Fréttablaðið - 12.09.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 12.09.2006, Síða 35
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { börnin okkar } ■■■■ 9 Fyrstu æviár barnsins móta þá persónu sem það verður sem fullorðinn einstaklingur. Stórum hluta uppvaxtaráranna ver barnið í herbergi sínu. Þar fer fram leikur, nám, svefn og margt fleira. Það er því nauðsynlegt að barnaherbergi sé skipulagt bæði með notagildi og örvun í huga. Litir geta lífgað mjög upp á lífið. Skemmtilegt getur verið að mála barnaherbergi í líflegum litum þó að auðvitað beri að varast að hafa litina of marga og æpandi, sem hefur truflandi áhrif. Umfram allt verður barnaherbergið þó að höfða til barnsins. Gott getur því verið að hafa það með í ráðum í vali á litum og skreytingum. Litaljómi í veröld barnsins Barnaherbergi eru einstakir staðir enda fer þar fram allt í senn; leikur, nám og svefn. Litir á barnaherbergjum þurfa alls ekki að endurspegla hvort þar búi strákur eða stelpa. Skemmtilegir hlutlægir litir geta verið skemmtilegir sérstaklega þegar þeir eru brotnir upp með hvítum eins og hér er gert. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Litríkar ábreiður, fallega lagaðir púðar og skemmtilegt skraut á hurðum lífgar upp á tilveruna. Ekta strákaherbergi. Heil ímynduð ævintýraveröld getur orðið að veruleika með réttri hönnun. Barnaherbergi í sveitastíl. Það er örugglega ljúft að fara að sofa í þessu notalega herbergi og spjalla við systkini sitt í neðri kojunni. Prinsessuherbergi. Margar litlar telpur elska bleikan. Af hverju ekki að leyfa þeim að njóta þess að vera prinsessur í herberginu sínu? Margprófaður fatnaður sem heldur á þér hita við erfi ðustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér. Þar á meðal í löngufrímínútum. Reykjavík: Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12 Garðabær: Miðhraun 11 Akureyri: Glerárgata 32 Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt. www.66north.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.