Fréttablaðið - 12.10.2006, Side 16
12. október 2006 FIMMTUDAGUR
FERÐAÞJÓNUSTA Herbergjum á
þriggja og fjögurra stjörnu hótel-
um mun fjölga um 376 í Reykjavík
á næsta ári. Alls verða þau þá 2.578,
sem er sautján prósentum meira
en nú er. Mestu munar um 205 her-
bergja stækkun á Grand hóteli og
byggingu 105 herbergja hótels sem
mun bera nafnið Hótel Arnarhvoll.
Bæði þessi hótel verða tilbúin
snemma næsta vor að sögn Ernu
Hauksdóttur, framkvæmdastjóra
Samtaka ferðaþjónustunnar. „Í ár
hefur einnig orðið nokkur fjölgun
á herbergjum og þessa dagana er
verið að opna Hótel Þingholt en
þar verða 54 herbergi.“
Erna segir alltaf ákveðna hættu
á að herbergjanýting hrökkvi til
baka en hvert nýtt hótel sé samt
sem áður tækifæri sem bjóði upp á
nýja markaðssetningu. Erna segir
að opinberir aðilar jafnt sem einka-
fyrirtæki eigi að taka höndum
saman og sjá til þess að markaðs-
setningin sé öflug því öflug ferða-
þjónusta sé allra hagur.
„Stærsti hluti þeirra sem gista
á hótelum í Reykjavík er erlendir
ferðamenn sem eru hér í ýmsum
erindagjörðum. Þá hefur verið
mikil auking á ferðamönnum sem
koma í viðskiptaerindum og til að
sitja fundi og ráðstefnur.“
Áætlað er að innan nokkurra
ára rísi fyrsta hótelið hér á landi
sem mun uppfylla öll skilyrði
fimm stjörnu hótela, en þetta er
ráðstefnuhöll W-hótels sem byggð
verður samsíða Tónlistarhúsinu.
Erna segir að fyrstu átta mán-
uði þessa árs hafi meðal herbergja-
nýting verið 53,2% á landsvísu og
hafi aukist um 16 prósent frá árinu
áður.
Auður Anna Ingólfsdóttir, hót-
elstjóri Hótel Héraðs á Egilsstöð-
um, segir að tekjuaukning hótels-
ins hafi verið 60 prósent í
septembermánuði milli áranna
2005 til 2006.
„Þá hefur verið gríðarleg fjölg-
un gesta milli ára í júlí og ágúst en
hótelið var stækkað um 24 herbegi
vorið 2004 og er nú 60 herbergi.“
Auður segir erlenda ferðamenn
vera uppistöðuna í hótelgestum
yfir sumartímann en að Íslending-
ar séu meira áberandi á öðrum
árstíma. „Sumarið 2005 voru
Íslendingar næstflestir gesta
hótelsins en þeir eru mikilvægur
markhópur. Heimsóknir á Kára-
hnjúka hafa skilað sér í fleiri bók-
unum á hótelið en einnig er mikil
fjölgun á hópum sem koma hingað
til að fara á ráðstefnur eða að gera
sér glaðan dag.“ hugrun@frettabladid.is
Hótelherbergj-
um fjölgar
Tekjur Hótel Héraðs á Egilsstöðum jukust um sex-
tíu prósent í septembermánuði milli áranna 2005
til 2006 en þar eru Íslendingar stór hópur gesta. Í
Reykjavík er fyrirhugað að stórauka gistirými.
FERÐAMENN Öflug ferðaþjónusta er allra hagur, segir Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
VÍNARBORG, AP Heinz Fischer, for-
seti Austurríkis, afhenti í gær
Alfred Gusenbauer, leiðtoga sósíal-
demókrata, umboð til þess að
mynda ríkisstjórn.
Tíu dögum fyrr hafði Sósíal-
demókrataflokkurinn sigrað naum-
lega í þingkosningum. Gusenbauer
hyggst mynda „stóra samsteypu-
stjórn“ með Þjóðarflokknum, sem
hafði farið með völd í landinu fram
að kosningunum. Hann sagði þó
óhjákvæmilegt að báðir flokkarnir
gerðu málamiðlanir til þess að geta
myndað stjórn.
Wolfgang Schüssel, fráfarandi
kanslari og leiðtogi Þjóðarflokks-
ins, sagði þó engan veginn sjálfsagt
að stjórnarmyndun tækist. - gb
Stór samsteypustjórn í smíðum í Austurríki:
Gusenberger fær umboð
TEKUR VIÐ UMBOÐI Gusenbauer hneigði
sig þegar Fischer afhenti honum stjórnar-
myndunarumboðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Heimsóknir á Kára-
hnjúka hafa skilað sér
í fleiri bókunum á hótelið en
einnig er mikil fjölgun á hópum
sem koma hingað til að fara á
ráðstefnur eða að gera sér glaðan
dag.“
AUÐUR ANNA INGÓLFSDÓTTIR
HÓTELSTJÓRI
AUÐUR ANNA
INGÓLFSDÓTTIR
ERNA
HAUKSDÓTTIR
Sími 585 4000
www.urvalutsyn.is
Töfrandi Tyrkland
LÚXUS &
MUNAÐUR
Sólríkar sérferðir til Antalya
Belek
Verð frá
99.900 kr.
á mann í tvíbýli 19. okt. í 11 nætur - allt innifalið
Njóttu lífsins í einu fallegasta landi heims
Antalya og Belek eru vinsælustu sólarstaðir Evrópu-
manna á suðurströnd Tyrklands og hafa svo
sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Út frá
Antalya eru margar glæsilegar strendur og íslenskir
kylfingar hafa lýst Belek sem toppstað, hvort sem talað
er um golfvelli, gististaði eða umhverfið sjálft.
Lúxusgisting þar sem allt er innifalið
Þú þarft ekki að eyða peningum á Hotel Porto Bello,
5 stjörnu lúxushóteli.
Missið ekki af frábæru tækifæri til að
upplifa ennþá lengra sumar!
19. október - 11 nætur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
U
RV
3
44
43
10
/2
00
6
Innifalið í verði: flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 9 nætur
á Porto Bello („allt innifalið„), íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.