekk Wu
i liö meö samsærismönnum
Hua Kuo-feng (yfirmanni
leynilögrelgu Maos og eftir-
manni) þegar fjórmenning-
arnir vorutældir til Peking og
handteknir. Með þvi móti
hugöist Wu geta talið sér til
tekna að hann hefði átt þátt i
falli þeirra.
En Teng Hsiao-ping, 74 ára,
ognúnæstæösti maöur I Kina,
haföiekki gleymt fyrri afstöðu
Wu á dögum „Menningarbylt-
ingarinnar.” Sama gilti um þá
sem staðiö höföu aö uppþotinu
á Tienanmen-torgi. Þeir
mundu vel hver sett hafði fót-
inn fyrir aögerðir þeirra.
Á siöasta ári, þegar ég var
staddur i Samkomusal alþýö-
unnar I Peking, spuröi ég hátt
settan flokksmann hvers
vegna leyft væri að uppi
héngju veggspjöld, sem for-
dæmdu WuTeh. Hann svaraði
þvi, aö i Kina væri málfrelsi
og þvi mættu hatursfullir fylg-
ismenn Tengs láta Wu fá það
óþvegiö, enda ættu þeir um
sárt að binda frá þvi á dögum
fjórmenninganna.
Loks varþaö fyrir tveim eða
þrem vikum, sem Teng taldi
sig nógu sterkan til þess að
kref jast höfuöleöursins af Wu
og Hua f ormaður lét til skarar
skriða. Og þá er komiö aö
megin atriðinu: A hvaða hátt
varða þessar innanflokkser jur
klnverskra kommúnista okkur.
Fall Wu sýnir svo ekki verð-
ur um villst, að hinir siður rót-
tæku fylgismenn Tengs eru
engan veginn sáttir viö þá
auömýkingu sem æðstu menn
máttu þola af „vind-hópnum”,
sem nérinefiþeirra viö svörð-
inn fyrir skömmu. Af þessu
má einnig sjá, að þúsundir
forystumanna mega eiga von
á því aö veröa slitnir uppmeö
Wu Teh
rótum og að óflekkaöir menn
setjist I sæti þeirra.
ÆÚa mætti að þessi þróun
væri Vesturlöndum kærkom-
in. Lítamá áaö Teng hyggur á
aukna verslunvið Vesturveld-
in og kappkostar að ná upp
olíuiðnaöi og iðnvæöingu.
Teng mun bjóöa velkominn
orkukónginn James Schles-
inger innanskamms, þvi báðir
hafa lýst yfir áhuga á auknum
viðskiptum og einingu gagn-
vart útþenslustefnu Sovétrlkj-
anna.
Þó veldur það áhyggjum I
hvllikum hefndarhug Teng
hópurinn er. Menn um sjötugt,
sem þvingaöir voru til aö
hverfafrá fyrir tiuárum, vilja
nú refsa sér yngri mönnum.
Timinn vinnur gegn Teng. 1
staö þess að leggja hinn yngri
„vind-hóp” við annað liö sitt,
rekur hann f leyg milli hans og
sjálfs sin. Þetta er liklegt til
þess að valda þungum undir-
straumum, sem biða munu
tækifæris til þess að grafa
undan hinni öldruöu forystu-
sveit og hafna hugmyndum
hennar.
Sérhver sem reynir aö spá
um þróun mála I Klna, les I te-
lauf, en hér er leiö til að lesa i
þau, eftir aö Wu var steypt af
stóli:
Foringjar þeir sem nú hafa
yfirhöndina, eru aö gera þaö
sem „fjórmenningarnir,” sem
þeir steyptuheföu lika gert, —
þeir krefjast afdráttarlausrar
afstöðu. Engir miðjumenn eru
umbornir.
En hér er rangt aft farið.
Hua formaður, sem ekki fór
svo illa út úr „menningarbylt-
ingunni,” hlýtur að kenna
geigs þegar Teng deilir út
endurgjöldunum.
Löngunin til hefnda og fjar-
læging miðjumanna, gerir
mál I Kina örðug að spá i og ó-
útreiknanleg og þaö kemur sér
illa fyrir Bandarikjamenn, en
vel fyrir Rússa. Þegar til
lengdar lætur mun brottrekst-
ur „vind-hópsins” magna
kraft annarra vinda, sem
oröiö geta sibreytilegir.