Fréttablaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 10
10 11. september 2006 MÁNUDAGUR 10% vaxtaauki! Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 24. september næstkomandi fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin. Enn frekari ávinningurstendur einum n‡jum reikningseigandatil bo›a:Fer›avinningur frá Heimsfer›um,gjafabréf a› andvir›i 150.000 kr. 150.000 kr.gjafabréf A RG U S / 06 -0 47 2 KABÚL, AP Hamid Karzaí, forseti Afganistans, tók þátt í hátíðlegri athöfn þegar ný verksmiðja Coca Cola-fyrirtækisins var opnuð í höf- uðborginni Kabúl í gær. Meira en tíu ár eru síðan gamla verksmiðjan eyðilagðist í borgarastyrjöldinni, sem geisaði í landinu á árunum 1992 til 1996 og varð meira en fimmtíu þúsund manns að bana í höfuðborginni. Karzai bar lof á Habibullah Guizar, sem hafði frumkvæði að því að verksmiðjan yrði reist. Guiz- ar fjárfesti í verksmiðjunni fyrir 25 milljónir dala, eða sem svarar nærri 1,8 milljörðum króna. Verksmiðjan getur framleitt árlega 350 milljón flöskur með gos- drykknum vinsæla og geta 350 manns haft þar af fasta atvinnu. „Þetta er enn eitt skrefið áfram í áttina að auknum hagvexti, sjálf- bærum efnahag og betri lífskjörum í Afganistan,“ sagði Karzaí í opnun- arræðu sem hann hélt í gær. Þessa dagana geisa í suðurhluta landsins hörðustu bardagarnir sem þar hafa átt sér stað síðan talibana- stjórnin féll fyrir nærri fimm árum. Núna um helgina segjast hersveitir Nató og heimamanna hafa fellt 94 talibana í loftárásum og árásum á jörðu niðri. - gb Forseti Afganistans fagnar nýjum áfanga: Kók framleitt að nýju í Afganistan FÓRU MEÐ BÆNIRNAR SÍNAR Hamid Karzaí forseti, sem er lengst til hægri á myndinni, fór með bænirnar ásamt fleiri embættismönnum áður en hann vígði nýju verksmiðjuna í Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Talsvert var um ólæti í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Lögregl- an í bænum þurfti fimm sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólki vegna slagsmála en vel gekk að skakka leikinn í öll skiptin. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í kjölfar barsmíða en ekki þótti ástæða til að flytja neinn á lögreglustöð. Einn fékk þó að gista fanga- geymslur bæjarins eftir að hafa tekið leigubíl sem hann gat ekki greitt fyrir. Bílstjórinn ók á lögreglustöð þegar honum varð staðan ljós. Þá æstist maðurinn mjög og var því látinn sofa úr sér á stöðinni. - sh Erill hjá lögreglu um helgina: Mikið um slags- mál í Keflavík FJÖLDABRÚÐKAUP Á ÞAKINU Fjöldabrúðkaup var haldið í gær á þaki hæstu byggingarinnar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Að athöfn lokinni kysstust nýju hjónin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Áki Ármann Jóns- son, forstöðumaður veiðistjórnun- arsviðs Umhverfisstofnunar, gagn- rýnir Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir að setja fram tillögur um veiðistjórnun í skýrslu um veiðiþol rjúpnastofnsins. Hann telur það hlutverk Umhverfisstofnunar að því gefnu að umhverfisráðherra óski eftir því. Náttúrufræðistofn- un telur það bæði rétt sinn og skyldu að koma með tillögur að veiðistjórnun. Báðar stofnanir rök- styðja mál sitt með því að vitna til laga um vernd, friðun og veiðar villtra fugla frá 1994. Snorri Baldursson, aðstoðarfor- stjóri Náttúrufræðistofnunar, lýsir undrun sinni yfir gagnrýni Áka Ármanns þar sem skýrslan hafi verið unnin í fullu samráði við umhverfisráðuneytið og Umhverf- isstofnun hafi verið búin að sjá skýrsluna áður en hún var birt. „Það er ekkert í lögunum sem bannar Náttúrufræðistofnun að koma með tillögur um veiðistjórn- un. Við höfum stundað rjúpnarann- sóknir í áratugi og okkur finnst mjög eðlilegt að þegar við erum búin að meta stofninn, og sjáum að hann er á niðurleið, að koma með tillögur í beinu framhaldi um það hvernig við teljum að sé heppileg- ast að veiða það magn sem við leggjum til að verði veitt.“ Áki Ármann segir að reglugerð- in frá því í fyrra um að aflétta frið- un sé enn í gildi og það sé ekki nema ráðherra íhugi að breyta þeirri reglugerð sem hann óski eftir tillögum um veiðistjórn. - shá Umhverfisstofnun um veiðistjórnunartillögur Náttúrufræðistofnunar: Ráðgjöfin harðlega gagnrýnd RJÚPA Umhverfisstofnun gagnrýnir tillögur NÍ um veiðistjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.