Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 56
12
Annar stólanna í svefnherberginu, sem Önnu finnst gott að lesa í.
in koma bara til mín, eða leita
höfundar síns eins og gjarnan er
fleygt fram.“
Bækur Önnu hafa flestar feng-
ið góðar viðtökur og hún hefur
vakið athygli innan landsteinanna
jafnt sem utan, meðal annars
unnið til verðlauna í Frakklandi
og á Ítalíu, eins og fyrr sagði. „By
the Seaside“ virðist ekki ætla að
verða nein undantekning þar á,
þótt Anna segist hafa veitt því
nokkra athygli að lesendahópur-
inn hafi breyst.
„Ætli það strandi ekki svolítið
á tungumálinu,“ segir Anna um
þessa breytingu. „Fólk er þó dug-
legt við að senda bókina yfir hafið
til vina og vandamanna, þannig
að hún virðist ætla að verða vin-
sæl gjafavara. Það er vel við hæfi
þar sem bókin er meðal annars
hugsuð sem hugleiðing um vin-
áttuna og ástina.“
„By the Seaside“ er nýkomin í
verslanir þannig að Anna vinnur
nú að því að kynna hana. Liður
í kynningarstarfseminni er ferða-
lag til Kanada, þar sem Anna mun
lesa upp úr bókinni á nokkrum
stöðum, meðal annars í háskólan-
um í Manitoba, The Scandinavian
Centre í Winnipeg og bókaverslun
einni í Gimli.
„Ég ætla reyndar að nýta
tækifærið og heimsækja ættingja
í leiðinni,“ segir Anna kampakát.
„Ætli ég leggi ekki síðan drög að
nýrri bók í rútuferðalaginu milli
Bandaríkjanna og Kanada,“ bætir
hún við. „Mér finnst fátt eins
gaman og að ferðast og vonast til
að ferðin verði mér innblástur við
skrifin.“ roald@frettabladid.is
Í svefnherbergi Önnu má finna húsgögn frá fyrrverandi tengdamóður Önnu, Döddu.
Það er mikið af fallegum skrautmunum
heima hjá Önnu.
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■