Fréttablaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 60
11. september 2006 MÁNUDAGUR40
Sigríður Beinteinsdóttir segist vera afar sátt við það hús sem hún býr í núna,
það sé hálfgert draumahús. En í hinum fullkomna heimi þar sem peningar
féllu af himnum myndi hún vilja eiga stórt hús með öllu tilheyrandi. „Það yrðu
fullt af herbergjum í húsinu, það yrði tækjasalur og sundlaug og bara allt sem
manni dettur í hug,“ segir Sigga. „Og að sjálfsögðu yrði stúdíó og gott æfinga-
húsnæði,“ bætir hún við.
Sigga er, eins og við flest, lítið fyrir að þrífa. Þess vegna yrðu þjónar að fylgja
húsinu og sjá um öll leiðinlegri húsverkin. Þeir myndu líka sjá um garðinn
sem væri stór og myndarlegur, með mörgum beðum og fallegum trjám.
Eins og Íslendinga er siður vill Sigga hafa útsýni til allra átta. „Það væri fínt
að vera á stað þar sem maður sæi yfir borgina, til fjalla og til sjávar,“ segir
Sigga sem ekki er tilbúin að færa húsið mjög langt frá höfuðborginni. Hún
væri hins vegar til í að eiga önnur áþekk hús bæði á Spáni og í Noregi en þar
er hún mikið þessa dagana vegna söngskóla síns.
Í lokin var Sigga spurð hvernig bíll myndi standa í innkeyrslunni. „Það væri
bíllinn sem ég á núna, Land Rover Sport. Það er besti bíll sem ég hef nokkurn
tímann átt,“ segir Sigga.
DRAUMAHÚSIÐ MITT SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR SÖNGKONA
Stórt hús með mörgum þjónum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Framkvæmdir við skakka turninn í Písa hófust
árið 1173. Upphafleg hönnun hans er eignuð arki-
tektinum Bonanno Pisano en þar sem ekki var
lokið við að byggja turninn fyrr en um 200 árum
síðar komu margir að byggingu hans. Turninn var
fullbyggður árið 1372 en þá var bjölluhús hans
klárað og hann gat gegnt upprunalegu hlutverki
sínu sem bjölluturn dómkirkjunnar í Písa.
Turninn tók að halla strax þegar byggingu þriðju
hæðarinnar var lokið. Jarðvegsvinna og undir-
stöður turnsins eru langt frá því að vera nógu
góðar og því hefur hallinn verið vandamál allt
frá upphafi. Hallinn jókst enn frekar árið 1838
þegar gerður var gangstígur í kringum hann og
enn frekar er Mussolini skipaði sínum mönnum að hella steypu í grunninn til
að rétta hann við. Í síðari heimsstyrjöldinni var turninn notaður sem varðturn
fyrir nasista en þrátt fyrir heimild ákváðu sveitir bandamanna á svæðinu að
varpa ekki sprengju á turninn.
Turninn var réttur við að hluta til á árunum 1990-2000 og er nú sagður stöð-
ugur, alla vega næstu 300 árin eða svo.
SKAKKI TURNINN Í PÍSA
Hafist var handa við að rífa
niður Faxaskála nú fyrir helgi.
Faxaskálinn var rifinn niður á
föstudaginn en skálinn þurfti að
víkja fyrir tónlistar- og ráðstefnu-
húsinu sem ráðgert er að reisa þar.
Faxaskáli var byggður á sjöunda
áratugnum og var 16.200 fermetr-
ar að stærð. Skálinn var notaður
sem vörugeymsla fyrir inn- og og
útflutning þar til sú starfsemi
fluttist í Sundahöfn. Hluti af starf-
semi Hafrannsóknarstofnunar fór
fram í Faxaskálanum ásamt því að
þar var til húsa stór fiskmarkaður
sem hefur verið fluttur í Granda-
skemmu í Vesturhöfninni.
Faxaskáli
hverfur
Til að rýma fyrir nýju tónlistar- og
ráðstefnuhúsi réðust vinnuvélar að
Faxaskálanum við Reykjavíkurhöfn nú
fyrir helgi.
Útlán dragast saman
MINNKUN ÚTLÁNA FRÁ JÚLÍ UM 37
PRÓSENT.
Alls námu heildarútlán Íbúða-
lánasjóðs 3,2 milljörðum króna í
ágúst, en þar af telst 3,1 milljarður
til almennra lána og 0,1 milljarður
króna til leiguíbúðalána.
Útlán sjóðsins dragast saman frá
fyrri mánuði sem kann að skýrast
að hluta til vegna þess að
umsvif í ágústmánuði
kunna að minnka
vegna sumarleyfa
en samkvæmt
frétt á heima-
síðu sjóðsins
virðast umsvif á
fasteignamarkaði
hafa minnkað
almennt vegna
breyttra mark-
aðsaðstæðna.
SELDAR EIGNIR Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins.
300
250
200
150
100
50
0
FJÖLDI
21/7-
27/7
104
28/7-
3/8
107
4/8-
10/8
67
11/8-
17/8
90
18/8-
24/8
83
25/8-
31/8
111
Hülsta - þýsk eðalhúsgögn sem sameina gæði, smekkvísi og yfirburðahönnun undir einn hatt.
Sjón er sögu ríkari.
VERSLUNIN HEIMA ER FLUTT Í STÓRT OG
GLÆSILEGT HÚSNÆÐI VIÐ SÍÐUMÚLA 30.
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI