Tíminn - 08.12.1978, Qupperneq 12
12
Föstudagur 8. desember 1978
Islensk kvikmvnda-
gerð í vitahring
fjárskorts
Saga íslenskrar kvikmyndageröar er harla stutt í
árum mæld ef f rá eru talin eins konar inngangsorð
brautryðjanda eins og óskars Gíslasonar og Lofts
Guðmundssonar. Tæplega er hægt að tala um fs-
lenska kvikmyndagerð fyrr en með stofnun sjón-
varpsins árið 1966. Innlend kvikmyndagerð er
þannig aðeins 12 ára gamalt fyrirbrigði sem ekki er
hár aldur miðað við ævagamlar menningarhefðir
annarra listgreina.
Islenska sjónvarpiB hefur frá
upphafi lagt megináherslu á
gerö heimildarkvikmynda, þótt
geró hafi verið ein og ein leikin
kvikmyndt.d. Lénharður fógeti.
Ýmislegt bendir til þess að meö
þjóðinni sé vaknaður skilningur
á mikilvægi islenskrar kvik-
myndageröar. Sérstaklega þvi
hlutverki hennar aö stuöla að
varöveislu og þróun íslensks
menningararfs. Sem dæmi um
þennan aukna skilning má
nefna frumvarp Vilhjálms
Hjálmarssonar, fyrrverandi
menntamálaráðherra, um
Kvikmyndasjóð Islands. Þetta
frumvarp náöi fram að ganga á
Alþingi s.l. vor. Fleira mætti
tina til sem stefnir að þvl að
greiöa götu innlendrar kvik-
myndageröar.
Dagana 25. og 26. nóvember
var haldin á vegum Sambands
ungra framsóknarmanna
ráöstefna sem bar yfirskriftina
Listir á llöandi stund. Meðal
þeirra sem fluttu erindi á
ráöstefnunni var Siguröur
Sverrir Pálsson varaformaður
Félags kvikmyndageröar-
manna, en þaö er félagsskapur
þeirra sem vinna hinn svo-
nefnda skapandi þátt kvik-
mynda. Til þess hóps teljast
stjórnendur, tökumenn, hljóð-
menn og klipparar. Sigurður
Sverrir fjallaöi á ráðstefriunni
um efniö Kvikmyndir á llðandi
stund. Eftir erindaflutninginn
rabbaði Kvikmyndahorniö við
Sigurð um helstu baráttumál Is-
lenskra kvikmyndagerðar-
manna og stöðu innlendrar
kvikmyndagerðar. Samtaliö fer
hér á eftir.
Hljóösetningartæki
væntanleg
— Þaö er kannski rétt að geta
þess í upphafi að Félag kvik-
myndageröarmanna var
stofnað árið 1966 eða um svipaö
leyti og sjónvarpiö hóf starf-
semi sfna. Fram að þeim tima
voru tæpast starfsmöguleikar
hérlendis fyrir kvikmynda-
gerðarmenn. Frá stofnun hefur
félagið annast samninga f.h.
kvikmyndageröarmanna t.d.
við sjónvarpið. Sá samningur,
sem nú er I gildi milli þessara
aðila gerir ráð fyrir að greiösla
fyrir hverja minútu kvik-
myndar sé um krónur 45 þús-
und. Félag kvikmyndagerðar-
manna hefur nokkuð unnið að
þvl að búa I haginn fyrir félags-
menn. A sinum tlma voru fest
kaup á klippiboröi, væntanleg
eru hljóðsetningartæki og unnið
er að byggingu upptökuhús-
næðis.
— segir Sigurður
Sverrir Pálsson
kvikmyndagerð
armaður i viðtali
við Kvikmynda-
Kvikmyndasjóður fái
fastan tekjustofn
Það vandamál sem er einn
helsti Þrándur I Götu kvik-
myndageröarmannaer þaðsem
kalla má vítahring fjárskorts-
ins. Allt frá upphafi kvikmynda-
geröar á lslandi hafa menn
reynt aö gera myndir eins ódýrt
og hægt hefur verið aö komast
af með. Afleiöingin er að Is-
lenskar kvikmyndir hafa oftast
verið tæknilega óviðunandi. A
slðustu árum hafa gæðakröfur
aukist af hálfu áhorfenda en
vegna þeirrar venju aö myndir
séu gerðar fyrir lágmarksfjár-
magn hefur gengið treglega að
fá nauðsynlegan tækjakost til að
mæta þessum auknu kröfum.
Afleiöing fjárskortsins er þvl
slakar kvikmyndir sem kosta
tiltölulega litið og það sem
verra er, þessar ódyru og um
leiö slöku kvikmyndir eru
gjarnan hafðar til hliðsjónar
þegar metinn er kostnaöur viö
gerö annarra mynda. Hér þarf
aö veröa hugarfarsbreyting. Við
veröum aö horfast I augu við
raunverulegan kostnað — kvik-
myndagerö er langt frá þvl að
vera ódýr list. Hins vegar má
jafnframt hafa það i huga að
góö kvikmynd verður aldrei of
dýr, húnborgar sig alltaf að lok-
um. Almennt mun álitið i dag að
30 mln. heimildarmynd kosti á
bilinu 6-10 milljónir. Einnar
minútu auglýsingamynd þar
sem allur kostnaður er greiddur
kostar u.þ.b. 1 milljón króna. Ef
þessar tölur eru bornar saman
sjáum við hversu munurinn er
mikill. Jafnvel þótt hlutfallslega
sé dýrara að gera stutta mynd
en langa er raunverulegur
kostnaöur 30 min. heimildar-
myndar, sem einhver vinna er
lögð f,um 12-15 milljónir.
A allra siðustu árum hefur
nokkuðmiðað I áttina. Arið 1972
ákvað Menningarsjóöur að
veita einn styrk á ári til að kosta
gerð kvikmyndar. Þaö ár var
styrkurinn 500 þds. kr., en í ár 2
milljónir kr. Kvikmyndasjóður
var stofnaður meö lögum I vor
en hlutverk hans er að styrkja
Islenska kvikmyndagerð með
beinum fjárframlögum eða lán-
um til kvikmyndageröarmanna.
Akveðið var fast fjárframlag til
sjóðsins af fjárlögum,krónur 30
milljónir sem úthlutað veröur I
fýrsta skipti næsta ár og nægir
væntanlega til að kosta gerð
tveggja til þriggja stuttra
mynda. Auðséö er aö 30 milljón-
ir eru nú þegar of lág upphæð,
þess vegna er það höfuöatriöi aö
aflasjóðnum meiritekna. Kvik-
myndageröarmenn hafa lagt
það til viö menntamála-
ráðherra, aö allur sá skattur
horníð
.*. $ >
Snorri Sturluson: Kvik-
myndaður I tilefni 800 ára af-
mælisins á næsta ári.
Sv.„lr PílHm
sem nú er lagður á aögöngu-
miða kvikmyndahúsa renni I
Kvikmyndasjóö (að Stefgjaki-
inu undanskildu). Þetta gæti
skapað sjóðnum umtalsverðar
tekjur,sérstaklega þegar þess er
gætt hversumikill áhugi manna
hér er fyrir kvikmyndum. Ný-
legar tölur fyrir árin 1975-’77
benda til þess að Islendingar
sæki mun oftar kvikmyndahús
en Danir. Með öðrum orðum
þá voru seldir 5 milljón að-
göngumiöar á ári á þessu tíma-
bili I Danmörku á móti 2.5
milljón hér, en i danska kvik-
myndasjóðnum eru 1.100
milljónir.
Starfsemi erlendra
kvikmyndagerðar-
manna
Annað vandamál sem nokkuð
hefur verið til umfjöllunar I
okkar hópi er starfsemi er-
lendra kvikmyndagerðarmanna
hér á landi. Við teljum eðlilegt
að á því séu nokkrar hömlur að
erlendir kvikmyndageröar-
menn geti starfaö hér að vild.
Sérstaklega vegna þess að þess-
ir aöilar sem vinna hér um
lengri eöa skemmri tlma njóta
tollfrlðinda umfram innlenda
kvikmyndagerð. Þar að auki
má benda á að atvinnuleysi rlk-
ir iþessarigrein. Við teljum rétt
að Félag kvikmyndagerðar-
manna fái tækifæri til að fjalla
um umsóknir erlendra aðila um
atvinnuleyfi til kvikmyndunar.
Samskiptin við sjón-
varpið
Framan af voru samskipti
kvikmyndagerðarmanna við
sjónvarpið nokkuð stirö. A
siðustu árum hafa þau batnaö
en viðteljum sjálfsagt að sam-
vinna þessara aöila sé veruleg.
Það sem okkur finnst helst
skorta á, er að sjónvarpið geri
meira af þvf aö lausráða kvik-
myndagerðarmenn til að vinna
ákveðin verkefni. Reynsla ann-
arra þjóöa er að slikt fyrir-
komulag er til þess fallið að
auka fjölbreytni i efnisvali og
efnismeðferö auk þess aö vera
fjárhagslega hagkvæmt.
Snorri Sturluson kvik-
myndaður
— Fyrirtæki þitt, Erlendar
Sveinssonar o.fl. — Lifandi
myndir — hefur nýlokið gerð
heimildarmyndar um Slysa-
varnafélag Islands. Eru einhver
stórverkefni sem bíða ykkar?
— Já þaö er óhætt aö segja
það. Viö erum aö vinna að
undirbúningi töku leikinnar
heimikiarmyndar um Snorra
Sturluson. Myndin er gerð I til-
efni 800 ára fæöingarafmælis
Snorra sem verður næsta ár.
Þetta verkefni er unniö I sam-
vinnu viö Islenska og norska
sjónvarpið.
GK
Vilhjálmur Hjálmarsson: Lög um Kvikmyndasjóð