Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 29

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 29
LAUGARDAGUR 28. október 2006 hefur verið, Chicago, Vín, Metrópólitan... þá hafi hann haldið svokallaðan „master class“ eða námskeið. „Þegar maður er ráðinn við viðkomandi hús er þess farið á leit að maður segi til í óperustúdíói. Ég hef haft gaman af þessu. En, nota bene, ef ég fæ að velja sjálfur hverjum ég kenni. Þetta eru mikil forréttindi. Ég man að í gamla daga, fyrir þrjátíu árum, var meistari minn Poggi, yfirmaður óperudeildarinnar. Þar tók ég mitt diplóma, mína söng- gráðu, og hann var í þeirri stöðu að geta bara valið þá bestu. Og var alsæll til dauðadags.“ Og Kristján segir þetta eðlilegt framhald. Hann sé nú fimmtíu plús að aldri og ekki eins aktívur og þegar hann var þrjátíu ára. Dásemdardagar við Gardavatn Tíminn flýgur. Kristján hefur nú dvalið á Ítalíu, við störf og leik í um þrjátíu ár. Á nú afmæli sem Íslendingur á Ítalíu. Fyrir nokkr- um árum var útvarpsviðtal við Kristján á Rás 2 þar sem hann lýsti dásemdum villu sinnar við Garda- vatn. Sagði hann hús sitt svo nálægt vatninu að hann gæti geng- ið út að glugga og pissað út í vatn- ið. Þegar þetta er borið undir ten- órinn skellihlær Kristján. „Þetta var náttúrulega lygi. Og kannski til komin af því að mér hefur alltaf fundist hann svo stór á mér,“ segir Kristján og hlær enn meira. Ekkert vantar upp á að Kristján kunni að slá á létta strengi þegar svo ber undir. Í vikunni, þegar viðtalið var tekið, ríkti frost á Fróni. En við Gardavatn kvað við annan tón. 24 stiga hiti og dásamleg- ur dagur. „Þetta er fínt haust hér á Ítalíu. Ég asnaðist til að taka bátinn upp um daginn. Var fullfljótur á mér. Já, ég á fínan átta metra bát. Þetta er skemmtibátur sem við fjöl- skyldan förum á út, fáum okkur í gogginn og tökum sundsprett. Þetta er spíttari. 340 hestöfl. Já, ég hef alltaf verið fyrir almennilegar græjur. Ég átti trillu á Akureyri. En þetta er öðruvísi. Maður setur ekki nýslægðan þorsk í þennan bát eða skotinn sjófugl.“ Geðillur blaðamaður Víst er að margir vilja fara að sjá Kristján Jóhannsson á ættjörð sinni og helst þá til að taka lagið. Hefja upp stórbrotna raust sína. Kristján segir að það gæti orðið „sörpræs“ fljótlega. Sjálfur hefur hann ekkert heyrt frá opinberum aðilum um það að krafta hans sé óskað. Kristján segir ekkert nýtt í því en ýmsir einkaaðilar leggi á ráðin. „Nei, ég hef ekkert heyrt nýlega frá þessum opinberu menningar- vitum eins og sagt er. En prívatað- ilar eru í gangi með eitt og annað. Og ég sjálfur. Þegar upp er staðið þá hefur helmingur þess sem ég hef gert á Íslandi verið undirbúið af mér sjálfum með aðstoð dyggra vina.“ Og Kristján bendir á að ekki hafi verið mjög langt síðan hann var á Fróni. „Skandalaárið mikla! Já. Þetta var eitthvað klúður. Í mér sjálfum ekki síst. Og svo var líka einhver geðillur blaðamaður sem virtist hafa allt og mig á hornum sér. Ætl- aði að jarða mig alveg sama hvað tautaði og raulaði. Alveg sama hvað ég hefði sagt. Ég hefði samt verið jarðaður. Ég hafði áður neit- að honum um viðtal. Held honum hafi sárnað það. Og sagði þá eitt- hvað á þá leið: Ok, þá bara jarða ég þig. Þá geri ég þetta bara eftir mínu höfði.“ Kristján er þarna að vísa til blaðaumfjöllunar sem Reynir Traustason, þá á DV, hóf þar sem sagði á haustmánuðum árið 2004 að Kristján tæki rífleg laun fyrir að koma fram á tónleikum til styrktar krabbameinsveikum börnum. Tónleikar sem Ólafur M. Magnússon skipulagði og stóð að. Alltaf sami Íslendingurinn 2004. Þetta er árið sem Kristján kallar Skandalaárið. Og víst er að uppi varð fótur og fit í þjóðfélag- inu. Kristján sagðist einungis hafa þegið fé tónleikahaldara til að mæta kostnaði við komu sína hingað til lands. En allt kom fyrir ekki. Hvar sem Kristján kom í fjölmiðla til að kynna tónleikana og nýjan disk sinn var hann spurður út í þetta atriði. Eins og við má búast fór það í taugarnar á listamanninum Kristjáni sem tók þessum spurningum misvel. Og til þess vísar Kristján þegar hann talar um klúður af sinni hálfu. En allt þetta er nú að baki. Kristján hefur stórt hjarta og honum dettur ekki í hug að erfa eitt eða neitt við nokkurn mann. Og hann tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Eða öllu heldur: Eins og bitlaust glefs talentlausra öfundarmanna í gagnrýnendastétt. Nokkuð sem stórir listamenn þurfa að búa við. „Elsku karlinn! Lengi má mata fólk á vitleysunni. En það hefur ekkert breyst við þennan darrað- ardans. Ég hef í hjartanu ekkert breyst – er enn sami Íslendingur- inn og ég hef alltaf verið. Er eflaust meiri Íslendingur í mér en margir þeir sem tala illa um mig. Ég bind við það vonir og trúi því að ég eigi enn stóran og sterk- an aðdáendahóp á Íslandi. Ég lofa því að þess verður ekki langt að bíða að ég láti sjá mig á Íslandi.“ Kristján syngur fyrir einn sjötta mannkyns um jólin Laugardalshöllin tekin með trompi Í febrúar árið 2000 var Aida frumsýnd í Laugardalshöll og en fjöldi manna kom til að sjá Kristján fara á kostum í hlutverki sínu þar. Othello Kristján hefur tekist á hendur nokkur erfiðustu hlutverk óperubók- menntanna. Árið er 1996 í apríl og Kristján lýkur söng í Othello. Tilkomumikill Þegar Kristján syngur þá bókstaflega á hann sviðið og salinn. Hér er árið 1994 og Kristján í Vald örlaganna. Heimurinn undir Fáir ef nokkrir Íslendingar hafa náð eins miklum frama innan óperuheimsins og Kristj- án. Hér er hann í búningsherberginu eftir fyrstu sýningu sína á Metropolit- an í júní árið 1993. Kristján og Fanfani Óperusöngvarinn Kristján baksviðs árið 1983 eftir að hafa sungið í óperunni Madame Butterfly en þá kom og heilsaði upp á hann Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu. Kristján og Kavanna Þessi skemmtilega mynd er frá í sept- ember 1982. Kristján og söngkonan Dorriet Kavanna í lok söngskemmt- unnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands í baksýn og stjórnandi sveitarinnar, Páll Pampichler til vinstri. Svipmyndir frá fræknum ferli Kristjáns Ítalskir hornsófar og sófasett á verulega góðum verðum í takmarkaðan tíma Nautsleður í hæsta gæðaflokki. Fáanlegt í antíkbrúnu & ljósu. 3+1+1 verð 249.000,- TILBOÐ 189.000,- stgr 3+2+1 verð 269.000,- TILBOÐ 198.000,- stgr Horn 2+H+2 verð 229.000,- TILBOÐ 169.000,- stgr (auka sæti 29.000,-) Bæjarhrauni 12 Hafnarfirði Opið mán-fös 10-18 og lau 11-16 s: 565 1234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.