Tíminn - 17.11.1978, Page 1

Tíminn - 17.11.1978, Page 1
Föstudagur 17. nóvember 1978. 256. tölublað 62. árgangur Rauöi byltingarherinn á Höfn? — Sjá bakslðu Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 MESTA FLUGSLYS ÍSLENSKRAR FLUGSÖGU 179 manns fórust með Flugleiðaþotu þar á meöal átta íslendingar • 179 manns létu lifið er Flugleiðaþota fórst við Colombo á Sri Lanka (áður Ceylon) að kvöldi miðvikudags. Meðal hinna látnu eru átta ts- lendingar, allt flugliðar. Fimm íslendingar sem með vélinni voru komust lifs af. Með flugvélinni voru 246 farþegar, allt Indónesar á heimleið frá Mekka. Er þetta mesta flugslys i sögu islenskra flugmála. • í fyrrakvöld barst Flugleiðum skeyti frá Sri Lanka þess efnis að 80 manns hafi komist lifs af. Af þeim voru 35 alvarlega slasaðir á sjúkrahús- um en 45 manns höfðu hlotið minni háttar meiðsl og bjuggu á hótelum. Flugleiöir sendu i gær frá sér eftirfarandi tilkynningu um slys- iö: Skömmu eftir kl. 22:00 i gær- kvöldi barst aöalstöövum Flug- leiöa i Reykjavfk sil harmafregn, aö flugvél félagsins TF-FLA af geröinni DC-8 heföi farist fyrr um kvöldiö i aöflugi aö flugvellinum i Colombo á Sri Lanka þar sem vél- in var i pflagrlmaflugi. Meö vélinni voru 246 farþegar og 8 manna áhöfn, en auk þess voru I aukaáhöfn 2 flugstjórar, 1 flugfreyja, forstööumaöur flug- deildar Flugleiöa og deildarstjóri I flugdeild Flugleiöa eöa 13 Is- lendingar. Af þeim fórust 8. Þeir eru: Haukur Hervinsson flugstjóri, Guðjón Rdnar Guðjónsson flug- maöur, Ragnar Þorkelsson flug- vélstjóri, Erna Haraldsdóttir, flugfreyja, Sigurbjörg Sveins- dóttir flugfreyja, Asgeir Péturs- son yfirflugstjóri, ólafur Axels- son deildarstjóri i flugdeild. Þór- arinn Jónsson forstööumaöur flugdeildar. 5 Islendingar slösuöust og hafa verið færöir á sjókrahús I Colombo. Þeir eru: Kristín E. Kristleifsdóttir, flugfreyja, Oddný Björgólfsdóttir, flug- freyja, Þuríður Vilhjálmsdóttir, flugfreyja, Harald Snæhólm, flugstjóri, Jónína Sigmarsdóttir, flugfreyja. Þeir munu ekki vera lifshættu- lega slasaðir. Samkvæmt skeytum frá Colombo var flugvélin I aöflugi og brotlenti kl. 18:00 i gærkvöldi aö Islenskum tima nokkrum milum frá brautarenda viö erfiö veöur- skilyröi. Að ööru leyti er ekki vitaö um tildrög og orsakir slyss- ins. Flugvélin TF-FLA var af geröinni DC-8-63. Hún hafði lengi veriö I förum á vegum Loftleiöa og keyptu Flugleiðir hana áriö 1975. Var hún ein af þremur flug- vélum af geröinni DC-8, sem Flugleiðir áttu. Flugvélin flaug Flugleiöavélin sem fórst viö flugvöllinn á Colombo á Sri Lanka. — Myndin er tekin á flugdaginn f ágúst- mánuöi s.l. en fiugstjóri I þvi flugi var Ásgeir Pétursson en hann var einn þeirra sem fórust meö vélinni f slysinu.________________________ Tfmamynd Róbert Islendingarnir sem fórust Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri, 48 ára, kvæntur, til heimilis aö Furulund 9, Garöabæ. Ólafur Axelsson, deildarstjóri i flugdeild, 47 ára, kvæntur, til heimilis aö Kóngsbakka 3, Rvk. Guöjón Rúnar Guðjónsson, flug- maöur, 38 ára, kvæntur, til heimilis aö Bergþórugötu 33, Rvk. Haukur Hervinsson, flugstjóri, 42 ára, kvæntur, til heimilis aö Uröarstekk 1, Rvk. Ragnar Þorkelsson, flugvél - stjóri, 55 ára, kvæntur, til heim- ilis aö Hliöarvegi 18 Kóp. Þórarinn Jónsson, forstöðu- tnaöur flugdeildar, 52 ára, kvæntur, til heimilis aö Skóla- geröi 36, Kóp. Erna Haraldsdóttir, flugfreyja, 38 ára, gift, til heimilis, aö Tún- götu 7, Rvk. Sigurbjörg Sveinsdóttir, flug- freyja, 37 ára, gift, til heimilis aö Hraunbrún 6, Hfn. um kl. 14:00 1 fyrradag frá Luxemborg til Aþenu þar sem áhafnahvild var tekin. Siöan var flogið i gærmorgun frá Aþenu til Jeddah i Saudi-Arabiu og hélt vél- in þaöan fullhlaðin pilagrimum kl. 12:00 samdægurs, áleiöis til Surabaya á Jövu meö millilend- ingu i Colombo á Sri Lanka. Aukaáhöfn og starfsmenn áttu aö fara af I Colombo en hluti áhafna haföi fariö þangaö áöur meö ööru flugfélagi. Þetta var fyrsta feröin I siöari hluta pilagrimaflugs Flugleiöa milli Surabaya i Indónesiu og Jeddah I Saudi-Arabiu. Alis áttu 6 flugáhafnir aö annast þetta flug þ.e. 48 flugliöar auk flugvirkja af- greiösluliðs og rekstrarstjóra eöa alls 62 starfsmenn. Flugleiöir, stjórn félagsins og starfsfólk eru harmi slegin yfir þessu slysi og votta aðstandend- um þeirra sem fórust dýpstu samúö. Fréttir af flugslysinu á flugvellinum við Colombo á Sri Lanka eru einnig á bls. 12-13 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.