Fréttablaðið - 12.10.2006, Page 74
12. október 2006 FIMMTUDAGUR50
Söngkonan Madonna hefur
fetað í fótspor Angelinu
Jolie og Miu Farrow og ætt-
leitt barn frá fátæku ríki.
Faðir hins ársgamla Davids
er ánægður með þróun mála
og segir hann betur kominn
í öðru landi.
Söngkonan Madonna hefur ættleitt
eins árs drenginn David frá
Afríkuríkinu Malaví.
Faðir hans, Yohane Banda, stað-
festi þetta í samtali við AP-frétta-
stofuna. „Ég veit að hann mun
verða mjög hamingjusamur í
Bandaríkjunum,“ sagði hann. „Ég
er mjög ánægður með þessa þróun
mála vegna þess að hérna er mikil
fátækt og það verður mjög vel séð
um hann í Bandaríkjunum,“ bætti
hann við. Að sögn föðurins lést
móðir drengsins aðeins mánuði
eftir að hún eignaðist hann vegna
erfiðleika við fæðinguna. Ekki er
þó víst að faðirinn átti sig á því að
Madonna hefur búið að mestu í
Bretlandi undanfarin
ár en það skiptir
kannski ekki öllu
máli.
Ánægð amma
Amma drengsins, Asinei Mwale, er
einnig ánægð með ættleiðinguna.
„Stjórnandi munaðarleysingjahæl-
isins kom hingað í gær [fyrradag]
og sagði okkur að David hefði verið
ættleiddur af þekktum bandarísk-
um söngvara,“ sagði hún. „Ég er
mjög ánægð fyrir hans hönd, því
ég veit af eigin raun hversu erfitt
það getur verið að alast upp sem
munaðarleysingi.“
Malaví er á meðal fátækustu
ríkja í heiminum og ríkir þar mikil
hungursneyð auk þess sem sjúk-
dómar á borð við AIDS eru á hverju
strái. Fjórtán prósent þeirra tólf
milljóna sem þar búa eru smituð af
HIV-veirunni og talið er að um ein
milljón barna sé munaðarlaus.
Orðrómur af stað
Orðrómur fór af stað um að Mad-
onna myndi ættleiða barn frá Mal-
aví eftir að hún ákvað að fljúga
þangað til að sinna mannúðarstörf-
um. Vísuðu talsmenn hennar frétt-
unum á bug en svo virðist sem þær
hafi verið hverju orði sannari. Vilja
talsmennirnir í það minnsta hvorki
játa því né neita nú að Madonna
hafi ættleitt drenginn.
Madonna, sem er 48 ára, á tvö
börn fyrir; annars vegar hinn fimm
ára Rocco með leikstjóranum og
eiginmanni sínum Guy Ritchie og
hins vegar Lourdes sem er níu ára.
Í fótspor Jolie
Madonna fetar þar með í fótspor
Angelinu Jolie, sem ættleiddi hinn
fjögurra ára Maddox frá Kambódíu
og hina sextán mánaða Zahöru frá
Eþíópíu. Að auki eignaðist hún fyrr
á árinu dótturina Shiloh Nouvel í
Kambódíu með kærasta sínum Brad
Pitt. Hyggur Jolie á ættleiðingu í
það minnsta eins barns til viðbótar.
Rétt eins og Madonna hefur
Jolie starfað að mannúðarmálum í
fátækum ríkjum og hefur m.a.
verið góðgerðarsendiherra flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
frá árinu 2001.
Áður en Jolie fór að ættleiða
börn frá fátækum ríkjum hafði
fleira frægt fólk farið sömu leið.
Mia Farrow ættleiddi til að mynda
lítið barn frá Víetnam árið 1973 og
á hún núna alls fjórtán börn, þar á
meðal Soon-Yi Previn, sem er nú
gift fyrrum fósturföður sínum
Woody Allen. - fb
Í fótspor Jolie og Farrow
Í AFRÍKU Söngkonan Madonna spjallar við munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Malaví. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Vefurinn Reykjavik.com hefur
farið af stað með leik á vefsíðunni
sinni þar sem hægt er að vinna hið
eftirsótta armband á hátíðina.
Leikurinn felur í sér að svara þarf
spurningum um hljómsveitirnar
sem spila á hátíðinni. Armbandið
gefur greiðan aðgang að öllum
tónleikum sem hátíðin hefur upp
að bjóða og því til mikils að vinna.
Armbandið kostar 6.900 krónur í
almennri sölu.
Eins og kunnugt er hefst hátíð-
in 18. október næstkomandi og
lýkur sunnudaginn 22. Helstu tón-
listarmenn sem koma fram á
hátíðinni eru meðal annars Data-
rock, Kaiser Chiefs, Whomadewho
og íslenskar hljómsveitir á borð
við Dr. Mister & Mr. Handsome,
Hairdoctor og Apparat Organ
Quartet.
Airwaves-
leikur á
Reykjavik.com
VEISTU MIKIÐ UM AIRWAVES 2006?
Ef svo er farðu þá inn á vefinn Reykjavik.
com þar sem hægt er að vinna armband
á hátíðina ef svarað er spurningum
tengdum hljómsveitum sem troða upp.
Nýjasta safnplata írsku hljóm-
sveitarinnar U2 nefnist U218
Singles. Plötunni fylgir DVD-
mynddiskur með tónleikaupptökum
af tíu lögum sveitarinnar frá tón-
leikum í Mílanó. Voru þeir hluti af
Vertigo-tónleikaferðinni.
Rick Rubin var upptökustjóri í
tveimur lögum á plötunni. Annað
þeirra er The Saints Are Coming
eftir The Skids sem U2 vann með
Green Day í Abbey Road-hljóð-
verinu. Safnplatan kemur út 16.
nóvember.
Nafn komið
á safnplötu
U2 Hljómsveitin U2 gefur út nýja safn-
plötu í næsta mánuði.
Playboy-kóngurinn Hugh Hefner
er eitthvað farinn að eldast ef
marka má frétt The Sun, sem grein-
ir frá því að glaumgosinn kjósi
frekar að spila dómínó við ljóskurn-
ar í villunni en að stunda með þeim
hvers kyns ástarleiki. „Ég er orð-
inn þreyttur á þessu stóðlífi,“ sagði
Hefner við blaðið. „Ég hef ennþá
getuna en þetta er eitthvað öðruvísi
í dag,“ bætti Hefner við. „Mér
finnst í raun skemmtilegast að spila
dómínó við stelpurnar mínar,“
útskýrði hann.
Hefner hefur ætíð verið mikill
kvennabósi og átti um tíma sjö kær-
ustur á sama tíma en varð að skera
þann fjölda niður í þrjár árið 1997
vegna þess að þær urðu afbrýði-
samar hver út í aðra að sögn Hughs.
Nú deilir hann rúmi með hinni 26
ára gömlu Holly Madison, 32 ára
gömlu Bridget Marquardt og 21 árs
gömlu Kendru Wilkinson.
„Að hafa þrjár ungar og fallegar
konur sér við hlið heldur elli kerl-
ingu í burtu,“ sagði klámkóngur-
inn.
Dómínó frekar en kynlíf
HIN HAMINGJUSAMA HEFNER-FJÖLSKYLDA Hugh er hér með kærustunum sínum
þremur, þeim Holly, Bridget og Kendru. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Skilnaður leikarahjón-
anna fyrrverandi Kim
Basinger og Alec Bald-
win er farin að taka á
sig ansi ljóta mynd.
Eins og greint hefur
verið frá stefndi Bald-
win konunni sinni
fyrrverandi fyrir að
hafa brotið á
umgengnisrétt sínum
með dóttur þeirra
Ireland auk þess að
hafa ekki greint
honum frá meiðslum
sem hún varð fyrir.
Dómstóll í Los Angel-
es hefur nú úrskurðað
að málið fari fyrir rétt eftir að
Basinger lýsti sig saklausa af
öllum ákærum en ef leikkon-
an verður fundin sek getur
hún átt von á sextíu daga
fangelsi og tólf þúsund
dollara sekt, sem sam-
svarar níu hundruð
þúsund íslenskum
krónum. Málsmeðferðin hefst
15.janúar og er reiknað með því
að Baldwin verði eitt þeirra vitna
sem lögfræðingur hans, Vicki
Greene, kalli til. Lögfræðingur
Basinger, Neal R. Hersch, til-
kynnti hins vegar að hún hygðist
nýta sér þann rétt að vera víðs
fjarri.
Hjónaband Basinger og Bald-
win var eitt af hinum traustustu
í Hollywood og kom það mörgum
í opna skjöldu þegar þau til-
kynntu um skilnað sinn árið 2000
en þau sömdu um sameiginlegt
forræði árið 2004, samkomulag
sem Baldwin telur hafa brotið
með fyrrgreindum afleiðingum.
Réttað yfir Basinger
BASINGER Réttað verður
í máli hennar og fyrrum
eiginmanns hennar,
Alec Baldwin, í janúar
á næsta ári.
ALEC BALDWIN Ætlar ekki að gefa neitt
eftir í forræðisdeilu við fyrrverandi eigin-
konu sína, Kim Basinger.
Mel Gibson segist ekki hafa snert
áfengi í þá sextíu og fimm daga
sem liðnir eru síðan hann var hand-
tekinn fyrir ölvunarakstur. Eftir-
mál þessa brots urðu þó mun verri
því Gibson lét hafa eftir sér
niðrandi ummæli um gyðinga við
lögregluna og voru margir fjöl-
miðlasérfræðingar þess fullvissir
að ferill leikarans væri búinn.
Gibson sagði í samtali við morgun-
þáttinn Good Morning America að
það síðasta sem hann vildi væri að
vera „þetta drukkna skrímsli sem
ég breyttist í þessa nótt,“ eins og
hann orðaði það en nýjasta mynd
hans, Apocalyptico, verður frum-
sýnd í desember og þykir hafa mjög
pólitíska undiröldu.
Gibson upplýsti jafnframt að
hann hefði byrjað að drekka tveim-
ur mánuðum áður en hann var
handtekinn. „Árin líða og manni
finnst lífið yndislegt en svo, eins
og hendi sé veifað, er allt komið í
rugl,“ útskýrði Gibson auk þess
sem hann lýsti yfir vilja sínum að
gera kvikmyndir en sagðist jafn-
framt gera sér grein fyrir að sumir
í Hollywood vildu ekki vinna með
honum vegna ummæla leikarans
um gyðinga. „Það er ekkert sem ég
get gert við því og mér líður illa
vegna þess að ég særði einhverja
sem áttu það ekki skilið.“
Gibson ennþá edrú
MEL GIBSON Segist vera leiður yfir því
að hafa sært þá sem áttu það síst skilið.
Hann vilji fyrst og fremst gera kvikmynd-
ir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
MEÐ MADD-
OX Angelina
Jolie með
hinn
fjögurra ára
ættleidda
son sinn,
Maddox.
ALLEN OG PREVIN
Woody Allen kvæntist
fósturdóttur sinni
Soon-Yi
Previn, sem
eiginkona
hans, Mia
Farrow,
hafði
ættleitt.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTYIMAGES