Fréttablaðið - 12.10.2006, Page 32

Fréttablaðið - 12.10.2006, Page 32
32 12. október 2006 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ég sagði frá því á þessum stað um miðjan maí, hvernig eistneska ríkisstjórnin brást við þeim ótíðindum, að verðbólgan í Eistlandi reyndist ögn - broti úr prósentu! - meiri en svo, að Eistum leyfðist samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) að taka upp evruna um næstu áramót eins og þeir höfðu ætlað sér. Hér var mikið í húfi, því að Eistum liggur á: þeir eru fegnir frelsinu og mega engan tíma missa. Þeir hefðu að sönnu getað falsað vísitöluna með því að lækka virðisaukaskatt til að komast í höfn á tilskildum tíma, en þeir ákváðu að gera það ekki, heldur bíða með evruna. Þeir vissu sem var, að stjórnvöld geta ekki dregið úr verðbólgu nema skamma hríð með því að lækka skatta. Nei, skattalækkun hefur jafnan þveröfug áhrif til lengdar: hún eykur eftirspurn í efnahags- lífinu og kyndir því undir verðbólgu. Eistar ráðast að rótum hvers vanda, ekki að einkennun- um. Þessi reynslusaga rifjast upp nú, þegar ríkisstjórnin hér heima hefur lokins, loksins kunngert ráðstafanir til að lækka matar- verð. Auðvitað er engum blöðum um það að fletta, að matarverð á Íslandi er mjög hátt og miklu hærra en í nálægum löndum, til dæmis í Danmörku, og eru Danir þó áskrifendur að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB í gegnum aðild sína að Sambandinu síðan 1972. Verðmunurinn stafar að mestu leyti af því, að búverndar- stefna íslenzkra stjórnvalda gengur mun lengra en búverndin innan ESB, og er búverndin innan ESB þó ærin og bíður gagngers uppskurðar. Hvað þarf til þess að lækka matarverð? Til þess þarf að ráðast að rótum vandans frekar en útvortis einkennum hans. Matarverð á Íslandi hefur verið himinhátt í tvo mannsaldra vegna djúpstæðrar óhagkvæmni í landbúnaði, svo sem Halldór Kiljan Laxness lýsti með hárrétt- um rökum í nokkrum flugbeittum blaðagreinum 1940-44. Matar- verðið er enn of hátt eftir öll þessi ár, þótt ýmsar framfarir hafi að vísu átt sér stað bæði í landbúnaði og matvöruverzlun. Til að mynda er nú minni völlur á kaupfélögunum, sem áður höfðu yfirgnæfandi markaðshlutdeild í matvöruverzluninni og léku landsmenn grátt á þeim vettvangi og víðar; flest eru horfin. Óhagkvæmnin í íslenzkum landbúnaði stafar enn sem fyrr að mestu leyti af markaðsfirringu í skjóli innflutningsverndar í krafti ofurtolla, sem leystu blátt bann við búvöruinnflutningi af hólmi fyrir nokkrum árum. Þessi vandi er að mestu leyti óleystur enn. Ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar breyta litlu. Hvernig stendur á því? Hryggjarstykkið í ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar er lækkun á virðisaukaskatti á matvælum og öðru. Við þetta bætast óljós fyrirheit um smávægilega lækkun tolla á innfluttum mat. Ef höfuðorsök hás matarverðs væri skattheimta ríkisins, væri vit í þessum ráðstöfunum. En vandinn liggur annars staðar. Ríkisstjórn- in ræðst ekki að rótum vandans, sem er markaðsfirring í skjóli tollverndar. Fyrirhuguð skatta- lækkun á að skila sjö milljörðum króna á ári til neytenda. Ríkis- stjórnin er með öðrum orðum að búa sig undir að eyða sjö millj- örðum króna af skattfé almenn- ings á hverju ári til að lækka matarverð. Ríkisstjórnin hlýtur til mótvægis að ætla sér að draga úr þjónustu við almenning eða hækka aðra skatta, svo að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings helzt þá væntanlega óbreyttur. Það er með öðrum orðum bara verið að flytja fé úr einum vasa í annan. Fólkið í landinu kemst með þessu móti af með minni matarútgjöld og á þá meira fé til annarra nota, en summa útgjaldanna er óbreytt, úr því að kaupmáttur heimilanna helzt óbreyttur. Ríkisstjórnin er á rangri braut. Hún þyrfti að draga undanbragðalaust úr tollvernd landbúnaðarins, svo að ódýr innflutt matvæli ættu greiðari leið inn í landið. Þá myndi kaupmáttur heimilanna aukast til muna frekar en að standa í stað. Fólkið í landinu kæmist þá af með minni útlát til matarkaupa og hefði meira fé milli handa til annarra nota. Summa útgjaldanna myndi aukast, því að lækkun matarverðsins kæmi að utan og sprytti ekki af millifærslum hér heima með gamla laginu. Við þetta myndu bændur þurfa að hagræða framleiðslu sinni til að standast samkeppni eða finna sér önnur verk að vinna. Hversu langan tíma ættu þessu umskipti að taka? Ekki mjög langan, úr því sem komið er. Bændur hafa haft nægan tíma til að átta sig á breyttum viðhorfum til búverndar. Hafi þeir ekki notað hann sem skyldi til að búa sig undir breytta hagi, þá má kannski ræða það. Keisarinn er kviknakinn UMRÆÐA Lækkun matvælaverðs Það var merkilegt að fylgjast með við-brögðum Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ, í fjölmiðlum við til- lögum ríkisstjórnarinnar um að stórlækka matvælaverð á Íslandi. Tillögurnar fela meðal annars í sér að stórlækka virðis- aukaskatt á matvæli, lækka tolla á inn- fluttar kjötvörur og fella niður vörugjöld. Hér eru á ferðinni aðgerðir sem maður hefði haldið að einn helsti forsvarsmaður launþegahreyfingarinnar á Íslandi myndi fagna, enda er fyrirséð að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings mun hækka verulega þegar þær verða komnar til framkvæmda. En það stóð á fagnaðarlátunum hjá framkvæmda- stjóra ASÍ sem lýsti áhyggjum sínum af því að aðgerðirnar myndu auka á þenslu í efnahagslífinu, viðhalda hárri verðbólgu og vöxtum og líklega ekki skila sér til neytenda í formi lægra matvöruverðs. Má ráða af viðbrögðum Gylfa Arnbjörnssonar að hann telji það gagnast skjólstæðingum sínum innan ASÍ að skattar á matvæli yrðu hækkaðir? Það eru ekki nema örfáir dagar síðan Samfylkingin kynnti tillögur sínar til lækkunar matvælaverðs á Íslandi. Þær tillögur ganga lengra en boðaðar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar. Einhverra hluta vegna sá framkvæmdastjóri ASÍ ekki ástæðu til að setja fram gagnrýni á tillög- ur Samfylkingarinnar með sama hætti og hann gerði gagnvart tillögum ríkisstjórn- arinnar. Ætli ástæðan geti verið sú að Gylfi Arnbjörnsson er sem stendur fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík? Það er mikilvægt að forsvarsmenn launþegahreyfingarinnar á Íslandi séu trúverðugir í málflutningi sínum. Gylfi Arnbjörnsson verður að gera það upp við sig þegar hann kemur fram í fjöl- miðlum hvort hann ætlar að gæta hagsmuna Sam- fylkingarinnar eða launþegahreyfingarinnar. Afstaða hans til tillagna ríkisstjórnarflokkanna um lækkun matarverðs ber þess merki að hann sé í verulegum vafa um hvorri kápunni hann eigi að klæðast. Höfundur er alþingismaður og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tvö andlit Gylfa SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Lækkun matvæla- verðs Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Bændur hafa haft nægan tíma til að átta sig á breyttum við- horfum til búverndar. N ú er unnið að stofnun sérstakrar deildar hjá Ríkis- lögreglustjóra til að rannsaka hryðjuverk og skipu- lagða glæpastarfsemi. Margir hafa velt fyrir sér umfangi starfsemi þessarar deildar og talað um stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Á síðustu vikum hefur umræða um eftirgrennslana- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglu lifnað við í kjölfar birtingar greinar prófessors Þórs Whitehead um málið í tímaritinu Þjóðmálum. Fullvissa Jóns Bald- vins Hannibalssonar um að sími hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraður svo seint sem árið 1993 er enn einn vinkill í málinu og vekur raunar furðu. Ljóst er að þjóðin á heimtingu á greinargóðum upplýsingum um umfang starfsemi sem kenna má við leyniþjónustu. Þeir sem þessi starfsemi hefur beinst að hljóta að krefjast þess að fá upplýsingar um hvaða upplýsingum kann að hafa verið safnað, hverjir tóku við þeim og hvað var gert með þær. Vissulega má taka undir með Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra að affarasælla sé að horfa fram á veginn en um öxl. Sömu- leiðis er ljóst að kalda stríðinu er lokið og kemur vonandi aldrei aftur. Hitt er annað mál að til að sátt og traust geti ríkt um starf- semi deildar hjá Ríkislögreglustjóra sem fer með rannsóknir sem flokka má sem leyniþjónustustarfsemi verða upplýsingar um hler- anir og njósnir á árum kalda stríðsins að koma upp á yfirborðið. Hvert var umfang þessarar starfsemi? Hver stóð fyrir henni? Hver tók ákvörðun um það með hverjum var fylgst? Hver tók við upplýsingunum? Hvað var gert við þær? Hvenær lauk þessari upplýsingasöfnun eða er henni hugsanlega ekki lokið? Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur bent á þá leið sem farin hefur verið í Nor- egi. Þar var ákveðið að rannsaka ofan í kjölinn þá njósnastarfsemi sem fram hafði farið á árum kalda stríðsins. Komist var að þeirri niðurstöðu að gróf mannréttindabrot hefðu átt sér stað og að menn hefðu orðið fyrir óréttmætri innrás í einkalíf sitt. Niðurstaðan var sú að þeir sem fylgst hafði verið með fengu upplýsingar um gögnin sem safnað hafði verið og greiddar voru skaðabætur vegna þessa. Nú er því ekki haldið fram hér að fylgst hafi verið með íslenskum borgurum á sama hátt og gert var í Noregi en það er yfirvalda dómsmála í landinu að sýna fram á að svo hafi ekki verið. Í mörg- um Evrópulöndum hefur ólögleg njósnastarfsemi komið upp á yfirborðið og ekki ástæða til annars en að ætla að eitthvað í þá veru hafi einnig átt sér stað hér á landi. Áður en upplýst hefur verið um það getur þjóðin ekki treyst þeirri deild innan lögreglunnar sem á að fara með rannsóknir sem eiga skylt við leyniþjónustustarfsemi. Starfsemi í átt að leyniþjónustu: Nauðsynlegt að traust ríki STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Ljóst er að þjóðin á heimtingu á greinargóðum upp- lýsingum um umfang starfsemi sem kenna má við leyniþjónustu. Skuldaklukkan tifar Bryndís Ísfold, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, gerir góðlátlegt grín að tali sjálfstæðismanna í borgarstjórn um skuldir Reykjavíkurborgar. „Þeir sem hafa haft úthald og nennu í að reyna að halda þræði í þessari kjánalegu umræðu þeirra ættu að líta inn á vef borgarstjórnaflokks sjálfstæðismanna og fylgjast með því hvernig skuldaklukkan tifar enn og ekkert bendir til þess að verið sé að hægja á útgjöldunum,“ bendir Bryndís á. Skuldirnar nemi rúmum 74 tmilljörðum króna. „Gott ef hún tifar ekki hraðar núna enda nóg af nýjum útgjöldum.“ Stefnunni framfylgt „Við viljum lækka tekjuskatt um 4 prósent á kjörtímabilinu. Við viljum afnema eignaskatt algjörlega. Við viljum lækka um helming virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun og rafmagnskostnað og öðru sem tilheyrir lægra virðisaukaskattsþrepinu,“ sagði Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi 2003. „[K]enningin segir að heppilegra og hagkvæmara sé á alla lund að skattalækkanir eigi sér stað þegar þarf að ýta undir hreyfingu í þjóðfélagi, en ekki þegar spenna er sem mest,“ sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri í Viðskiptablaðinu í gær. Dýrabindi dýralæknis Samfylkingarmennirnir Jón Gunnarsson og Einar Már Sigurðsson gerðu góðlátlegt grín að bindi Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í umræðum um fjáraukalög á Alþingi í fyrradag. Á bindi Árna voru myndir af hrossum. Spurði Einar hvort það væri í tilefni þess að fjárveitingar til hrossamála væru stórauknar í frumvarpinu. Árni sagðist eiga mörg bindi með myndum af dýrum; spendýrum og fuglum. Einar Már væri velkominn í heimsókn að skoða bindin fyrst hann hefði svona gaman af dýrabindum. bjorgvin@frettabladid.is ��������� ��������������������������������������������������� �������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������������������������������� ������������������ ������������������������������������������� �������������������������������������� ������������������������� ������������������������������������������������������ �������������������������������������������� ������������������������������ ����

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.