Fréttablaðið - 11.09.2006, Síða 10
10 11. september 2006 MÁNUDAGUR
10% vaxtaauki!
Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is
Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót
eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 24. september næstkomandi
fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin.
Enn frekari ávinningurstendur einum n‡jum reikningseigandatil bo›a:Fer›avinningur frá Heimsfer›um,gjafabréf a› andvir›i 150.000 kr.
150.000 kr.gjafabréf
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
KABÚL, AP Hamid Karzaí, forseti
Afganistans, tók þátt í hátíðlegri
athöfn þegar ný verksmiðja Coca
Cola-fyrirtækisins var opnuð í höf-
uðborginni Kabúl í gær. Meira en
tíu ár eru síðan gamla verksmiðjan
eyðilagðist í borgarastyrjöldinni,
sem geisaði í landinu á árunum
1992 til 1996 og varð meira en
fimmtíu þúsund manns að bana í
höfuðborginni.
Karzai bar lof á Habibullah
Guizar, sem hafði frumkvæði að
því að verksmiðjan yrði reist. Guiz-
ar fjárfesti í verksmiðjunni fyrir
25 milljónir dala, eða sem svarar
nærri 1,8 milljörðum króna.
Verksmiðjan getur framleitt
árlega 350 milljón flöskur með gos-
drykknum vinsæla og geta 350
manns haft þar af fasta atvinnu.
„Þetta er enn eitt skrefið áfram í
áttina að auknum hagvexti, sjálf-
bærum efnahag og betri lífskjörum
í Afganistan,“ sagði Karzaí í opnun-
arræðu sem hann hélt í gær.
Þessa dagana geisa í suðurhluta
landsins hörðustu bardagarnir sem
þar hafa átt sér stað síðan talibana-
stjórnin féll fyrir nærri fimm
árum. Núna um helgina segjast
hersveitir Nató og heimamanna
hafa fellt 94 talibana í loftárásum
og árásum á jörðu niðri. - gb
Forseti Afganistans fagnar nýjum áfanga:
Kók framleitt að
nýju í Afganistan
FÓRU MEÐ BÆNIRNAR SÍNAR Hamid Karzaí forseti, sem er lengst til hægri á
myndinni, fór með bænirnar ásamt fleiri embættismönnum áður en hann vígði nýju
verksmiðjuna í Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLA Talsvert var um ólæti í
Reykjanesbæ í fyrrinótt. Lögregl-
an í bænum þurfti fimm sinnum að
hafa afskipti af ölvuðu fólki vegna
slagsmála en vel gekk að skakka
leikinn í öll skiptin. Tveir leituðu
sér aðhlynningar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja í kjölfar
barsmíða en ekki þótti ástæða til
að flytja neinn á lögreglustöð.
Einn fékk þó að gista fanga-
geymslur bæjarins eftir að hafa
tekið leigubíl sem hann gat ekki
greitt fyrir. Bílstjórinn ók á
lögreglustöð þegar honum varð
staðan ljós. Þá æstist maðurinn
mjög og var því látinn sofa úr sér
á stöðinni. - sh
Erill hjá lögreglu um helgina:
Mikið um slags-
mál í Keflavík
FJÖLDABRÚÐKAUP Á ÞAKINU
Fjöldabrúðkaup var haldið í gær á
þaki hæstu byggingarinnar í Minsk,
höfuðborg Hvíta-Rússlands. Að athöfn
lokinni kysstust nýju hjónin.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UMHVERFISMÁL Áki Ármann Jóns-
son, forstöðumaður veiðistjórnun-
arsviðs Umhverfisstofnunar, gagn-
rýnir Náttúrufræðistofnun Íslands
fyrir að setja fram tillögur um
veiðistjórnun í skýrslu um veiðiþol
rjúpnastofnsins. Hann telur það
hlutverk Umhverfisstofnunar að
því gefnu að umhverfisráðherra
óski eftir því. Náttúrufræðistofn-
un telur það bæði rétt sinn og
skyldu að koma með tillögur að
veiðistjórnun. Báðar stofnanir rök-
styðja mál sitt með því að vitna til
laga um vernd, friðun og veiðar
villtra fugla frá 1994.
Snorri Baldursson, aðstoðarfor-
stjóri Náttúrufræðistofnunar, lýsir
undrun sinni yfir gagnrýni Áka
Ármanns þar sem skýrslan hafi
verið unnin í fullu samráði við
umhverfisráðuneytið og Umhverf-
isstofnun hafi verið búin að sjá
skýrsluna áður en hún var birt.
„Það er ekkert í lögunum sem
bannar Náttúrufræðistofnun að
koma með tillögur um veiðistjórn-
un. Við höfum stundað rjúpnarann-
sóknir í áratugi og okkur finnst
mjög eðlilegt að þegar við erum
búin að meta stofninn, og sjáum að
hann er á niðurleið, að koma með
tillögur í beinu framhaldi um það
hvernig við teljum að sé heppileg-
ast að veiða það magn sem við
leggjum til að verði veitt.“
Áki Ármann segir að reglugerð-
in frá því í fyrra um að aflétta frið-
un sé enn í gildi og það sé ekki
nema ráðherra íhugi að breyta
þeirri reglugerð sem hann óski
eftir tillögum um veiðistjórn. - shá
Umhverfisstofnun um veiðistjórnunartillögur Náttúrufræðistofnunar:
Ráðgjöfin harðlega gagnrýnd
RJÚPA Umhverfisstofnun gagnrýnir
tillögur NÍ um veiðistjórnun.