Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 46
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1940 eltu fjórir unglingar hund inn um þröngan hellismunna nærri Montignac í Frakklandi. Þar beið þeirra ótrúleg sjón; fimmtán til sautján þúsund ára gamlar veggmyndir af ýmsum dýrum. Myndskreytingarnar eru eitt besta dæmi sem til er um lista- verk frá fyrri hluta steinaldar. Lascauz-hellirinn sem myndirnar fundust í er tuttugu metra breiður og fimm metrar á hæð. Veggina skreyta um sex hundruð myndir af dýrum og táknum og um fimmtán hundruð bergristur. Myndirn- ar af dýrunum eru ótrúlega nákvæmar. Þar má líta hesta, dádýr, hirti, naut og einnig goð- sagnakenndar verur. Aðeins er mynd af einni mannveru og er hún með fuglshaus og reistan getnaðarlim. Fornleifafræðingar telja að hellirinn hafi verið notaður sem miðstöð veiði- og trúarlegra athafna í langan tíma. Lascauz-hellirinn var opn- aður almenningi árið 1948 en honum var lokað árið 1963 af því að birtan frá lýsingunni hafði deyft liti myndanna og orðið til þess að þörungar höfðu sest á nokkrar þeirra. Eftirmynd var gerð af hellinum þar í grenndinni og opnuð almenningi árið 1983. ÞETTA GERÐIST: 12. SEPTEMBER 1940 Steinristur finnast JESSE OWENS FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1913. „Verðlaunagripir eyðast með tíð og tíma en vinir safna ekki ryki.“ Bandaríski hlaupagarpurinn Jesse Owens bauð nasistum birginn þegar hann vann fjögur gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. „Það eru vissulega gleðileg tíðindi þegar þetta hafðist loksins,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, bók- menntafræðingur og rithöf- undur, en hann ritstýrði fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem kom út hjá Máli og menningu í gær, nema síð- asta kaflanum sem fjallar um sagnagerð eftir 1970. Íslensk bókmenntasaga Máls og menningar telur nú fimm vegleg bindi sem saman mynda ítarlegasta yfirlitsrit um íslenska bók- menntasögu sem komið hefur út á íslensku. Fyrsta bindið kom út árið 1992 en þar voru íslenskar miðaldabókmenntir teknar fyrir og nú, fjórtán árum síðar, eru íslenskum sam- tímabókmenntum gerð skil í fimmta bindi. „Nálægðin í tíma er vita- skuld farin að trufla okkur þegar hér er komið sögu, yfirsýnin minnkar eftir því sem líður á 20. öldina og hætt við að sumir höfundar séu hér vanmetnir eða ofmetnir,“ segir Guðmund- ur Andri og undirstrikar að með fimmta bindinu sé því ekki verið að fella „neinn stóra dóm“ yfir æviverki samtímahöfunda. Fimmta bindið fyllir þó engu að síður upp í ákveðið tómarúm þar sem haldgott yfirlit yfir bókmenntir síð- ustu áratuga nýliðinnar aldar hefur ekki verið aðgengilegt hingað til. „Það hafa verið skrifuð drög að bókmenntasögu 20. aldar- innar, til dæmis í verkum Kristins E. Andréssonar og Stefáns Einarssonar, en þau skrif ná ekki nema fram á miðja síðustu öld.“ Rétt eins og í fyrri bind- unum leggur hópur fræði- fólks hönd á plóginn en í hópi þeirra sem eiga efni í nýju bókunum tveimur eru auk Guðmundar Andra, Árni Ibsen, Dagný Kristjánsdótt- ir, Jón Yngvi Jóhannsson, Magnús Hauksson, Árni Sig- urjónsson, Magnús Þór Þor- bergsson, Halldór Guð- mundsson, Margrét Tryggvadóttir, Silja Aðal- steinsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson. „Þetta er fríður flokkur fræðimanna og ég gerði varla annað en að taka við þessum frábæru ritgerðum, lesa þær yfir og búa til prentunar,“ segir Guðmund- ur Andri. „Ég er til dæmis svo eitthvað sé nefnt afskaplega ánægður með hvernig Dagný skrifar um Þórberg Þórðarson og ég held að sá kafli eigi eftir að vekja athygli og sýna Þór- berg í nýju ljósi.“ Þá segir Guðmundur Andri mikinn feng vera í ritgerð Matthí- asar Viðars, heitins, sem fjallar um módernismann í íslenskum bókmenntum í fimmta bindinu. Tuttugasta öldin er öld Halldórs Laxness í íslensk- um bókmenntum og hann er að sjálfsögðu áberandi í báðum bindunum. „Laxness gengur í gegnum þetta allt og ferli hans er fylgt í sam- hengi við annað sem var að gerast í íslenskum bókmennt- um og þjóðlífi frekar en að hann sé afgreiddur á einum stað í eitt skipti fyrir öll.“ Bindin fimm rekja sem fyrr segir sögu íslenskra bókmennta frá öndverðu til okkar daga, allt frá Háva- málum til Hallgríms Helga- sonar þannig að segja má að með útgáfu gærdagsins séum við komin aftur á byrjunarreit. Þegar Guð- mundur Andri er spurður hvort nú sé ekki rétt að bíða í svona þrjú ár áður en tekið sé til við sjötta bindi segir hann að nær sé kannski að bíða í svona 300 ár. thorarinn@frettabladid.is ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR: SAGAN Í FIMM BINDUM Framhald eftir þrjú hundruð ár GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON „Þetta er skrifað á ljósu og lipru máli og það er ekkert þarna sem ætti að vefjast fyrir fólki.“ PÁLL OG ÞORGERÐUR Páll Valsson, útgáfustjóri Eddu, afhenti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra, fyrstu eintök Íslenskrar bókmenntasögu IV og V í menntamálaráðuneytinu í gær. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Lúter Kristjánsson tónlistarkennari, Eyjabakka 5, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 8. september. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbrún Kristín Ólafsdóttir Pétur Jökull Hákonarson Kristján Björn Ólafsson Pála Kristín Ólafsdóttir Erna Ólína Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Einarsdóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis að Gullsmára 10, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 5. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. september kl. 15.00. Gylfi Norðdahl Guðbjörg Haraldsdóttir Thorbjorn Nilson Pálína Ósk Haraldsdóttir Þórarinn Óskar Þórarinsson Helga Haraldsdóttir Kristján Björnsson Sigríður Haraldsdóttir Óskar Jóhann Björnsson Anna María Haraldsdóttir Auður Haraldsdóttir Rúnar Birgir Sigurðsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, dóttir og amma, Anna Hafsteinsdóttir Brekkuskógum 1, Álftanesi, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 9. september. Ársæll Karl Gunnarsson Gunnar Karl Ársælsson Sigurlaug Sverrisdóttir Sólrún Ársælsdóttir Ingólfur V. Ævarsson Ingibjörg Birna Ársælsdóttir Rakel Ársælsdóttir Rúnar Snæland Jósepsson Ingibjörg B. Þorláksdóttir Hafsteinn Sigurþórsson og barnabörn. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Hjartarson andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 9. septemb- er. Hjörtur Egilsson Erna Hannesdóttir Kristín Egilsdóttir Þorsteinn Aðalsteinsson Finnur Egilsson Guðbjörg Einarsdóttir Ingunn Egilsdóttir Ástkær móðir okkar, Lena Berg Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum 7. sept. síðastlið- inn. Jarðarförin auglýst síðar. Eiríkur Stefánsson Rúnar Stefánsson Gestur Stefánsson Sigurður Stefánsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sólveig Guðmundsdóttir Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, áður til heimilis að Álfhólsvegi 38, Kópavogi, lést fimmtudaginn 7. september, 2006. Jarðarförin auglýst síðar. Örn Óskarsson Annakarin Wallin Rós Óskarsdóttir Helgi Helgason Ásdís Óskarsdóttir Jón Hermannsson Ævar Óskarsson Steinunn B. Valdimarsdóttir Kjartan Valdimarsson Þóra Grímsdóttir Brynjar Valdimarsson Sunneva Hafsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þakka hlýhug og samúð vegna fráfalls móður minnar Ingunnar Sveinsdóttur Norður-Fossi, Mýrdal. Guðmundur Arason Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Sigurjónsson hárskerameistari, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, (Einar rakari) lést á Sólvangi sunnudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. september kl. 13.00. Bryndís Elsa Sigurðardóttir Steinþór Einarsson Sylvie Primel Guðný Elísabet Einarsdóttir Einar Eyjólfsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.