Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 52

Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 52
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Nú er komið að bestu vikum árs- ins eða hinum víðfrægu tískuvik- um þar sem almenningurinn fær nasaþef af því sem mun gerast í tískunni á komandi ári. Riðið var á vaðið með Tískuvikunni í New York þetta árið og hófst hún um helgina með pompi og prakt. Hönnuðurinn Luella Bartley hefur ekki verið lengi í bransan- um en þar sem hún er fyrrverandi ritstjóri breska Vogue þá átti hún greiða leið inn í tískuheiminn. Lína Bartley fyrir vorið og sumarið 2007 var graf- ískt og fallegt í senn. Fatnaður Bartleys hefur ávallt einkennst af pönki í bland við skólatelpu- útlitið og ekki var nein breyting frá því þetta árið. Tímabilið 1960 sveif yfir tískupall- inum og stuttir kjólar í svörtu og hvítu munstri ásamt hvítum karlalegum skyrtum og lágbotna reimdum „Rockabilly skóm“. Það sem var einkennandi fyrir sýninguna var að stelpulegi kvenleikinn var að víkja fyrir strákalegum buxum og skóm í bland við víð snið. alfrun@fretta- bladid.is Strákastelpur teknar við af kvenleikanum GLANS Flottur svartur síðerma kjóll með stóru B framan á í glansefni. MUNSTRAÐ Stuttbuxur halda greini- lega áfram næsta sumar og þessar eru flottar. NIÐURMJÓTT Heldur áfram næsta ár og hér eru glæsilegar svartar buxur við flotta svarta íþróttapeysu. „METAL- IC“ Flottur glansandi kjóll og takið eftir að skórnir eru í stíl við kjólinn. BLÖÐRUSNIÐ Flottur svartur kjóll í fínni kantinum í hinu vinsæla blöðrusniði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Síðustu tónleikarnir í raunveru- leikaþættinum Rock Star: Supernova verða í kvöld en þeir voru teknir upp á sunnudaginn. Magni var síðastur í röðinni að þessu sinni en hann flutti lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna tókst vel upp með flutning sinn og eru netverjar flest- ir mjög ánægðir með hann. Hljómsveitameðlimir Supernova voru jafnframt mjög sáttir við Magna nema hvað að Tommy Lee fannst lagið óeftirminnilegt en fékk litlar undirtektir hjá áhorfendum í sal sem bauluðu á þessi ummæli trommuleikarans. „Reynið þá að syngja hluta af laginu,“ sagði Tommy við salinn sem gat það ekki. Gilby Clarke hrósaði Magna og sagði hann hafa átt frábært sumar. „Mér fannst flutningur þinn á Hush mjög góður og söngurinn alveg frábær en það vantaði herslumuninn í frumsamda laginu.“ Jason var ekki á sama máli og taldi að þrátt fyrir að lag Magna hefði ekki verið jafn frumlegt og hinna væri einhver harka í því. Segja má að Magni hafi verið allt í öllu í þessum lokaþætti en hann lék á gítar í frumsömdu lagi Toby, Throw It Away, þar sem hann fór að sögn netverja á kostum og söng undir hjá Dilönu í laginu Roxanne. Atkvæðin verða kunngjörð í loka- uppgjörinu á miðvikudagskvöldið og þá skýrist hvort Magni verður söngvari rokkhljómsveitarinnar Supernova. - fgg Magni allt í öllu MAGNI ÁSGEIRSSON Var allt í öllu í síðasta tónleikaþætti Rock Star: Supernova en hann söng lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. KEPPENDUR Í ROCK STAR Toby Karma Police Throw it Away Lukas Fix You Headspin Dilana Roxanne Supersoul Magni Hush When the Time Comes EÐ A LD A G A R VW Golf GTI skráður 02/05 ekinn 24.000 verð 3.250.000 kr. Laugavegur Audi A6 3,0 TDI quattro skráður 09/05 ekinn 12.000 verð 7.490.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga Laugavegur Mercedes Benz E 270 CDI skráður 12/02 ekinn 74.000 verð 5.490.000 kr. Laugavegur Lexus IS200 skráður 04/04 ekinn 35.000 verð 2.600.000 kr. Laugavegur Mercedes-Benz R-Class 350 skráður 12/05 ekinn 20.000 verð 6.990.000 kr. Laugavegur SKOKKUR Hnésíður skokkur ásamt óbund- inni slaufu um hálsinn. SILFUR Flottur kjóll í silfurlituðu og hvít kápa í stíl við glæsi- lega áberandi sólgleraugu. DRAGT Með tilkomu „nineties“ á ný hljóta dragtir að koma sterkar inn. Þessi mundi vekja athygli hvar sem er enda glæsileg. ÆPANDI BUXUR Það er greinilegt að munstraðar buxur verða heitar næsta sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.