Tíminn - 08.12.1978, Síða 8

Tíminn - 08.12.1978, Síða 8
8 Föstudagur 8. desember 1978 á víðavangi Ofnæmi „Svlþjóöarobiæmi” er fyrir- sögn á grein er Þráinn Bertels- son, rithöfundur, skrifar I Visi i gær og á aö vera svar viö grein I sama blaöi eftir Harald Biön- dal, lögfræöing, sem fjallar um styrkveitingu Norræna þyöing- arsjóösins til handa dtgefanda islenskrar þýöingar á bókinni „Félagi Jesús”. t grein sinni þrástaglast Þráinn á „Sviþjóö- arofnæmi” Haraldar og hans Ilka og kallar þá sjúklinga og tclur þaö „hörmulegt aö horfa upp á eymd þá og vanilöan og vanmetakennd, sem ofnæmi þeirra fylgir”. Og ennfremur ,,en helstu einkenni sem koma fram hjá sjúklingum eru ótti, hatur og beiskja i garö alls þess sem sænskt er ellegar kemur frá Svíþjóö, sömuleiöis mjög ó- þrifaleg ritræpa”. Ekki eru spöruö stóru oröin þegar Sviþjóöarofnæmiö er annars vegar og skal ekki gert upp á milli aöila hvaö þaö atriöi snertir þegar menn leggja orö I belg um ágæti sænskrar nú- timamenningar eöa vankanta hennar. Hitt er annaö mál, en þó skylt, aö þaö er furöulegt hve mikla andúö á þjóöum menn leyfa sér aö láta i Ijósi á prenti og telja sér jafnvel skylt aö fara niör- andi oröum um heilar þjóöir, jafnvel heimsálfur, hvenær sem þeir stinga niöur penna, og fara þá saman ósveigjanlegar skoö- anir, dómharka og fáfræöi. Þjóöir eru góöar eöa vondar eft- ir þvi hvaöa stjórnskipulag ræö- ur rikjum á hverjum staö, jafn- vel litarháttur og kinnbein Ibú- anna ráöa þvi hvaöa augum þær eru litnar. Það sem helst hann varast vann Þaö er mjög eftírtektarvert viö þá aöila, sem ávalit eru reiöubúnir aö taka upp hansk- ann fyrir þá velferöarsvia sem I leiöindum sfnum gerast boöber- ar furöulegs samblands friöar- stefnu, byltingarsinnaös marx- isma, hippalifs og bætts hags verkamanna og kalla samsulliö menningarróttækni, aö þeir þykjast oftast skyldugri aö ráö- ast meö sist minna offorsi á aör- ar þjóöir og finna þeim allt til foráttu. Undirritaöur ætlar ekki aö gera Þráni Bertelssyni upp skoöanir, þótt hér hafi veriö minnst á þær trakteringar sem hann gefur lögmanninum I fyrr- nefndri Visisgrein. En hjá fjöl- mörgum öörum mönnum, sem ávallt sviöur sárt undan Svi- þjóöarofnæmi, gætir vissulega sjúkiegs ofnæmis fyrir mörgum öörum þjóöum. Þeir f jalla fjálg- lega um allar hræringar I fjar- lægum löndum, sem kenna sig viö þjóöfrelsi og sósfalisma, þótt þeir hafi bókstaflega enga vitn- eskju um hvers konar öfl eru á feröinni nema glamuryröi og lýöskrum þeirra foringja sem berjast um völdin hverju sinni á hver jum staö. En þegar þeir lita sér nær ræöur ofstækiö eitt ferö- inni. Ofnæmi fyrir engilsaxn- eskum þjóöum er sérstaklega á- berandi, og þingræöi er eitur I þeirra beinum. Eöa er hægt aö benda á nokkra lýöræöisþjóö, utan Sviþjóöar, þar sem ekki ráöa rikjum peningasj úkir glæpamenn, sem hata og merg- sjúga alþýöuna, listamennina, hassney tendurna, mennta- mennina, stúdentana, kvenfólk- iö og þriöja heiminn aö mati þessara ofstækismanna? Með öfugum formerkjum Málgagn sóslalisma, verka- lýös og þjóöfrelsis er oftast vett- vangur þessara skrifa. Þær hugmyndir, sem þar eru viöraö- ar um menn og málefni, eru iöu- lega svo litaöar kynþáttaof- stæki og napuryröum í garö heOla þjóöa, aö ef einhver leyföi sér aö skrifa slikt meö öfugum formerkjum yröi sá ekki talinn annaö en óalandi sviöingur. Þaö eru ekkert annaö en kyn- þáttafordómar aö þrástaglast á græögi og mannvonsku hvita kynstofnsins.telja honum ávallt allt til foráttu og kenna honum um allt þaö sem miöur fer i ver- öldinni svo og aö halda þvi fram, aö Noröurálfumenn lifi bilifi eingöngu á kostnaö ibúa þriöja heimsins og aö hvltir menn vilji öörum kynþáttum ailt hiö versta. Þaö þótti áöur fyrr góöur siöur I sumum iönd- um aö láta svona viö Gyöinga, og er ekki laust viö aö enn sé sá strengur sleginn. Hér á árum áöur var skilgreiningin enn ná- kvæmari. Þá voru slafneskar þjóöir góöar og ást stjórnvalda á alþýöuog verkalýö tÖ mikillar fýrirmyndar.Germanskar þjóö- ir og engilsaxneskar voru reglu- lega slæmar og eru enn. Hins vegar hefur siegiö svolitlum fölskva á Slafaástina en þeim mun meira ástfóstri tekiö viö enn fjarlægari þjóömenningar, og þeim mun minna sem vitaö er um þær þvi betra. Kristin grú er borgaralegogafvegaleidd og þjónar kirkjunnar frábitnir hugsjónum byltingamannsins frá Nasaret. öll önnur trúar- brögö njóta friöhelgi. Allir þeir sem ekki meötaka skilyröislaust boöskap menn- ingarróttæklinganna eru I þeirra augum annaö hvort fifl eöa illmenni, eöa i besta lagi „sjúklingar”. Þeir hafa tekiö sér einkaleyfi á þvi aö vernda alþýöuna um gjörvallan heim. Þeir sem ekki játast undir skoö- anir þeirra eru hatursmenn al- þýöunnar og handbendi illra þjóöa. En þaö eru fleiri haldnir Svi- þjóöarofnæmi” en Haraldur Blöndal. Undirritaöur hefur átt þvl láni aö fagna aö hafa stund- um tyllt niöur fæti I Svlariki og á þar nokkra kunningja, sem sumir hverjir eru ekki siöur honum orönir leiöir á sænsku róttæklingunum, málskrúöi þeirra og ritræpu og ofurást á verkalýönum, þótt þeir af eigin raun viti varla hvaöa skepna þaö nú er. Þaö er annars merkilegt aö hingaö til lands berast fáar fréttir frá Sviþjóö nema af þess- um fyrirferöamiklu mannkyns- frelsurum, en allflestir Sviar eru aö dunda sér viö sitthvaö fieira en aö velta fyrir sér hvernig á aö frelsa alþýöuna meö oröagjálfri einu saman. OÓ. — Stúdentaráð HÍ: Lánasjóð- inn vantar 695 millj. — til að geta staðið við 85% lánin A Stúdentaráösfundi, sem hald- inn var nýlega, var eftirfarandi tiliaga samþykkt samhljóöa: „Stúdentaráö Hí lýsir furöu sinni á þvi, aö fjárveitingavaldiö hafi ekki enn bætt þeim 695 milljónum viö framlag þess til lánasjóös islenskra mámsmanna, til aö standa viö þá yfirlýsingu aö veita 85% lán. Þessi afstaöa er óskiljanleg, þar sem þessi upp- hæö er til komin vegna: 1. Gengisbreytinga á lánum til LÍN 2. Hækkunar á framfærsluvisi- tölu 3. Fjölgunar lánaumsókna 4. Nauösynlegra ráöninga starfs- fólks. Fjárveitingavaldiö veit, aö þaö mun skv. greinargerö viö fjárlög og reynshi undanfarinna ára veita námsmönnum 85% af fjár- þörf og þvi er þessi mótstaöa þeirra aöeins gálgafrestur. Stúdentaráö telur, aö sú lán- tökuheimild, sem sjóönum er veitt, sé mjög skammsýn ráöstöf- un, þar sem þaökemur aö lokum i hlutfjárveitingavaldsins sjálfs aö greiöa þau. Aö lokum krefst Stúdentaráö þess, aö LIN veröi gert kleift aö veita námsmönnum lán, sem nægi til 100% brúunar fjárþarf- ar”. Vilhjálmur Hjálmarsson: Vitnað í prófessor Þingræöur geta átt erindi til almennings og af ýmsum ástæö- um. Skal hér vakin athygli á einni sem var svo hátt spennt, aö „öllum sem á hlýddu kom i stans”. Ölafur Ragnar Grímsson flutti ræöu þessa og þótti þing- mönnum því meira til um, sem þingmaöurinn er prófessor i þjóöfélagsfræöum viö Háskóla Islands. Rætt var um frumvarp til laga um Félagsmálaskóla al- þýöu. Haföi prófessorinn margt um skóla þennan aö segja. Ekki var nóg meö þaö, aö hann teldi aö skólinn ætti aö vera „helgaö- ur hinu stéttarlega og baráttu- legauppeldii samtökum launa- fólks” m.a. meö þvi aö veita fræöslu um „hagsmunasamtök atvinnurekenda, innra eöli þeirra, starfshættí og mark- miö”. Hann sagöi einnig, aö skólanum sé „fyrst og fremst ætlaö þaö hlutverk aö vera bar- áttutæki samtaka launafólks fyrir breyttu þjóöfélagi, fyrstog fremst til þess aö manna verka- lýösfélögin á þann veg, aö þau getí náö betri árangri i baráttu gegn samtökum atvinnurek- enda, i baráttu gegn fjandsam- legu rikisvaldi”. Hann varaöi alvarlega viö þvi aö almennri fulloröinsfræöshi og endurmenntunarþörf sé „blandaö saman viö þau skóla- mál verkalýösstéttarinnar i landinu, sem eiga fyrst og fremst aö vera grundvöllur aö þvi aö skerpa baráttustyrk verkalýösstéttarinnar gegn at- vinnurekendavaldinu og gegn þvi fjaldsamlega rikisvaldi, sem löngum hefur rikt hér i þessu landi gagnvart samtökum launafólk”. Minna mátti þaö nú ekki kosta! Hvaö þjóöfélagsfræöi- prófessorinn er aö fara er auö- veh aö skýra meö visun f flokks- blaö hans fyrr á þessu ári, en þar stendur m.a.: „ „Alþingi götunnar” þarf aö sýna hrokagikkjum valdsins viö Austurvöll hver þaö er sem ræö- ur úrslitum um allt efnahagsllf þessa þjóöfélags”. M.ö.o. lög sett af löglega kjömu Alþingi (viö Austurvöll) skulu brotin ef þaö hentar póli- tískum hagsmunum hinna út- völdu. Þannig skal beita verka- lýösstéttínni „gegn fjandsam- legu rikisvaldi” og þykir enn nokkuö ógert I þvi aö „ma nn a” stéttina þannig aö hún dugi til þeirra verka. Yfirspenntur málflutningur Olafur Ragnar er klár á þvl hver skuli vera staöa rikisins („rikisvaldsins”) gagnvart stofnun meö þetta hlutverk: „Verkefni rikisvaldsins og al- mannavaldsins i landinu veröi þar fyrst og fremst aö leggja fram fé” en „verkalýössamtök- in sjálf hafi óskoraöan og alger- an yfirráöarétt yfir þessum menntunarmálum sinum”. Þá kemst þingmaöurinn og prófessorinn aö þeirri niöur- stöðu, aö stjórnarliöiö á Alþingi „eigi aö tryggja viö afgreiöslu fjárlaga, aö ekki aöeins tvö- falda, þrefalda eöa fimmfalda” þær þrjár m.kr., sem fjárlaga- frumvarpið gerir ráö fyrir aö renni til Félagsmálaskóla al- þýöu, heldur veita a.m.k. „100 m.kr.” til þessarar starfsemi! Þessi yfirspennti málflutn- ingur Ólafs vekur (Sijákvæmi- lega ýmsar spumingar. Er þaö rétt mat, aö félags- málaskóli alþýöu sé fýfst og fremst baráttutæki gegn sjálfu islenska rlkinu? Ef svo er, getur þá rikið lagt fram fjármagn til baráttu gegn sjálfu sér? Og væri þaö út af fyrir sig eðlileg málsmeöferö viö af- greiöslu fjárlaga i ár aö hækka framlag til þessa sérstaka verk- efiiis úr 3 m.kr. i 100 m.kr.? Nú vil ég helst ekki þurfa aö taka mark á þessum málflutn- ingi og þaö jafnvel ekki þótt hann komi frá doktor Ólafi Ragnari Grimssyni, prófessor, 3. landskjörnum þingmanni. Ég vil állta, aö fé- lagsmálaskóli alþýöu leitist viö aö veita nemendum sinum al- hliöa fræöslu meö sérstakri áherslu á félagsmál og aörar þær greinar, sem þeim mega helst aö gagni koma. Mun ég hafa þetta fyrir satt þar til annaö kemur á daginn. Hvar eru svo tekjur á móti? En æsiræöa þingmanns af þeim toga sem hér um ræöir gefurþófullttilefni til Ihugunar. Og mér fannst rétt aö greina frá kjarnapunktum i henni utan ræöuparts alþingistiöinda, ekki Vilhjálmur slst þegar 1 hlut á þingmaður, sem til þesshefur veriökvaddur aö veita æskufólki hlutlæga fræöslu um þjóðfélagsmál og aö sjálfsögöu á óhlutdrægan hátt. Þaö er svo kapituli út af fyrir sig, aö prófessorinn og alþingis- maöurinn segir aö „krafan um þaö, aö félagsmálaskóli alþýöu og MFA séu enn áfram alger- lega undir forræöi alþýöusam- takanna, en hljóti eingöngu stóraukiö fjármagn af þeirri stæröargráöu, sem ég hef hér lýst tíl sinnar starfsemi, er þess vegna sett fram meö hliösjón af þeirri almennu skoöun, aö þaö geti einnig átt við um f jölmörg önnur fjöldasamtök i þessu landi”. Þetta gæti nú kostaö rikissjóö nokkuö svona allt I allt. Er Ó.R.G. tilbúinn aö benda á raunhæfan tekjupóst á móti þeim útgjöldum? Aö öðrum kostj gildir hér hiö fornkveðna, aö ómerk eru ómagaoröin. En látum þetta vera. Hitt þykir mér skuggalegra, aö prófessorinn viröist állta eöli- legt,aö þaöfarieftír styrkleika- hlutföllum floldcanna á Alþingi, hvar hundrað milljdn króna skammtarnir detta þá og þá. Samanber áöur tilvitnuö um- mæli, aö sá rikisstjórnarmeiri- hluti, sem nú situr á Alþingi, eigi aö tryggja 100 m.kr. handa Ólafur Ragnar þessum tilteknu félagssamtök- um. Nýr meiri hluti mundi svo aö sjálfsögöu hygla slnum vin- um ótæpilega o.s.frv. Einstakt jafnvægisleysi Sannleikurinn er sá, aö mál- flutningur ólafs Ragnars Grimssonar I þessu máli ein- kennist af einstöku jafnvægis- leysi. Hann ætlar rikissjóöi aö leggja fram stofnfé til aö skerpa baráttustyrk tiltekinna stétta gegh rikisvaldinu. Núverandi rlkisstjórn, sem hann telur, aö „ef tíl vill”(!) sé vinveitt laun- þegum á aö leggia fram 100 m. kr. til þess aö „þjálfa” verka- menn þannig aö félög þeirra nái „betri árangri i baráttu gegn samtökum atvinnurekenda”. Næsta rlkisstjórn gæti þá t.d. lagt samtökum atvinnurekenda 200 m. kr. til þess aö „þjálfa” meölimi þeirra samtaka til sóknar gegn launafólki. Saman- ber ummæli Ólafs að „fjölda- mörg’ ’ önnur samtök veröskuldi sömu fyrirgreiöslu. Hvort mundi ekki islenskum alþingismönnum hollt aö huga vel aö þessu máli áöur en þeir ákveöa aö fylgja forsögu pró- fessorsins I þjóöfélagsfræöum viö Háskóla Islands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.