Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 11
Hlutafjárútboð Marel hf. hefst á morgun Útgefandi Marel hf., kt. 620483-0369, Austurhrauni 9, Garðabæ, sími 563 8000, www.marel.is Umsjónaraðili útboðs og skráningar Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík, fax: 410 3007, www.landsbanki.is Heimild til hlutafjárhækkunar Á fundi stjórnar Marel hf., sem haldinn var þann 24. ágúst 2006, var tekin ákvörðun um að nýta heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé félagsins um allt að 75.000.000 hluta og selja fjárfes- tum í útboði. Útboðið er liður í að styðja við frekari vöxt Marel. Útboðsgengi og heildarsöluvirði útboðs Útboðsgengið er 74,0 kr. fyrir hvern hlut og heildarsöluvirði útboð- sins eru 5.550 milljónir króna. Sölutímabil Frá klukkan 9:00 miðvikudaginn 13. september 2006 til klukkan 16:00 fimmtudaginn 14. september 2006. Sölutrygging Landsbanki Íslands hf. hefur sölutryggt útboðið að fullu á útboðsgengi Gjalddagi Áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Greiðsluseðlar verða sendir kaupendum í kjölfar áskriftar. Gjalddagi greiðsluseðla er 22. sep- tember 2006. Hlutir, sem kunna að vera ógreiddir, má stjórn Marel hf. hvort heldur sem er innheimta með kostnaði eða fella úr gildi og ráðstafa til þriðja aðila án sérstakrar tilkynningar eða fyrirvara. Afhending og skráning nýrra hluta Stefnt er að rafrænni útgáfu og afhendingu nýrra hluta hjá Verðbréfa- skráningu Íslands hf. eigi síðar en 29. september 2006. Hlutirnir verða skráðir í Kauphöll Íslands hf. eigi síðar en 2. október 2006. Forgangsréttarútboð Hluthöfum Marel verða alls boðnir 30.000.000 nýrra hluta til kaups og er áskriftarréttur hlutfallslegur miðað við hlutafjáreign þeirra eins og hún var skráð í hlutaskrá Marel í lok föstudagsins 25. ágúst 2006. Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir færri eða fleiri hlutum en sem nemur forgangs-rétti þeirra og verður ónýttum forgangsréttarhlutum útdeilt í hlutfalli við forgangsrétt þeirra sem þess óska. Áskriftum er einungis hægt að skila rafrænt á vef Landsbankans www.landsbanki.is. Aðeins forgangsréttarhafar geta skráð áskrift í þessum hluta útboðsins og þá aðeins að þeir geti gert grein fyrir sér með kennitölu og lykilorði sem þeir hafa fengið sent í pósti. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Staðfestingin er birt í lok áskriftar og hana má prenta út. Fagfjárfestaútboð Alls verða 30.000.000 nýrra hluta boðnir fagfjárfestum til kaups. Einungis þeir sem eru fagfjárfestar samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. 1. mgr. 7. tl. laga nr 33/2003, um verðbréfaviðskipti, hafa heimild til að taka þátt í þessum hluta útboðsins. Fagfjárfestar skila inn bindandi áskrift á þar til gerðum áskriftar- eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef Landsbankans. Stjórn Marel hefur heimild til að hafna áskriftum í þessum hluta útboðsins í heild eða að hluta. Verði ekki næg eftirspurn í útboðinu til fagfjár- festa hefur stjórn Marel heimild til að úthluta óseldum hlutum til forgangsréttarhafa. Þeir fagfjárfestar sem fá úthlutað hlutum í útboðinu verður send tilkynning um samþykki stjórnar á áskrift þeirra í lok útboðsins. Almennt útboð Alls verða 15.000.000 nýrra hluta seldir í almennu útboði. Hámarks- hlutur sem hver fjárfestir í þessum hluta getur skráð sig fyrir eru 10.000 hlutir eða 740.000 krónur að markaðsverði. Ef til umframáskriftar kemur skerðist hámarks fjöldi hluta sem hverjum áskrifanda er heimilt að kaupa þar til heildarfjöldi seldra hluta er kominn niður í þann fjölda hluta sem er til sölu í þessum hluta útboðsins. Skerðing er því ekki hlutfallsleg. Verði eftirspurn í almenna hluta útboðsins ekki næg hefur stjórn Marel heimild til að úthluta óseldum hlutum til forgangsréttarhafa. Áskriftum í almenna útboðinu er einungis hægt að skila rafrænt á vef Landsbankans www.landsbanki.is. Til þess að skrá áskriftir sínar þurfa áskriftendur að sækja um lykilorð með því að slá inn kennitölu sína og netfang og fá þeir þá lykilorðið sent strax í tölvupósti. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Staðfestingin er birt í lok áskriftar og hana má prenta út. Forgangsréttarhafar og fagfjárfestar hafa fulla heimild til þátttöku í almenna útboðinu án tillits til þátttöku þeirra í öðrum hlutum útboðsins. Seldir verða 75.000.000 nýrra hluta í Marel í útboði. Útboðið verður þrískipt; útboð til forgangsréttarhafa, fagfjárfesta og almennings. Þjónustuver Landsbanka Íslands hf. mun veita upplýsingar um útboðið í síma 410 4000. Jafnframt munu ráðgjafar Landsbankans veita upplýsingar um útboðið í síma 410 4040. Marel hefur gefið út lýsingu vegna fyrirhugaðrar hlutafjárhækkunar og útboðs. Lýsinguna er hægt að nálgast á vef Marel www.marel.is, Landsbank- ans www.landsbanki.is og Kauphallar Íslands www.icex.is. Jafnframt er hægt að nálgast prentuð eintök af lýsingunni hjá útgefanda og ums- jónaraðila. Hlutafjárútboð Marel hf. 13. – 14. september 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.