Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 37
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { börnin okkar } ■■■■ 11
Meðgöngufataverslunin Tvö líf er
með glæsilegt úrval af barnaföt-
um frá Noppies-barnafatalín-
unni. Fötin eru vönduð og
fara vel með viðkvæma
húð lítilla kroppa.
Hönnuðirnir leggja
upp úr þægindum,
einföldum formum o g
hógværum litum. Noppies-barna-
fötin eru fyrir börn að 24 mánaða
aldri og endurspegla oft á tíðum
tískustraumana sem eru ríkjandi
hverju sinni, enda er ekkert að því
að vera flottur í tauinu þó maður sé
bara tæpur metri á hæð.
- jóa
Falleg þægindi
Sportlegt
strákasett. Litirnir
eru mildir og
fallegir. Buxna-
strengurinn er
stillanlegur og
því auðvelt að
laga buxurnar
að útbelgdum
malla.
Noppies-barnafötin eru skemmti-
leg að því leyti að auðvelt er
að raða þeim saman í margar
fallegar útfærslur. Þetta strákasett
er sérlega gæjalegt, hettupeysa
undir hermannalitaða skyrtu við
gallabuxur.
Þú mátt vera lengur úti í 66° Norður.
Reykjavík: Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12
Garðabær: Miðhraun 11 Akureyri: Glerárgata 32
Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt.
www.66north.is
„Ég las mikið sem barn og á svolít-
ið erfitt með að velja,“ segir Kjartan
Ragnarsson leikstjóri þegar hann er
inntur eftir sinni uppáhaldsbarna-
bók. „Hjaltabækurnar eftir Stefán
Jónsson stóðu ansi mikið upp úr
á tímabili og svo man ég eftir bók
eftir Friðrik A. Friðriksson sem mér
þótti mjög skemmtileg og hét Sölvi.“
Kjartan hugsar sig um smástund. „En
margar barnabækur skiptu mig líka
máli eftir að ég varð fullorðinn og
fór að lesa fyrir börnin mín. Ég held
að Bróðir minn Ljónshjarta sé sú
sem hefur hrifið mig einna mest. Mér
fannst hún fallegust við lestur.“
Bróðir minn Ljóns-
hjarta fallegust
Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld
Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFTIRLÆTIS BARNABÆKURNAR
Gallapils virka vel fyrir litlar skvísur
sem ekki eru byrjaðar að ganga,
ásamt því að auðvelda foreldrunum
bleyjuskiptin. Við gallapilsið má nota
fallegar sokkabuxur.
Fallegt stelpusett. Grænn bolur
við appelsínugular buxur. Settið
gengur á hvaða árstíma sem er.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Falleg herðaslá yfir
bleikan bol. Hlýtt og
gott og auðvelt fyrir
barnið að hreyfa sig.