Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 30
■■■■ { börnin okkar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Ég hafði ofboðslega gaman af að lesa sem barn og var alæta á bækur. Ég ólst upp á Ísafirði þannig að maður sótti bókasafnið, sem var ótrúlega heillandi staður. Þegar ég var að alast upp var hvorki sjónvarp né annað sem glapti hugann og því bækurnar sem heilluðu. Ef ég á að nefna eitthvað eftirminnilegt verð ég að segja að ævintýrabækurnar hafi heillað mig. Það sem ég las yngst var Lísa í Undralandi, Grimms- ævintýri og Þúsund og ein nótt. Það var eitthvað í ævintýrunum og baráttunni milli góðs og ills sem gerði það að verkum að maður gat vakað langt fram á nætur við lestur bóka. Ég var snemma læs og yngst af stórum systkinahópi og lærði í raun að lesa af stautinu í þeim. Mér finnst líka gaman að minnast þess að þegar jólin nálguðust hlupum við krakkarnir í ævintýraheiminn í bókabúðinni til að skoða hvað væri nýtt og freistandi. Jólin hafa ennþá tengingu við bækur fyrir mig og það eru bara ekki jól ef ekki er bók í gjafapakkanum.“ Bókasafnið var ævintýraheimur Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Steinar hefur alltaf haft mjög gaman af því að teikna. „Ég er búinn að teikna síðan ég var svona þriggja ára,“ segir hann. Þegar Steinar var fimm ára fór hann síðan að gera teiknimynda- sögur. „Ég hef mjög gaman af því að gera myndasögur. Stundum æfi ég mig með því að teikna upp eftir öðrum myndasögum, eins og Simpsons, og svo bý ég líka sjálfur til sögur. Ég teikna samt mest í svona Simpsons-stíl.“ Steinar segist ekki vera búinn að semja sögurnar í heild áður en hann byrjar að teikna og hann hugsar bara um einn ramma í einu. „Ég byrja bara á einum ramma og teikna hann og svo fer ég að pæla í næsta. Þegar ég er búinn að teikna sögurnar lita ég þær stundum en oft nenni ég því ekki.“ Steinar hefur líka aðeins verið að teikna fólk sem hann þekkir í myndasögustíl. „Ég gerði svo- lítið af því í fyrra,“ segir hann og viðurkennir að það sé dálítil kúnst að teikna raunverulegt fólk þannig að það þekkist þegar það er orðið að teiknimyndafígúrum. Steinar hefur farið á nokkur myndlistarnámskeið og þrjú myndasögu- námskeið. „Ég fór á tvö teiknimyndasögu- námskeið hjá Inga og eitt hjá Hugleiki. Það var mjög gaman. Á námskeiðinu hjá Hug- leiki áttu allir að gera eina flotta myndasögu og hann safnaði þeim saman í eitt hefti og ljósritaði það svo allir fengu eintak af því.“ Ein myndasagan hans Steinars birtist líka í blaði sem var gefið út í skólanum hans. „Þegar ég var í fjórða bekk var birt ein saga eftir mig skólablaðinu,“ segir hann. Steinar stefnir á að fara í Menntaskólann í Hamrahlíð þegar hann verður búinn með Laugalækjarskóla en hann er ekki farinn að hugsa mikið lengra en það. „Ég held að mig langi til þess að teikna áfram en annars er ég ekkert mikið farinn að pæla í því. Ég spái ekki mikið í fram- tíðina.“ Pælir í einum ramma í einu Steinar Þorsteinsson er þrettán ára gamall nemandi í Laugalækjarskóla. Í frístundum sínum gerir hann mikið af því að búa til teiknimyndasögur. Myndir eftir Steinar eru farnar að prýða veggina hjá flestum í fjölskyldunni hans. Myndasögurnar hans Stein- ars eru mjög skemmtilegar. Steinar hefur teiknað síðan hann man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Einn af kostum þess að búa á litla Íslandi er að börnin okkar geta leikið sér úti í tiltölulega ómenguðu lofti. Hins vegar fylgir því að búa við jaðar heimskautsbaugs að hérna þarf að huga að útbúnaði og klæðnaði barnanna mun betur en víða sunnar í álfunni. Oft halda foreldrar að því þykkari og þyngri sem vetrarflíkin sé, því hlýrri og betri sé hún. En tækninni hefur fleygt fram á þessu sviði eins og flestum öðrum. Í barnafatnaði hjá 66° Norður er einungis notað fyrsta flokks efni frá þekktustu efnaframleiðendum í heimi; sömu efni og eru notuð í fullorðins- línu fyrirtækisins því þar á bæ trúa menn því að yngstu fjölskyldumeðlim- irnir eigi þess rétt að fá sömu gæði í fatnaði og foreldrarnir. Meðal efna sem 66° Norður notar í útifatn- aði sínum eru mjög ein- angrandi efni sem halda inni hitanum, bægja frá kulda og bleytu og gera barninu kleift að athafna sig að vild auk þess að hleypa út svita sem mynd- ast vegna hamagangsins. Þessir nýju eiginleikar efna, auk þess að nýju efnin eru léttari, gera barninu kleift að hreyfa sig óhindrað og fá þannig mun meira út úr útiverunni. Haldið hita á börnunum Í barnafatnaði hjá 66° Norður er einungis notað fyrsta flokks efni frá þekkt- ustu efnaframleiðendum í heimi. Fréttir berast bæði utan úr heimi og hér heima af hörmungum sem ríða yfir og af hræðilegum ofbeldisverk- um sem framin eru á saklausu fólki. Slík er ofgnóttin af fréttaflutningi að hætta er á að menn verði ónæm- ir fyrir ógæfu annarra. Það er því nauðsynlegt að kenna börnum að setja sig í spor annarra til að forðast ofbeldi af öllu tagi. Það barn sem kann að setja sig í spor annarra og skilja hvernig því barni líður í til- teknum aðstæðum er ólíklegt til að skapa ofbeldisaðstæður. Nokkrar leiðir sem hafa ber í huga þegar börnum er kennt að setja sig í spor annarra: - Þegar saga er lesin fyrir barn er gott að ræða hvernig söguhetjunni og öðrum líði þegar eitthvað gerist. - Notaðu tækifærin sem gefast til að ræða líðan annarra, til dæmis þegar náttúruhamfarir ríða yfir úti í heimi, þegar slys verða í umferðinni og annað slíkt. - Leyfðu barninu að tala og hlustaðu sjálf(ur). Ekki leggja barninu orð í munn heldur leyfðu því að komast að eigin niðurstöðu. heimild: www.hugo.is Að setja sig í spor annarra Nauðsynlegt er að börn læri að setja sig í spor annarra. Léttur, hlýr og flottur jakki úr Polartec Power teygjuefni. Mjög hlý og þægileg dúnúlpa úr regnheldu efni með hettu sem hægt er að taka af. EFTIRLÆTIS BARNABÆKURNAR Skrautið á þess- ari flíshúfu minn- ir á hanakamb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.