Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 14
14 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
NETVERSLUN Íslenska fyrirtækið ShopUSA er
að færa út kvíarnar. Á næstunni mun fyrir-
tækið veita kaupendum í tólf Norður-Evrópu-
löndum aðgang að bandaríska netmarkaðin-
um. Löndin eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland,
Noregur, Færeyjar, Grænland, Lettland,
Litháen, Eistland, Pólland, Þýskaland og
Frakkland.
Hildur Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
ShopUSA, segir reksturinn hafa gengið vel
hérlendis. Nú séu um fimm hundruð íslenskar
pantanir gerðar vikulega í gegnum fyrirtækið.
„Við erum ekki að opna verslun eða útibú
heldur aðgang að öllum bandarískum net-
verslunum,“ segir hún. „Einstaklingar í
þessum löndum munu geta verslað eins og
Íslendingar hafa getað gert síðastliðin þrjú ár.
Þetta verður unnið í samstarfi við PNL og
póstinn í Danmörku, en þeir sjá um dreifingu
innan landana.“
Hildur segir sterkasta tromp fyrirtækisins
vera reiknivélina á heimasíðunni. „Enginn
annar býður viðskiptavinum sínum upp á
reiknivél eins og við gerum. Þar kemur
heildarkostnaðurinn fram með öllum gjöldum.
Fólk greiðir þennan kostnað áður en við
sendum pöntunina frá vöruhúsi okkar í
Virginíu og svo er það laust allra mála og fær
vöruna heim að dyrum.“
Þróunarvinnan hefur tekið þrjú ár og að
sögn Hildar hefur Íslandsmarkaðurinn verið
tilraunaverkefni. „Hér hefur þetta gengið
vonum framar og við bíðum í ofvæni eftir að
geta boðið fleiri Evrópuþjóðum upp á sömu
þjónustu. Kynningarherferðin fer af stað í
haust í löndunum og við erum vongóð, þótt
misjafnt sé hvernig löndin almennt taka
nýjungum. Við förum hægt af stað og búumst
við að sjá 120.000 sendingar fyrsta árið.“ - glh
Íslenska fyrirtækið ShopUSA hyggur á útrás eftir þriggja ára þróunarvinnu á Íslandsmarkaði:
ShopUSA færir út kvíarnar í Evrópu
HILDUR HAUKSDÓTTIR Framkvæmdastjóri ShopUSA í
Virginíu.
TRYGGINGAMÁL Daði Hinriksson
bifvélavirkjameistari deilir harka-
lega á tryggingafélögin og segir
þau neyta allra ráða til að svíkja.
Þóra Hallgrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Sjóvá, þvertek-
ur fyrir þetta.
„Það er ekki hægt að segja að
almenningur steli eitthvað sér-
staklega af tryggingafélögunum.
Tryggingafélögin eru þá alveg
sömu svikararnir,“ segir Daði og
telur sárlega vanta hjá trygginga-
félögunum að þau bæti tjón að
fullu.
Daði rifjar upp viðskipti við
tryggingafélag fyrir nokkrum
árum. Hann hafði keypt sér Dodge
Ram pallbíl og var í fullum rétti
þegar ekið var aftan á bílinn.
Tryggingafélagið vildi ekki bæta
afnotatapið sem hann varð fyrir.
„Þeir eiga að útvega samskonar
bíl eða sambærilegan en buðu mér
Yaris. Ég er fatlaður og get ekki
keyrt þann bíl,“ segir Daði og telur
að tryggingafélög nýti sér alltaf
alla veika bletti hjá tjónþola til að
lágmarka bæturnar.
Daði deilir harkalega á trygg-
ingafélögin, segir þau neyta allra
ráða til að svíkja og hafa jafnvel
samráð um iðgjöld og úrskurð
bóta. „Í kaskótjóni gera þeir allt til
að bæturnar verði sem minnstar
og lækka bæturnar eftir aldri bíls-
ins og akstri. Tryggingatakinn
verður hins vegar alltaf að borga
sama iðgjaldið sama hversu gam-
all bíllinn er og hve mikið keyrður
hann er.“
„Við leggjum áherslu á að
afgreiða málin rétt og borgum
fólki bætur með brosi á vör í yfir-
gnæfandi fjölda tilfella,“ segir
Þóra Hallgrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Sjóvá. „Við
byggjum starf okkar á ákveðnum
ramma sem löggjafinn setur. Bóta-
fjárhæðir geta verið afmarkaðar í
lögum. Það er alveg kýrskýrt að
það er ekkert samráð um ákvörð-
un iðgjalda en íslensk trygginga-
félög eru auðvitað á sama mark-
aði,“ segir hún.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að
ýmis hagsmunasamtök séu í gangi
í atvinnulífinu. Ekki sé hægt að
komast fyrirfram að þeirri niður-
stöðu að vinna þeirra feli í sér
ólögmætt samráð.
„Það þarf að skoðast í hverju
tilviki fyrir sig. Hins vegar þarf
að gæta varúðar í slíku samstarfi
með það hversu langt má ganga,“
segir hann og bætir við að vátrygg-
ingamarkaðurinn hafi komið til
skoðunar samkeppnisyfirvalda og
muni vafalaust gera það í framtíð-
inni í samræmi við eftirlitsskyldu
sína. ghs@frettabladid.is
Tryggingafélög
sökuð um svik
Daði Hinriksson bifvélavirkjameistari telur að
tryggingafélögin stundi samráð og reyni að svíkja
almenning. „Borgum fólki bætur með bros á vör,“
segir framkvæmdastjóri hjá Sjóvá.
GAGNRÝNIR TRYGGINGAFÉLÖGIN Daði Hinriksson bifvélavirkjameistari gagnrýnir
tryggingafélögin harkalega og telur þau reyna að svína á þeim sem verða fyrir tjóni.
Hann telur viðskiptavini eiga rétt á fullu tjóni, líka fyrir afnotatapi. Honum var boðinn
Yaris í staðinn fyrir svona Dodge Ram pallbíl fyrir nokkrum árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
ÞÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR Framkvæmda-
stjóri hjá Sjóvá segir tryggingafélög ekki
hafa neitt samráð um ákvörðun iðgjalda.
STYTTAN AF GANDHI Í gær minnt-
ust Suður-Afríkubúar þess að 75 ár
eru frá því að Indverjinn Mohandas
Gandhi hóf þar í landi að stunda
friðsamleg mótmæli. Þessi stytta af
Gandhi stendur við torg, sem nefnt er
eftir honum, í Jóhannesarborg.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ORKUMÁL Ástæðan fyrir því að
álfyrirtæki stefna til Íslands er sú
að þar er orkan næstum ókeypis.
Þessu halda ráðgjafar fréttavefj-
anna Stansberry & Associates og
Moneyweek.com fram í nýlegum
fréttabréfum sínum.
Sagt er að landið sé kjörið tæki-
færi fyrir þá sem standa að orku-
frekum iðnaði, þá sérstaklega
álframleiðendum, sem sagðir eru
framleiða eina mikilvægustu vöru
heims. Bent er að að í ljósi hækk-
andi olíuverðs í heiminum þurfi
stórfyrirtæki að leita að ódýrari
framleiðsluleiðum þar sem verið
sé að loka fyrirtækjum víða um
heima vegna þess hve rafmagns-
verð er orðið hátt. Ísland sé því
kjörið tækifæri fyrir iðnfyrirtæki
þar sem orkan sé svo hræódýr
[dirt-ceap] eins og það er orðað.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að það geti ekki verið skaðlegt að
vekja athygli fjárfesta á Íslandi.
Fullyrðingarnar um ódýrt orku-
verð hér á landi segir hann þó
byggðar á misskilningi. Stað-
reyndin sé að verð til orkufreks
iðnaðar eins og álframleiðslu séu
um miðbik þess sem þekkist ann-
arsstaðar í heiminum.
„Það eru skrotur á ódýrri orku í
heiminum og aðilum þykir áhuga-
vert að sjá hvar hana er að finna á
hagstæðu verði. Þá sérstaklega
eins og þá sem við getum boðið
hér á landi sem veldur ekki gróð-
urhúsaáhrifum. Þannig skiljan-
lega vekur Ísland athygli,“ segir
Þorsteinn að lokum. - kdk
Erlendir fréttavefir segja Ísland kjörið fyrir iðnað:
Dásama hræódýrt
orkuverð hérlendisSTJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur sent öllum
þingmönnum sem sitja í þing-
mannanefnd EES bréf.
Þar vekur hann athygli á
sjóræningjaveiðum á Norður-
Atlantshafi. Í bréfinu taldi
Guðlaugur Þór upp þau Evrópu-
lönd sem veitt hafa skipum er
stunda sjóræningjaveiðar
þjónustu í höfnum sínum.
Guðlaugur vill að þingmenn
nefndarinnar sjái til þess að
skipum sem stunda ólöglegar
veiðar verði ekki hleypt til hafnar
í löndum sínum líkt og nýlega
samþykktar reglur Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar
segja til um.
Guðlaugur hyggst taka málið
upp að nýju á haustfundi þing-
mannanefndar EES. - þsj
Sjóræningjaveiðar:
Bréf til Evrópu-
þingmanna
��������������������������������������� ������������� ������������
���������� ��������
���� ��� �������������������������������
�������������������������������������������
���� ��� ����������� �� ���� ������� �� ��������� �������
���������������� ������������� ������������������������
�������������� �������� ��� ���������������� ���� �������
�������������� ��� �������������������������������������
�������������������������������������������������������
Töfratæki
fyrir heilsuna og línurnar����
��
��
�
��
�
��
�
�
���
Fæst með
berjapressu