Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 50
12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR26
menning@frettabladid.is
!
Leikaraefni Nemendaleik-
hússins eru í óðaönn að æfa
fyrstu sýningu vetrarins,
Hvíta kanínu, sem frumsýnd
verður í lok mánaðarins.
Síðan tekur við hádramatísk
harmsaga um hefnd og ástir
og splúnkunýtt leikrit eftir
Þorvald Þorsteinsson.
„Það er alltaf smá titringur í byrj-
un leikársins,“ segir Ragnheiður
Skúladóttir, deildarforseti leiklist-
ardeildar Listaháskóla Íslands.
„Nú reynir á sjálfstæð vinnubrögð
hjá hópnum sem hefur verið í frek-
ar vernduðu umhverfi síðustu tvö
árin. En þetta er frambærilegur
hópur með mjög sterkar skoðanir
sem þau geta fyllilega rökstutt
eftir að hafa farið í gegnum okkar
góða nám í Listaháskólanum,“
segir Ragnheiður sposk.
„Fyrsta verkefni vetrarins er
verkið Hvít kanína, það er verk
sem sett er saman af hópnum sem
inniber níu leikaraefni og Jón Pál
Eyjólfsson leikstjóra, auk mynd-
listarkonunnar Ilmi Stefánsdóttur
sem sér um leikmynd og búninga
og Hönnu Kayhko sem sér um
ljósahönnun,“ segir Ragnheiður
Sýningin er samsett og unnin með
formerkjum „devised“ leikhús-
hefðarinnar og er því fremur leik-
sýning en leikrit en þátttakendurn-
ir hafa safnað efnivið í hana á
æfingatímabilinu. „Þessi aðferð er
mjög gefandi fyrir leikara sem oft-
ast vinna með efnivið sem aðrir
hafa skrifað og túlka hann síðan í
gegnum leikstjóra,“ útskýrir Ragn-
heiður og bendir á að þessi stefna
eigi sér töluvert langa sögu og sé
að ávinna sér sífellt meira fylgi
hérlendis.
Venja er að Nemendaleikhúsið
setji upp klassískt verk og að þessu
sinni varð leikritið Blóðbrullaup
eftir F. G. Lorca fyrir valinu, ljóð-
ræn og dramatísk harmsaga um
ástir og hefndir. „Það er ungur og
frambærilegur leikstjóri frá Dan-
mörku, Kamilla Mortensen sem
leikstýrir hér á landi í fyrsta sinn
en hún var að útskrifast úr stærsta
leiklistarskóla Kaupmannahafnar.
Börkur Jónsson sér um leikmynd
og búninga en Egill Ingibergsson
er ljósahönnuður. Það verður
spennandi að sjá hvernig hópurinn
vinnur úr verkinu.“
Lokaverkefni hópsins, nýtt verk
eftir Þorvald Þorsteinsson, verður
sýnt norðan heiða í vor en þetta er
í fyrsta sinn sem Nemendaleikhús-
ið frumsýnir þar. „Við mörkuðum
snemma þá stefnu að vera í sam-
starfi við atvinnuleikhúsin og nú er
komið að Leikfélagi Akureyrar.
Magnús Geir Þórðarson leikhús-
stjóri kom með þá hugmynd að
heimamaðurinn Þorvaldur myndi
skrifa nýtt verk fyrir hópinn en
síðan erum við með sjóaðan og
margreyndan leikhúsmann, Kjart-
an Ragnarsson, sem mun leikstýra
verkinu,“ segir hún og bætir við að
Kjartan sé af annarri kynslóð en
Jón Páll og Kamilla svo að leikara-
efnin fái mögulega aukna breidd
þar. Verkið nýja heitir Lífið – notk-
unarreglur og fjallar að sögn um
ævintýri okkar allra, sundurleitan
samtíma og óvissa framtíð en er
jafnframt leikrit fullt af hlýju,
húmor og fallegri tónlist.
Ragnheiður segir að Listahá-
skólinn leggi metnað sinn í að
sinna íslensku hugviti en á undan-
förnum árum hefur Nemendaleik-
húsið yfirleitt sýnt nýtt íslenskt
verk, til dæmis verkin Tattú eftir
Sigurð Pálsson, Íslands þúsund tár
eftir Elísabetu Jökulsdóttur og
leikritið Forðist okkur sem byggði
á myndasögum Hugleiks Dags-
sonar og vann til Grímuverðlauna
í fyrra en það var til að byrja með
unnið með aðferðum „devised“
leikhússins.
„Hópurinn er mjög spenntur að
takast á við spurningar um hvernig
leikhús þau vilja gera og ég er ekki
í vafa um að þau eiga eftir að hafa
mikil áhrif á leikhúsheiminn,“
segir Ragnheiður.
Leiksýningin Hvít kanína verð-
ur frumsýnd þann 22. september.
kristrun@frettabladid.is
Kanína, hefndir og húmor
Kl. 20.00
Ásdís Jónsdóttir mannfræðingur
flytur erindi í fyrirlestraröð Mann-
fræðingafélags Íslands, „Vald, þekk-
ing, átök“ í húsakynnum Reykjavík-
urAkademíunnar við Hringbraut 121.
Erindi Ásdísar nefnist „Sprungið
land: vísindi og menning við Kára-
hnjúka.“
> Dustaðu rykið af...
hljómplötunni Kysstu mig,
betur þekkt sem Íslensk kjöt-
súpa, sem kom út árið 1979.
Margir muna hugljúfan texta
Jóhanns G. Jóhannssonar við
þekktasta lag plötunnar en þar
heyrist sungið „ég er matargat,
mataragat/ íslensk kjötsúpa
er það besta sem ég fæ“. Fátt
yljar jafn vel á nöpru haustkvöldi
en íslensk kjötsúpa.
Hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands
hefst á ný í dag. Þema vetrarins er að þessu sinni,
„Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun.“
Fyrirlestrarnir verða að venju haldnir hálfsmán-
aðarlega í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu
en fram til áramóta munu níu fræðimenn reifa
málin þar og fjalla um jafn fjölbreytt efni og sagn-
fræðirannsóknir í Rússlandi, hvort sagnfræði geti
hjálpað fólki að grenna sig og hvort sagan sé bara
sjónarmið.
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn ríður á vaðið
og mun í hádeginu í dag flytja erindi sem hann
nefnir „Ljúgverðugleiki“. Sögulegar skáldsögur
Þórarins hafa fengið góðar viðtökur íslenskra les-
enda en hann hefur meðal annars skrifað bæk-
urnar Brotahöfuð og Baróninn en bækur þær
vekja fróðlegar spurningar um tengsl skáldskapar
og sagnfræði, sannleika og lygi. Mun Þórarinn því
velta fyrir sér hvort sögurnar séu trúverðugar eða
máski ljúgverðugar?
Fyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins eru öllum
opnir og þeir hefjast stundvíslega í sal Þjóðminja-
safnsins kl. 12.05.
ÞÓRARINN ELDJÁRN RITHÖFUNDUR Ræðir um
tengsl skáldskapar og sagnfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Mögulegur ljúgverðugleiki
LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður
kvöldverður og leikhúsmiði
frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga
- fimmtudaga í síma 437 1600
Staðfesta þarf miða með greiðslu
viku fyrir sýningardag
Sýningar í Landnámssetri
í september og október
Miðvikudagur 13. september kl. 20 Uppselt
Föstudagur 15. september kl. 20 Uppselt
Laugardagur 16. september kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 17. september kl. 20 Uppselt
Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 28. september kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������
LEIKSÝNING EN EKKI LEIKRIT Spurn-
ingar um lífsviðhorf og gildismat
nútímafólks brenna á vörum margra.
Hver eru „við“ og hverjir eru „hin-
ir“?FRÉTTABLAÐIÐ/GVA