Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 62
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 HRÓSIÐ FÆR … 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 nautasteik 6 hvað 8 eldsneyti 9 hætta 11 á fæti 12 hvæsa 14 skíta 16 nafnorð 17 lofttegund 18 vafi 20 tveir eins 21 steintegund. LÓÐRÉTT: 1 ofneysla 3 kringum 4 skóhljóð 5 af 7 forviða 10 nálægar 13 arr 15 sót 16 vefur 19 á fæti. LAUSN: FRÉTTIR AF FÓLKI Dansleikhúsdrottningin Pina Bausch er nú stödd hérlendis með 50 manna hóp og hefur yfirtekið Borgarleikhúsið. Eru menn að vonum spenntir að hafa þessa miklu dans- og leikhúskonu hér á landi en leikhúsfræðing- ar vilja meina að áhrif hennar séu ómæld. Í hópi helstu aðdáenda hennar hér á landi má nefna Benedikt Erlingsson, Guð- jón Pedersen og Baltasar Kormák að ógleymdri sjálfri Björk sem sótt hefur í smiðju Bausch í mynd- böndum sínum. Þekkt er að smásmyglislegt reglu- gerðarverk á ekki við þegar stór- stjörnur eru annars vegar. Þetta á við um Pinu Bausch. Hún reykir eins og skorsteinn og dettur ekki nokkrum manni að gera athugasemdir við það. Þó hún fari um í Borgarleikhúsinu með sígarettuna logandi hvert sem henni sýnist. Núverandi og fyrrverandi nem- endur í Leiklistarskólanum héldu árlegan haustfagnað sinn á laugar- dagskvöldið. Nýnemum í skólanum þótti ekki ónýtt að fá að skemmta sér með kempum á borð við Ingvar E. Sigurðsson, Ólafi Darra Ólafsson, Víking Kristjánsson og Guðrúnu Gísladóttur. Ekki skemmdi fyrir að Ingvar tók með sér sjálfan Gerard Butler og annan leikara úr Bjólfs- kviðu og var erlendu gestunum tekið með kostum og kynjum. Það vakti sömuleiðis athygli að Þorvaldur Davíð Kristjánsson mætti í veisluna, en hann hætti sem kunnugt er námi við leik- listardeild LHÍ eftir einn vetur. Vinir og félagar Þorvaldur notuðu tæki- færið til að kveðja hann með virktum og ætlaði kossaflensi og faðmlögum seint að linna. - jbg/hdm ... Natalía Chow fyrir að stofna kvennakór sem er að mestu skipaður konum af erlendum uppruna. LÁRÉTT: 2 buff, 6 ha, 8 mór, 9 ógn, 11 tá, 12 fnæsa, 14 drita, 16 no, 17 gas, 18 efi, 20 kk, 21 talk. LÓÐRÉTT: 1 óhóf, 3 um, 4 fótatak, 5 frá, 7 agndofa, 10 nær, 13 sig, 15 aska, 16 net, 19 il. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Stefán Hilmarsson 2 Menntaskólinn í Reykjavík og Laugalækjarskóli 3 Yoko Ono Mikilli veislu var skellt upp á skemmtistaðnum Sirkus á laugar- daginn þegar annar eigandi stað- arins, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, fagnaði fimmtugsafmæli sínu. Fjöldi góðra gesta mætti til að samfagna Ingu og spiluðu meðal annars Fræbbblarnir og Danny Pollock fyrir viðstadda. Að sögn Ingu heppnaðist afmælisveislan ótrúlega vel og mættu í kringum hundrað manns í veisluna. Þegar líða tók á kvöldið fóru fastagestir staðarins að láta á sér kræla og þá fór heldur betur að hitna í kolunum. Um nóttina datt einhverjum í hug að stífla klósett- ið með klósettrúllu með þeim afleiðingum að vatn flæddi um gólf staðarins og safnaðist fyrir í einu horninu svo úr varð „stöðu- vatn“ eins og einn sjónarvotta komst að orði. „Við íhuguðum að loka staðnum,“ sagði afmælis- barnið Inga. „Hins vegar reyndist svo mikið líf í tuskunum hjá þeim sem voru á staðnum að nokkrar stúlkur tóku sig til, báðu um verkfæri við hæfi og moppuðu vatnið upp,“ bætir hún við og hlær. „Fólkið var ekk- ert á því að láta nokkra vatnsdropa stöðva sig.“ - fgg Glímdi við stíflað klósett eftir afmælið INGA SÓLVEIG FRIÐJÓNSDÓTTIR Fagnaði fimm- tugsafmæli sínu á Sirkus fyrr um dag- inn en glímdi við stíflað klósett seinna um kvöld- ið. KLÓSETT Var stíflað af einhverjum óprúttnum náunga. SIRKUS Klósettvatn flæddi út á gólfið með þeim afleiðingum að „stöðuvatn“ myndaðist í einu horni staðarins. Gestir staðarins tóku virkan þátt í því að koma vatninu í réttan farveg. Bubbi Morthens er kóngurinn og veldissproti hans er gítarinn. Ein- mitt núna standa starfsmenn Martin-gítarverksmiðjunnar í Pennsylvaniu sveittir við að sér- smíða nýjan kassagítar handa honum. Þeir byrjuðu fyrr á árinu og Bubbi vonast til að fá gítarinn í hendurnar í nóvember. „Þessi gítar er smíðaður eftir mínu höfði. Mér fannst kominn tími til að láta það eftir mér,“ segir Bubbi. „Mig langaði í belg- mikinn gítar með góðum botni, svipaðan þeim sem notaðir voru um miðja síðustu öld og menn eins og Hank Williams spiluðu á.“ Bubbi segir að nýi gítarinn verði áttundi eða níundi kassagít- arinn í sinni eigu. „Ég hef átt marga góða gítara í gegnum tíð- ina og á þá marga enn, en mig langaði í einn svona algjöran eðal- gítar. Ég held að þetta sé skyn- samleg fjárfesting. Ég á fyrir tvo Martin gítara úr Tónastöðinni, Gibson-gítar og 12 strengja Ovat- ion. Svo á ég slatta af ræflum sem koma sér vel þegar mig vantar ákveðið sánd. Þeir eru til dæmis góðir í tveggja strengja blús.“ Bubbi vill ekki ljóstra upp verði gítarins en búast má við að hann kosti ríflega milljón krónur. Eitt af því sem Bubbi fór fram á var að BUBBI væri skrifað með perluskeljum á háls gítarsins. „Ég ætla rétt að vona að þeir klúðri því ekki og hann komi með BOBBI eða ROBERT á hálsin- um,“ segir Bubbi og hlær. „Svo er hann smíðaður úr eðalviðarteg- undum. Þeir þarna hjá Martin eiga tré lengst inni á lagerum hjá sér sem eru búin að vera á vernd- arlistum í áratugi. Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki að fara að spila á einhverjar útdauða tegund og verði með brjálað Greenpeace- fólk á tónleikum hjá mér fram- vegis.“ Bubbi segir að það skipti miklu máli að spila á góðan gítar. „Þó það sé ekki fyrir annað en gleðina sem felst í því að spila á gott hljóð- færi. Annars tekur það mig eflaust smá tíma að venjast nýja gítarn- um og ég verð líklega í sjokki fyrst um sinn. Annaðhvort sjokk- eraður af gleði“ eða vonbrigðum með að gítarinn sé ekki nákvæm- lega eins og ég hugsaði mér. gunnarh@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: LÆTUR SÉRSMÍÐA FYRIR SIG KASSAGÍTAR Vonar að þeir skrifi ekki BOBBI á hálsinn BUBBI MEÐ GIBSONINN SINN Fær nýjan sérsmíðaðan Martin gítar í nóvember. Gítarinn er smíðaður í Pennsylvaníu og kostar að líkindum yfir eina milljón króna. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN Sjónvarpskokkurinn góðkunni Völli Snær eldaði fyrir Rock Star: Supernova-keppendurna á sunnu- dagskvöldið eftir að upptökum á tónleikaþættinum lauk. Hugmynd- in kom fram í Icelandic Naturally og þurfti Völli að bregðast skjótt við enda á leiðinni norður þegar kallið kom. Hann dreif sig í bæinn, upp í flugvél og komst til Los Ang- eles á mettíma. Úrslitastundin er skammt undan hjá Magna og félögum og því var kærkomið fyrir þau að dveljast eina kvöldstund fjarri myndavél- um sem hafa fylgt þeim við hvert fótmál allt sumarið. „Við vorum búin að kveikja á kyndlum sem komu í staðinn fyrir flóðlýsing- una,“ sagði Völli þannig að róman- tíkin sveif yfir vötnum. „Ég hafði tekið smá Reyka Vodka með mér og gerði martini með gúrkum,“ heldur kokkurinn áfram og gátu þau Lukas, Dilana, Magni og Toby gætt sér á snittum uns dýrindis kvöld- verður var reiddur fram að hætti Völla. „Ég bauð upp á íslenskan lax í jógúrtsalati með valhnetusalati í forrétt en í aðalrétt var að sjálf- sögðu íslensk lúða og lamb með öllu tilheyrandi,“ segir Völli en í eftir- rétt var skyr. „Magni frétti síðan af því að ég hefði tekið með hákarl og svið og vildi ólmur bjóða vinum sínum upp á slíkt,“ bætir hann við og varla þarf að taka fram hver við- brögð þeirra voru. „Dilana fúlsaði þó ekki við þessu og fannst þetta allt í lagi þótt henni þætti bragðið vissulega sérstakt.“ Völli sagði að stemningin í hópn- um hefði verið mjög góð og þau kæmu honum fyrir sjónir sem góðir vinir. „Auðvitað er ég síðan bara stoltur af því að geta gert þetta fyrir Magna,“ bætir Völli við en hann verður viðstaddur úrslita- stundina á morgun. Völli Snær sló í gegn hjá Magna og félögum VÖLLI SNÆR Eldaði dýrindis mál- tíð ofan í Magna og félaga þegar þau gátu loksins dvalist fjarri öllu ónæði og myndavélum. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.