Tíminn - 12.11.1978, Qupperneq 10
30
Sunnudagur 12. nóvember 1978
1979 er Ar barnsins. Þess hljóta
bókasöfn eins og aörar menning-
arstofnanir aö minnast.
Fullt nafn: Þjónustumiðstöö
bókasafna.
Heimilisfang: Pósthólf 4028, 124
Reykjavlk
Fæðingardagur: 8. ágúst 1978
Foreldrar: Bókavarðafélag Is-
lands og Félag bókasafns-
fræðinga.
Skirnarvottar: Sveinn Hannes-
son, viðskiptafræðingur og Sig-
mar Armannsson lögfræðingur
Dagmömmur: Elin Sigfúsdóttir,
viðskiptafræöingur, Þóra Hólm,
nemi i bókasafnsfræði.
Framfærslufulltrúar: Stjórn
Þjónpstumiðstöðvar bókasafna:
Þórdis Þorvaldsdóttir, formaður,
Elfa Björk Gunnarsdóttir, Kristin
H. Pétursdóttir, Nanna Bjarna-
dóttir, Finnur SigurjónssonÍHelga
ólafsdóttir, Kirsten Olsen, Hrafn
Harðarson. Lárus Zóphoniasson,
Indriöi Hallgrimsson.
Fæðingarhjálp veitti: Ahuga-
fólk um bókasafnsmál.
Framtiöardraumur aðstand-
enda: Aö Þjónustumiðstöð bóka-
safna megi verða veruleg lyfti-
stöng fyrir öll bókasöfn i landinu
einkum almenningsbókasöfn og
skólasöfn. Að Þjónustumiðstöö
megi ná að sinna öllum þeim há-
leitu markmiðum sem henni eru
sett og greind eru hér á siðunni og
ótal mörgum fleirum.
Markmiö nr. 1: Aö vinna aö
miöskráningu bóka.
Núverandi vandamái: Nú sitja
margir tugir ef ekki hundruö
manna úti um allt land hver i sinu
horni og flokka og skrá bækur.
Fæstir hafa nokkra tilsögn fengiö
og flestir hafa I höndum úrelt
leiðbeiningarit. Enda þótt eigi aö
heita svo að sama flokkunar-
kerfið sé notað i flestum söfnum,'
er mikið misræmi á milli safna.
Skráning eða gerð spjaldskrár er
jafnmismunandi og söfnin eru
mörg. Bók sem er skráð á höfund
i einu safni er kannski skráð á
þýðanda eöa jafnvel prentsmiðju
I öðrum. Viða eru engar spjald-
skrár. Sums staöar eru spjald-
skrárnar faldar i afkimum safn-
anna rétt eins og þær kæmu safn-
notendum ekkert viö!
Framtiðardraumar: Sam-
ræmdar spjaldskrár I öllum al-
mennings- og skólabókasöfnum.
Hver bók flokkuð eftir gildandi
flokkunarreglum. Spjaldskrár
sem eru lyklar að öllum safn-
kosti. Lyklar sem veita svar viö
spurningum starfsliös safnanna
og safnnotenda: A safniö bók eftir
Guðlaug Arason? A safniö bók
með titlinum Fljótt fljótt sagöi
fuglinn? A safnið eitthvað um
kvikmyndir? Hver gaf út bókina
Fátækt fólk?
Markmiö nr. 2: Að gefa út alls
konar bókfræðileg gögn t.d.
spjaldskrárspjöld, samskrár,
bókaskrár, bókfræðilykla, upp-
lýsingarit um nýjar útgáfur bóka,
hljómplatna og snælda.
Núverandi vandamál: Bók-
fræðileg gögn eru af skornum
skammti og þessi skortur hindrar
bætta bókasafnsþjónustu. Þarna
kemur einnig annaö til og þaö er
að margir bókaveröir og um-
sjónarmenn safna kunna ekki aö
færa sér i nyt þau gögn sem eru til
eða vita ekki af þeim. Yfirleitt er
útgáfa þeirra svo sein fyrir að
takmarkaö gagn veröur af ritinu.
Framtíöardraumar: Aö Sá timi
komi — fljótlega — að hægt verði
aö kaupa spjaldskrárspjöld frá
Þjónustumiöstöö yfir allar bækur
sem islensk almennings- og
skólabókasöfn eiga þegar og
munu kaupa I framtiöinni. Þessi
draumur er aö nokkru leyti
orðinn að veruleika. Þjónustu-
miðstöðin getur nú látið i té spjöld
yfir 10.000 titla. Söfn merkja við á
sérstökum lista hvaða spjöld þau
vilja fá og siðan er spjaldasettiö
sent þeim. Söfn geta þar að auki
fengiö aðstoð við að ganga frá
spjöldum og setja upp spjald-
skrár. Tvær aðrar stofnanir
framleiða nú spjöld handa söfn-
um: Rikisútgáfa námsbóka fyrir
bækur yngri en 1973 og áfram og
Skólasafnamiðstöð Reykjavikur-
borgar sem annast þjónustu við
bókasöfn I grunnskólum borgar-
innar. Framtiðardraumar að-
standenda Þjónustumiðstöðvar
fela i sér sameiningu þessarar
framleiðslu á einn stað.
Samskrár eru spjaldskrár eða
prentaðar skrár sem veita upp-
lýsingar um hve mörg söfn eiga
ákveðið rit og auðvelda lán milli
safna. Bókfræöilyklar opna
leiðina að alls konar upplýsingum
sem hingað til hafa verið dreifðar
og óaðgengilegar fyrir bókaveröi
og safnnotendur.
Væri til dæmis ekki stórkostlegt
að geta fundið efni dagblaða eftir
einum slikum bókfræðilykli?
Bókaval er mikiö vandastarf, en
meö tilkomu ýmissa upplýsinga-
rita um nýjar útgáfur bóka, Is-
lenskra og erlendra ættu bóka
verðir hægara um vik. Slik rit
mundu sennilega einnig hafa örv-
andi áhrif á útgáfu. Einnig þyrfti
að gefa út upplýsingarit um út-
gáfu á ööru efni en bókum: hvaða
plötur ætti skólasafn að eiga —
hvar bjóðast bestu kjörin?
Markmið nr. 3: Að gefa út rit
sem varða starfsemi bókasafna
t.d. leiðbeiningabækur fyrir
bókaverði og rit varöandi stefnur
I bókasafnsmálum almennt.
Núverandi vandamál: Þau ör-
fáu rit.sem gefin hafa verið út á
Islensku á þessu sviði eru að
mestu eða öllu leyti úrelt. Bóka-
verðir sem standa frammi fyrir
þeim vanda aö endurskipuleggja
safn eða setja á stofn safn, eiga
ekki kost á allra nauðsynlegustu
hjálparritum. Það er heldur ekki
mögulegt að skjótast til Reykja-
vikur og læra þar á viku eða tiu
dögum að setja upp safn. Simtal
'>
Hvar á að flokka Listina að kyssa?
hjálpar litið.bókavörðurinn kemst
bara að raun um að öll þjónusta
við bókasöfn er dreifö út um
hvippinn og hvappinn, það litla
sem er. Bókasafnsfræöi er aðeins
kennd I löngu háskólanámi. Nám-
skeiö eru stopul og stutt. Stefnu-
markahdi rit um bókasafnsmál á
Islandi eru engin — ef frá eru tal-
in lög og reglugerðir, sem mis-
jafnlega vel er fylgt og fullnægja
ekki upplýsingaþörfum um þessi
mál. Fáein söfn gefa sjálf út
leiðbeiningarit fyrir safnnotendur
um nauðsynlegustu atriði svo
sem opnunartima safns og undir-
stöðuþjónustu.
Framtlðardraumar: Útgáfa
hvers konar leiðbeininga, starfs-
reglná, staðla. Hvaö er skólasafn,
hvernig á að reka slikt safn
þannig að það geti orðið virkt
kennslutæki? Hvaða markmið
hafa almenningsbókasöfn?
Hvernig útlánakerfi hentar best I
litlu safni? Hvernig á aö haga
innréttingum i samsteypusöfnum
(almennings- og skólabókasöfn-
um), hvað mega bókahillur vera
háar og lágar? Hvað með þjón-
ustu fyrir hreyfiskerta notendur?
Hvernig getur safnvörður i einu
safni fengið lánaða bók úr öðru?
Hvernig getur hann útvegað safn-
gesti ljósrit af timaritagreinum
úr erlendum timaritum sem safn-
iö kaupir ekki? öllum þessum
spurningum og ótal mörgum
öðrum á starfsemi Þjónustumið-
stöðvar að svara.
Markmið nr. 4: Að annast sam-
eiginleg innkaup bókasafna á
safnkosti og sjá um band og frá-
gang bóka til útláns.
Núverandi vandamál: Hingað
til hafa bókaverðir, hver um sig
oröið að sjá um sig sjálfir I þessu
efni — með mismunandi mikilli
fyrirhöfn og mismunandi árangri
(undantekning eru skólasöfn I
Kommóðan sem á aö fara á minjasafn Islenskra bókavarða.
Kristín H. Pétursdóttir:
Fæðing í
kommóöu
Það er ekki sama hvernig bækur eru flokkaöar...