Fréttablaðið - 11.09.2006, Síða 12
11. september 2006 MÁNUDAGUR12
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
R
V
62
15
A
Blár sápuskammtari Foam
Blátt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur
Á tilboði í september
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
3.982 kr.
1.865 kr.
1.865 kr.
Blár enMotion snertifrír skammtari
„Það er nóg að gera hjá mér og þessa dag-
ana fer mestur tíminn í að undirbúa kennslu,“
segir Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur
og varaformaður vinstri grænna. „Ég er byrjuð
að kenna íslensku við Háskólann í Reykjavík
og bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Vegna
anna í kennslu hef ég minni tíma til að sinna
pólitíkinni þótt ég hlaupi alltaf í það inn á milli.
Í sumar var ég að vinna að ýmsum verkefnum
fyrir Eddu bókaútgáfu en ég geng með þann
draum að skrifa bók í framtíðinni.“
Katrín segir að vel gangi að sameina vinnu
og heimilislíf en maður hennar er nemi og
skiptast þau á að vera heima hjá syninum.
Komandi alþingiskosningar leggjast vel
í Katrínu og segir hún að á vettvangi stjórn-
málanna þurfi að sinna mörgum verkefnum.
„Landsfundur vinstri grænna verður haldinn
með vorinu en ég geri ekki ráð fyrir
mannabreytingum í æðstu embætt-
um innan flokksins. Vonandi náum
við þó inn nýjum þingmönnum á
næsta þing.“
Katrín segir mikla vinnu fram-
undan í flokknum og margt sem
þurfi að skoða og nefnir sem
dæmi skattlagningu á þá sem
mest hafa og aðbúnað fanga
á Íslandi. „Til að skapa meiri
jöfnuð í þjóðfélaginu er mik-
ilvægt að þeir sem hafa hæst
laun borgi í það minnsta sama
skatthlufall og við hin. Þá þarf að
hlúa að velferðarkerfinu og passa
að allir sitji við sama borð. Nú svo
eru umhverfismálin ofarlega á baugi
í þingflokkunum og það er óskandi
að stjórnarandstaðan nái að vinna
saman að mikilvægum málum.“
Í frítíma sínum hefur Katrín einn-
ig margt á prjónunum og er farin
að stunda badminton á sunnudags-
morgnum.
„Annað sem tilheyrir haustinu er
að taka upp rabarbara og frysta til að
eiga í bökur. Ég hef ekki verið mikil
matargerðarkona hingað til en
það er að breytast. Eitthvað er
ég líka að fást við hannyrðir
og reyni að gefa jólagjafir
sem ég bý til sjálf,“ segir
Katrín sem bíður spennt
eftir komandi kosningabar-
áttu.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
Kennir við tvo háskóla
Yrði varla
góð teikni-
myndasaga
„Ég horfði á viðtalið og maður veit
varla hvað maður á að segja annað
en bara: Vá... merkilegt!,“ segir Hug-
leikur Dagsson um mál austurrísku
stúlkunnar Natösju Kampusch, sem
var haldið nauðugri í kjallaraholu í
átta ár. „Stelpan stóð sig náttúrulega
eins og hetja. Ef hún væri bandarísk
hefði hún vælt allan tímann. Það er
munurinn á Bandaríkjamönnum og
öðrum; þeir væla, aðrir harka af sér.“
Fáir nota jafn svartan húmor
og Hugleikur, en hann er þó ekki
viss um að þetta mál myndi nýtast
sér. „Ég held þetta yrði ekki góð
teiknimyndasaga, t.d. væri alltaf
sami bakgrunnurinn. Það væri
frekar hægt að byggja grínþáttaseríu
á málinu. Það yrði náttúrulega mjög
myrkur húmor.“
SJÓNARHÓLL
MÁL NATÖSJU KAMPUSCH
HUGLEIKUR DAGSSON LISTAMAÐUR
Kvikmyndaframleiðandinn
Halldór Þorgeirsson er um
þessar mundir ásamt fríð-
um hópi karla og kvenna við
tökur á myndinni Veðramót.
Þótt myndin sé dramatísk
er glatt yfir hópnum en
blaðamaður hitti framleið-
andann og tökustjórann yfir
kaffibolla í Ólafsvík.
Á veitingastaðnum Gilinu í Ólafs-
vík, sem nýbúið er að reisa úr
finnskum viði, sat blaðamaður
fyrr í vikunni þegar tveir skeggjað-
ir og útiteknir menn gengu þar
inn. Þeir keyptu sér kaffiveiting-
ar en svo læddist annar á salernið
með raksápu og rakvél en sneri
þaðan nýrakaður og með bros á
vör. Þetta voru þó engir útilegu-
menn heldur kvikmyndaframleið-
andinn Halldór Þorgeirsson og
Tryggvi Gunnarsson tökustjóri
sem hafa verið lengi við tökur í
óbyggðum undir jökli.
„Við erum að taka upp við Vala-
vatn fyrir myndina Veðramót,“
segir Tryggvi. „Handritið gerði
Guðný Halldórsdóttir og framleið-
andinn er henni ekki ókunnur en
það er maður hennar,“ segir
Tryggvi og hlær og slær á öxl fram-
leiðandans Halldórs.
Sagan gerist á upptökuheimili
fyrir vandræðaunglinga á einangr-
uðum stað árið 1974. Fólk af hippa-
kynslóðinni hefur tekið yfir rekst-
urinn en Halldór vill ekki gefa upp
hvernig sá rekstur gengur fyrir
sig. „Þetta byggir mjög lauslega á
reynslu Guðnýjar en hún vann um
nokkurt skeið á svipuðu heimili
sem ekki verður nefnt hér,“ segir
hann þó.
Leikaraliðið er ekki af verri
endanum en á meðal leikenda eru
Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn
Sigurðarson og Tinna Gunnlaugs-
dóttir en svo er engu líkara en
kvikmyndagerðarmenn hafi fengið
börn færustu leikstjóra og kvik-
myndagerðarmanna landsins til
liðs við sig. Þau eru Baltasar Breki
sonur Baltasars Kormáks, Arn-
mundur Ernst Björnsson sonur
Eddu Heiðrúnar Backman og
Björns Inga Hilmarssonar, Tinna
Hrafnsdóttir dóttir Hrafns Gunn-
laugssonar, Gunnur Martinsdóttir
Schlüter dóttir Ásdísar Thorodd-
sen og Hera Hilmarsdóttir dóttir
Hilmars Oddssonar.
Tvímenningarnir voru hressir í
bragði á Gilinu enda höfðu tökur
gengið vel. „Við erum afar þakklát-
ir fyrir það hversu vel heimamenn
hafa tekið okkur,“ sagði Halldór.
„Það er mesta furða hvað þeir hafa
verið elskulegir að verða við öllum
þeim furðulegu bónum sem við
höfum leitað til þeirra með.“
Aðspurður um hvers konar vanda
heimamenn hafi þurft að leysa
fyrir þá segir hann: „Við þurftum
til dæmis að leita til Guðjóns í
Syðri-Knarrartungu til að róa niður
ferfættan og skjöldóttan leikara
sem trylltist í tökum þegar við
kveiktum á ljóskösturunum. Hann
var ekki lengi að róa beljuna,“
segir Halldór og hlær við.
jse@frettabladid.is
Fengu bónda til að hemja leikara
TRYGGVI GUNNARSSON OG HALLDÓR ÞORGEIRSSON Tökustjórinn og framleiðandinn
fara yfir stöðu mála. Tökurnar hafa gengið vel enda hafa heimamenn aðstoðað á alla
lund. Til dæmis róað tryllta leikara þegar svo bar undir. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Benedikt Grétarsson er eigandi
Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit.
Hann segir að sumarvertíðin sé
komin og farin og að nú í sept-
ember sé smálægð. „Það hefur
því miður rignt óhemjumikið
hérna fyrir norðan síðustu vikur,
en ef það er berjaveður kemur
fólk hingað um helgar. Starfið hjá
leikhúsinu er líka að byrja og
þetta hjálpar allt til. Það er stað-
reynd að ef það er eitthvað að
gerast í bænum þá hjálpar það
okkur.“
Benedikt segir að fyrstu send-
ingarnar af nýjum jólavörum hafi
komið í byrjun sumars og að nú
aukist innflutningurinn með hverri
vikunni sem líður til jóla. Þetta er
tíu ára afmælisár hjá Jólagarðin-
um og Benedikt lofar ýmsum
óvæntum uppákomum til hátíða-
brigða.
En er ekkert erfitt að vera innan
um jólalög og jóladót allan ársins
hring? „Ég segi nú alltaf að það
geri mann bara að betri manni að
vera innan um þetta. Fáir karl-
menn trúa mér en stelpurnar eiga
miklu auðveldara með að finna sig
í þessu. Eftir tíu ár í þessu er ég
eiginlega bara orðinn að jólasveini
og rembist við að leika mann.“
Og hvað eru svo margir dagar
til jóla? „Þeir eru 107,“ segir Bene-
dikt, alveg með það á tæru.
Jólasveinn sem rembist við
að leika mann
JÓLASVEINNINN BENEDIKT Heldur upp á tíu ára afmæli Jólagarðsins í ár. FRÉTTABALAÐIÐ/VALLI
Haukfrán augu
„Við gætum haft eftirlit
með allri flugumferð,
jafnvel þeirri sem ekki
gerir endilega vart við
sig.“
Þorgeir Pálsson flugmála-
stjóri er sannfærður um
ágæti sinna manna.
Fréttablaðið 10. september.
Hættulegt er bannað
„Heil lína er til að láta
ökumenn vita að það er
hættulegt að aka framúr
og þar af leiðandi er það
bannað.“
Einar Magnús Magnússon,
upplýsingafulltrúi Umferð-
arstofu, er með umferðar-
lögin á tandurhreinu.
Fréttablaðið 10. september.