Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 90
LAUGARDAGUR 28. október 2006 49
Hingað til lands er kominn góður
gestur í boði Félags íslenskra org-
anista, Stefan Engels, organisti frá
Leipzig. Hann mun halda tónleika á
morgun kl. 17 í Fríkirkjunni í
Reykjavík og er orgelsláttur hans á
morgun í tilefni af afmæli félags
organista og þess að áttatíu ár eru
frá uppsetningu orgels í kirkjunni.
Organum var fyrsta hljóðfærið
sem þorri þjóðarinnar. Það var
grunntækið í endurreisn tónmenn-
ingar Íslendinga og að vonum var
fyrsta kynslóð tónlistarmanna sem
komst í fasta vinnu hér á landi
brautryðjendur fyrir tónlist í
víðum skilningi. Með samsöng í
kirkju við orgelslátt reis upp
íslenska kórahreyfingin. Því sóttu
menn mennt í orgelleik og rík
áhersla var víða lögð á að koma hér
á landi upp sæmilegum orgelum.
Orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík er
elsta hljómandi orgel landsins og
það sögulegasta. Það er smíðað í
þýskum síð-rómantískum stíl af
orgelsmiðnum Sauer í Leipzig, þar
sem Páll Ísólfsson stundaði nám,
og er fyrsta orgelið hér á landi með
þremur hljómborðum. Var hljóð-
færið smíðað og keypt fyrir Pál
sem þá var organisti Fríkirkjunn-
ar. Eru fá orgel af þessari merku
gerð uppistandandi í veröldinni og
er orgel Fríkirkjunnar í miðborg-
inni því sannkallað djásn. Það skip-
ar merkan sess í orgelsögu Íslands
og tónlistarsögu okkar.
Svo skemmtilega vill til að þetta
merka hljóðfæri er áttrætt í haust
og er því einkar vel við hæfi að slá
saman 55 ára afmæli Félags
íslenskra organista við áttræðisaf-
mæli Sauer-orgelsins. Um leið
verður minnst áhrifa Páls Ísólfs-
sonar á orgelsögu Íslendinga. Hann
ruddi brautina á því sviði hérlendis
sem orgelleikari á heimsmæli-
kvarða, var frábær kennari og
stofnandi Félags íslenskra organ-
leikara. Stórum hluta starfsævi
sinnar varði hann í miðborg Reykja-
víkur sem organisti Fríkirkjunnar
og síðar sem Dómorganisti og áhrif
hans á borgarmenninguna því afar
mikil.
Afar ánægjulegt er að virtur
konsertorganisti frá Leipzig, þar
sem Páll stundaði nám og orgelið
var smíðað, skuli vera tiltækur sem
sérstakur gestur á afmælishátíð
félagsins. Engels mun leika efnis-
skrá frá þýska síð-rómantíska tím-
anum, m.a. Reger, Karg-Elert og
Mendelssohn, efnisskrá sem Sauer
orgelið skilar með einstökum
hætti. - pbb
Orgeltónleikar í Fríkirkjunni
TÓNLEIKAR Stefan Engels við hið sögu-
fræga orgel í Fríkirkjunni í Reykjavík sem
hann leikur á í eftirmiðdaginn á morgun.
FRETTABLAÐIÐ/VALLI
20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
“Mýrin er ein besta mynd, ef
ekki sú albesta sem gerð
hefur verið á Íslandi”
Davíð Örn Jónsson –
kvikmyndir.com
“Loksins loksins svona á að
gera þetta.Frábær mynd sem
fær mann til að
hlægja,gráta og gnísta
tönnum. Svona eiga
Íslenskar myndir að vera.
Ingvar E. Sigurðsson var alveg
magnaður í þessari mynd.”
Sigvaldi "Svali" Kaldalóns
- FM957
Einn meginstyrkur
Mýrarinnar er leikurinn.
Mýrin er einmitt um venjulegt
fólk í óvenjulegum aðstæðum.
Þannig á kvikmynd að vera.
Spennandi og skemmtileg
mynd”
Hávar Sigurjónsson -Morgunblaðið
“Mýrin er ákaflega vel unnin og
leikarar standa sig með miklum
sóma með Ingvar E. Sigurðsson
firnasterkan í fararbroddi.
Þessi mynd svíkur hvorki
aðdáendur Arnalds né þá sem
kunna að meta góðar
glæpamyndir.”
Þórarinn Þórarinssson
- Fréttablaðið
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
“Magnþrungið andrúms-
loft í þessari rammíslenzku
spennumynd. Hlakka til að
sjá hana sigra heiminn með
sviðakjammana að vopni.”
Stefán Sigurjónsson – X-FM
LANGSTÆRSTA OPNUN ÁRSINS
STÆRSTI EINSTAKI DAGUR FRÁ UPPHAFI – 22. OKT 2006
NÆST STÆRSTA OPNUN FRÁ UPPHAFI
þökkum frábærar viðtökur
“Myndin stendur algjörlega
undir væntingum og er
gríðalega vel leikin. Enda
eintómir snillingar á
aðlhlutverkum. Sirkus mælir
með að fólk smelli sér á Mýrina”
Sirkus blað 20.10.06
“Mýrin er frábær, vel leikin og t.d.
fer Björn Hlynur á kostum sem
Sigurður Óli. Stjarna
myndarinnar er þó Theódór
Júlíusson sem leikur illmennið
Elliða, líklega ófrýnilegasta skúrk
sem sést hefur í innlendri kvik-
mynd”
Gunnar Hjálmarsson – Fréttablaðið
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLENSKRI BÍÓMYND FRÁ UPPHAFI!
���������������������������������
������������������������������ ����
����������������������
������������
�����
���������������
��������������
�������� �� � �
��������
�������
�� �����
��� ������ �����
���� ������ �
������
��
������
��� ������ �� ������������� �� � � �������� ������
� ������������� �� � ���� ��� ������ ������������
� ��������� �������� ������� � �
���
���� ���
�
�������
��������������
����������������