Tíminn - 17.11.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. nóvember 1978 5 fólk I HEI — ,,Jú, það var stór dagur í gær, saltað í rúmar lóOOtunnur, allt hausskorið og slógdregið. Þetta hefur því áreiðanlega verið verðmætasti dagurinn á vertíð- inni til þessa", sagði Guðmundur Finnbogason, verkstjóri í söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðju Hornaf jarðar h.f., er blaðamaður var þar á ferð s.l. þriðjudag. „Aöur höfum viö aö visu kom- ist upp i aö salta 1700 tunnur á einum degi, en sii slld var heil- söltuö og þvl mun veröminni. Heildarsöltunin hérna I stööinni var i nótt komin upp 1 um 28.500 tunnur og er þar meö oröin sil mesta sem nokkru sinni hefur veriö saltaö hjá einni sildarsölt- unarstöö á einni vertiö. Viö von- umst til aö komast I 30.000 tunn- ur i dag eöa á morgun. — Þetta hefur veriö erfiöur en trúlega drjúgur dagur hjá söltunarstúlkunum þlnum? — Já þetta var góöur dagur hjá þeim. Þær voru 57 aö salta, flest þrælvanar konur, svo af- köstin eru nokkuö jöfn. En stúlkurnar eru svo friskar, aö þaö sást ekki þreyta á þeim þegar þær voru aö hætta um 3 leytiö i nótt, eftir 14 tima törn. — Er þaö aöallega heimafólk sem vinnur i slldinni hjá ykkur? — Konurnar eru nær allar húsmæöur hérna aö heiman og fæstar þeirra vinna utan heimilis, nema um sildartim- ann, svo þeirra vinnu fer aö ljúka þetta haustiö. Karlmenn- irnir eru aftur á móti aö meiri- hluta aökomnir, og þeir halda áfram þvi mikil vinna er eftir viö sildina, þótt söltun sé lokiö, viö aö búa hana til útflutnings. — Hvert fer svo þessi sild? — Hún fer viöa. Þegar eru farnar 2000 tunnur til Póllands, búiö er aö salta fyrir Rússa og veriö aö ljúka söltun upp I samninga viö Þjóöverja og Svia. Þá höfum viö lika saltaö 7.000 tunnur fyrir Niöursuöu- verksmiöju K. Jónssonar á Akureyri, sem þeir siöan vinna á Rússlandsmarkaö. — En hvernig er hér yfir vetrarvertiöina Guömundur, er þá nægt vinnuafl á staönum? — Nei þaö er meirihlutinn aö- komufólk sem vinnur i frystihúsinu. Hingaö vantar fólk i stórum stil. Þó er alltaf aö fjölga hérna á staönum, bæöi er aö fólk flyst hingaö og fátt af unga fólkinu flytur héöan I burtu, enda ótrúlegt aö þaö hafi þaö betra annarstaöar. En hér vantar fyrst og fremst húspláss. % Hiö myndarlega hús (verbúö) sem útgeröarmenn og Kaupfélagiö á Höfn hafa byggt yfir starfs- fólk sitt, er alltaf fullsetiö. Sfldarstúlkurnar voru mjög ánegöar meöaöbúnaöinn Ihúsinu. Mikiö bætti úr skák þegar út- geröarmenn og Kaupfélagiö byggöu verbúö sem rúmar um 80 manns, mjög gott hús sem alltaf er fullt af fólki, en þaö nægir engan veginn. — En nú sýnist mér aö fjöldi húsa séu hér nýbyggö og i bygg- ingu? — Já, þaö er mikiö byggt. Ekki veit ég þaö nákvæmlega, en ég hef heyrt aö bygging hafi hafist á 70-80 húsum á þessu ári. — Fólk viröist þá hafa þaö gott hér á Höfn og næga vinnu? — Þaö er hreinlega allt of mikil vinna, vægast sagt þræla- vinna, bæöi á þessum tima og á vertiöinni. En fólkiö er duglegt og vinnusamt og lætur engan bilbug á sér finna. Maöur er eiginlega undrandi hvaö þaö getur afkastaö miklu. — En hvaö vilt þú segja um þaö sem haldiö hefur veriö fram, aö útflutningsveröiö á sildinni standi ekki undir kostn- aöi viö vinnsluna? — Ég vil nú ekki trúa þvi aö þetta standi ekki undir sér og þótt aröur veröi ekki mikill, þá gefur þetta mikla fjármuni til fólksins og útgeröarmannanna og þaö er nú aldeilis gott. Guömundur Finnbogason verkstjóri var ánægður á mánu- daginn eftir aö söltunarstööin sem hann stjórnar, haföi sett landsmet I söltun deginum áöur. Hingað vantar í stórum stíl — segir Guðmundur Finnbogason, verkstjóri á Höfn Þörungavinnslan seldi fyrir 300 millj- nir á þessu ári — Framleiddi tæp 3000 tonn af þangmjöli —' Þaraöflun enn i gangi Þangöflun aö Reykhólum i sumar Tfmamynd: K.H. S.l. sunnudag fór siöasti farmur þangmjöls á þessu ári frá Þörungavinnsiunni h.f. á Reyk- hólum til Skotlands meö m.s. Urriöafossi. Hafa þá alls veriö flutt á eriendan markaö á þessu ári um 2.700 tonn þangmjöls, auk þess hafa veriö seld innanlands um 230 tonn. Þá hafa veriö fram- leidd 30 tonn þaramjöls. Saman- iagt verömæti framleiöslunnar þaö sem af er þessu ári mun vera um 300 millj. króna fob. Þetta kom m.a. fram I viðtali sem Timinn átti viö Ólaf E. Ólafs- son fyrrverandi kaupfélags- stjóra, sem er einn af stjórnar- mönnum verksmiðjunnar. Oflun þangs hófst um miðjan april en lauk i október. Unnið var meö 7 sláttuprömmum og aflaö á þann hátt 11.686 tonna af blautu þangi, en meö m.s. Karlsey var aflaö um 250 tonna af þara. Viö þangsláttinn störfuöu aö jafnaöi um 30 manns en fastir starfsmenn verksmiöjunnar eru 14. Þá er meötalin áhöfn m.s. Karlseyjar, skipsins sem annast flutning þangsins til verksmiöjunnar og öflun þarans. Bilanir á verksmiðjunni og tækjum hennar ollu engum telj- andi töfum á árinu og meö þeirri borun eftir heitu vatni, sem fram- kvæmd var s.l. vor, fékkst nægi- legt vatn til aö fullnægja þörfum verksmiöjunnar. Talið er fullvist aö slægjulönd séu fyrir hendi viö Breiöafjörö er nægi verksmiöjunni og svo viröist sem endurvöxtur þangsins sé þaö ör aö slá megi löndin þriöja hvert ár með góöum árangri án þess aö skaða þanggróöurinn. Til hátiöa mun verksmiöjan framleiða þaramjöl en um áramót fer starfsfólk i orlof en aö þvi loknu er ráögert aö hefja starfsrækslu á ný og framleiöa þaramjöl þar til þangskuröur get- ur hafist aö vori. Framkvæmdastjóri Þörunga- vinnslunnar er ómar Haraldsson. Karlsey er nú viö þaraöfl- un.Helmingi minna þaramjöl fæst úr blautum þara, en þang- mjöl úr blautu þangi, eöa 12 tn af mjöli úr 100 af þara, en 25 tn af mjöli úr 100 tn af þangi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.