Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 28
■■■■ { börnin okkar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Það eru svo rosalega marg- ar bækur sem ég hef lesið, en sú sem ég man helst eftir er kannski vísnabókin sem var til bæði heima og hjá ömmu og afa,“ segir Kristj- ana Stefánsdóttir djasssöngkona og bætir við að hún hafi lesið allt mögulegt sem krakki enda hafi hún átt gott safn barnabóka heima hjá sér. „Ég las til dæmis Fimm fræknu, Nancy Drew og bækurnar eftir Ole Lund Kirkegaard, þannig að það er kannski engin ein sem stendur beinlínis upp úr.“ Kristjana heillaðist mjög af ævintýrum, bæði Grimmsævintýr- unum og H.C. Andersen. Ævintýr- in heilla hana greinilega enn, enda segist hún mikill Harry Potter- aðdáandi. Vísnabókin heillaði Kristjana Stefánsdóttir, söngkona Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Fjölmörg börn iðka sund á vegum íþróttafélagsins Ármanns allan vet- urinn en þau yngstu eru í Sundskól- anum, sem er með ellefu tíma nám- skeið á haustin og aftur í janúar. Þar skiptast börnin í þrjá hópa; ungbörn, kríli og byrjendur, eins og formaður sunddeildarinnar, Hjörtur Gíslason, orðar það. „Síðan eru þau orðin atvinnumenn,“ bætir hann glettnis- lega við og gefur svo boltann yfir til Guðrúnar Stellu Gunnarsdóttur, sem hefur séð um Sundskólann frá árinu 1990. Hún segir marga foreldra vera meðvitaða um gildi hreyfingar fyrir börn sín. Sundþjálfun henti litlum börnum mjög vel því þau eigi svo auðvelt með að hreyfa sig í vatn- inu. Dóttir Guðrúnar Stellu, Eygló Traustadóttir sjúkraþjálfari, sér um kennsluna en skyldu þær mæðgur ekki hafa fengið til sín vatnshrædd börn? „Jú, mjög oft, en foreldrarn- ir fara með börnunum ofan í. Það er bara farið rólega af stað og ekki byrjað að þjálfa sundtök strax. Fyrst læra börnin á umhverfið og hvað þeim er óhætt og áhersla er lögð á að þau aðlagist sem best og hreyfi sig á fjölbreyttan hátt í gegn- um leik,“ svarar Guðrún Stella. Hún segir börnin alrei nota kúta heldur læri þau bara að stjórna eigin lík- ama í lauginni. Hún segir börnin geta byrjað á hvaða aldri sem er og stundum komi þau í þjálfun hjá Ármanni eftir að þau séu byrjuð í skólasundi til að fá meiri einstakl- ingsþjálfun og auka færnina. Hún segir sundið hjá Ármanni sótt af börnum af öllu höfuðborgarsvæð- inu enda opið öllum. „Þetta er mjög vinsælt,“ tekur hún fram. „Og upp- selt í námskeiðin fyrir þau yngstu í haust.“ - gg Læra á líkamann í lauginni Yfirleitt á vel við börn að vera í vatni og því yngri sem þau byrja að synda, því leikn- ari verða þau. Börnin nota ekki kút í Sundskólanum en þau fá að leika sér með bolta. Hér er Hrefna Sæmundsdóttir, hún er hörkudugleg í sundi. Þegar jólasveinninn kom í heimsókn henti hann Hirti, formanni sunddeildarinnar, út í við mikinn fögnuð krakkanna. Guðrún Stella og Eygló Traustadóttir hafa séð um yngstu börnin í hálfan annan áratug. EFTIRLÆTIS BARNABÆKURNAR + = 20% afsláttur Með kaupum á tveimur Kellogg’s Corn Flakes pökkum færðu 20% afslátt af miðaverði á barnaleiksýninguna Hafið bláa. Hafið bláa fékk áhorfendaverðlaun Grímunnar árið 2006 og var tilnefnt sem barnasýning ársins og fyrir búninga. Geymdu kassakvittunina og framvísaðu henni í miðasölu Austurbæjar þegar þú kaupir miða. Kauptu Corn Flakes og fáðu afslátt á Hafið bláa! Þú sparar allt að640 kr.á miða! Fæðing nýs barns er gleðileg fyrir alla fjöl- skylduna. Oft vill þó henda að eldra systkini finnist það verða út undan í þeirri athygli sem beinist að hinum nýja fjölskyldumeðlim. Upp- lifa þau oft afbrýðisemi á þessum tíma enda hafa foreldrarnir ekki jafn mikinn tíma fyrir þau og áður. Afbrýðisemin getur komið fram í ýmsum myndum, allt frá því að sýna fjandsemi í garð litla barnsins til þess að draga sig í hlé og verða mjög þögul. Hér eru nokkur góð ráð til að hjálpa eldri systkinum að takast á við nýjar aðstæður: - Hvetjið eldri börn til að hjálpa til með nýja barnið. - Eyðið tíma með eldri börnunum bæði þegar litla barnið er sofandi og vakandi. - Sýnið barninu skilning og þolinmæði því þetta getur verið erfiður tími fyrir eldri börnin. - Sýnið því ást og umhyggju með orðum og gerðum. Lítið barn stelur senunni AÐ EIGNAST LÍTIÐ SYSTKINI GETUR TEKIÐ Á TAUGARNAR ENDA ATHYGLI FORELDRA DREIFT Á FLEIRI STAÐI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.