Fréttablaðið - 11.09.2006, Side 18
18 11. september 2006 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á
suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Baugsmálið lifnaði við um liðna helgi þegar höfuðmenn
þess tveir birtust hvor á sinni
sjónvarpsstöð og blésu í glæður.
Báðir neita að gefast upp.
Jóhannes í Bónus hótar lögsókn-
um gegn bakvinum málsins.
Davíð Oddsson hrópar á dómar-
ann.
Undirritaður hefur hlotið bágt
fyrir að blanda sér í þessa
rimmu. Þó er engin ástæða til að
gefast upp. Grunur um misbeit-
ingu stjórnvalda á lögreglu er og
verður alltaf næg ástæða til að
lyfta penna.
Senn er ár liðið frá því að
Fréttablaðið birti Jónínupósta.
Þar blasti við stjórnmálaleg
tenging málsins. Samt höfðu
birtingarnar engar afleiðingar.
Engin rannsókn hefur farið fram.
Alþingi hefur ekki snert á
málinu. Og Fréttablaðið virðist
hafa misst kjarkinn. Daginn sem
birtingarbanni á Jónínubréfum
var loks létt skrifaði ritstjórinn
leiðara um afmæli fiskveiðilög-
sögunnar.
En nú þegar botninn er að
detta úr umfangsmestu efnahags-
brotarannsókn sögunnar er
kominn tími til að snúa dæminu
við. Og rannsaka þá sem hrundu
rannsókn af stað. Við getum ekki
endlaust ýtt óþægilegum hlutum
undir hið fræga teppi og hlegið
svo dátt að Dabba gamla í kósí
sjónvarpsspjalli.
Vísbendingarnar eru til staðar
og flestar þegar birtar. Jónína
vildi Baugi illt og fór til Styrmis
sem fékk Jón Steinar og Kjartan,
bestu vini Davíðs, í lið með sér til
að koma ríkislögreglustjóra, syni
besta vinar síns, af stað gegn
hinum mikla óvini. Kjartan hafði
stuttu áður, ásamt nokkrum
varðhundum gamla kerfisins,
unnið sinn Phyrrosar-sigur á
Baugsmönnum, eins og Agnes
Bragadóttir lýsti í frægum
greinaflokki. En sá innmúraði
var enn að.
Hjá Ríkislögreglustjóra unnu
8-10 menn að Baugsmálinu í þrjú
ár á meðan einn var hafður í máli
olíufélaganna, þar sem höfuðpaur
var einn af fyrrnefndum hundum
og að auki eiginmaður í ríkis-
stjórn Davíðs. Hin örlagaríka
innrás í Baug var sem kunnugt er
gerð á röngum forsendum en á
„réttum“ tíma; sama kvöld og
skrifa átti undir stærsta samning
Íslandssögunnar. Rétt eftir
síðustu jól var þeim skilaboðum
komið til undirritaðs að starfs-
menn Símans hefðu ekki undrast
innrásina: Mánuðinn á undan
hefðu þeir talið yfir 30 símtöl úr
forsætisráðuneytinu til ríkislög-
reglustjóra. Þá hafa gengið sögur
um leynifundi besta vinar aðal,
næstbesta vinar aðal og litla
sonar besta vinar blaðal í
sumarbústað þess fyrstnefnda.
Þær sögur hafa jafnvel háttsettir
ráðamenn staðfest í einkasamtöl-
um.
Hér skortir þjóðfélagslegt þor.
Hér eiga menn að stíga fram.
Hér ættu til dæmis þingmenn að
sýna gott fordæmi og segja okkur
frá því hvenær Davíð fékk „Jón
Gerhard“ fyrst á heilann og fyllti
ganga Alþingis með því ágæta
nafni.
Það þarf engan samfélagsrýni
til að sjá það sem blasir við; að
hér hafa stjórnvöld, með aðstoð
lögreglu, farið hamförum gegn
fyrirtæki sem ekki var þeim
þóknanlegt. Í kósíspjalli sínu
talaði Davíð enn og aftur eins og
dómsmálið væri hans prívatmál
en ekki opinbert. Og ekki þarf að
minna á herferð Björns Bjarna-
sonar gegn „Baugsmiðlum“ og
„Baugstíðindum“, manns sem á
þó að heita dómsmálaráðherra í
lýðræðisríki en ekki herforingi í
einræðisríki, eins og hann
hljómar á sínum harmþrungnustu
stundum.
Þó má vorkenna þeim félögum
að stýra svo ónýtum her. Því enn
bætir í skussahópinn.
Sigurður Tómas Magnússon
átti kannski að vera traustur
maður, verandi eftirmaður Jóns
Steinars á kennarastóli hjá HR,
en hann hafði aldrei sótt mál,
hvað þá stórmál eins og Baugs-
málið. Því fór sem fór. Maður
sem kennir meðferð opinberra
mála féll sjálfur á fyrsta prófi.
Saksóknarinn hóf reyndar starf
með yfirlýsingum um hlutleysi
og fagmennsku og sagðist m.a.
myndu taka sér skrifstofu hjá
ríkissáttasemjara. Hann sást þó
aldrei þar heldur fannst eftir
stutta leit í húsakynnum ríkislög-
reglustjóra. Undirforinginn var
kominn á sinn stað í herdeildinni.
Og síðan hefur hann haldið
áfram að segja eitt en gera
annað. Í Morgunblaðinu 10. ágúst
kvaðst Sigurður Tómas vera að
hugsa um að kæra forstjóra
Baugs í þriðja sinn fyrir kaupin á
10-11. Þegar hann svo sendi frá
sér tilkynningu um hið gagn-
stæða kom í ljós að það tölvu-
skjal var stofnað sama dag, 10.
ágúst. Klaufagangurinn heldur
áfram.
Baugsmálið snýst ekki lengur
um ákærur á hendur Baugs-
mönnum heldur um þá sem hófu
leikinn. Misbeiting valdamanna á
lögreglu er grafalvarlegt mál og
stórhneyksli ef upp kemst.
Vísbendingar eru fyrir löngu
orðnar of margar til að rannsaka
HALLGRÍMUR HELGASON
Portúgal
Tyrkland
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
39.900kr.
Heitt TILBOÐ
Portúgal - Gisting á Alagoamar
Tyrkland - Gisting á Club Ilaida
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
PL
U
33
82
9
08
/2
00
6
www.plusferdir.is
E
ftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum ellefta septemb-
er 2001 var það flestra tilfinning að heimurinn yrði
ekki samur á eftir. Hálfum áratug síðar er það við-
varandi veruleiki en ekki bara tilfinning.
Mála sannast er að heimurinn býr við meira
óöryggi en áður. Spenna milli menningarheima hefur aukist.
Atburðir eins dags í tveimur stórborgum Bandaríkjanna hafa
þannig snert allar þjóðir.
Glæpurinn var tvöfaldur í þeim skilningi að hann var fram-
inn í nafni trúarbragða. Sagan geymir margan hörmungar-
lærdóm um misnotkun trúarbragða í pólitískum tilgangi. Að
því leyti gerðist ekkert nýtt.
Viðbrögðin hafa skiljanlega verið þverstæðukennd. Þannig
hafa þau bæði vakið upp aukna tortryggni í garð islamstrú-
armanna og jafnframt eflt umræðu um að þeim þurfi að sýna
meiri skilning í samfélagi þjóðanna.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur með ótrúlegum hætti tek-
ist að snúa samúð þjóðanna yfir í vantrú á getu þeirra til þess
að rísa undir því hlutverki að vera fylkingarbrjóst lýðræð-
isþjóða. Mistökin með Íraksstríðið ráða ugglaust mestu þar
um.
Hér heima hjá okkur verður tæpast sagt að þessi ógnar-
dagur hafi haft bein áhrif á daglegt líf. Trúarbragðasambúð
er til að mynda ekki vandamál. Það er helst að við finnum
fyrir afleiðingunum í auknu öryggiseftirliti í flughöfnum.
Þetta þýðir þó ekki að við séum einhvers konar eyland í
eftirleik þessa ógnardags. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að
taka afstöðu.
Í fyrsta lagi þurfum við bæði á heimavígstöðvum og í sam-
félagi þjóðanna að halda fast í grundvallargildi lýðræðis,
tjáningarfrelsis og jafnréttis. Það er misskilningur að eftir-
gjöf í þeim efnum geti hjálpað til við að draga úr spennu milli
ólíkra menningarheima eða trúarbragða.
Í annan stað þurfum við rétt eins og aðrar þjóðir að ræða
málefnalega og af yfirvegun hvernig við mætum nýjum
ógnum eins og hryðjuverkum. Þar mun alþjóðlegt lögreglu-
samstarf skipta sköpum.
En að sama skapi getum við ekki lokað augunum fyrir því
að löggæslan þarf að vera í stakk búin til þess að geta sjálf-
stætt og upp á eigin spýtur tekið þátt í erlendu samstarfi og
unnið á heimavettvangi að þess háttar viðfangsefnum. Slík
nútímavæðing löggæslunnar lýtur reyndar einnig að barátt-
unni gegn eiturlyfjaglæpum og mansali.
Hryðjuverk eru ögrun við frið og öryggi óbreyttra borg-
ara. Þau eru ógnun við lýðræðið. Það er því ekki við hæfi að
mæta þessum breyttu aðstæðum með kæruleysi eða pólitísku
flissi.
11. september breytti heimsmyndinni.
Við þurfum að
taka afstöðu
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blásið í Baugsmál
Í dag | Baugsrannsóknin
Pólitík Andra Snæs
Margir vilja eigna sér Andra Snæ
Magnason, höfund metsölubókarinn-
ar Draumalandið. Frjálshyggjumenn
láta vinstri mönnum hann ekki eftir og
segja bókina í raun útskýra frjálshyggj-
una betur en margt annað. Skortur
á skýrum eignarétti, umsvifamikill
ríkisrekstur og misvitrir pólitíkusar
séu góð uppskrift að hörmungum.
Margur vinstri maðurinn telur samt
að skáldið liggi nær þeim í skoðun-
um, en sjálfur segist Andri óflokks-
bundinn. Reynt var að fá hann
í kosningastjórn VG fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar, hann
er varamaður Samfylkingar í
menningar- og ferðamálaráði og
nú á að reyna að spyrða hann
við eitthvert framboð næsta vor.
En Andri Snær neitar. Hann hefur
nóg að gera, enda orðinn góður kap-
ítalisti.
Rokkað í ráðhúsi
Framganga Magna Ásgeirssonar í
Rockstar-keppninni hefur haft víð-
tækar afleiðingar á íslenskt samfélag.
Á föstudaginn var haldin svokölluð
Rockstar-hátíð í Ráðhúsi Reykjavík-
ur þar sem starfsmenn komu saman
og gerðu sér glaðan dag. Aðstoð-
armaður borgarstjóra, Jón
Kristinn Snæhólm, var kynnir
kvöldsins og stóð sig með
prýði. Borgarstjórinn sjálf-
ur var erlendis og tók því
ekki lagið, en hver deild
sendi einn fulltrúa í
keppnina. Og fulltrúi
fjármálasviðsins fór
með sigur af hólmi.
Greiður aðgangur
Sagt var frá því á þessum stað fyrir helgi
að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
stjóri hefði skorið niður viðtalstíma sína
þar sem almennir borgarar geta borið
upp erindi sín milliliðalaust. Í kosninga-
baráttunni talað Vilhjálmur um að auka
aðgengi íbúa að borgarstjóra. Meðal
annars var stuðst við upplýsingar á
heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem
segir að viðtalstímar borgarstjóra séu
milli klukkan 10 og 12 á miðvikudög-
um. En þessar upplýsingar voru rangar.
Vilhjálmur hittir borgarana tvo morgna
í viku, mánudaga og miðvikudaga.
Auk þess hittir hann fjölda fólks
utan þess tíma. Það er því hægt
að segja að Vilhjálmur stendur
við stóru orðin enda allt yfirbragð
stjórnsýslu borgarinnar alþýðlegt.
bjorgvin@frettabladid.is
UMRÆÐA
Markaðsfrelsi og bjargálnir
Birgir Tjörvi Pétursson geistist fram á rit-völlinn í fyrradag og ræddi þróunaraðstoð.
Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Willi-
ams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð
sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum,
stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja.
Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn
séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dular-
fullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður
sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er
ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flókn-
ari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best drauma-
heimi, ekki raunveruleikanum napra.
Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta
hagfræðing vorra tíma, telur þróunaraðstoð bráðnauð-
synlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku
við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti
megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum.
Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn
Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjáls-
hyggjunni. Í Kerala-fylkinu indverska séu menn betur
menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu
mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu
stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hag-
kerfi.
Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz,
segir að chileanska tilraunin með frjálshyggju
að hætti Chicago-skólans hafi misheppnast.
Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahags-
lega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi.
Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur
reynst afarvel víða í þróunarríkjunum.
Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina
séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað.
Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz
segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fylli-
lega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja-Sjáland en hagfræð-
ingurinn John Kay segir að hin róttæka frjálshyggjutil-
raun Nýsjálendinga hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki
eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var
meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta (1945-
1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um
efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á
borð við Paul Krugman segja að meðal Kani þéni nú
minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi,
fyrir daga markaðsvæðingarinnar.
Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi rannsóknar-
miðstöð hans að skýra þessar staðreyndir?
Höfundur er prófessor í heimspeki. Greinin er birt
óstytt undir Skoðun á Vísir.is.
Birgir Tjörvi á villigötum
STEFÁN SNÆVARR
Mánuðinn á undan hefðu þeir
talið yfir 30 símtöl úr forsætis-
ráðuneytinu í ríkislögreglustjóra.