Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4
4 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR GENGIÐ 11.09.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,3103 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 71,42 71,76 133,33 133,97 90,85 91,35 12,174 12,246 10,944 11,008 9,789 9,847 0,6084 0,612 105,58 106,2 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ÖRYGGISMÁL Viktoras Justickis, prófessor í lögfræði við háskólann Mikolas Romeris í Litháen, telur miðstýrða samvinnu milli ríkja í Evrópu og samþættingu starfa á sviði öryggismála hafa valdið því að skipulögð alþjóðleg glæpastarf- semi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Justickis ræddi um öryggi, Evrópusamruna og alþjóðlegt starfssvið lögreglu á hádegisfundi Lagastofnunar Háskóla Íslands í Lögbergi í gær. Í erindi sínu, sem bar yfir- skriftina „Er hægt að sameina Evrópu þegar kemur að öryggi gegn glæpum?“, fór Justickis vítt og breitt yfir stöðu mála í heima- landi sínu en þar hefur skipulögð glæpastarfsemi skotið djúpstæð- um rótum á síðustu árum. Hér á landi hafa ítrekað komið upp mál hjá lögreglu þar sem Litháar eiga í hlut en flest þeirra tengjast inn- flutningi á amfetamíni. Hafa tals- menn lögreglu og dómsmálaráðu- neytis hérlendis lýst því yfir að nauðsynlegt sé að efla starf til þess að sporna gegn því að alþjóð- leg glæpastarfsemi geti skotið hér rótum. Í stuttu máli er Justickis á því að frjálst flæði vinnuafls og fjár- magns, auk samþættingar á lög- reglustarfsemi milli landa, hafi gert lögregluembættum í einstök- um löndum erfitt fyrir í barátt- unni við aukið samstarf glæpa- samtaka á milli landa. Tók hann dæmi um samvinnu pólskra og lit- háískra glæpamanna sem erfitt hefur reynst að uppræta vegna ómarkvissra aðgerða alþjóðlegrar samvinnu, að mati Justickis. Justickis sagði „lögregluna vera almennt á móti Evrópusam- bandinu“, en rökstuddi þá fullyrð- ingu ekki efnislega. Vitnaði hann þess í stað til reynslu lögreglunn- ar í Litháen af baráttu hennar við glæpamenn sem alltaf næðu að komast yfir landamærin, skrefinu á undan lögreglunni, þar sem þeir næðu að staðsetja sig í „friðlandi“ sem myndaðist vegna vanmátt- ugra lögregluaðgerða á alþjóða- vettvangi. Ástæðan fyrir erfiðleikunum sem sköpuðust við að samþætta lögregluaðgerðir sem næðu til verkefna milli landa, sagði Justick- is vera sú stöðuga spenna sem væri „milli afla sem væru með og á móti sameiginlegri alþjóðlegri baráttu gegn glæpum“, sem skil- aði sér oftar en ekki í óskilvirku og svifaseinu kerfi. Justickis sagðist þess fullviss, að „alþjóðlegt miðstýrt reglu- verk“, gæti ekki tekið á skipu- lagðri glæpastarfsemi heldur þyrfti að efla hæfileika þjóða til þess að notfæra sér „alþjóðlegan stuðning“ til þess að sporna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og auka þar með öryggi borgaranna. magnush@frettabladid.is Miðstýringin tekur ekki á glæpavanda Litháískur prófessor segir miðstýrt regluverk ekki geta tekið á skipulagðri glæpastarfsemi. Hann segir Evrópusamrunann hafa leitt af sér aukna glæpa- starfsemi á síðustu árum. Efla þarf hæfileika þjóða til að nýta samvinnuna. VIKTORAS JURSTICKIS FLYTUR ERINDI SITT Viktor- as fjallaði nokkuð ítarlega um áhrif Evrópusamruna og alþjóðavæðingar á öryggismál og baráttuna gegn glæpum á hádegis- fundi í gær. Hann sést hér flytja erindi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR EGYPTALAND, AP Ayman al-Zawahri, egypski læknirinn sem talinn er vera næstæðsti yfir- maður Al Kaída-samtakanna, segir að næstu árásir samtakanna verði gerðar í Ísrael og ríkj- um við Persaflóa. Hann segir þetta á mynd- bandi sem Al Kaída sendi frá sér í gær. Myndbandið er eitt af nokkrum sem Al Kaída sendir frá sér í tengslum við 11. sept- ember, nú þegar fimm ár eru liðin frá árásun- um á New York og Washington. „Þið ættuð ekki að eyða tíma ykkar í að styrkja herlið ykkar í Írak og Afganistan vegna þess að örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Zawahri á myndbandinu. „Þess í stað þurfið þið að styrkja herlið ykkar á tveimur svæðum. Annað er Persaflói, þar sem ykkur verður hent út eftir að þið hafið verið yfirbugaðir í Írak, og hitt er Ísrael.“ Zawahri hvatti einnig múslima til þess að herða andspyrnu sína gegn Bandaríkjunum og hótaði fleiri hryðjuverkum. Við Bandaríkjamenn sagði hann: „Þið gáfuð okkur réttlætingu og tækifæri til þess að halda áfram að berjast gegn ykkur.“ Á sunnudaginn sendi Al Kaída, eða nánar tiltekið As Sahab, sem mun vera kynningar- eða áróðursmáladeild Al Kaída, frá sér langt myndband í heimildarmyndastíl um árásirnar á New York árið 2001. Þar sjást meðal annars gamlar en áður óbirt- ar myndir af Osama bin Laden, sem enn er sagður hæstráðandi Al Kaída. Þar sést bin Laden meðal annars hitta félaga sína í fjalla- búðum og þulur segir að sumir mannanna séu nokkrir af flugræningjunum sem gerðu árás- irnar á Bandaríkin árið 2001. - gb Al Kaída-samtökin sendu frá sér fleiri myndbönd í tengslum við hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001: Hóta árásum í Ísrael og Persaflóaríkjum AYMAN AL-ZAWAHRI Sendi frá sér nýjan boðskap í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá árásunum á New York og Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STARFSÞJÁLFUN Ekron, starfsþjálf- un fyrir áfengissjúklinga, var vígð í gær. Starfsþálfunin er hugmynd Hjalta Kjartanssonar, framkvæmdastóra Ekron. Herdís Hjörleifsdóttir, sem situr í stjórn Ekron, segir starfsþjálfun fyrir áfengissjúk- linga sem lokið hafa vímuefna- meðferð vanta hér á landi. „Ekron verður opin á daginn og mun aðstoða þá sem koma úr vímu- efnameðferð við að byggja líf sitt upp að nýju og komast út á atvinnumarkaðinn.“ Hún segir að nú standi aðeins á fjármagni til að hægt verði að opna Ekron sem er til húsa á Smiðjuvegi 4b í Kópavogi. - hs Áfengissjúklingum hjálpað: Starfsþjálfunin Ekron vígð EKRON VÍGÐ Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var einn þeirra sem héldu ræðu í tilefni opnunarinnar. Háskólakennurum fjölgar Kennurum á háskólastigi fjölgaði um 101 milli áranna 2004-2005 þótt stöðugildum hefði aðeins fjölgað um 89. Ástæða þessa er sú að drjúgur meirihluti háskólakennara er í hluta- starfi. Í fyrra voru 60 prósent af 1.832 háskólakennurum í minna en 100 pró- senta starfi. Tvær af hverjum þremur konum við kennslu eru í hlutastarfi. HÁSKÓLAR LÖGREGLUMÁL Tveim mönnum frá Marokkó sem reyndu að smygla fíkniefnum innvortis til landsins um mánaðamótin hefur verið sleppt. Tveir landar þeirra til viðbótar voru einnig handteknir í Leifsstöð á sama tíma, en þeim var sleppt að rannsókn lokinni. Allir eru þessir menn búsettir hér. Fjórmenningarnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit tollgæslu eftir að grunsemdir vöknuðu um að þeir væru með fíkniefni í farteskinu. Tveir þeirra reyndust vera með fíkniefni innvortis, en málið mun ekki vera talið umfangsmik- ið, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - jss Fíkniefnasmygl: Marokkóbúar lausir úr haldi STJÓRNMÁL Efnt verður til prófkjörs um skipan þriggja efstu sæta á lista Samfylkingarinn- ar í Norðaustur- kjördæmi fyrir komandi kosningar. Þetta kom fram á aðalfundi kjördæmaráðs flokksins síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 120 fulltrúar úr kjördæminu sátu fundinn og samþykktu að prófkjörið yrði opið öllum skráðum flokksfélög- um sem eiga lögheimili í kjör- dæminu. Sex hafa þegar gefið kost á sér í þrjú efstu sætin; Kristján Möller, Einar Már Sigurðarson, Lára Stefánsdóttir, Benedikt Sigurðarson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Sveinn Arnarson. - þsj Norðausturkjördæmi: Munu kjósa um þrjú efstu sætin KRISTJÁN MÖLLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.