Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 30
 28. október 2006 LAUGARDAGUR30 Þ egar borin eru saman heildarlaun karla og kvenna í fullu starfi eru konur nú með tæp 68 prósent af launum karla að því er kemur fram í nýrri viðamikilli rannsókn sem Capacent vann fyrir félagsmálaráðu- neytið um launamyndun og kynbund- inn launamun og kynnt var í seinustu viku. Í sambærilegri könnun frá árinu 1994, sem notuð var til viðmið- unar, voru konur með 65 prósent af heildarlaunum karla. Meira en 40 ár eru síðan fyrstu lögin um jöfn laun karla og kvenna voru sett. Samkvæmt þeim launum átti að útrýma kynbundnum launa- mun á næstu sjö árum eftir setningu laganna. Kynbundinn launamunur í töxtum Formlegt launamisrétti var afnumið í byrjun sjöunda áratugarins að sögn Ingólfs Gíslasonar, sviðsstjóra rann- sóknarsviðs hjá Jafnréttisstofu. „Allt fram á sjöunda áratuginn sömdu mörg stéttarfélög um tvo taxta að sögn Ingólfs. Var annar fyrir karla og hinn var fyrir konur og unglinga. „Laun kvenna og unglinga voru gjarnan um 30 til 35 prósent lægri en laun karla samkvæmt þessum töxt- um. Síðan var það skilyrði Alþýðu- flokkskvenna fyrir stuðningi við Við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að þetta yrði afnumið. Og það var semsagt gert í upphafi sjöunda áratugarins.“ Aðspurður um andstöðu við þess- ar breytingar segir Ingólfur að flest- um hafi verið orðið ljóst á þessum tíma hveru mikið óréttlæti fólst í mismunandi töxtum kynjanna. „Þetta gerist líka á byltingarára- tugnum þegar giftu konurnar streymdu út á vinnumarkaðinn. Þarna afnemum við hið formlega launamisrétti. Svo er það hið raun- verulega launamisrétti sem ætlar að reynast okkur ansi torsótt. Fólk hélt að með þessu yrði komið í veg fyrir launamun en raunveruleikinn hefur reynst flóknari.“ Ingólfur hefur skoðað hvernig launamunur kynjanna birtist í skatt- framtölum. Samkvæmt þeim hefur jafnt og þétt dregið saman með kynj- unum seinasta áratuginn allt til árs- ins 2004 en þá átti sér stað stöðnun. „Þegar farið er að rýna nánar í þetta þá heldur áfram að draga saman í launum þeirra sem eru giftir eða í sambúð. En hins vegar eykst gífur- lega munur á tekjum ógiftra karla og ógiftra kvenna. Hluti af skýringunni á þessari stöðnun er að launamunur- inn jókst úti á landi en minnkaði á höfuðborgarsvæðinu. Og það er sama hvar þú drepur niður fæti. Staðan er einfaldlega sú að það er betra fyrir konur að vera á höfuðborgarsvæð- inu, alveg sama hvort það er miðað út frá launamun, viðhorfi eða menntun. Enda eru konur þar fleiri og meðvit- aðri um þetta.“ Ingólfur segir merkilegt að hugsa til þess að þegar launamunur var bundinn í mismunandi taxta voru konur með um 65 til 70 prósent af launum karla sem er svipaður munur og birtist í dag samkvæmt skattfram- tölum. „Að vísu fengu konur á þess- um tíma mikið minna greitt fyrir jafnlangan vinnudag og skattfram- tölin taka náttúrulega ekki tillit til vinnutíma. En ef maður grófreiknar vinnutímann inn í skatttölurnar með því að deila honum upp í atvinnutekj- ur þá eru konur með um 75 prósent af launum karla.“ Kynbundinn launamunur í sérsamningum Miklar breytingar hafa orðið frá árinu 1994 á því hvernig laun og kjör eru ákveðin. Árið 1994 fengu um 85 prósent kvenna greidd laun eingöngu samkvæmt taxta stéttarfélags og um 60 prósent karla. Gífurleg aukning hefur orðið á sérsamningum á milli starfsfólks og vinnuveitenda síðan og er það fyrirkomulag nú orðið jafn algengt og að einungis sé um greiðsl- ur samkvæmt taxta stéttarfélags að ræða. Langstærstur hluti þeirra sem eru á sérsamningum er á svokölluðum fastlaunasamingum þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma, að sögn Guðrúnar Andreu Jónsdótt- Afnám kvennataxta breytti litlu Fram á byrjun sjöunda áratugarins var kynbundinn launamunur bundinn í taxta stéttarfélaga og voru konur þá með um 65 til 70 prósent af launum karla. Rúm 40 ár eru síðan fyrstu lög um jöfn laun kynjanna voru sett. Í dag eru konur með tæp 68 prósent af heildarlaunum karla. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skoðaði launamun samkvæmt töxtum og fastlaunasamningum. Staðan er ein- faldlega sú að það er betra fyrir konur að vera á höfuð- borgarsvæð- inu, alveg sama hvort það er miðað út frá launa- mun, viðhorfi eða menntun. INGÓLFUR GÍSLASON SVIÐSSTJÓRI RANNSÓKNARSVIÐS HJÁ JAFNRÉTTISSTOFU JAFNRÉTTI KRAFIST Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Konur söfnuðust saman á Skólavörðuholti og gengu síðan fylktu liði niður á Ingólfstorg þar sem fimmtíu þúsund konur fögnuðu saman Kvennafrídeginum í fyrra.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ur, rannsóknarstjóra hjá Capacent, sem stýrði fyrrgreindri rannsókn. „Þegar við skoðum mun á körlum og konum sem eru með fastlauna- samninga virðist vera ennþá meiri launamunur þar. Því hefur maður áhyggjur af hvort verið sé að festa kynbundinn launamun inni í þessum fastlaunasamningum,“ segir Guðrún Andrea. Af þeim sem eru með fast- launasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karl- menn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Guðrún Andrea segir erfitt að meta hvað skýri þennan mikla launamun í fastlaunasamningum. „Það er búið að taka þarna inn meira af aukagreiðsl- um sem hafa kannski verið meira dul- búnar hingað til. Karlarnir hafa verið að fá meira af aukagreiðslum en kon- urnar. En það virðist sem það sé bara búið að festa það inni í fastlaunasamn- ingum. Ein skýringin getur líka verið að konurnar geri minni kröfur og fari fram á lægri laun í upphafi þegar þær eru að ráða sig. Þá er erfitt fyrir þær að taka einhver stökk til þess að jafna þann mun sem skapast.“ Guðrún Andrea segir erfitt að nota vinnutímann og vinnuframlagið almennt til skýringar og nauðsynlegt sé að gera úttekt á fastlaunasamning- um. „Þegar það er verið að semja í fastlaunasamingum er náttúrulega líka verið að reyna að semja um tiltek- inn vinnutíma en hann er ekki skráður neins staðar.“ Guðrún segist verða vör við ákveðinn tvískinnung varðandi fastlaunasamningana. „Það er alltaf sagt að í fastlaunasamningum sé verið að greiða fyrir ákveðin verkefni. Og svo þegar farið er að spyrja af hverju konurnar eru samt með lægri laun en karlar og hvort þær séu ekki að klára sín verkefni er því svarað að karlarnir vinni nú alltaf meira.“ Launamunur kynjanna er yfirleitt minni þegar fast er farið eftir töxtum stéttarfélaganna, að sögn Guðrúnar Andreu en bara ef fólk raðist á sama stað í launaþrep. „Það er ákveðin til- hneiging sem við vitum um að konurn- ar raðist lægra. Enda sjáum við að það er meiri launamunur hjá þeim sem eru í láglaunastörfunum sem fá oftar greitt samkvæmt taxta stéttarfélag- anna og kjarasamningum. Það virðist vera að karlar raðist hærra í þeim störfum sem getur skýrst af því að karlar hafi önnur starfsheiti en konur og raðist af þeim sökum hærra þó að um sambærilega vinnu sé að ræða. Það þyrfti að skoða innihald starfanna og kröfur sem verið er að gera.“ Aðgerðir gegn launamun Ekki er hægt að benda á neitt sér- stakt atriði sem gert hefur verið sér- staklega með kynbundinn launamun í huga að sögn Ingólfs. „Ég hugsa að allir yrðu glaðir ef hægt yrði að benda á sérstaka aðgerð sem myndi leysa þetta en ég sé ekki neina svona hand- aflsaðgerð sem gæti leyst þetta fyrir vinnumarkaðinn í heild.“ Ingólfur sér fyrir sér að menntun- arbylting kvenna muni smátt og smátt breyta þessu. „Í þessari könnun Capa- cent sér maður að það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting meðal kvenna til vinnu sinnar. Þær líta ekki lengur á þetta sem svona hobbí milli barneigna heldur sinna sínum starfsframa á vinnumarkaðnum. Það kemur að öllum líkindum til með að hafa jákvæð áhrif. Jafnframt fjölgar jafnt og þétt þeim fjölskyldum þar sem konan þénar betur en karlinn og er hlutfall þeirra fjölskyldna komið upp í 20 prósent á landinu og 23 prósent bara á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig eru í raun færri og færri karlar sem eru megin- fyrirvinna heimilsins sem ætti líka að hafa jákvæð áhrif. Fæðingarorlof karla mun líka hafa jákvæð áhrif ein- faldlega vegna þess að fjölskyldu- ábyrgð kynjanna kemur til með að jafnast. Svo geta vinnustaðir gert það sem SPRON hefur verið að gera. Þar er farið árlega yfir launamálin með það sérstaklega í huga að skoða hvort munur sé á launum kynjanna og það þá leiðrétt ef svo er.“ SPRON var í seinustu viku úthlutað jafnréttisverð- launum jafnréttisráðs fyrir árið 2006. „Það sem er svekkjandi í þessu öllu saman er að vinna að framgangi máls sem enginn er á móti en samt gerist ekki neitt. Það segir manni hvað þetta er gríðarlega flókið mál og erfitt.“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.