Tíminn - 16.12.1978, Side 6

Tíminn - 16.12.1978, Side 6
6 Laugardagur 16. desember 1978 í-----------------------------------------\ tJtgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. —Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaöaprent L_____________________________________________________________J Næstu efnahagsaðgerðir Efnahagskaflanum i samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er skipt i tvo meginþætti. Fyrri kaflinn fjallar um það sem nefnt er fyrstu aðgerðir. Þar er einkum fjallað um þær ráðstafanir, sem voru gerðar kringum 1. septem- ber. Siðari kaflinn fjallar um það sem nefnt er breytt efnahagsstefna en sem öðru nafni mætti kalla ráðstafanir til frambúðar. Það var von manna þegar rikisstjómin var mynduð.að þessar frambúðarráðstafanir yrðu að verulegu leyti tilbúnar fyrir 1. desember. Þess vegna var svonefnd visitölunefnd strax sett á laggirnar og treyst á að hún gæti skilað einhverj- um niðurstöðum fyrir 20. nóvember. Af þvi varð ekki sem raunar þarf ekki að undra þvi að hér er um viðkvæmasta og örlagarikasta þátt efnahags- málanna að ræða. Hjá þvi varð þvi ekki komizt að gera enn nýjar bráðabirgðaráðstafanir. Með þvi fékkst enn stundarfrestur en öllum var ljóst að ekki yrði hægt að fara þá leið i þriðja sinn. Fyrir 1. marz yrði að ráðast i raunhæfari og varanlegri aðgerðir. Það var i samræmi við þetta að Alþýðuflokkur- inn hafði frumkvæði að þvi að framtiðarstefnan sem rikisstjórninni var sett i samstarfsyfir- lýsingu stjórnarflokkanna var skýrara og ákveðnar mörkuð i greinargerð efnahagsfrum- varpsins sem lagt var fyrir þingið vegna að- gerðanna 1. desember en gert hafði verið i sam- starfsyfirlýsingunni. Framsóknarflokkurinn studdi eindregið þess viðleitni Alþýðuflokksins. Þau atriði sem höfuðáherzla var lögð á i greinar- gerðinni voru þessi: 1. Stefnt verði að þvi i samráði við aðila vinnu- markaðarins að verðlags- og peningalauna- hækkanir 1. marz n.k. verði ekki meiri en 5 af hundraði. 2. Leitazt verði við að ná svipuð* um markmiðum fyrir önnur kaupgjalds- breytingatimabil á árinu 1979, þannig að verð- bólgan náist niður fyrir 30 af hundraði i lok árs- ins. 3. Visitölu viðmiðun launa verði breytt fyrir 1. marz n.k. að höfðu samráði við fjölmennustu heildarsamtök launafólks. Meðal annars verði athuguð viðmiðun við viðskiptakjör og fleira. 4. Heildarfjárfesting á árinu 1979 verði ekki umfram 24-25 af hundraði brúttóframleiðslunnar. í framhaldi af þessari útfærslu á samstarfs- yfirlýsingu stjórnarflokkanna sem er að finna i greinargerð efnahagsfrumvarpsins, hefur Al- þýðuflokkurinn samið sérstakt frumvarp, þar sem nánar er fjallað um þessi atriði og fleiri. Sjálfsagt er, að hinir stjómarflokkarnir taki það til gaumgæfilegrar athugunar, enda munu flest meginatriði þess i samræmi við framangreinda útfærslu i umræddri greinargerð. Það liggur i augum uppi að mikilvægt er að hraða sem mest þeim aðgerðum, sem þarf að gera fyrir 1. marz, ef forðast á stórfelld vandræði sem þá koma til sögu og ekki verða leyst með nýj- um bráðabirgðaráðum. Þetta munu Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gera sér ljóst ekki siður en Alþýðuflokkurinn. Það er vel ef aukinn skriður kemst á þessi mál en það má ekki verða til þess að tefja afgreiðslu fjárlaganna og tekjuöflunarfrumvörp sem samkomulag er orðið um i sambandi við þau. Erlent yfirlit Kennedy gagnrýn- ir tállögur Carters Efnahagsráðstafanir verða að vera réttlátar Carter ræöir viö ekkju Martins Luthers King og Young sendi- herra á fundinum i Memphis. ÞAÐ ÞÓTTI koma greinilega 1 ljtís á flokksþingi demókratasem haldiö var I Memphis um siö- ustu helgi, aö Carter forseti getur þurft aö heyja haröa baráttu i prófkjörum á næsta ári til þess aö vera tilnefndur for- setaefni i annaö sinn. Á þinginu sættu fyrirhugaöar fjárlaga- tillögur hans verulegri mót- spyrnu en þar er gert ráö fyrir talsveröum samdrætti til fé- lagsmála. Samdrátturinn er tal- inn nauösynlegur af Carter og ráöunautum hans sem þáttur i baráttunni gegn veröbólgunni. Tillaga, sem lýsti stuöningi viö fjárlagatillögur forsetans, hlaut 822 atkvæöi og 521 mótatkvæöi, en alls sóttu þingiö um 1600 full- trúar. Af þessu viröist mega ráða aö hinn frjólslyndari armur demókrata er óánægöur meö tillögurnar. Carter mætti sjálfur á þinginu og flutti ræöu, sem ekki þótti neitt sérstök. Annaö gilti um ræöu, sem Edward Kennedy öldungadeildarmaöur flutti. Hún þótti bera langt af öörum ræöum, sem fluttar voru á þing- inu, og vakti lika langmestan fögnuö. Ræöa hans var flutt i gömlum baráttustil, sem beztur þótti til vinsælda f Bandarfkj- unum áöur en útvarp og sjón- varp komu til sögu, og enn þykir njóta sin vel á stórum mann- fundum. Edward Kennedy hefur þjálfaö þá list vel og er miklu fremri á þvi sviöi en bræður hans voru. I ræöu sinni deildi Kennedy óbeint á fjár- lagatillögur forsetans og mælti sterklega meö auknu félagslegu jafnræöi og réttlæti, sem frjáls- lyndari armur demókrata ber fyrir brjósti. Meö ræöunni skipaöi Kennedy sér I fylkingar- brjóst frjálslyndra demókrata. Eftir ræöuna magnaöist sá orörómur, aö Kennedy ætlaöi aö keppa viö Carter um framboöiö fyrir demókrata. Hann bar þó harölega á móti þvi. Carter veröur aftur i framboöi, sagöi Kennedy, og ég mun styöja hann. En þaö breytir ekki þvi, aö ég mun halda fram sjón- armiöum minum og þaö veit Carter. Skoöanakannanir á fundinum bentu til, aö 58% af fulitrúunum styöja Carter sem forsetaefni flokksins f næstu kosningum, en 34% Kennedy. Meöal óbreyttra fylgismanna flokksins stendur Kennedy mun betur og eins meöal óháöra kjósenda. Margir fréttaskýrendur túlka afstööu Kennedys þannig, aö hann sé reiðubúinn til framboös, ef Carter hlekkist eitthvaö á. Jafn- hliöa þessu sé hann aö undirbúa jaröveginn fyrir framboð 1984, ef ekkert yröi úr framboöi hans næst. KENNEDY sagöi i ræöu sinni, aö vel mætti vera aö sú stefna ætti fylgi um sinn, aö dregiö væri úr framlögum til félags- mála. Draumar margra milljóna Bandarikjamanna væruhins vegar tengdir forustu demókrata á þessu sviði. Þvi trausti mættu þeir ekki bregö- ast. En stundum veröur flokkurinn aö sætta sig viö þaö aö fá storminn i fangiö. Samt mætti ekki láta reka eöa liggja fyrir akkerum. Viö vitum aö margt er ööru vfsi i Bandarfkj- unum en þaö ætti aö vera. Viö vitum aö veröbólgan er of mikil og þaö veröur aö gera ráö- stafanir til aö hemja hana. En viö vitum lika, aö ófremdar- ástand rikir i mörgum borgum Bandarikjanna. Þaö er rangt aö sætta sig viö þaö. Þaö er rangt aö konur og þjóöernisminni- hlutar njóti ekki jafnréttis. Þaö er rangt aö láta ekki sjúka njóta eðlilegrar hjálpar. Ég tek heilshugar þátt i viönáminu gegn verðbólgunni, sagöi Kennedy. Þaö viönám veröur þó þvf aöeins árangurs- rfkt aö þaö sé veitt á heiöar- legan og réttlátan hátt. Viö megum ekki láta þaö kijúfa þjóö- ina eins og Vfetnamstyrjöldin. Fátt gæti valdiö meiri klofningi en stórfelldur niöurskuröur á fjárlögum á kostnaö hinna fá- tæku, hinna blökku, hinna sjúku og hinna atvinnulausu. Þaö verður aö færa fórnir vegna víö- námsins gegn veröbólgunni, en þær veröa aö dreifast réttlát- lega, ekki lenda meira á verka- mönnum en iðjuhöldum. Viö getum ekki dregiö úr framlög- um til heilbrigöismála og at- vinnuaukningar á sama tima og milljöröum dollara er varið til undanþága á sköttum eöa verö- bólguaukandi framlaga til varnarmála. Mestan fögnuö vöktu þau um- mæli Kennedys, sem gáfu til kynna, aö byssur mætti ekki taka framyfir smjör. Kennedy dvaldi ekki á flokks- þinginu nema í sex klukku- stundir. Fréttaskýrendur telja, aö vafasamt sé hver heföi oröiö niöurstaöa atkvæöagreiöslunnar um fjárlagatillögur Carters, ef Kennedy heföi tekiö fullan þátt i áróörinum gegn þeim á bak viö tjöldin. Þaö vildi hann ekki. Ræöa hans bar hins vegar þann árangur, aö samþykkt var sér- stök tillaga um aö flokksþingiö legöi áherzlu á, að staöiö yröi viö þaö fyrirheit demókrata fyrir forsetakosningarnar 1976, aö komiö yröi á fullnægjandi sjúkratryggingum. Kennedy haföi lagt megináherzhi á þetta i ræöu sinni. Carter og fylgis- menn hans höföu ekki ætlaö aö hreyfa þessumáli sérstaklega á þinginu, en þótti rétt aö ganga hér til móts viö Kennedy. ÞAÐ féll i hlut Mondales vara- forsefa aö svara ræöu Kennedys óbeint eftir aö hánn var farinn af fundinum. Hann lagöi megin- áherzhi á, aö baráttan gegn veröbólgunni yröi aö ganga fyrir öllu. Auknar félagslegar framkvæmdir byggöust á þvi, aö baráttan gegn veröbólgunni heppnaðist. ósigur i þeirri baráttu gæti oröiö enn meira áfall fyrir Bandarikin en ósigur- inn i Vietnamstyrjöldinni. Þaö kom glöggt fram i kosn- ingabaráttunni á siöastliönu hausti, sagöi Mondale, aö verö- bólgan er nú mesta áhyggjuefni bandariskra kjósenda. Spyrjiö Þá, sem þá voru I framboöi, og svör þeirra munu veröa: Náiö taumhaldi á verðbólgunni. Gerum dollarann aftur aö dollara. Demókratar mega ekki bregöast þessum kröfum. Þ.Þ. Þ._-'.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.