Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 22
[ ] Idol-stjarnan Davíð Smári Harðarson lætur sér ekki nægja að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar heldur vill hann líka hjálpa henni í form. Davíð Smári og félagi hans Jóhann Emil Elíasson hafa auglýst líkams- ræktarnámskeið í Sporthúsinu sem eiga að hefjast 18. september og vera milli hálf sjö og hálf átta á morgnana. En hvað kom söngvar- anum til að taka þessa stefnu og hvernig verða þessi námskeið? „Þetta byrjaði allt með því að ég vildi grenna mig. Það tókst svo vel að ég fékk brennandi áhuga á að hjálpa öðrum til þess. Ekki þó þannig að við keyrum fólk út á sex vikum og skiljum það svo eftir heldur kennum við því hvernig það á að taka á. Sumir taka allt of mikið á og brenna út, aðrir allt of lítið og finna ekki fyrir neinum árangri. Við reynum að finna þennan gullna meðalveg. Þetta er námskeið í aðhaldi.“ Sjálfur hefur Davíð Smári losað sig við hvorki meira né minna en 43-45 kíló frá því hann var þyngst- ur og segir sér líða mun betur nú. „Það er allt langtum auðveldara en áður því ég er miklu orkumeiri en ég var,“ segir hann og er beðinn um dæmi. „Þegar ég segist ætla að hlaupa út í búð þá hleyp ég í alvörunni og skokka með pokana til baka. Meira að segja röddin hefur breyst og úthaldið í söngn- um enda er ég búinn að þjálfa kviðvöðvana svo vel að þindin er alveg tvíefld. Mér líður mjög vel og þessi líðan hefur áhrif á allt sem ég geri. Algerlega allt.“ Davíð Smári segir þá félaga ekki ætla að predika yfir fólki heldur vera með því á æfingunum og spjalla. „Jóhann Emil er íþrótta- fræðingur með fjögurra ára háskólanám að baki og reynslu í að kenna íþróttir auk þess að stunda þær mikið sjálfur. Ég hef reynsluna af að vera langt yfir kjörþyngd og líða illa þess vegna og ég hef reynslu af því að missa öll þessi kíló, þannig að ég hef mannlega þáttinn. Ég náði sjálfur góðum árangri og vil að fleiri njóti þess sama.“ gun@frettabladid.is Líðanin hefur áhrif á allt Davíð Smári er að fara af stað með námskeið ásamt Jóhanni Emil íþróttafræðingi, enda hafa þeir miklu að miðla til þeirra sem vilja létta sig og koma sér í form. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ef marka má niðurstöður breskrar könnunar eru börn sem tekin eru með keisara- skurði þrisvar sinnum líklegri til að deyja í fyrsta mánuðinum eftir fæðingu en börn fædd með eðlilegum hætti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. 5,7 milljónir fæð- inga voru skoðaðar og varð niður- staðan sem áður segir. Ef barn er tekið með keisaraskurði er þri- svar sinnum líklegra að það deyi á fyrsta mánuðinum. Séu samfélags- legir og heilsufarslegir þættir sem hafa áhrif á fæðinguna teknir inn í útreikningana minnkar þessi munur niður í helmingi meiri líkur á dauða. Rannsakendur telja að þetta sé vegna þess að fæðing hjálpi ung- börnum að búa sig undir lífið utan legsins. Við fæðingu þrýstist vökvi úr lungum barnsins og talið er að einhverjar hormónabreytingar verði í barninu sem stuðla að þroska lungna. Þess ber þó að geta að ung- barnadauði var sjaldgæfur í rann- sókninni og hlutfallsleg hætta var afar lítil. - tg Keisaraskurður minnkar lífslíkur Keisaraskurður getur reynst varhugaverður. NORDICPHOTOS/AFP Reynsla hjúkrunarfræðinga af öryggi á vinnustað verður til umræðu á fyrirlestri í Eirbergi í dag. Aðalbjörg Finnbogadóttir flytur í dag fyrirlestur byggðan á rann- sóknum sínum. Yfirheiti fyrirlestr- arins er Reynsla hjúkrunarfræð- inga af öryggi á vinnustað. Markmið rannsóknar hennar var að varpa ljósi á reynslu hjúkrunar- fræðinga af eigin öryggi á vinnu- stað. Niðurstöður hennar sýndu að upplifun hjúkrunarfræðinga á eigin öryggi var nátengd öryggi sjúklinganna. Þættir sem efldu öryggi hjúkrun- arfræð- inganna voru góð mönnun, þ.e. nægi- legur fjöldi reyndra og áreið- anlegra sam- starfs- manna, hæfilegt vinnu- álag, vinnutími og góðar vinnuað- stæður. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.10 í stofu 201 á annarri hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Nánar á www.hi.is Öryggi hjúkr- unarfræðinga Upplifun hjúkrunarfræðinga á eigin öryggi var nátengt öryggi sjúklinga Salat í hádeginu Borðaðu salat í hádeginu þrisvar sinnum í viku og finndu hvernig heilsan tekur kipp. Mundu bara að fara sparlega með salatdressing- una því þær innihalda oft mikla fitu. ����������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ���� ������������������ �������������� ������������������������� www.svefn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.