Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 66
12. október 2006 FIMMTUDAGUR42
menning@frettabladid.is
! Kl. 20.00Hljómsveitirnar Royal Fanclub,
Skítur, Cliff Clavin og Pönkbandið
Fjölnir leika á Fimmtudagsforleik
Hins hússins, gengið er inn í Kjall-
arann Austurstrætismegin. Allir 16
ára og eldri eru velkomnir, enginn
aðgangseyrir.
> Dustaðu rykið af ...
Múmínálfunum, ævintýraverum rithöf-
undarins og myndlistarkonunnar Tove
Jansson. Múmínpabbinn eirðarlausi
og Múmínmamman rólynda eiga sinn
Múmínsnáða en vinir hans Snork-
stelpan og Snúður að ógleymdum
ólátabelgnum Míu hafa kennt kynslóð-
um sitthvað um mannúð og samskipti
síðan bækurnar komu fyrst út árið 1945.
Félagið MÍR, Menningartengsl
Íslands og Rússlands,
skipuleggur reglulegar
kvikmyndasýningar í vetur
og hefjast þær formlega
næstkomandi sunnudag.
Sýningarnar fara fram
í félagsheimili MÍR við
Hverfisgötu 105. Í október
verða sýnd þrjú klassísk
verk frá blómaskeiði
þöglu kvikmyndanna í
Sovétríkjunum og Rússlandi á
árunum 1925-1930.
Myndirnar þrjár eru eftir
brautryðjendur rússnesku
kvikmyndalistarinnar
sem vöktu heimsathygli
fyrir sérstæð efnistök,
pólitískan áhrifamátt og
framúrstefnulega myndgerð,
einkum klippingar.
MÍR sýnir Endalok St.
Pétursborgar eftir Vsevolod
Púdovkin og Maður með
kvikmyndavél eftir Dziga
Vertov í október en fyrsta
myndin er Beitiskipið
Potemkín eftir Sergei
Eisenstein, sem er án efa
þekktastur þremenninganna.
Í nóvember og desember
verða svo sýndar sjö
kvikmyndir, sovéskar og
rússneskar, frá ýmsum tímum
hljóðmyndanna.
Nánari upplýsingar um
dagskrá vetrarins er að finna
á heimasíðunni
www.mmedia.is/felmir/
FRÁNEYGI BRAUTRYÐJANDINN
Kvikmyndagerðarmaðurinn Sergei
Eisenstein.
Byrjað á beitiskipinu
Breska skáldkonan Kiran Desai
hlaut á þriðjudagskvöld Booker-
verðlaunin fyrir skáldsögu sína,
The Inheritance of Loss. Hún er
yngsti höfundur sem þegið hefur
þessi virtu verðlaun, aðeins 35
ára gömul. Kiran er borin og
barnfædd á Indlandi og er dóttir
skáldkonunnar Anitu Desai sem
hefur á liðnum áratugum verið
þrisvar tilnefnd til verðlaun-
anna. Þau hafa ekki fallið í skaut
skáldkonu síðan Margaret
Atwood vann þau fyrir skáldsög-
una Blind Assassin árið 2000.
Verðlaunin nema 50 þúsund
sterlingspundum. Aðrir höfund-
ar sem voru tilnefndir voru
meðal annarra Sarah Waters,
Kate Grenville, Hisham Matar
og Edward St Aubyn. Valið var
úr 112 skáldverkum og voru 17
tekin til frekari skoðunar og af
þeim sex tilnefnd.
Kiran fluttist frá Indlandi
fimmtán ára gömul og hlaut
menntun sína á Bretlandi. Hún
býr nú í Bandaríkjunum. Fyrsta
skáldsaga hennar Hullabaloo in
the Guava Orchard kom út 1998.
þá átti hún kafla í umdeildu
úrvali Salmons Rushdie, Mirror-
work, af markverðum indversk-
um textum frá síðustu fimmtíu
árum.
Í verðlaunasögunni segir af
beiskum öldruðum dómara sem
býr í norðausturhéruðum Hima-
laja í einangruðu og niðurníddu
húsi. Gamli maðurinn vill eyða
ævikvöldinu í friði, en þá sest
upp á hann barnabarn hans, ung
stúlka. Hún, ásamt málglöðum
syni kokksins í húsinu, breytir
lífi gamla mannsins og þegar
innrás frá Nepal er yfirvofandi
verða þessir einstaklingar að
endurskoða líf sitt. - pbb
KIRAN DESAI Verðlaunasögu sína til-
einkar skáldkonan móður sinni.
Ung skáldkona fær
Booker-verðlaunin
Fjármálafrumvarpið var
ekki fyrr komið fram en
sjálfstæðu leikhóparnir
tóku að mótmæla. Frum-
varpið lagði til lítils háttar
lækkunar á framlögum til
leiklistarráðs, sem fer með
styrki til hópanna. Aðsókn
að sýningum sjálfstæðra
leikhópa í landinu hefur
verið með ágætum á síð-
asta ári og horfir til að ekki
dragi úr á komandi vetri.
Í samtökum sjálfstætt starfandi
leikhópa eru 55 fyrirtæki sem
veita í góðu ári um fimm hundruð
einstaklingum vinnu. Hóparnir
eru mismunandi að stærð og starfa
margir hverjir slitrótt. Flestir
þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu,
einungis þrír eru starfandi á lands-
byggðinni. Hóparnir byggja á
gömlum merg en rekstur hópa
utan banda stóru leikhúsanna
hefur þekkst frá því snemma á síð-
ustu öld. Hafa hóparnir ýmist
verið reknir sem hrein fjárafla-
fyrirtæki en líka einbeitt sér að til-
raunastarfsemi af ýmsu tagi, bæði
með sýningarform og í skyldum
greinum leikbókmenntanna svo
sem dansi, látbragðsleik og söng-
leikjum.
Á síðasta ári voru sýningar
Sjálfstæðu leikhúsanna 56 og voru
innlend verk meginuppistaðan –
alls 44 íslensk verk litu dagsins ljós
fyrir þeirra tilstuðlan. Áhorfendur
voru 220 þúsund og nýnæmi var að
starfsemi þeirra utan landstein-
anna en sýningar þeirra erlendis
sóttu um 35 þúsund áhorfendur.
Jókst aðsókn að verkefnum SL um
30 prósent milli ára. Starfsum-
hverfi sviðslista er orðið ótryggt:
samdráttur hefur orðið í samning-
um við stóru leikhúsin á liðnum
árum – er gengið svo langt að full-
yrða að föstum stöðum hafi fækkað
um helming á fimm ára tímabili.
Líta samtök listamanna svo á að
með þeirri þróun aukist enn mikil-
vægi sjálfstæðu hópanna.
Sjálfstæðu leikhúsin gerðu sér
vonir um að styrkur til þeirra
hækkaði en í fyrra var 47 milljón-
um gaukað að annarri leiklistar-
starfsemi. Raunin var sú að fram-
lag til hópanna lækkaði um hálfa
milljón en aukið var í styrki til
Þjóðleikhússins um 35 miljónir og
Íslenska óperan er einnig að fá
aukna styrki. Leikhúsfólki er
almennt illa við að ræða misgengi í
hækkunum milli ólíkra stofnana
en ráðuneyti menntamála hefur
skellt skollaeyrum við óskum um
bættan hag til einkarekinna leik-
húsa og þykir mörgum sjálfstæð-
ismanninum menntamálaráðherra
heldur hallur undir ríkisrekna
leikhúsið og sjálfseignarstofnanir
eins og Íslenska dansflokkinn,
Íslensku óperuna, leikfélögin á
Akureyri og í Reykjavík. Sóttu
sjálfstæðu leikhúsin sérstaklega
um styrk til að reka skrifstofu sem
annast samhæfingu, bókanir á
Tjarnarbíó við Tjarnargötu í
Reykjavík, söfnun gagna og rekst-
ur vefsíðu.
Forráðamenn sjálfstæðu leik-
húsanna hittu á þriðjudag fjárlaga-
nefnd en þar á bæ voru undirtektir
daufar. Þykir einsýnt í hópi leik-
húsfólks að dregið verði úr
umfangi sviðsetninga á vegum
hópanna á komandi vetri, en fram
undan er listahátíð á vori sem helg-
uð verður sviðslistum. Ætla mætti
að stjórnvöld sæju sér hag í að
gera vel við sjálfstæðu leikhúsin á
næsta vori af þeirri ástæðu einni.
Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri SL, segir menn þar
á bæ ekki skilja að Sjálfstæðis-
flokkurinn sem ræður bæði ráðu-
neyti fjármála og mennta skuli
ekki leggja einkarekstri í menn-
ingunni meira lið.
Allir opinberir styrkir til sjálf-
stæðu leikhúsanna eru verkefna-
bundnir. Fyrirtæki sem reka leik-
húsbyggingar geta ekki sótt um
styrki: Iðnó er rekið með sérstök-
um samningi við Reykjavíkurborg,
Austurbær er í einkaeign og Loft-
kastalinn sömuleiðis. Hafa eigend-
ur leikhúsnæðis lengi gagnrýnt
það fyrirkomulag.
Um þessar mundir eru nokkrar
sviðsetningar á vegum leikhópa í
gangi: Footloose gengur enn í
Borgarleikhúsi, Afgangar og Hafið
blá eru í Austurbæ, í Borgarnesi
er Egils saga leikin fyrir fullu húsi,
í Hafnarfjarðarleikhúsinu er
Gunnlaðarsaga í sýningu og í Lond-
on sýnir Vesturport Hamskiptin. Í
haust dreifðu leikhúsin öll myndar-
legum bæklingi með Morgunblað-
inu þar sem gerð var grein fyrir
verkefnaskrá vetrarins. Nú er
spurt hvort þau verk öll líti dags-
ins ljós og menn leggi frekar árar í
bát. - pbb
Framlög lækkuð til
sjálfstæðu leikhúsanna
SÓLEY ELÍASDÓTTIR Í HLUTVERKI MÓÐURINNAR Í GUNNLAÐARSÖGU Sýningar
standa yfir í Hafnarfjarðarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Ótrúlegt
helgartilboð
- aðeins 20 sæti
Glæsileg
4 stjörnu gisting
Helgarferð til
Tallinn
18. október
frá kr. 29.990
Fegursta borg Eystrasaltsins
Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í
helgarferðum til Tallinn í Eistlandi 18. október.
Gríptu þetta frábæra tækifæri á helgarferð til þessarar
einstöku borgar á frábærum kjörum.
Fjölbreyttir gistimöguleikar í boði í miðborginni.
kr. 29.990 - helgarferð
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á
Hotel Domina Inn Ilmarine ****.