Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 81
28. október 2006 LAUGARDAGUR40
Þ
rjár vikur eru liðnar
síðan blaðakonan
Anna Politkovskaja
var myrt í Rússlandi.
Hún hafði verið að
vinna að greinar-
skrifum um ástandið í Tsétséníu,
þar sem Rússar reyna að halda
niðri aðskilnaðarsinnum. Það er
þó ekki bara í Tsétséníu sem
ástandið er eldfimt. Rússar hafa
nú sett viðskipta- og hafnbann á
hið sjálfstæða ríki Georgíu, þar
sem þeir eru ekki sáttir við vin-
skap Georgíubúa við Bandaríkin.
„Blaðakonan var myrt eftir að
hafa gagnrýnt valdhafa mjög
mikið, meðal annars út af fram-
göngu Rússa í Tsétséníu. Það veit
enginn hvers vegna en það eru
ýmsar getgátur uppi, til dæmis
um KGB, eða FSB eins og það heit-
ir núna, og að Pútín forseti hafi
látið taka hana úr umferð. Vald-
hafar halda því sjálfir fram að
erlend öfl reyni að koma á óróa
innanlands og veikja stöðu Rúss-
lands sem réttarríkis á alþjóða-
vettvangi. Þriðja kenningin er svo
að glæpagengi séu að reyna að
rugga bátnum,“ segir Haukur
Hauksson, fréttaritari RÚV í
Moskvu.
Morð á morð ofan
Forsetakosningar eru í Rússlandi
eftir tvö ár og margir vilja koma
sínu fólki að. Haukur segir að
kosningaskjálftinn sé byrjaður,
það lýsi sér meðal annars í því að
Anna Politkovskaja hafi verið
myrt á afmælisdag Pútíns og
morðum á bankamönnunum, þar á
meðal morði á háttsettum manni
úr seðlabanka Rússlands. Talið er
að þar hafi mafíuhagsmunir verið
að verki. Haukur telur vel hugsan-
legt að þetta sé upphaf morðöldu
og blaðamenn verði ekki síst fyrir
barðinu á henni.
„Það er ekkert ólíklegt að ný
bylgja sé að fara af stað, hvort
sem það er FSB eða einhver öfl
sem reyna að stuðla að ótta og
hryðjuverkum í landinu. Opinbera
útgáfan er sú að það sé verið að
byggja hér réttarríki, hér gildi lög
og reglur, en einhverjir telja sig
hafa hag af að rugga bátnum,
kippa út fólki, drepa fræga blaða-
menn og mannréttindafrömuði.“
Þrengingar steðja að alþjóðleg-
um samtökum sem starfa í Rúss-
landi en stjórnvöld krefja þau nú
um endurskrásetningu, þau þurfi
að fá endurnýjað starfsleyfi.
Aðeins fáum þeirra hefur tekist að
ljúka því ferli enn sem komið er.
„Þetta er gert til að gera þeim
erfiðara fyrir. Fjármagn flæðir til
banka í Sviss, Liechtenstein, Ísra-
el og á Cayman-eyjum svo að
meint peningaflæði í gegnum
svona samtök getur haft áhrif.
Þessi samtök hafa líka hagsmuni
af pólitísku starfi og styrkja
stjórnarandstöðuna. Það er ekki
vinsælt hjá Pútín og félögum og
þess vegna er þeim gert erfiðara
fyrir. Það er líka talið að erlendar
leyniþjónustur hafi sterka stöðu í
landinu í gegnum samtök af þessu
tagi.“
Hinir horfa á sápuóperur
Efnahagsástandið er stöðugt og
hagvöxturinn um sjö prósent, sem
er mjög hátt og mun hærra en á
Vesturlöndum. Rússar eru annað
mesta útflutningsríki heims á eftir
Sádi-Arabíu hvað olíu og gas varð-
ar. Olíuverð er hátt, um áttatíu
dollarar tunnan þegar þetta er
skrifað. Það eru hins vegar tvær
þjóðir sem búa í landinu, örsmár
hópur sem heldur utan um allan
gróðann og svo hinir fjölmörgu
bláfátæku. „Þetta er hinn villti
kapítalismi í sinni grimmustu
mynd,“ segir Haukur.
Kommúnistaflokkurinn er ekk-
ert fjöldaafl lengur og engin sterk
pólitísk barátta á bak við tjöldin.
Þetta er breyting frá því sem var
fyrir átta til tíu árum þegar pólit-
ískt litróf var mikið. „Nú eru það
bara þeir ríku sem græða og
græða og hinir að horfa á sápuóp-
erur í sjónvarpinu. Það er engin
pólitísk umræða í landinu. Pútín
er leiðtogi fólksins en stjórnar-
andstaðan er ekki sterk og hægri-
menn eru í molum. Ungu banka-
mennirnir eru alveg búnir að tapa
sinni pólitísku vitund,“ segir
Haukur.
Vill henda út Rússum
Togstreitan milli Grúsíu, sem oft-
ast er kölluð Georgía hér á landi,
og Rússlands hefur verið talsvert
í fréttum. Haukur segir að Mik-
hail Svaakashvihli, forseti Grúsíu,
sé mikill vinur og aðdáandi Banda-
ríkjanna enda hafi breiðstræti frá
flugvellinum inn í Tbilisi fengið
nafnið George Bush stræti. Bush
hafi styrkt tsétsénska skæruliða í
stríðinu við Rússa, þeir hafi feng-
ið vatn og vistir Grúsíumegin við
landamærin.
„Svaakashvihli vill henda út
Rússum. Og Rússar hafa brugðist
æstir við og lokað landamærunum
og hætt öllum póstsendingum
þarna á milli. Þeir hafa beitt Grús-
íumenn efnahagsþvingunum en í
Grúsíu er framleitt vín, mandarín-
ur, rósir og ölkelduvatn. Efnahag-
urinn er í skelfilegu ástandi og
mikið glæpaástand.“
Rússar leika tveimur skjöldum,
að mati Hauks. Þeir hafa alltaf
greitt atkvæði gegn efnahags-
þvingunum og hafnbanni á aðrar
þjóðir á alþjóðavettvangi en beita
svo sömu aðferðum á Grúsíu,
nágrannaþjóð sína í suðri. „Grús-
íumenn vilja ekki vera vinir Rússa
lengur og þá reyna Rússarnir að
svelta þá og gefa öðrum þjóðum í
Mið-Asíu og Kákasuslöndunum
viðvörun og sýna fram á að hart sé
tekið á því ef viðskiptum er hætt
Vígreifir Grúsíumenn
Aðskilnaðarsinnar í norðurhluta Georgíu, eða Grúsíu hafa hallað sér að Rúss-
um meðan Mikhail Svaakashvihli, forseti Grúsíu, er ákafur stuðningsmaður
Bandaríkjanna og vill reka Rússa
úr landinu. „Þetta er pólitísk púð-
urtunna ef eitthvað gerist. Þetta
fólk er vígreift eins og víkingar á
sturlungaöld,“ segir Haukur Hauks-
son, fréttaritari Ríkisútvarpsins í
Moskvu. „Ef eitthvað gerist getur
allt farið í bál og brand á stuttum
tíma.“ Hann segir einnig að það
sé olían í Kaspíahafi sem geri það
að verkum að Bandaríkjamenn líti
svo á að þeir séu að gæta eigin
þjóðarhagsmuna í Grúsíu.
Kosninga-
skjálftinn
er hafinn
Nú eru það
bara þeir ríku
sem græða og
græða og hinir
að horfa á sápu-
óperur í sjón-
varpinu. Það er
engin pólitísk
umræða í land-
inu.
Morðalda hefur verið í Rússlandi. Blaðakonan
fræga, Anna Politkovskaja, hefur verið myrt og
þar að auki tveir til þrír bankamenn. Forseta-
kosningar verða eftir eitt og hálft ár og kosninga-
skjálftinn er byrjaður. Guðrún Helga Sigurðardótt-
ir ræddi við Hauk Hauksson, fréttaritara RÚV í
Rússlandi.
og þjóðir hlaupa yfir til Kanans. Ég
held að þetta sé ákveðin sálfræði. Rúss-
arnir eru að reyna að sýna sinn efna-
hagslega mátt. Öfgamenn vildu ráðast
inn í Grúsíu og hefja loftárás sem er
fáránlegt því það hefði allt farið í hund
og kött. Sem betur fer náðu aðrar radd-
ir yfirhöndinni.“
Vilja keyra í múslimana
Haukur rifjar upp að hallarbylting hafi
átt sér stað í Grúsíu fyrir fimm til sex
árum þegar Svaakashvihli kom She-
vardnadse forseta frá völdum með
aðstoð CIA. Í norðurhluta Grúsíu eru
lýðveldin Abkhaazia og Suður-Ossetía
sem múslimar byggja. Níutíu prósent
íbúa eru með rússneskt vegabréf og
vilja tilheyra Rússlandi, ekki Grúsíu.
Forseti og varnarmálaráðherra Grúsíu
vilja „keyra í múslimana, afvopna þá
og brjóta niður alla aðskilnaðarstefnu,“
segir Haukur.
„Þeir vilja kæfa þetta í fæðingu og
brjóta á bak aftur sem væri brjálæði
því að þá færi allt í bál og brand í Káka-
susfjöllum,“ segir hann og bendir á að
um hundrað og tuttugu þjóðir búi á
þessu landsvæði. Flóran sé fjölbreytt,
þjóðir, trúarbrögð og tungumál á svæði
sem er svipað og Frakkland að stærð,
um 500 þúsund ferkílómetrar.
„Þetta er pólitísk púðurtunna ef eitt-
hvað gerist. Þetta fólk er vígreift eins
og víkingar á sturlungaöld og miklir
kappar. Ef eitthvað gerist getur allt
farið í bál og brand á stuttum tíma,“
segir Haukur og bendir á að blóðhefnd
sé daglegt brauð.
„Þó að allt sé tiltölulega rólegt núna
þá eru menn blóðheitir og Rússar
styðja aðskilnaðarsinna í Grúsíu leynt
og ljóst, ekki síst út af hatri og óvináttu
sem ríkir milli Moskvu og Tbilisi. Olían
í Kaspíahafi gerir það að verkum að
Bandaríkjamenn telja sig gæta eigin
þjóðarhagsmuna í Grúsíu.
Þeir vilja að olían fari frá Aser-
bajdsjan gegnum Grúsíu til Tyrklands.
Meðan bandarískir hernaðarráðgjafar
ganga um götur í fullum skrúða í Tbilisi
styðja Rússarnir aðskilnaðarsinnana.“■
HAUKUR HAUKSSON VLADIMÍR PÚTÍN