Fréttablaðið - 12.10.2006, Page 86

Fréttablaðið - 12.10.2006, Page 86
 12. október 2006 FIMMTUDAGUR62 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 uss 6 drykkur 8 neðan 9 bók 11 samþykki 12 teygjudýr 14 hlutverk 16 tveir eins 17 gól 18 húðsepi milli táa 20 til 21 innyfli. LÓÐRÉTT 1 að utan 3 tveir eins 4 rabba 5 forsögn 7 gufulest 10 efni 13 málmur 15 eyðimörk 16 vafi 19 í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2 suss, 6 te, 8 upp, 9 rit, 11 já, 12 amaba, 14 rulla, 16 ee, 17 ýlu, 18 fit, 20 að, 21 iður. LÓÐRÉTT: 1 ytra, 3 uu, 4 spjalla, 5 spá, 7 eimreið, 10 tau, 13 blý, 15 auðn, 16 efi, 19 tu. Fréttamaðurinn Óli Tynes keyrir um á ansi glæsilegum bíl sem hann keypti í sumar en þetta er silfurlitaður Opel Astra OPC. „Þetta er 240 hestafla bíll og hann segir ekki ha? þegar ég stíg á bensíngjöfina,“ útskýrir Óli, sem segist þó ekki hafa orðið bílakarl fyrr en aldurinn færðist yfir. „Ég sá hann auglýstan og fannst hann alveg rosalega fallegur, stóðst hann hreinilega ekki en vissi reyndar ekkert um að hann væri svona tryllitæki,“ segir Óli og viðurkennir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Þótt ástin hafi blómstrað á milli bílsins og Óla þurfti fréttamaður- inn að fá leyfi hjá betri helmingin- um, Vilborgu Halldórsdóttur. „Ég sagði að þetta væri mjög þægi- legur og góður bíll, sagði henni eiginlega allt nema hversu kraft- mikill hann væri,“ segir Óli og hlær en eiginkonan komst þó fljót- lega að raun um hvers slags trylli- tæki húsbóndinn hafði keypt. „Þegar hún hafði spænt upp mal- bikið fyrir framan Landspítalann fyrir algjöra slysni kom hún til mín og spurði hvað í andskotanum ég hefði verið að gera,“ útskýrir Óli og hlær, segir hana ekki hafa verið lengi að finna bílnum nafn við hæfi, Grái fiðringurinn. - fgg Óli Tynes kominn á Gráa fiðringinn ÓLI OG ASTRAN Fréttamaðurinn hafði ekki hugmynd um að bíllinn væri svona kraftmikill en líkar það vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenski söngfuglinn Emilíana Torrini virðist vera í miklu eftir- læti hjá framleiðendum sjón- varpsþáttarins Grey‘s Anatomy því fjögur lög af disknum Fisher- man‘s Women hafa hljómað í þáttunum. Nú síðast var það Nothing Brings Me Down sem spilað var undir í hádramatísku atriði fyrsta þáttarins í nýrri seríu vetrarins. Samkvæmt Nielsen-sjónvarpsmælingunum horfðu í kringum 24 milljónir á þennan þátt og vinsældir sjón- varpsseríunnar eru orðnar því- líkar að þátturinn hefur velt glæparannsóknardeildinni CSI og Desperate Housewives úr efsta sæti vinsældalistans en þessir tveir þættir hafa skipt því bróðurlega á milli sín. Frétta- blaðið falaðist eftir spjalli við Emiliönu Torrini vegna þessa en var tjáð af umboðsmanni hennar og unnusta, Jamie, að hún gæfi ekki færi á sér í nein viðtöl um þessar mundir. Tónlistarmenn hafa oft notið góðs af því að fá lögin sín í sjón- varpsþætti og nægir þar að nefna The Rembrandts sem varð heimsfræg eftir að slagarinn I’ll Be There For You varð titillag sjónvarpsþáttaraðarinnar Friends. Þá hefur hljómsveitin Death Cab for Cutie heldur betur vakið á sér athygli eftir að lög hennar fóru að hljóma í ungl- ingasápunni The O.C. - fgg EMILIANA TORRINI Vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið en fjögur lög af Fisherman‘s Women hafa hljómað í Grey‘s Anatomy. DÁLÆTI Á TORRINI Framleiðendur sjónvarpsþáttarins Grey‘s Anatomy eru augljóslega hrifnir af lögum Emilíönu. Emilíana eykur dramatíkina í Grey‘s Anatomy ... fá Pálmi Sigurhjartarson og félagar í Sniglabandinu fyrir hið frábæra lag Kæri Jón, sem samið var á hálftíma í sjónvarpsþætti. „Ég fékk hugmyndina eftir að hafa lesið bókina The Man who Mistook his Wife for a Hat eftir Oliver Sacks fyrir fimm árum,“ segir Helena Stefánsdóttir, kvik- myndagerðarkona og einn eig- enda Kaffi Hljómalindar, en hún stefnir á að frumsýna stuttmynd- ina Anna í lok þessa mánaðar. Myndin fjallar um samnefnda konu sem glímir við Tourette- heilkenni og hvernig það sem hinum heilbrigðu reynist létt og auðvelt verk er henni næstum ofviða. „Bandaríska leikkonan Katherine Baldwin leikur Önnu en hún er loftfimleikakona og hefur unnið töluvert á sviði í New York,“ segir Helena en að gefnu tilefni skal tekið fram að Katherine er ekkert skyld þeim Baldwin-bræðr- um. Hilmir Snær fer síðan með hlutverk Adams, nágranna Önnu, sem er boðið í kaffi þennan venju- lega morgun. „Það er ekkert tal í myndinni heldur byggist hún að mestu á ljóðrænum myndum,“ útskýrir leikstjórinn. Helena hefur sagt skilið við Önnu og vinnur nú hörðum hönd- um að því að klára heimildarmynd um virkjanir á Íslandi, málefni sem brennur óneitanlega á þjóð- inni. Helena fékk áhuga á raforku og virkjunum eftir að hafa dvalist heilt sumar á Kárahnjúkum og hefur nú ferðast um landið allt til að kynna sér þau svæði sem raf- orkufyrirtæki hafa augastað á en fólk í landinu hefur ekki haft tök á að kynna sér. „Ég fékk rosalegt áfall þegar ég kom fyrst á Kára- hnjúka en naut þess síðan að vera þarna uppfrá,“ útskýrir Helena. „Mér leið síðan illa núna í sumar og upplifði eiginlega allan tilfinn- ingaskalann, sérstaklega þegar lokað var fyrir og fyllt upp í Háls- lón,“ bætir hún við. Helena nýtur aðstoðar eigin- manns síns, Arnars Steins Frið- bjarnarsonar, auk þess sem tækni- brellusérfræðingurinn Remo Balcels og kona hans Petra koma að gerð myndarinnar en Remo fékk meðal annars Bafta-verð- launin fyrir tæknibrellurnar í heimsendamyndinni The Day after Tomorrow. „Honum þykir mjög vænt um landið og vill allt fyrir það gera,“ segir Helena en hún vonast til að frumsýna mynd- ina sem fyrst þótt það yrði aldrei fyrr en á næsta ári. freyrgigja@frettabladid.is HELENA STEFÁNSDÓTTIR: VINNUR AÐ TVEIMUR KVIKMYNDUM Gerir virkjanamynd með Bafta-verðlaunahafa HELENA STEFÁNSDÓTTIR Frumsýnir í byrjun þessa mánaðar stuttmynd um konu með Tourette-heilkenni þar sem Katherine Baldwin og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bryndís Schram er nýr liðsmaður í Íslandi í bítið á Stöð 2. Bryndís var kynnt til leiks í þættinum í gærmorgun og mun birtast áhorfendum einu sinni í viku. Hlutverk hennar verður að svara spurningum áhorfenda sem þeir senda inn til þáttarins. Óhætt er að fullyrða að Bryndís muni setja skemmtilegan svip á þáttinn, eins og henni er einni lagið. Koma Mikhails Gorbatsjov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, til Íslands hefur vakið mikla athygli. Gorbatsjov kom til landsins í gær og heldur fyrirlestur í Háskólabíói í dag klukkan 17. Ferðamáti Sovétleiðtogans fyrrverandi hefur sömuleiðis vakið nokkra athygli því Gorbatsjov flaug hingað til lands á einkaþotu auðjöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Skýring þessa er sú að Landsbankinn er einn af bakhjörlum komu Gorbatsjov ásamt Frétta- blaðinu. Tengsl Björgólfs Thors við Rússland eru reyndar vel kunn og fór vel með á honum og Gorbatsjov á Reykjavíkurflugvelli í gær. Sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon fer mikinn á bloggsíðu sinni http://www. gudmundurmagnusson. blogspot.com þessa dagana og fylgist ekki síst grannt með gengi íslenskættaða fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku. Guðmundur kallar blogg sitt Skrafað við skýin en hann hefur áður skrifað á netið undir þeim gunnfána og var sérstaklega afkastamikill fyrst eftir að hann hætti störfum á Fréttablaðinu í ársbyrjun. Hann hvarf skyndilega af bloggvellinum, líklega þar sem hann fór í rannsóknarleiðangur til Kaupmannahafnar en hann vinnur nú að bók um samskipti Danakonunga við Íslendinga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Það má því teljast eðlilegt að Guðmundi sé Danmörk hugleikin og þar liggur ef til vill skýringin á tíðum skýrslum hans um Nyhedsavisen nú þegar hann er upprisinn í netheimum. - hdm/þþ FRÉTTIR AF FÓLKI 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.