Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 10

Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 10
10 28. október 2006 LAUGARDAGUR ÞÝSKALAND, AP Nærri því ár er liðið síðan Gerhard Schröder kvaddi kanslarastólinn í Berlín, en andlit hans er nú alls staðar í þýskum fjölmiðlum. Schröder er nú í kynningarherferð fyrir nýútkomna æviminningabók sína, „Ákvarðan- ir: Líf mitt í stjórnmálum“. Kanslarinn fyrrverandi hélt á fimmtudag blaðamannafund í höfuðstöðvum þýska Jafnaðar- mannaflokksins, sem hann fór áður fyrir. Við taka 28 bókarkynn- ingarfundir um landið þvert og endilangt. Sumir fyrrverandi pólitískir samherjar Schröders höfðu ráðið honum frá því að birta minningar sínar svo skömmu eftir að hann lét af embætti, en hann hefur ekki látið slíkar ráðleggingar aftra sér frekar en gagnrýnina sem hann fékk á sig fyrir að þiggja strax stjórnarfor- mennsku í rússnesk-þýska fyrirtæk- inu sem vinnur að því að leggja gasleiðslu um Eystrasalt frá Rússlandi til Þýskalands. Tímasetn- ing útgáfunnar er annars vel valin að því leytinu, að vinsældir arftak- ans í kanslaraembættinu, Angelu Merkel, hafa dalað hratt að undan- förnu. - aa AFTUR Í SVIÐSLJÓSIÐ Kanslarinn fyrrverandi á blaðamannafundi í Berlín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gerhard Schröder aftur í sviðsljósið í Þýskalandi: Ævin á bók ári eftir valdatap MENNTAMÁL ,,Það kemur ekki á óvart að menntamálaráðherra sé hliðhollur tillögum umræðuhóps, sem hann hefur skipað sjálfur, um aukna einkavæðingu í skólakerf- inu,“ segir Mörður Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar, um nið- urstöður umræðuhóps, sem starfað hefur á vegum mennta- málaráðuneytisins, um umbætur í málefnum háskóla sem kynntar voru á ráðstefnu í húsi Orkuveit- unnar á miðvikudaginn. Í niðurstöðum umræðuhópsins kemur meðal annars fram að háskólar þurfi að taka sér stjórn- unarhætti úr almennu atvinnulífi til fyrirmyndar, að bein framlög fyrirtækja til háskóla verði frá- dráttarbær frá skatti og að ,,óhjá- kvæmilegt“ sé að ræða skólagjöld í háskólum. Kolbrúnu Halldórsdóttur, þing- manni vinstri grænna, finnst ,,grunnhyggið“ að líkja háskólum við starfsemi fyrirtækja á mark- aði sem rekin eru út frá arðsemis- sjónarmiðum. Mörður tekur í sama streng: ,,Meginhlutverk háskóla eru ekki viðskipti heldur söfnun og framþróun þekkingar.“ Mörður er hlynntur því að bein fjárframlög fyrirtækja til háskóla séu frádráttarbær frá skatti, en með ákveðnum fyrirvörum: ,,Það gengur ekki að fyrirtæki geti komið sér undan skattgreiðslum með því að veita háskólunum fé til að vinna rannsóknarvinnu eða annað sem þeir myndu annars þurfa að gera sjálfir. Hættan er einnig sú að ef prófessorar háskól- anna gera eitthvað sem fyrirtækj- unum líkar ekki, þá hætti fyrir- tækin að styrkja skólana. Ég legg áherslu á nauðsynlegt sjálfstæði háskóla svo að fyrirtæki geti ekki stjórnað starfi þeirra.“ Kolbrún telur hugmyndina varasama: ,,Fyrirtæki gætu kosið að veita bara fé til einkaskólanna því auð- veldara sé að hafa áhrif á þá. Rík- isvaldið á frekar að veita meira fé til háskólanna,“ og bætir því við að hún sé ,,alfarið á móti skóla- gjöldum við háskóla“. Mörður telur skólagjöldin hafa hjálpað fjárhag skóla sem hafa tekið þau upp en að þau hafi líka skapað vandamál. Ungt fólk þurfi að geta stundað háskólanám í sem flestum fögum án þess að greiða fyrir það: ,,Við höfum lagt áherslu á að ekki séu skólagjöld í ríkis- reknum háskólum, til dæmis í HÍ og HA. Nemandi þarf að eiga kost á því að fara í nám skólagjalda- laust. Það er spurning um jafnrétti til náms.“ ingi@frettabladid.is Skólagjöld draga úr jafnrétti til náms Þingmenn stjórnarandstöðu eru ósammála niðurstöðum umræðuhóps um um- bætur í málefnum háskóla. Þeir telja ekki heppilegt að háskólar séu starfræktir eins og einkafyrirtæki. Skólagjöld megi ekki koma í veg fyrir háskólanám. KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Telur að frekar eigi að veita meiru af opinberu fé til menntamála en að fyrirtæki styðji skólana með fjárframlögum. MÖRÐUR ÁRNASON Segir hættuna vera þá að efnaminna fólk komist ekki til náms verði háskólanum breytt. CHIRAC Í KÍNA Jacques Chirac Frakklandsforseti og Wu Bangguo, formaður allsherjarnefndar kínverska þjóðþingsins, á fundi í Alþýðuhöllinni í Peking. Í för með Chirac eystra er fjölmenn frönsk viðskiptasendinefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingarnar vorið 2007. Hlynur hefur þrisvar tekið sæti á yfirstandandi kjörtímabili sem varaþing- maður. Hlynur var formaður svæðisfélags VG á Akureyri frá árinu 2002 til 2004 og kosningastjóri VG í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á þessu ári. Hlynur hefur kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlist- arskólann á Akureyri en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður. - sdg Hlynur Hallsson: Gefur kost á sér í forvali VG HLYNUR HALLSSON STJÓRNMÁL Gestur Svavarsson gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í sameigin- legu forvali flokksins í Suðvesturkjör- dæmi og Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur. Gestur hefur tekið þátt í starfi vinstri grænna, bæði sem stjórnarmaður og formaður svæðisfélagsins í Hafnarfirði. Gestur hefur einnig setið í stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis sem meðstjórnandi og formaður, auk þess að vera varamaður í stjórn flokksins á landsvísu. - sdg Gestur Svavarsson: Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti GESTUR SVAVARSSON STJÓRNMÁL Jóhann Björnsson gefur kost á sér í forvali Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs á höfuð- borgarsvæðinu vegna komandi alþingiskosn- inga og stefnir á 2. sæti. Jóhann hefur verið félagi í Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði frá stofnun flokksins. Skipaði hann áttunda sæti á framboðslista flokksins við síðustu borgarstjórnarkosningar. Jóhann á sæti í stjórn Reykjavík- urfélags VG og situr fyrir hönd flokksins í barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar. - sdg Jóhann Björnsson: Býður sig fram í 2. sæti hjá VG JÓHANN BJÖRNS- SON VINNUMARKAÐUR Alþýðusamband Íslands gerir ráð fyrir að hagkerf- ið nái mjúkri lendingu við lok núverandi stóriðjuframkvæmda og að það feli ekki í sér harkaleg- an samdrátt þó að verulega hægi á í efnahagslífinu. Jafnvægi náist þó ekki sársaukalaust því að kaup- máttur margra dragist saman og gjaldþrotum fjölgi. Í tengslum við ársfund ASÍ, sem nú stendur yfir undir yfir- skriftinni Hnattvæðingin á Nordi- ca hóteli, hefur hagdeild ASÍ birt hagspá fyrir 2007 og 2008. Í spánni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði lítill á árinu 2007 og að atvinnuleysi aukist, gengið veik- ist, stýrivextir lækki samhliða lækkandi verðbólgu og dragi úr viðskiptahallanum. ASÍ gerir ráð fyrir að hagkerfið jafni sig þó fljótt. Strax á árinu 2008 verði hagvöxtur ágætur, verðbólga hóf- leg, stýrivextir lægri og gengið stöðugra. Hagkerfið nái með öðrum orðum jafnvægi aftur á árinu 2008. Í hagspánni segir að hefjist frekari stóriðjuframkvæmdir í beinu framhaldi af núverandi framkvæmdum í landinu nái hag- kerfið ekki að jafna sig og það kalli á áframhaldandi ójafnvægi næsta áratuginn með mikilli verð- bólgu, háum vöxtum og miklum gengissveiflum sem þrengi að launafólki og fyrirtækjum. - ghs ASÍ birti hagspá fyrir árin 2007 og 2008 á ársfundi sínum: Ójafnvægið getur aukist BJARTSÝNI HJÁ ASÍ Hagdeild ASÍ er bjartsýn og spáir mjúkri lendingu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að hagspá ASÍ sé vel unnin og telur að hagdeildin hljómi mjög raunhæf og skynsamleg í efnahagsspá sinni fyrir árin 2007 og 2008 en vonast til að verðbólguspáin rætist ekki. „Eina sem ég set spurninga- merki við er að ASÍ spáir hærri verðbólgu en aðrir. Það endur- speglast kannski í því að ASÍ reiknar með meiri óvissu í genginu og telur frekar en aðrir að krónan falli. ASÍ gerir ráð fyrir að verðbólgan minnki en gerir samt ráð fyrir meiri verðbólgu en aðrir,“ segir hann. Hagfræðingur iðnaðarins: Skynsamleg efnahagsspá HÁSKÓLANEMAR Háskólar eiga að taka sér stjórnunarhætti úr almennu atvinnulífi til fyrirmyndar samkvæmt niðurstöðu umræðuhóps menntamálaráðherra. REYKJAVÍK Hafna gatnamótum Borgarráð hefur hafnað hugmyndum um að komið verið fyrir mislægum gatnamótum við Bústaðaveg og Reykjanesbraut. Heilsuvernd í Mjóddina Nú er áætlað að Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg hefji starfsemi í nýju húsnæði í Mjódd í byrjun desember. Flutningurinn tekur nokkrar vikur en hann hefst um miðjan nóvember.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.