Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 34
■■■■ { börnin okkar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Einn þekktasti barnalæknir Ameríku, dr. William Sears, og kona hans, hjúkrunar- fræðingurinn Martha Sears, hafa gert það að ævistarfi sínu að fræða almenning um börn, heilsufar þeirra og uppeldi. Þau hafa gefið út fjöldann allan af bókum um meðgöngu, brjóstagjöf, mataræði og uppeldi og halda úti ítarlegri vefsíðu þar sem hægt er að nálgast nánast hvaða upplýsingar sem er sem tengjast heilsu barna. Þau hafa smíðað sitt eigið hugmyndakerfi og kalla það „attachment parenting“, sem snýst um að foreldrar leggi áherslu á návist við börnin sín. Telja þau hjónin að slík uppeldisaðferð kalli fram það besta í barninu og foreldr- um þess og styrki samband þeirra til muna. Foreldri sem leggur áherslu á návist við barnið sitt hefst handa um leið og barnið er fætt og þá er það helst móðirin sem tengist barninu, enda er hún hjá því öllum stund- um. Mikil áhersla er lögð á brjósta- gjöfina, enda sé það æfing í að lesa barnið og kynnast líkamstjáningu þess auk þess sem í brjóstamjólkinni er að finna efni sem hvergi finnast annars staðar og eru meðal annars góð fyrir heila barnsins. Annað sem þau Bill og Martha, eins og þau eru kölluð, leggja tals- verða áherslu á er að halda á barn- inu í barnapoka sem foreldrarn- ir hafa utan á sér. Börn sem eiga návist við foreldra sína á þennan hátt gráta minna og eru rólegri. Foreldrar fá einnig tækifæri til að kynnast barni sínu betur við þær aðstæður. Jafnframt þykir það mikilvægt að sofa nálægt barni sínu til að auka návist. Ekki þarf það þó að þýða að börnin sofi alltaf uppi í, enda getur það raskað svefni allra. Frekar er mælt með að barnið sé í sama herbergi og þá jafnvel í rúmi sem er þétt uppi við rúm foreldrana. Ef börn finna að foreldrarnir eru nærri læra þau að sofa betur þar sem þau eru öruggari og þegar þau eldast eiga þau auðveldara með að sofa ein. Að hlusta á grát barn- ins og þekkja hvað hann þýðir er einnig mikilvægt. Að bregðast rétt við grát barnsins skiptir miklu máli og eiga foreldrar að hafa það í huga að ungbörn gráta til að tjá sig, en ekki til að stjórna. Foreldri sem leggur áherslu á návist á ekki að festa sig í þröngu tímaskipulagi og láta barnið til að mynda gráta sig í svefn, heldur finna það skipu- lag sem hentar barninu best. Ekki mega þó foreldrarnir verða svo uppteknir af því að hugsa um þarfir barnsins að þeir gleymi sjálfum sér og hjónabandinu. Þess vegna skiptir miklu máli að kunna líka að segja nei við barnið, og já við sjálfan sig. Úttaugaðir foreldrar sem sinna ekki sjálfum sér gera lítið gagn. Að lokum leggja þau Bill og Martha áherslu á að uppeldið verði mun auvðeldara ef þessar aðferðir eru viðhafðar. Því betur sem for- eldrar þekkja barn sitt, því auðveld- ara er að aga barnið. - keþ Návist foreldra og barna Margir sérfræðingar hafa gefið foreldrum ráðleggingar um hvernig eigi að ala upp börnin. Í Bandaríkjunum er dr. William Sears þar fremstur í flokki, en hann leggur áherslu á að foreldrar rækti návist við börn sín. Á vefsíðunni askdrsears.com er heilmikið af gagnlegum upplýsing- um. Börnum líður best í návist við foreldra sína, og koma þá svona magapokar að góðum notum. Nordic photos/Getty images „Meðal nætursvefntími ungra barna er um ellefu tímar og venjulega er þau komin á það ról í kringum sex mánaða og halda því fyrstu þrjú árin,“ segir Arna og bætir við að sum sofi kannski klukkutíma skem- ur og önnur klukkutíma lengur. Arna segir að meðalsvefntími barna á seinni árum í leikskóla og fyrstu árum í grunnskóla sé um tíu tímar og börn á þeim aldri þurfi að minnsta kosti svo langan svefn. „Börn eru mjög oft að sofa of stutt- an nætursvefn, sérstaklega fyrstu árin í grunnskóla. Börn sofna aldrei um leið og þau leggjast á koddann svo það verður að ætla þeim hálf- tíma til þrjú korter í það að sofna. Foreldrar þurfa því að koma börn- um sínum tímanlega í rúmið svo að þau verði ekki þreytt á morgnana. Ef barn á að vakna klukkan sjö má það því ekki vera komið í rúmið seinna en á milli átta og níu.” Regla er flestum börnum mikil- væg og Arna segir að best sé að börn fari alltaf á sama tíma í rúmið. „Þegar börn eru að byrja í leikskóla eða skóla er sérstaklega mikilvægt að hafa reglu á svefntímanum og ekki vera með annan svefntíma um helgar. Hálftíma frávik eða svo er allt í lagi en það er ekki gott að hafa mikinn mun á svefntímanum um helgar því sum börn eru mjög viðkvæm fyrir því.“ Ung börn þurfa flest að leggja sig á daginn en misjafnt getur verið hvenær þau hætta því. „Börn eru venjulega komin í tvo daglúra um sex mánaða og einn daglúr eins árs. Gríðarlega mikill munur er á því hvenær þau hætta að sofa á daginn en það getur verið frá eins og hálfs árs til fimm ára“ segir Arna. Margir foreldrar hætta fljótt að láta börnin sín sofa á daginn eða stytta daglúrana til þess að þeir hafi ekki áhrif á nætursvefninn en Arna segir að það sé ekki almenn regla að hafa þurfi afskipti af dagsvefni barnanna. „Það sem þarf kannski helst að stjórna er hvenær daglúr- arnir eru teknir því það skiptir meira máli en lengd þeirra. Þegar barn er komið í einn daglúr er best ef honum er lokið fyrir tvö á daginn því það hefur frekar áhrif á nætur- svefninn ef þau sofna seinna. Mesta hættan með börn í leikskóla er að þau sofni á milli fjögur og sex á leiðinni heim úr leikskólanum.“ emilia@frettabladid.is Mikilvægt að börn sofi nóg Margir foreldrar velta því fyrir sér hversu langan svefn börnin þeirra þurfi til þess að dafna eðlilega. Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur er fróð um svefnvenjur barna. Börn sofna sjaldnast um leið og þau leggjast á koddann og því þurfa foreldrarnir að koma þeim tímanlega í rúmið. Eflaust hafa margir tekið eftir litrík- um verslunarglugga Sipa á Lauga- veginum þar sem kennir ýmissa grasa. Stórar Barbapabbastyttur og litríkar kerrur og barnavagnar. Vissulega er það skemmtileg til- breyting frá þeim svörtu og dökk- bláu kerrum sem hafa verið alls- ráðandi í áraraðir. Þessar litríku kerrur eru frá fyrirtækinu One Tree Hill á Nýja-Sjálandi og seg- ist Kristín Stefánsdóttir, eigandi Sipa, hafa tekið þessar kerrur inn fyrst og fremst vegna þess hversu notendavænar þær séu. „Kerrurnar eru mjög léttar og auðvelt að stýra þeim,“ segir Krist- ín. Allar eru þær á þremur hjólum og eiga að ráða við hvaða aðstæður sem er. Fyrstu sex mánuði barnsins er hægt að notast við burðarrúm í kerrunni, svo hún nýtist einnig sem vagn, en þegar börnin eru orðin eldri er hægt að leggja niður bakið á kerrunni svo barnið geti sofið. Vinsælustu litina segir Kristín vera svartan og rauðan, en það eru litir sem fólk telur ganga fyrir bæði kynin. Flestir litirnir henta þó bæði stelpum og strákum, meira að segja bleikur. Sjá www.sipa.is Litríkar kerrur Um árabil hafa kerrur og barnavagnar verið í svörtum og dökkbláum litum, en í versluninni Sipa eru kerrurnar í öllum regnbogans litum. Gulur tvíbura- vagn sem lýsir upp tilveruna. Ýmsir fylgihlutir eru fáanlegir með kerrunum, þ.á m. fallegir kerrupokar. Fagurgræn og létt kerra á þremur hjólum sem auðvelt er að stýra. Það ætti að fara vel um tvö börn í þessari fallega gulu kerru. Bleikur barna- vagn frá One Tree Hill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.