Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 90

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 90
LAUGARDAGUR 28. október 2006 49 Hingað til lands er kominn góður gestur í boði Félags íslenskra org- anista, Stefan Engels, organisti frá Leipzig. Hann mun halda tónleika á morgun kl. 17 í Fríkirkjunni í Reykjavík og er orgelsláttur hans á morgun í tilefni af afmæli félags organista og þess að áttatíu ár eru frá uppsetningu orgels í kirkjunni. Organum var fyrsta hljóðfærið sem þorri þjóðarinnar. Það var grunntækið í endurreisn tónmenn- ingar Íslendinga og að vonum var fyrsta kynslóð tónlistarmanna sem komst í fasta vinnu hér á landi brautryðjendur fyrir tónlist í víðum skilningi. Með samsöng í kirkju við orgelslátt reis upp íslenska kórahreyfingin. Því sóttu menn mennt í orgelleik og rík áhersla var víða lögð á að koma hér á landi upp sæmilegum orgelum. Orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík er elsta hljómandi orgel landsins og það sögulegasta. Það er smíðað í þýskum síð-rómantískum stíl af orgelsmiðnum Sauer í Leipzig, þar sem Páll Ísólfsson stundaði nám, og er fyrsta orgelið hér á landi með þremur hljómborðum. Var hljóð- færið smíðað og keypt fyrir Pál sem þá var organisti Fríkirkjunn- ar. Eru fá orgel af þessari merku gerð uppistandandi í veröldinni og er orgel Fríkirkjunnar í miðborg- inni því sannkallað djásn. Það skip- ar merkan sess í orgelsögu Íslands og tónlistarsögu okkar. Svo skemmtilega vill til að þetta merka hljóðfæri er áttrætt í haust og er því einkar vel við hæfi að slá saman 55 ára afmæli Félags íslenskra organista við áttræðisaf- mæli Sauer-orgelsins. Um leið verður minnst áhrifa Páls Ísólfs- sonar á orgelsögu Íslendinga. Hann ruddi brautina á því sviði hérlendis sem orgelleikari á heimsmæli- kvarða, var frábær kennari og stofnandi Félags íslenskra organ- leikara. Stórum hluta starfsævi sinnar varði hann í miðborg Reykja- víkur sem organisti Fríkirkjunnar og síðar sem Dómorganisti og áhrif hans á borgarmenninguna því afar mikil. Afar ánægjulegt er að virtur konsertorganisti frá Leipzig, þar sem Páll stundaði nám og orgelið var smíðað, skuli vera tiltækur sem sérstakur gestur á afmælishátíð félagsins. Engels mun leika efnis- skrá frá þýska síð-rómantíska tím- anum, m.a. Reger, Karg-Elert og Mendelssohn, efnisskrá sem Sauer orgelið skilar með einstökum hætti. - pbb Orgeltónleikar í Fríkirkjunni TÓNLEIKAR Stefan Engels við hið sögu- fræga orgel í Fríkirkjunni í Reykjavík sem hann leikur á í eftirmiðdaginn á morgun. FRETTABLAÐIÐ/VALLI 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI “Mýrin er ein besta mynd, ef ekki sú albesta sem gerð hefur verið á Íslandi” Davíð Örn Jónsson – kvikmyndir.com “Loksins loksins svona á að gera þetta.Frábær mynd sem fær mann til að hlægja,gráta og gnísta tönnum. Svona eiga Íslenskar myndir að vera. Ingvar E. Sigurðsson var alveg magnaður í þessari mynd.” Sigvaldi "Svali" Kaldalóns - FM957 Einn meginstyrkur Mýrarinnar er leikurinn. Mýrin er einmitt um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Þannig á kvikmynd að vera. Spennandi og skemmtileg mynd” Hávar Sigurjónsson -Morgunblaðið “Mýrin er ákaflega vel unnin og leikarar standa sig með miklum sóma með Ingvar E. Sigurðsson firnasterkan í fararbroddi. Þessi mynd svíkur hvorki aðdáendur Arnalds né þá sem kunna að meta góðar glæpamyndir.” Þórarinn Þórarinssson - Fréttablaðið Hallgrímur Helgason – Kastljósið “Magnþrungið andrúms- loft í þessari rammíslenzku spennumynd. Hlakka til að sjá hana sigra heiminn með sviðakjammana að vopni.” Stefán Sigurjónsson – X-FM LANGSTÆRSTA OPNUN ÁRSINS STÆRSTI EINSTAKI DAGUR FRÁ UPPHAFI – 22. OKT 2006 NÆST STÆRSTA OPNUN FRÁ UPPHAFI þökkum frábærar viðtökur “Myndin stendur algjörlega undir væntingum og er gríðalega vel leikin. Enda eintómir snillingar á aðlhlutverkum. Sirkus mælir með að fólk smelli sér á Mýrina” Sirkus blað 20.10.06 “Mýrin er frábær, vel leikin og t.d. fer Björn Hlynur á kostum sem Sigurður Óli. Stjarna myndarinnar er þó Theódór Júlíusson sem leikur illmennið Elliða, líklega ófrýnilegasta skúrk sem sést hefur í innlendri kvik- mynd” Gunnar Hjálmarsson – Fréttablaðið STÆRSTA OPNUN Á ÍSLENSKRI BÍÓMYND FRÁ UPPHAFI! ��������������������������������� ������������������������������ ���� ���������������������� ������������ ����� ��������������� �������������� �������� �� � � �������� ������� �� ����� ��� ������ ����� ���� ������ � ������ �� ������ ��� ������ �� ������������� �� � � �������� ������ � ������������� �� � ���� ��� ������ ������������ � ��������� �������� ������� � � ��� ���� ��� � ������� �������������� ����������������
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.