Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 54
New York-sveitin Scissor Sisters fór beint á topp breska smáskífu- listans með nýjasta lag sitt I Don’t Feel Like Dancin’. Lagið er tekið af annari plötu sveitarinnar, Ta Dah!, sem kemur út mánudaginn 18. september. Sú fyrri bar nafn sveitarinnar og fór sigurför um heim allan þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Á meðal vinsælla laga á henni voru Laura, Take Your Mama og Mary. Vinsæl í Bretlandi SCISSOR SISTERS Bandaríska sveitin Scissor Sisters fór beint á toppinn í Bret- landi með lagið I Don´t Feel Like Dancin´. FRÉTTIR AF FÓLKI Brad Pitt ætlar að kvæn- ast Angelinu Jolie þegar öllum samkynhneigðum pörum í Bandaríkjunum verður leyft að gifta sig. Pitt hefur þráfaldlega neitað því að þau ætli að ganga í hjóna- band en segist munu skipta um skoðun þegar lögum verður breytt til þess vegar að allir megi ganga að eiga maka sinn. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Í United 93 er leikstjórinn Paul Greengrass á svipuðum slóðum og í mynd sinni Bloody Sunday, bæði hvað umfjöllunarefni og efnistök snertir. Hér er fylgst með örlög- um farþeganna í fjórðu þotunni sem rænt var 11. september 2001 en hrapaði áður en hún náði skot- marki sínu. Myndin er þannig upp byggð að myndatakan er í ætt við frétta- myndir og sérstakar persónur eru ekki dregnar út. Sagan byggir á skráðum heimildum um það sem gerðist þennan örlagaríka dag auk þess sem getið er í eyðurnar um lokastundir farþeganna. Stígandi myndarinnar er hægur en ákveð- inn. Flakkað er á milli flugvélar- innar, flugumferðarstjórnar og bækistöðva hersins; fyrir hlé lýsir hún helst þeim algjöra glundroða sem virðist hafa ríkt hjá lykil- stofnunum á jörðu niðri þegar vél- unum var rænt. Það er ekki fyrr en sigið er á seinni helming myndarinnar sem United 93 er rænt og myndin fer í gang af fullum krafti og stigmagn- ast eftir því sem nær endalokunum dregur. Lýsingin á lokastundum farþeganna er næstum yfir- þyrmandi í óhugnanlegu raunsæinu og lokaatriði myndarinnar er eitt það hryllilegasta sem undirritaður hefur séð, þar sem örvæntingar- fullir farþegarnir grípa í síðasta hálmstráið til að bjarga lífi sínu. Greengrass hefur reist sinn minnisvarða um þá sem fórust þennan dag; sterka mynd sem leit- ar á löngu eftir að úr kvikmynda- salnum er komið. Bergsteinn Sigurðsson Óhugnanleg lokastund UNITED 93 LEIKSTJÓRI: PAUL GREENGRASS Aðalhlutverk: Christian Clemenson, Trish Gates og Polly Adams. Niðurstaða: Raunsæisleg og óhugnanleg lýsing á ömurlegum lokastundum saklauss fólks býr til sterka mynd og áleitna. Poppkorn er ekki bara gott, það er líka fallegt. Ef þú átt nál og tvinna er lítið mál að búa til flotta perlufesti. Gerðu mikið úr litlu! F í t o n / S Í A 2 fyrir 1 í Sambíóin alla þriðjudaga  Skráðu þig í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins og þú færð Bíókort – 4 x frítt í bíó og margt fleira. Vasa línan Fer vel í veski Kvikmyndagerðarmaðurinn góð- kunni Michael Moore hefur nú tekið upp hanskann fyrir leikar- ann Tom Cruise, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið eftir að hann var rekinn frá kvikmynda- fyrirtækinu Paramount fyrir hegðun sína. Moore sagði á blaðamanna- fundi í Toronto að leikarar væru orðnir alltof mikil almennings- eign. „Látið hann vera. Cruise hefur ekki gert neitt annað en að hoppa í sófanum hjá Oprah Win- frey og á meðan hann er ekki að skjóta sprengjum yfir Írak þá skulum við láta kyrrt liggja. Hvaða trú hann aðhyllist er hans einkamál og við skulum ekki skipta okkur af því,“ sagði Moore, sem er þessa daga að kynna nýj- ustu mynd sína, Sicko, sem fjallar um heilsugæslu og spítala í Banda- ríkjunum og verður frumsýnd næsta vor. Tekur upp hansk- ann fyrir Cruise MICHAEL MOORE Er búinn að fá nóg af öllum fréttunum af Tom Cruise og sagði á blaðamannfundi að fólk ætti að láta hann vera enda hefði Cruise ekki gert neitt af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Kvikmyndin The Covenant, sem fjallar um ungmenni í heimavistar- skóla sem berjast hatrammlega innbyrðis, fór beint í efsta sæti lista yfir aðsóknarmestu myndir Bandaríkjanna. Samt sem áður er myndin, sem er í leikstjórn Finn- ans Renny Harlin, sú tekjulægsta yfir aðsóknarmestu myndir Banda- ríkjanna í þrjú ár. Halaði myndin „aðeins“ inn níu milljónir dollara, eða um 640 milljónir króna. Í öðru sæti var myndin Holly- woodland, sem fjallar um dauða George Reeves sem lék Superman í bandarísku sjónvarpi á sjötta ára- tugnum. Fótboltamyndin Invinci- ble lent í þriðja sætinu eftir að hafa verið á toppnum í síðustu viku. Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean varð síðastliðinn föstudag þriðja myndin í sögunni til að ná eins milljarðs dollara markinu, eða rúmlega 70 milljörð- um króna, miðað við sýningar víðsvegar um heiminn. Hinar myndirnar sem hafa náð þessum áfanga eru Titanic og Lord of the Rings: Return of the King. Covenant rauk beint á toppinn THE COVENANT The Covenant fór beint á toppinn í Bandaríkjunum en halaði þó „aðeins“ inn 640 milljónir króna. !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 LITTLE MAN B.I. 12 ÁRA kl. 6 YOU, ME & DUPREE kl. 10 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6 TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50, 8 og 10.10 LITTLE MAN kl. 4, 6, 8 og 10 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6 MIAMI VICE kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50 B.I. 7 ÁRA KVIKMYNDAHÁTÍÐ TRIALS OF DALLYL HUNT kl. 5.50 DAVE CHAPELLE´S BLOCK PARTY kl. 6 KITCHEN STORIES kl. 6 FACTOTUM kl. 8 THREE BURIALS OF MELEQUIADES ESTRADA kl. 8 LEONARD C. Í M YOUR MAN kl. 8 VOLVER kl. 10 TIGER AND THE SNOW kl. 10 WINTER PASSING kl. 10.10 Heiðarleg, fróðleg og bráðskemmtileg mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.