Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 57

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 57
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 33 Haukar – KR Þriðjudaginn 12. september 2006 Kaplakrikavöllur kl. 17:30 2. FLOKKUR KVENNA FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson og félagar hans í Stabæk tóku í gær á móti Brann, liði þeirra Ólafs Arnar Bjarnasonar, Kristjáns Arnar Sigurðssonar og Ármanns Smára Björnssonar. Brann gerði sér lítið fyrir og lagði Stabæk, 2- 1. Veigar Páll lék allan leikinn í liði Stabæk og sama gerðu þeir Kristján Örn og Ólafur Örn en Ármann Smári sat á varamanna- bekknum hjá Brann allan leikinn og kom ekkert við sögu. Íslenskir leikmenn voru líka í eldlínunni í Svíþjóð. Djurgarden tapaði á heimavelli gegn GAIS þar sem Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með Djurgarden en Jóhanni Guðmundssyni, leikmanni GAIS, var skipt út af á 84. mínútu leiksins. Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn með Öster sem tapaði á heimavelli fyrir Gefle, 1-2. - dsd Norski og sænski fótboltinn: Góður útisigur hjá Brann gegn Stabæk ÓLAFUR ÖRN OG KRISTJÁN ÖRN Voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann góðan sigur á Veigari Páli og félögum í Stabæk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GEIR DILLAN/BERGENSAVISEN FÓTBOLTI Luis Aragones, landsliðs- þjálfari Spánverja í knattspyrnu, bauðst til þess að segja af sér um daginn en knattspyrnusamband Spánar hafnaði uppsögninni. „Aragones kom á fund knattspyrnusambandsins með þá hugmynd að segja af sér en forsetinn hafnaði því,“ sagði talsmaður knattspyrnusambands- ins. „Hann bað þá um tvo daga í viðbót til að fara yfir sín mál. Aragones hefur fullt traust knattspyrnusambandsins en hann verður að hafa lokaorðið,“ bætti talsmaðurinn við. - dsd Luis Aragones: Afsögn hans var neitað FÓTBOLTI Jan Kromkamp, leikmað- ur PSV, segist ekki sjá eftir því að hafa gengið í raðir Liverpool á sínum tíma. Hann var keyptur til Liverpool í janúar en náði aldrei að festa sig í sessi og var svo seld- ur til PSV í síðasta mánuði. PSV og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Mér fannst erfitt að finna takt- inn í enska boltanum af því að ég fékk lítið að spila en ég mun aldrei gleyma þeim tíma sem ég átti í Liverpool og minningin um bikar- úrslitaleikinn gleymist aldrei,“ sagði Kromkamp. „En ég er ánægður með að vera kominn hingað, PSV er frábært félag,“ bætti Kromkamp við. - dsd Hollenski varnarmaðurinn Jan Kromkamp: Ég sé alls ekki eftir neinu Laugardalsv., áhorf.: 823 Valur Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–11 (13–6) Varin skot Kjartan 4 – Helgi 6 Horn 15–3 Aukaspyrnur fengnar 11–14 Rangstöður 2–3 GRINDA. 4–3–3 Helgi Már 7 Orri Freyr 7 David Hannah 6 Óðinn Árna. 6 Ray Anthony 6 (89. Michael -) Eysteinn Húni 5 (74. Alexander -) Óli Stefán 4 Paul McShane 5 Óskar Örn 7 Jóhann Þórh. 7 Guðmundur Atli 6 (67. Mounir 6) VALUR 4–4–2 Kjartan 8 Steinþór 6 (52. Örn Kató 5) Atli Sveinn 6 Barry Smith 7 Birkir Már 8 Sigurbjörn 7 *Pálmi Rafn 8 Baldur Ingimar 7 (90. Hálfdán -) Kristinn Hafliða. 6 Guðmundur Ben. 6 Garðar Jóh. 7 (90. Árni -) *Maður leiksins 1-0 Pálmi Rafn Pálmason (60.) 2-0 Pálmi Rafn Pálmason (69.) 2-1 Jóhann Þórhallsson (81.) 2-1 Jóhannes Valgeirsson (7) LANDSBANKADEILDIN STAÐAN FH 16 9 5 2 26-13 32 VALUR 16 7 6 3 24-15 27 KR 16 8 2 6 18-25 26 KEFLAVÍK 16 6 5 5 28-17 23 VÍKINGUR 16 5 5 6 20-13 20 FYLKIR 16 5 5 6 21-22 20 BREIÐABLIK 16 5 4 7 24-31 19 GRINDAVÍK 16 4 6 6 23-22 18 ÍA 16 5 3 8 22-27 18 ÍBV 16 4 3 9 14-35 15 FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson tryggði Reading þrjú dýrmæt stig þegar félagið tók á móti Manchester City á Madejski-vellinum í gær. Ívar skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu en lenti um leið í samstuði og lá óvígur eftir. Sigur Reading þótti sanngjarn en litlu mátti muna að Brynjar Björn Gunnarsson hefði skorað annað mark Reading í leiknum með skoti af um 30 metra færi en markvörður City varði vel. - hbg Enska úrvalsdeildin: Ívar tryggði Reading sigur ÍVAR INGIMARSSON Hetja Reading í gær. FÓTBOLTI Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason sá til þess að Valur fékk öll þrjú stigin gegn Grinda- vík í gær en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Valsmenn stilltu upp Garðari Jóhannssyni í fremstu víglínu á ný í gær en ekkert verður af því að hann gangi í raðir Fredrikstad á næstunni. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og bæði lið sóttu af miklum krafti. Besta færi hálf- leiksins fékk Grindvíkingurinn Jóhann Þórhallsson er hann stóð einn gegn Kjartani markverði en hann fór mjög illa að ráði sínu. Eftir rúmlega hálftíma leik komst síðan Óskar Örn einn í gegn en Kjartan varði, Grindvík- ingar tóku frákastið en Valsmenn björguðu á línu. Vörn Vals var í tómu tjóni á köflum og Grindvík- ingar fengu fleiri dauðafæri en Kjartan bjargaði Val hvað eftir annað. Valsmenn fengu einnig sinn skerf af færum en voru sömu klaufar og Grindvíkingar. Þrátt fyrir fjölda færa og mikið fjör var markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur hófst með sömu látum og sá fyrri endaði og ekki voru margar mínútur liðnar af síðari hálfleiknum þegar Stein- þór Gíslason varð að fara af velli eftir að hafa fengið vænt olnboga- skot frá Óskari Erni Haukssyni. Fyrsta mark leiksins kom loks- ins á 60. mínútu þegar Húsvíking- urinn Pálmi Rafn Pálmason átti hörkuskot utan vítateigs sem söng í markhorninu hjá Grinda- vík. Glæsilega gert. Pálmi endurtók leikinn níu mínutum síðar þegar hann átti annað þrumuskot utan teigs en að þessu sinni fór boltinn í stöngina og þaðan í netið. Grindvíkingar minnkuðu mun- inn níu mínútum fyrir leikslok þegar Jóhann skoraði einn gegn markverði. Paul McShane fékk algjört dauðafæri þrem mínútum síðar en skaut yfir markið. Algjör klaufaskapur. Þetta reyndist lokafæri leiks- ins og Valur á því enn möguleika á titlinum en Grindavík er í frek- ar erfiðum málum í neðri hlutan- um. „Þetta var mjög ljúft og sann- gjarn sigur,“ sagði hetjan Pálmi Rafn. „Grindavík pressaði full- mikið en það hafðist. Þetta heldur lífí í toppbaráttunni og við erum ekki hættir.“ - hbg Grindvíkingar í vondum málum eftir tap gegn Val á Laugardalsvelli: Þrumufleygar Pálma Rafns sökktu Grindvíkingum GARÐAR KOMINN AFTUR Garðar Jóhannsson klæddist Valsbúningnum á ný gegn Grindavík í gær og stóð sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.