Tíminn - 17.11.1978, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 17. nóvember 1978
íOtgefandi Framsóknarilokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjór.n og' auglýsiugar Siöumiíla 15. Sfmi
86300. i
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Áskriftargjáid kr. 2.200 á’
____mánuöi._________^ ______Blaöaprent h.f.
Samið um fjárlögin
fyrir opnum tjöldum
Stjórnarandstæðingar reyna að gera sér
nokkurn mat úr þvi, að það kom fram við fyrstu
umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem reyndar var
vitað áður, að nokkur ágreiningur væri um viss
atriði þess milli stjórnarflokkanna. f greinargerð
fjárlagafrumvarpsins er þessum ágreiningsatrið-
um lýst, svo að þetta þurfti ekki að koma neinum á
óvart.
Svo er að skilja á skrifum og ræðum stjórnar-
andstæðinga, að stjórnarflokkarnir hefðu átt að
jafna þennan ágreining áður en frumvarpið var
lagt fram á þinginu. Við þessa kenningu er það
fyrst að athuga, að hefði þetta verið gert, myndi
hafa dregizt að leggja frumvarpið fyrir þingið. Sá
dráttur, sem hafði orðið á þvi vegna stjórnarskipt-
anna, mátti ekki verða lengri, ef fjárveitinganefnd
átti að fá tima til að vinna að frumvarpinu, svo að
hægt yrði að ljúka afgreiðslu þess fyrir áramót.
Það verða heldur ekki talin óeðlileg vinnubrögð,
heldur miklu fremur æskileg, að þau ágreinings-
atriði, sem hér er um að ræða, verði leyst fyrir
opnum tjöldum. Þegar ólikir flokkar standa að
rikisstjórn, gerist það alltof oft að reynt er að jafna
ágreining þeirra bak við tjöldin og þannig sýnd
málamyndaeining út á við. Jafnt fyrir kjósendur
og flokkana sjálfa er það heppilegra og heil-
brigðara, að ágreiningsefnin séu ekki falin, heldur
jöfnuð fyrir opnum tjöldum. Kjósendum^ er þá
ljósara hver afstaða flokkanna er og hvað þeir
verða að vinna til málamiðlunar.
Þótt Framsóknarflokkurinn væri samþykkur
þeirri afstöðu fjármálaráðherra að leggja frum-
varpið fram i þvi formi, sem það er, merkir það
ekki, að það sé endanleg afstaða til málsins. Bæði
af hálfu fjármálaráðherra og flokksins er skýrt
tekið fram, að þessir aðilar vilji stuðla að sam-
komulagi um ágreiningsefnin.
Framsóknarflokkurinn skilur vel afstöðu hinna
stjórnarflokkanna. Vissulega væri æskilegt að
geta orðið við þeirri tillögu Alþýðubandalagsins að
draga minna úr opinberum framkvæmdum. Að-
kallandi óleyst verkefni biða hvarvetna. Það er
hins vegar ekki hægt að gera allt i einu, og höfuð-
máli skiptir nú i glimunni við verðbólguna, að fjár-
lögin verði afgreidd hallalaus. Þá væri ekki siður
æskilegt að geta lækkað beinu skattana og þeir
ekki aftur látnir nálgast það, sem þeir voru, þegar
viðreisnarstjórnin lét af völdum sumarið 1971, en
þeir voru verulega lækkaðir i tið vinstri stjórnar-
innar á árunum 1971-1974. Lækkun beinna skatta
má hins vegar ekki verða til þess að halli verði á
fjárlögum.
Við hugmyndir Alþýðuflokksins um lækkun út-
flutningsbóta til landbúnaðarins er það að athuga,
að upphæð sú, sem er áætluð til þeirra i f járlaga-
frumvarpinu, er byggð á lögum, sem sett voru i tið
viðreisnarstjórnarinnar, en þau voru aftur byggð
á samkomulagi milli bændasamtakanna og laun-
þegasamtakanna. Slikt samkomulag er ekki hægt
að rjúfa fyrirvaralaust.
öll verða þessi ágreiningsefni til umfjöllunar
næstu vikur. Það ætti ekki að spilla fyrir sam-
komulagi, þótt stjómarflokkarnir geri ljós sér-
sjónarmið sin og hverju þeir kunni að þurfa að
fórna til þess að ná málamiðlun. Þau vinnubrögð á
ekki að forðast að semja þannig fyrir opnum tjöld-
um. Þvert á móti ætti það að geta orðið lýðræðinu
til stuðnings og álitsauka, að stjórnarkerfið sé
sem mest opið bæði á þennan og annan hátt. Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Þjóöverjar minnast
kristalnæturinnar
Franskur Gyðingahatari leysir frá skjóðunni
Hinn 9. nóvember siöastl. var
haldinn i Köln eins konar
minningarfundur i tilefni af þvi
aö þá voru liöin 40 ár frá hinni
svokölluöu kristalsnótt, þegar
stormsveitir nazista fóru um
götur Berlfnar og fleiri þýzkra
borga og unnu öll hugsanleg
skemmdarverk á bænahósum
og verzlunum Gyöinga. Nær tvö
hundruö bænahús þeirra voru
brennd og eyöilögö. Gluggar
voru brotnir í þúsundum
verzlana og fyrirtækja, sem
Gyöingar áttu, og jafnframt
unnin mörg önnur skemmdar-
verk. Um tuttugu þúsund
Gyöingar voru fangelsaöir, um
90 þeirra féllu f þessum átökum
og enn fleiri uröu fyrir alvar-
legum likamsmeiöslum. Þetta
var hámark Gyöingaofsókn-
anna f Þýzkalandi áöur en
heimsstyrjöldin brauzt út. Sú
villimennska, sem hér brauzt
fram, haföiekki átt sinn lika um
langan tima i Evrópu.
Tilefni þessarar skipulögöu
ofsóknarherferöar storm-
sveitanna var þaö, aö daginn
áöur haföi ungur Gyöingur
skotiö þýzkan sendisveitar-
mann i þýzka sendiráöinu i
Paris. Hann geröi þaö i hefndar-
skyni vegna þess, aö foreldrar
hans höföu veriö fluttir
nauöungarflutningi til Póllands
frá Þýzkalandi. Hitler ákvaö aö
nota þaö tækifæri til aö siga
stormsveitunum á Gyöinga
næstu nótt á þann hátt, sem er
lýst hér aö framan. Frásögnum
sjónarvotta bar yfirleitt saman
um, aö stormsveitarmennirnir
heföu f aöförum sinum minnt
meira á villidýr en menn. Slik
áhrif haföi æsingaiöja nazista-
leiötoganna haft á þá.
A minningarfundinum, sem
haldinn var i Köln, flutti Helmut
Schmidt kanslari aöalræöuna.
Hann lét svo ummælt aö flestir
þeirra Þjóöverja, sem nú væri
lifandi, væruaö mestu saklausir
af glæpum nazista sem einstakl-
ingar. Sameiginlega yröu þeir
þó aö taka á sig ábyrgö og
afleiöingar vegna þessarar
sektar. óttinn viö nazistaleiö-
togana heföi veriö slikur, aö
menn heföu ekki þoraö aö
mótmæla ofsóknunum gegn
Gyöingum, heldur þagaö og
látizt ekki vita um þær. Jafnvel
kirkjan heföi þagaö.
SCHMUDT vék aö þvi deiluefni i
ræöu sinni, hvort framlengja
ætti frestinn til aö hefja mála-
ferli gegn mönnum vegna
striösglæpa. Samkvæmt gild-
andi lögum fellur hann niöur á
Schmidt ihugar aö lengja frestinn.
næsta ári. Gyöingar hafa gert
kröfu um, aö þessi frestur skuli
framlengdur. Schmidt lofaöi, aö
máliö yröi tekiö til athugunar.
Hans-Jochen Vogel dómsmála-
ráöherra, sem er flokksbróöir
Schmidts hefur lýst yfir þvi, aö
hann vilji framlengja frestinn.
Aftur á móti geröist þaö á
flokksþingi Frjálslynda
flokksins, sem haldinn var nú
um helgina, ■ aö formaöur
flokksins, Genscher utanrlkis-
ráöherra, lýsti sig mótfallinn
þvi aö fresturinn yröi fram-
lengdur. Genscher sagöist hafa
ihugaö þéssi mál vandlega og
komizt aö þeirri niöurstööu, aö
þetta þjónaöi bezt hagsmunum
Þýzkalands bæöi heima fyrir og
út á viö.
Þótt hægt sé aö skilja afstööu
Gyöinga, hefur sjónarmiö
Genschers ekki siöur mikiö til
sins máls. Rettarhöld þau, sem
nú fara fram I Þýzkalandi
vegna svokallaöra Gyöinga-
mála og striösglæpamála,
minna meira á leiksýningar en
venjuleg réttarhöld. Astæöan er
sú, aö svo langur timierliöinn
siöan umræddir atburöir
geröust, aö erfitter aö fá örugga
vitnisburöi og auövelt reynist
þvi fyrir verjendur aö flækja og
tefja málin. Mikil spurning er,
hvort þessi réttarhöld eru ekki
vatn á myllu nýnazista. Meira
máii skiptir aö berjast gegn
nýnazismanum og halda
Genscher andvigur þvi aö lengja frestinn.
hryöjuverkum nazizta á lofti en
aö vera aö eltast viö háaldraöa
einstaklinga. í áöurnefndri
flokksþingsræöu sinni lagöi
Genscher áherzlu á, aö draga
ætti úr þvi eins mikiö og hægt
væri, aö rannsaka skoöanir
manna I sambandi viö stööu-
veitingar, en þetta hefur mjög
bitnaö á róttækum vinstri
mönnum. A ýmsan hátt minnir
siik njósnastarfsemi á starfshtti
nazista ogeróneitanlega blettur
á vestur-þýzku stjórnarfari.
Genscher hefur hér tekiö lofs-
veröa afstööu.
ENFLEIRI hafa veriö sekirum
Gyöingaofsóknir en Þjóöverjar.
Þetta rifjaöist upp, þegar
franska blaöiö L’Express birti
nýlega viötal viö Louis
Darquier, en hann haföi um
skeiö þaö hlutverk á hendi hjá
Vichy-stjórninni, sem fór meö
völd i Frakklandi á hernáms-
árunum, aö annast málefni
Gyöinga. Undir stjórn hans og
fyrir atbeina hans voru um 75
þúsund franskir Gyöingar
fluttir i fangabúöir I Þýzkalandi
og Póflandi og týndu flestir
þeirra lifi I gasklefum þar.
Darquier var tekinn fastur i
striöslokin og dæmdur til dauöa
1948 vegna samvinnu viö Þjóö-
verja á strlösárunum, en ekki
vegna meöferöarinnar á Gyö-
ingum. Honum tókst aö strjúka
úr landi og hefur dvaliö á Spáni
siöan. Þar ræddi fréttamaöur
L’Epress viö hann. Darquier
var ekki myrkur i máfl. Hann
sagöi um brottflutninginn á
Gyöingum, aö þaö heföi veriö
nauösynlegt aö losna viö þessa
útlendinga og þaö heföi veriö
þvi betra sem þeir heföu veriö
fluttir lengra burtu. Þaö voru
þeir, sem vildu fá styrjöld og
drógu Frakkland inn I styrjöld-
ina. Þaö þurfti aö losna viö
Gyöingana.
Viötal þetta vakti aö vonum
mikinn styr i Frakklandi.
Margir hafa deilt á L’Express
fyrir aö birta þaö, þvi aö meö
því væri Gyöingahatara gert of
hátt undir höföi. Aörir hafa
oröiö til aö minna á, aö Frakkar
hafi veriöslöur en svolausir viö
andúö á Gyöingum og hún sé
fyrir hendi enn. Hins vegar sé
nú betra aö vera Gyöingur i
Frakklandi en Arabi eöa
blökkumaöur. Kynþáttaandúö
sé því enn ekki úr sögunni og
þaö sé ekki ógagnlegt aö rifja
upp fortlöina til viövörunar
fyrir nútiöina.
Þ.Þ.